Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 20
komið í fullan gang aftur. Áætluð verklok eru í apríl 2023. - - - Tvö öflug byggingarfyrir- tæki eru starfandi í Hólminum. Annars vegar er það Skipavík þar sem 60 manns starfa. Í smíðadeild- inni starfa um 20 manns, um 25 manns á Grundartanga. Auk þess er viðhald á bátum í slipp og verslun- arrekstur. Hins vegar er Þ.B. Borg þar sem vinna 14 manns. Fram- kvæmdastjórar fyrirtækjanna, Sæv- ar Harðarson og Páll Þorbergsson, líta björtum augum fram á veginn og segjast hafa verkefni langt fram á næsta ár. - - - Kosið var í vor um sameiningu sveitarfélaganna Stykkishólms og Helgafellssveitar. Var sameinigin samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Sameiningin tók gildi hinn 15. júní sl. Vel hefur tekist til við að koma nýju sveitarfélagi af stað. Eitt er þó eftir og það er að gefa sveitar- félaginu nafn. Leitað var til örnefnanefndar um álit á nöfnum sem komu til greina. Nefndin hefur skilað áliti og valið stendur um nöfnin Stykkishólmsbær, Sveitarfé- lagið Stykkishólmur og Þórs- nesþing. Næsta skref er að boða til kynningarfunda fyrir íbúa. Íbúar í hinu nýja sveitarfélagi eru um 1.300. - - - Asco Harvester ehf. hefur verið úthlutað lóð til atvinnurekstr- ar í útjaðri bæjarins nálægt skipasmíðastöðinni Skipavík. Þar mun á næstu mánuðum rísa um 900 fermetra bygging sem m.a. mun hýsa þörungavinnsluna. Áætlað er að vinna um 4.000 tonn af þangi ár- lega sem þykir ekki stórt í þessum geira. Lögð verður áhersla á sjálf- bæra nýtingu þörunga og fram- leiðslu umhverfisvænna matmæla og þróunarstarf með það að mark- miði að auka verðmæti þangsins. Eigendur, sem allir eru íslensk- ir, hafa lagt mikla vinnu í að hanna, í samstarfi við erlenda aðila, vinnslu sem byggist á lokaðri hringrás og engin lífræn föst efni munu fara frá í formi útblásturs. Til skoðunar er m.a. að vinna líförvandi efni fyrir gróðurrækt. Áætlað er að starfsemi Asco Harvester skapi um 15-20 ný störf í upphafi. - - - Menningarhátíðin Norður- ljósin verður haldin í sjötta sinn í Stykkishólmi dagana 20.-23. októ- ber. Hátíðin var fyrst haldin árið 2010 og hefur verið haldin annað hvert ár síðan. Það verður líf og fjör í bænum þessa daga. Dagskráin í ár verður þétt skipuð og fjölbreytt en lagt er upp úr því að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Opnunarhátíð verður í Stykkishólmskirkju á fimmtudagskvöld. Um helgina verða m.a. tón- leikar í gömlu kirkjunni og á Foss- hóteli, sýningar á ýmsum stöðum og stofutónleikar víðsvegar um bæinn. Í Norska húsinu – byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla verða viðburðir í tilefni 190 ára afmælis hússins. Jafnframt á Amtsbóka- safnið í Stykkishólmi 175 ára af- mæli og verða viðburðir tengdir því. - - - Landsmót Samfés fer fram í Stykkishólmi dagana 7.-.9 október. Á mótinu koma saman ungmenni á aldrinum 13-16 ára frá félagsmið- stöðvum um allt land. Hver félags- miðstöð getur skráð fjóra þátttak- endur til leiks og er búist við að um 300-350 ungmenni sæki mótið í Stykkishólmi. Mótshaldara hverju sinni gefst tækifæri til að kynna sitt sveitarfélag fyrir ungmennunum og þá þjónustu og afþreyingu sem þar er í boði. Morgunblaðið/Gunnlaugur A. Árnason Stykkishólmur Framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Stykkishólmi, bæði við breytingar á St. Fransiskusspítala og byggingu nýrrar þörungavinnslu. Leit hafin að nýrri Breiðafjarðarferju ÚR BÆJARLÍFNU Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Ferjan Baldur sem nú sinnir sigl- ingum yfir Breiðafjörð er komin til ára sinna. Tvisvar hafa komið upp alvarlegar bilanir í vél sem olli því að skipið varð vélarvana. Aðeins ein aðalvél er í skipinu, sem hefur sýnt sig að er alls ekki nægilegt öryggi. Vegagerðin, sem hefur siglingar Baldurs á sinni könnu, hefur nú brugðist við. Leit að nýrri ferju er hafin. Verið er að ganga frá útboðs- gögnum að leigu eða kaupum á nýju skip til að þjóna á Breiðafirði. Ekki er vitað hvenær útboðsgögn verða tilbúin, en vinna er í fullum gangi. Þar til nýr Baldur kemur er ráðgert að leigja dráttarbát með aðsetur í Hólminum. Niðurstaða mun liggja fyrir í lok næstu viku. - - - Aftanskin er félag eldri borg- ara í Stykkishólmi. Það var stofnað 30. janúar 1983. Í félaginu eru 130 manns eða yfir 20% bæjarbúa og er mikill kraftur í starfsemi þess. Í síð- ustu viku fóru 46 félagar í fjögurra daga skemmtiferð til Vestmanna- eyja. Frábær ferð og rosalega gam- an sem skilur eftir góðar minningar er haft eftir ferðalöngum. Vetrar- starfið er hafið og fjölbreytt dag- skrá í boði alla virka daga vikunnar. Á dagskrá er m.a. leikfimi, handa- vinna, félagsvist, smíðar og mynd- list. Formaður félagsins er Her- mann Bragason. - - - Starfsemi St. Fransiskus- spítala er að breytast. Þar mun verða starfrækt bak- og endurhæf- ingardeild eins og verið hefur og svo hjúkrunarrými og sex sjúkraherbergi. Miklar breytingar þarf að gera á húsnæði spítalans. Framkvæmdir voru boðnar út fyrri hluta árs 2021 og var samið við Skipavík hf. Miklar tafir hafa orðið á framkvæmdum. Eftir að verk var hafið kom í ljós að skipta varð um alla glugga, 110 talsins, klæðingu og einangrun á þeim hluta sem til- heyrði gamla spítalanum. Það hefur tekið sinn tíma að smíða gluggana erlendis. Nú eru þeir komnir og far- ið að skipta þeim gömlu út og allt 20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að leggja malbikaðan göngu- og hjólastíg frá Strandvegi í Grafarvogi, til móts við Rimahverfi, niður í Gufunes. Þarna hefur opnast skemmtileg upplýst leið við högg- myndagarðinn Hallsteinsgarð. Tólf tilboð bárust í verkið þegar Reykjavíkurborg bauð það út. Var samið við lægstbjóðanda, D. Ing- verk ehf., um að vinna verkið fyrir 46,6 milljónir króna. Kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á 53,7 milljónir. Stígurinn kemur niður í Gufunes á móts við nýtt íbúðarhverfi sem þar er að rísa. Nákvæmlega á þessu svæði verður vegstæði Sundabraut- arinnar. Þegar framkvæmdir hefjast við þá langþráðu braut þarf væntan- lega að byggja göngu- og hjólabrú yfir Sundabraut svo tenging Grafar- vogs og Gufuness rofni ekki. Árið 2013 tók Listasafn Reykja- víkur við gjöf Hallsteins Sigurðs- sonar myndlistarmanns til Reykvík- inga, að því er fram kemur á heima- síðu safnsins. Um var að ræða 16 höggmyndir úr áli sem Hallsteinn kom fyrir í landi Gufuness á árunum 1989 til 2012. Þær standa á hæð austan við gömlu áburðarverksmiðj- una í Gufunesi. „Í dag er þar skemmtilegur gró- inn höggmyndagarður, þar sem skúlptúrarnir hafa notið sín og veitt gestum og gangandi ánægju eftir að byggð þéttist og eitt stærsta út- hverfi í Reykjavík, Grafarvogur, byggðist upp. Verk Hallsteins Sig- urðssonar eru víða á söfnum, í einka- eign og í almenningsrými. Hann hef- ur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum.“ Þá segir ennfremur að Hallsteins- garður sé tilvalinn vettvangur fyrir skóla í Grafarvogi til að nýta í námi og leik og hafa þeir gert það óspart. Nýr göngustígur í Gufunesið - Tengir hverfið við byggðina í Grafarvogi Morgunblaðið/sisi Gufunes Stígurinn kemur niður í hverfið framan við nýtt fjölbýlishús. Þarna mun Sundabraut liggja í framtíðinni. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, afhjúpaði á miðvikudag minnisvarða um sam- skipti Íslands og Eistlands í eist- neska utanríkisráðuneytinu í Tall- inn. Minnisvarðinn var settur upp í tilefni af því að þrír áratugir eru liðnir frá því að Ísland varð fyrst allra ríkja til að viðurkenna endur- reisn sjálfstæðis Eistlands. Minn- isvarðinn, sem ætlað er að standa í ráðuneytinu til frambúðar, sýnir ýmis skjöl, ljósmyndir og gögn sem tengjast viðurkenningunni. Þess má geta að eistneska utanríkis- ráðuneytið stendur við torg sem nefnt er eftir Íslandi vegna hlut- verks Íslands við endurreisn sjálf- stæðis Eistlands. Minnisvarði Martin Eyjólfsson (t.h.) við minnisvarðann í Tallinn. Afhjúpaði minnisvarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.