Morgunblaðið - 01.10.2022, Page 22

Morgunblaðið - 01.10.2022, Page 22
22 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 1. október 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 144.29 Sterlingspund 156.5 Kanadadalur 105.36 Dönsk króna 18.84 Norsk króna 13.402 Sænsk króna 12.785 Svissn. franki 146.85 Japanskt jen 0.9972 SDR 184.12 Evra 140.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.0439 STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Reykjavíkurborg hefur sagt upp samningi sínum við Orku náttúr- unnar, ON, um götulýsingarþjón- ustu. Tekjur ON vegna samnings- ins námu 320 milljónum króna á síðasta ári. Heildartekjur götulýs- ingarþjónustunnar námu um 600 milljónum króna árið 2021 eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins á dögunum um fyrirhugaða sölu þjónustunnar. Eins og fram kom í fréttinni nema tekjur ON af götulýsingar- þjónustu 2,61% af heildartekjum fyrirtækisins. Reykjavíkurborg er langstærsti viðskiptavinurinn. Einnig hafa Vegagerðin og Akra- nesbær sagt upp samningum sínum um þjónustuna. Aðrir viðskiptavinir eru Mosfells- bær, Seltjarnarnes og Faxaflóa- hafnir m.a. Höfðu samband við alla Í skriflegu svari frá ON segir að áður en Orka náttúrunnar birti auglýsingu um opið söluferli á götu- lýsingarþjónustu sinni fyrr í mán- uðinum hafi verið haft samband við alla þá aðila sem ON þjónustar og þeim greint frá áformunum. „Eftir að söluferlið hófst bárust okkur formlegar uppsagnir á þjónustu- samningum frá bæði Reykjavíkur- borg og Vegagerðinni. Ástæður voru ekkert sérstaklega tilteknar í þeim uppsögnum með öðrum hætti en að það væri mat þessara aðila að það væri þeim fyrir bestu að segja upp samningunum. Uppsögn á samningi Akraness hefur legið fyrir frá því í vor en hvenær þjónustu okkar við sveitarfélagið lýkur form- lega liggur ekki fyrir.“ Uppsagnir Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar eru með 12 mán- aða uppsagnarfresti. „Við undirbúning á sölu götulýs- ingarþjónustunnar var gert ráð fyr- ir að þessi staða gæti komið upp, þ.e.a.s. að uppsagnir á samningum gætu borist,“ segir í svarinu. Heimildir Morgunblaðsins herma að hvorki Vegagerðinni né Reykja- víkurborg hafi hugnast að fram- selja ætti þjónustuna til þriðja að- ila. Nokkrir hafa sýnt áhuga ON var líka spurt um hvort margir hafi lýst yfir áhuga á að kaupa þjónustuna. Í svarinu kemur fram að nokkrir hafi sýnt henni áhuga. Í einblöðungi með upplýsingum sem ætlaður er þeim sem hafa áhuga á einingunni kemur fram að rekstrareiningin beri ábyrgð á rekstri, viðhaldi og hvers kyns ný- framkvæmdum og viðgerðum á um 37 þúsund ljósastaurum. Þar að auki veiti starfsfólk einingarinnar faglega ráðgjöf um nýjustu tækni í ljósabúnaði og fylgist með þróun til að auka gæði lýsingar og lágmarka ljósmengun í götulýsingu. Þrettán sérfræðingar Götulýsingarteymið er sam- kvæmt einblöðungnum skipað 13 sérfræðingum sem einungis sinna götulýsingu. Frestur til að skila inn óskuld- bindandi tilboðum í þjónustuna er til klukkan 16.00 hinn 21. október 2022. Reykjavíkurborg segir upp samningi um götulýsingu Morgunblaðið/Hari Staur Einn af þrettán sérfræðingum götulýsingarþjónustunnar að viðhaldsstörfum. Götulýsing » Rekstrareiningin ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og hvers kyns nýframkvæmdum og við- gerðum. » Veitir einnig ráðgjöf. » 37 þúsund ljósastaurar. » Heildartekjur 600 mkr. » Reykjavíkurborg greiddi 320 milljónir króna. » Tólf mánaða uppsagn- arfrestur. - Langstærsti viðskiptavinur ON - Vegagerðin og Akranes einnig á útleið « Hlutabréf í Kauphöllinni hækkuðu nokkuð hressilega í gærdag, ef horft er til þess hversu mikið þau hafa lækkað síðustu tvær vikurnar. Síminn leiddi hækkanir dagsins eftir að tilkynnt var að sala félagsins á dótturfélaginu Mílu, til franska fjárfest- ingasjóðsins Ardian, væri frágengin og að Síminn hefði í kjölfar sölunnar í hyggju að greiða hluthöfum sínum 31,5 milljarða króna með lækkun hlutafjár. Síminn hækkaði um 4,2% í viðskiptum dagsins í gær, sem námu um 580 millj- ónum króna, og hefur hækkað um 7,6% á einum mánuði. Þó má hafa í huga að gengi félagsins stendur í stað frá því að tilkynnt var um að samningar um söl- una á Mílu hefðu náðst um miðjan sept- ember. Þá hefur gengi bréfa í félaginu lækkað um 5,8% það sem af er ári. Sjóvá og VÍS hækkuðu einnig í gær, bæði um 3,9%. Viðmælendur Morgun- blaðsins af hlutabréfamarkaði rekja það helst til hækkunar á hlutabréfum í öðr- um félögum í gær. Veltan með bréf í félaginu var ekki mikil í Sjóvá, um 212 milljónir króna, en kom að mestu seinni hluta dags í gær. Velta með bréf í VÍS nam 380 milljónum en gengi bréfa í fé- laginu hækkaði jafnframt undir lok dags. Gengi bréfa í Sjóvá lækkaði þó um 11,2% í september og hefur lækkað um 16,3% það sem af er ári. Gengi bréfa í Vís lækkaði um 11,7% í sept- ember og hefur lækkað um 14,7% það sem af er ári. Ölgerðin á lygnum sjó frá skráningu Ölgerðin hækkaði í gær um 2,8% en velta með bréf í félaginu nam aðeins um 80 milljónum króna. Gengi bréfa í félaginu siglir nokkuð lygnan sjó miðað við flest önnur félög í Kauphöllinni, félagið hækkaði um 6,8% í september og hefur hækkað um rúm 24% frá því að það var skráð á markað í byrjun júní. Mesta veltan með bréf í Arion í gær Mesta veltan í gær var með bréf í Ar- ion, um 760 milljónir króna, og félagið hækkaði um 2,2%. Gengi bréfa í Arion lækkaði þó um 8,9% í september og hefur lækkað um 16,3% það sem af er ári. Þá nam velta með bréf í Kviku um 630 milljónum króna og félagið hækkaði um 2,1%. Gengi bréfa í Kviku lækkaði um 9,7% í septemer og hefur lækkað um 32% það sem af er ári. Það var öllu minni velta með bréf í Íslandsbanka í gær, um 140 milljónir króna, en félagið hækkaði um 2,7%. Gengi bréfa í bankanum lækkaði um 7% í september en hefur þó aðeins lækkað um 3,5% það sem af er ári. Gengi bréf- anna hefur þó sveiflast nokkuð, er nú á tæpar 122 kr. á hlut, fór lægst í 117 kr. á hlut í lok maí en hæst í 135 kr. á hlut undir miðjan september og tók svo dýfu niður á við eins og önnur félög. Morgunblaðið/Golli Orri Hauksson, forstjóri Símans, hafði ástæðu til að brosa í gær þegar félagið fékk greitt fyrir Mílu. Síminn leiddi hækkanir á síðasta degi mánaðar duka.is Kringlan & Smáralind FRANDSEN Ball Single borðlampi Verð 19.900,- ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.