Morgunblaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
fordæmdi í gær innlimun Rúss-
lands á héruðunum fjórum í Úkra-
ínu og varaði við „alvarlegum af-
leiðingum“ ef Rússar beiti
kjarnorkuvopnum gegn Úkraínu.
Stoltenberg tók fram að banda-
lagið hefði ekki tekið eftir neinum
breytingum á viðbúnaðarstöðu
kjarnorkuvopnabúrs Rússlands
þrátt fyrir hótanir ráðamanna í
Kreml undanfarnar vikur um að
öllum tiltækum ráðum yrði beitt
til þess að verja rússneskt land-
svæði.
„Við erum árvökul, við deilum
upplýsingum á milli okkar og við
höfum lýst því á
mjög skýran
hátt við Rúss-
land að það
verði alvarlegar
afleiðingar ef
þeir beita kjarn-
orkuvopnum
gegn Úkraínu,“
sagði Stolten-
berg.
Hann neitaði
að tjá sig um aðildarumsókn
Úkraínu, en benti á að hún myndi
þurfa samþykki allra bandalags-
ríkjanna og að bandalagið ein-
blíndi nú á að veita Úkra-
ínumönnum aðstoð til að verja sig.
Stoltenberg kallaði einnig eftir
rannsókn á skemmdarverkunum á
Nord Stream-leiðslunum í
Eystrasalti, en Jonas Gahr Støre,
forsætisráðherra Noregs, lýsti því
yfir í gær að Frakkar, Bretar og
Þjóðverjar hefðu sent Norð-
mönnum hernaðaraðstoð til þess
að verja olíu- og jarðgasiðnað
sinn. Þá munu tvö skip norsku
landhelgisgæslunnar sinna varð-
skyldu hjá olíupöllum Norð-
manna.
Sagði Støre að Norðmenn hefðu
engar upplýsingar um að bein
ógn stafaði að norskum orkuiðn-
aði, en Noregur er nú helsti jarð-
gasbirgir Evrópu.
„Alvarlegar afleiðingar“ ef
Rússar beita kjarnorkuvopnum
- Senda aðstoð til Noregs til að verja orkuiðnaðinn
Jens
Stoltenberg
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti
hét því í gær að Úkraínumenn
myndu aldrei ganga til samninga við
Rússland, svo lengi sem Vladimír
Pútín væri þar forseti, eftir að Pútín
undirritaði í gær formlega yfirlýs-
ingu um innlimun fjögurra héraða
Úkraínu, Kerson, Saporisjía, Do-
netsk og Lúhansk, í Rússland. Sagði
Selenskí að Úkraínumenn myndu
ræða við eftirmann Pútíns.
Lýsti Selenskí því jafnframt yfir
að Úkraína hygðist sækja um inn-
göngu í Atlantshafsbandalagið og
óska eftir flýtimeðferð við aðildar-
ferlið. „Við höfum þegar sannað að
við stöndumst staðla bandalagsins,“
sagði Selenskí í yfirlýsingu sinni.
Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra
Úkraínu, lýsti því yfir á Twitter í gær
að tilraun Pútíns til þess að innlima
héruðin í Rússland breytti engu fyrir
Úkraínumenn eða hernaðaraðgerðir
þeirra í Úkraínustríðinu. Benti Kú-
leba á að Rússar hefðu ekki einu
sinni hernaðarleg yfirráð yfir neinu
af héruðunum fjórum. „Ekkert
breytist fyrir Úkraínu: Við munum
halda áfram að frelsa land okkar og
þjóð, og endurreisa landamæri okk-
ar,“ sagði Kúleba.
Héruðin verði ekki gefin eftir
Innlimunarathöfnin hófst í Kreml-
arhöll í Moskvu um hádegi að ís-
lenskum tíma, og voru þar saman-
komnir allir helstu ráðamenn
Rússlands. Pútín Rússlandsforseti
hóf athöfnina með ræðu þar sem
hann lýsti því yfir að innlimun hér-
aðanna fjögurra væri varanleg.
Vísaði Pútín meðal annars til „at-
kvæðagreiðslnanna“ í héruðunum
sem haldnar voru um helgina, og
sagði Pútín að niðurstaða þeirra
sýndi að innlimunin væri að vilja
„milljóna manna“, og að Rússland
myndi ekki svíkja þann vilja.
„Ég vil segja við stjórnina í Kænu-
garði og hina raunverulegu yfirboð-
ara hennar í vestri. Fólkið sem býr í
Lúhansk, Donetsk, Kerson og Sa-
porisjía er að verða að ríkisborgur-
um okkar um aldur og ævi,“ sagði
Pútín. Skoraði hann á Úkraínumenn
að leggja þegar í stað niður vopn og
snúa aftur að samningaborðinu, en
tók fram að héruðin fjögur sem nú
væru innlimuð yrðu ekki gefin eftir.
Ekki bein kjarnorkuhótun
Pútín og aðrir leiðtogar Rússlands
hafa á undanförnum vikum lýst því
yfir að Rússar væru tilbúnir til þess
að verja sig með öllum tiltækum ráð-
um, þar á meðal kjarnorkuvopnum.
Ræða Pútíns tók þó ekki af skarið
með það að Rússar myndu beita slík-
um vopnum ef Úkraínumenn myndu
endurheimta hernumdu svæðin.
„Við verjum lönd okkar með öllum
tiltækum ráðum og gerum allt til
þess að verja fólkið okkar. Þetta er
okkar mikla frelsandi erindi,“ sagði
Pútín í ræðu sinni, en hann lýsti því
ekki yfir að hann myndi beita kjarn-
orkusprengjum gegn Úkraínu eða
vesturveldunum í því skyni. Hann
vék hins vegar einu sinni að kjarn-
orkuvopnum í ræðunni, en Pútín
eyddi miklum tíma í að fordæma það
sem hann kallaði hræsni vesturveld-
anna. Hann minnti á að Bandaríkin
væru eina landið í sögunni sem hefði
varpað kjarnorkusprengjunni, og
nefndi að það hefði skapað fordæmi.
Vísaði Pútín þar beint til kjarn-
orkuárása Bandaríkjanna á Japan í
ágúst 1945 sem knúðu Japani til upp-
gjafar í síðari heimsstyrjöld.
Spjótum beint gegn vestri
Max Seddon, fréttastjóri Rúss-
landsskrifstofu Financial Times,
skrifaði á Twitter að hann hefði aldr-
ei séð jafn harðorða ræðu frá Pútín í
garð Bandaríkjanna og vesturveld-
anna, þar sem hann sakaði þau um að
dreifa nýlendustefnu, rasisma og
Rússahatri um allan heim. Sagði
Pútín að markmið Bandaríkjanna
væri að kúga allan heiminn og for-
dæmdi hann varnarbandalög á borð
við Atlantshafsbandalagið og AU-
KUS, þríhliða varnarsamning Ástr-
alíu, Bretlands og Bandaríkjanna.
Þá sagði Pútín að Rússar vildu
leiða „andheimsvaldahreyfingu“ til
að frelsa heiminn. „Við verðum að
snúa þessu skammarlega blaði við.
Vestræn yfirráð verða brotin niður.
Það er óumflýjanlegt. Við verðum að
gera þetta fyrir þjóðina okkar, hið
mikla sögufræga Rússland,“ sagði
Pútín meðal annars í ræðu sinni, sem
tekið var með dynjandi lófataki við-
staddra í Kreml.
Rússneski harðlínumaðurinn, Al-
exander Dúgín, fagnaði ræðu Pútíns
mjög og kallaði hana „stríðsyfirlýs-
ingu gegn Vesturlöndum samtímans
og nútímaheiminum almennt“ og að
ræðan hefði verið stefnuyfirlýsing
fyrir „hefðbundin gildi,“ auk þess
sem hún hefði verið trúarlegs eðlis.
Að ræðu lokinni hófst undirritunin
sjálf, þar sem leiðtogar leppstjórna
Rússa í héruðunum fjórum undirrit-
uðu samþykki sitt fyrir því að gang-
ast undir Rússland. Tókust mennirn-
ir fimm svo í hendur undir köllum
áhorfenda sem hrópuðu „Rússland,
Rússland.“
Um kvöldið var boðað til tónleika á
Rauða torginu í Moskvu þar sem inn-
limuninni var fagnað. Talið er að um
10.000 manns hafi safnast saman í
miðborginni á meðan innlimunarat-
höfninni stóð.
Herða enn á refsiaðgerðum
Stjórnvöld á Vesturlöndum for-
dæmdu innlimunina í gær nær ein-
um rómi. Joe Biden Bandaríkjafor-
seti sagði að Bandaríkin myndu
„aldrei, aldrei, aldrei“ viðurkenna að
héruðin fjögur tilheyrðu Rússlandi,
og leiðtogar allra 27 aðildarríkja
Evrópusambandsins sendu frá sér
sameiginlega yfirlýsingu, þar sem
þeir sögðu meðal annars að Rússar
væru að grafa undan alþjóðalögum
með framferði sínu. Sögðu leiðtog-
arnir að þeir styddu áfram rétt
Úkraínu til þess að endurheimta allt
landsvæði sitt.
Á meðal þeirra sem sendu einnig
frá sér sérstakar yfirlýsingar voru
Emmanuel Macron Frakklandsfor-
seti og Giorgia Meloni, verðandi for-
sætisráðherra Ítalíu. Hún sagði að
„atkvæðagreiðslurnar“ og innlimun
héraðanna hefðu ekkert lagalegt eða
pólitískt gildi.
Bandaríkjastjórn tilkynnti einnig
að hún hygðist herða mjög á refsiað-
gerðum sínum, og að hún hefði feng-
ið stuðning hinna G7-ríkjanna til
þess að refsa hverju því ríki sem
styddi tilraunir Rússa til þess að inn-
lima héruðin fjögur.
Hinar nýju refsiaðgerðir Banda-
ríkjanna beinast að rússneskum
þingmönnum, embættismönnum,
fjölskyldumeðlimum og fyrirtækjum
sem styðja rússneska herinn. Kom
fram í yfirlýsingunni að þær aðgerð-
ir myndu einnig ná til fyrirtækja ut-
an Rússlands. Tilkynnt var í gær að
fyrirtæki frá Hvíta-Rússlandi, Kína
og Armeníu yrðu beitt refsiaðgerð-
um vegna viðskipta þeirra við her-
inn. Þá var einnig tilkynnt að Banda-
ríkjamenn og Bretar hefðu ákveðið
að setja Elvíru Nabíúlínu, seðla-
bankastjóra Rússlands, á svartan
lista.
Fulltrúar ríkja Evrópusambands-
ins komu einnig saman í gær til að
ræða frekari þvinganir gegn Rúss-
landi. Talið er líklegt að þær verði
samþykktar í næstu viku, samkvæmt
heimildum fréttastofu Reuters.
Árás á óbreytta borgara
Fyrr um daginn höfðu Rússar gert
árás á borgaralega bílalest sem var
að flytja mannúðaraðstoð frá Sapor-
isjía-borg. Féllu að minnsta kosti 25
manns og fimmtíu særðust. „Aðeins
algjörir hryðjuverkamenn gætu gert
svona,“ sagði Selenskí og fordæmdi
Rússland sem hryðjuverkaríki. Kall-
aði hann þá sem hefðu framið árásina
„blóðþyrst úrþvætti“ og hét því að
þeir myndu þurfa að svara fyrir
hana.
Josep Borrell, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, sagði að árás
Rússa á bílalestina hefði verið ógeð-
felld. „ESB fordæmir þessa skamm-
arlegu árás á sterkasta mögulega
hátt,“ skrifaði hann á Twitter-síðu
sína.
Munu aldrei semja við Pútín
- Úkraína sækir um inngöngu í Atlantshafsbandalagið - Pútín krefst þess að Úkraínumenn leggi niður
vopn - Rússland leiði „andheimsvaldastefnu“ gegn Vesturlöndum - Hert á refsiaðgerðum gegn Rússum
AFP/Dmitry Astakhov
Innlimun Leiðtogar leppstjórnanna tókust í hendur með Pútín að athöfninni lokinni og hrópuðu „Rússland!“
AFP/STRINGER
Moskva Fjölmenni sótti tónleika í miðborg Moskvu til þess að fagna innlim-
uninni. Ávarpaði Pútín mannfjöldann við mikinn fögnuð viðstaddra.
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf