Morgunblaðið - 01.10.2022, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Meðferð
kynferð-
isafbrota-
mála tekur nú
lengri tíma í kerf-
inu en áður og hef-
ur lengst undanfarin ár. Sam-
kvæmt nýrri skýrslu, sem
fjallað var um í Morgunblaðinu
á fimmtudag, tók að meðaltali
413 daga að afgreiða nauðg-
unarmál hjá lögreglu í fyrra og
hafði meðferðartíminn lengst
um 77% frá árinu 2016.
Í frétt blaðsins var rætt við
Margréti Unni Rögnvalds-
dóttur, saksóknara hjá ríkis-
saksóknara, sem leiddi vinnu
starfshópsins, sem gerði
skýrsluna. Hún viðurkennir að
staðan sé alls ekki nógu góð og
þess vegna hafi verið ákveðið að
ráðast í gerð skýrslunnar í því
augnamiði að bæta verklag.
Komið hefði í ljós að megin-
ástæðan væri sú að ekki væri
nóg starfsfólk: „Fólk kemst
hreinlega ekki í verkefnin sem
það á að leysa. Það eru bara of
mörg verkefni.“
Einnig verður að líta til þess
að kynferðisbrotamálum hefur
fjölgað verulega. Fleiri mál
voru afgreidd 2021 en 2016, en
hins vegar voru 33% fleiri mál
skráð í fyrra en 2016.
Hinn mikli málafjöldi verður
til þess að mál liggja óhreyfð
svo mánuðum skiptir. Í skýrsl-
unni segir að á tímabilinu 2016
til 2021 hafi 13% mála legið
óhreyfð í ár eða lengur á meðan
þau voru til meðferðar. Þar
kemur einnig fram
að það liggi þungt á
starfsfólki að ná
ekki að sinna verk-
efnum.
Kynferðisbrot
eru allt of algeng á Íslandi og
afleiðingar þeirra eru skelfileg-
ar. Kynferðisofbeldi og nauðg-
anir marka líf fórnarlambsins
ævina á enda. Ef rannsókn
slíkra mála dregst von úr viti
getur það gert illt verra, ekki
síst ef svo virðist sem mál sitji á
hakanum. Ekki bætir úr skák
að sönnunarbyrði getur verið
flókin og erfið í kynferðis-
ofbeldismálum og iðulega lýkur
þeim án ákæru án þess að það
þurfi að segja neitt um sekt eða
sýknu í málinu.
Í Morgunblaðinu í gær er
rætt við Ævar Pálma Pálma-
son, yfirmann kynferðisbrota-
deildar hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu, sem
jafnframt átti þátt í að vinna
skýrsluna. Hann segir að und-
anfarið hafi töluvert verið bætt
í mannafla til að stytta með-
ferðartíma. Í viðtalinu segir
hann að markmiðið sé að stytta
meðferðartíma án þess að
draga úr gæðum. Þar eigi frek-
ar að bæta í. Um leið tekur
hann fram að lögregla hafi
hvatt fólk til að tilkynna mál af
þessu tagi.
Það er gott að lögreglan skuli
þegar vera farin að bregðast við
þeim brestum, sem bent er á í
skýrslunni. Ástandið sem þar
er lýst er óviðunandi með öllu.
Rannsókn kynferðis-
glæpa má ekki drag-
ast von úr viti}
Of lengi að rannsaka
Salvör Nordal,
umboðsmaður
barna, hefur um
nokkra hríð gert
athugasemdir við
hækkun á gjald-
skrá Strætó fyrir
ungmenni undir 18 ára aldri.
Þar er um að ræða hækkun
síðla árs í fyrra um 60% á árs-
kortum fyrir ungmenni undir
18 ára á meðan mánaðargjöld
fullorðinna lækkuðu í verði.
Í frétt í Morgunblaðinu í
gær um málið kemur fram að
Salvör hafi átt ítrekuð sam-
skipti við framkvæmdastjóra
Strætó út af hækkuninni. Á
heimasíðu sinni bendir um-
boðsmaður barna á að nýr
meirihluti borgarstjórnar
hyggist setja málefni barna í
forgang, meðal annars með því
að gera strætóferðir gjald-
frjálsar fyrir öll börn á grunn-
skólaaldri.
Hún hefur skrifað borgar-
stjóra Reykjavíkur og bæj-
arstjórum bæjarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu bréf þar
sem hún spyr hvernig þessi
hækkun samræmist hags-
munum barna á
höfuðborgarsvæð-
inu.
Í blaðinu í gær
er stutt svar frá
Degi B. Eggerts-
syni borgarstjóra
vegna ádrepu umboðsmanns
barna og er það heldur snubb-
ótt. „Ég lít nú ekki þannig á að
þetta sé gagnrýni frá umboðs-
manni barna heldur hvatning
til að halda áfram á þeirri
braut sem mörkuð hefur verið í
borginni,“ segir í svarinu.
Það er ráðgáta hvernig
borgarstjóri kemst að þeirri
niðurstöðu að ekki sé um gagn-
rýni að ræða, en kemur þó ekki
á óvart. Þegar æfir foreldrar
fylltu ráðhúsið fyrir skemmstu
vegna þess að þeir höfðu verið
sviknir um leikskólapláss birt-
ist borgarstjóri í sjónvarps-
fréttum og virtist ekki heldur
koma auga á neina gagnrýni,
aðeins ánægjulegan áhuga á
borgarmálum líkt og hann
byggi í einhverri hliðarveröld.
Raunveruleikinn hverfur
ekki með því að neita að horf-
ast í augu við hann.
Raunveruleikinn
hverfur ekki með því
að neita að horfast í
augu við hann}
Hvatning?
Í
vikunni kynnti ríkisstjórn Noregs
áform um auðlindagjöld sem eiga að
skila ríkissjóði 33 milljörðum norskra
króna eða sem nemur hátt í einu pró-
senti af vergri landsframleiðslu lands-
ins. „Á tímum vaxandi ójöfnuðar verða þau sem
eiga mest og hafa í mörgum tilvikum auðgast
gríðarlega á undanförnum árum að leggja
meira til samfélagsins,“ sagði Jonas Gahr Störe
forsætisráðherra og bætti því við að ábatinn af
nýtingu sameiginlegra auðlinda yrði að skila sér
um allt samfélagið en ekki til fárra. Til að
standa undir sameiginlegum verkefnum og
verja velferðarkerfið til langs tíma þyrfti ein-
faldlega að afla aukinna tekna.
Á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækk-
ana er hlutverk ríkisfjármálanna tvíþætt. Ann-
ars vegar að kæla hagkerfið með aðhaldi og
hins vegar að verja tekjulægri heimili fyrir áhrifum verð-
bólgu og snarpra vaxtabreytinga.
Ríkisstjórn Íslands fellur á báðum prófunum. Í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að stuðningskerfi við
barnafólk og skuldsett heimili rýrni að raunvirði og mik-
ilvæg grunnþjónusta verði fjársvelt. Um leið eru boðaðar
stórfelldar gjaldahækkanir sem koma harðast niður á
tekjulægstu heimilum landsins.
Philip Lane, aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu, hef-
ur lagt til að ríkisstjórnir skattleggi frekar stöndugustu
fyrirtækin og fjársterkustu hópana. Þannig megi skapa
svigrúm í hagkerfinu til að efla almannaþjónustuna og
styðja við fólk sem þarf á stuðningi að halda.
Þetta er sú leið sem Norðmenn ætla að fara og
þetta er sú leið sem við jafnaðarmenn tölum
fyrir.
Það er ekki náttúrulögmál að aðhald í ríkis-
fjármálum sé látið bitna óhindrað á tekjulægri
hópum samfélagsins. Í þingsályktunartillögu
okkar um samstöðuaðgerðir er lagt til að
vaxta- og barnabótakerfinu verði beitt með
markvissum hætti í þágu lágtekju- og milli-
tekjufjölskyldna og að þessi aukni stuðningur
verði fjármagnaður með sanngjarnri skatt-
lagningu fjármagnstekna og stærðarálagi á
veiðigjöld þeirra útgerðarfyrirtækja sem halda
á mestum fiskveiðikvóta. Auk þess leggjum við
til að lögfest verði leigubremsa að danskri fyr-
irmynd en það er í anda þess sem verkalýðs-
hreyfingin hefur kallað eftir og jafnframt í
samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórn Katrínar Jak-
obsdóttur gaf við undirritun lífskjarasamninga árið 2019
en hirðir ekki um að efna.
Heildaráhrifin af samstöðuaðgerðum okkar jafnaðar-
manna yrðu afkomubætandi fyrir ríkissjóð og fælu í sér
meira aðhald en birtist í skattahækkunaráformum ríkis-
stjórnarinnar. Þannig sláum við tvær flugur í einu höggi:
vinnum hraðar á verðbólgunni og skýlum tekjulægri heim-
ilum fyrir áhrifunum af henni. Það er góð velferðarpólitík
og góð hagstjórn. johann.pall.johannsson@althingi.is
Jóhann Páll
Jóhannsson
Pistill
Samstöðuaðgerðir á verðbólgutímum
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
H
eildarnotkun sýklalyfja á
Íslandi hefur dregist
saman frá 2017, segir í
nýrri skýrslu landlækn-
isembættisins um sýklalyfjanotkun
og sýklalyfjaónæmi baktería í mönn-
um og dýrum á Íslandi 2021. Áhuga
vekur að ávísunum sýklalyfja fækkaði
sérstaklega mikið árið 2020 þegar Co-
vid-19-faraldurinn stóð sem hæst, en
þá fækkaði heimsóknum til heilsu-
gæslulækna. Einnig stuðluðu sam-
komutakmarkanir að því að bæði
börn og fullorðnir fengu almennt
færri sýkingar.
Í skýrslunni segir að sýklaónæmi
sé ein mesta heilsuógn mannkynsins í
dag. Anna Margrét Halldórsdóttir yf-
irlæknir hjá landlæknisembættinu
segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin (WHO), Sóttvarnastofnun Evr-
ópu (ECDC) og aðrar alþjóðlegar
stofnanir hafi sett þennan málaflokk
mjög ofarlega á sinn forgangslista.
„Staðan á Íslandi er enn þá mun betri
en víðast annars staðar. Ef maður
horfir á landakortið yfir tíðni ákveð-
inna ónæmra sýkla og alvarlegs
sýklalyfjaónæmis, þá er algengið mun
hærra t.d. í Suðaustur-Evrópu og í
vissum löndum Asíu. Fólk hefur
áhyggjur af því að sýklalyfjaónæmi
breiðist út um heiminn og valdi því að
það verði erfitt að meðhöndla ýmsar
algengar sýkingar sem sýklalyf hafa
hingað til unnið á. Það er erfitt að
snúa þróuninni alveg við, en það eru
allir að róa að því að hægja á þessari
þróun.“
Vitundarvakning
„Heilsugæslan vinnur að verkefni
sem byggir á sænsku módeli, sem kall-
ast Strama, en það byggir á leiðbein-
ingum um val á sýklalyfjum við al-
gengum sýkingum. Einnig er fylgst
með sýklalyfjaávísunum heimilislækna
á hverju svæði og endurgjöf veitt.“
Samkvæmt skýrslunni ávísa heim-
ilislæknar og læknar í sérnámi oftast
sýklalyfjum en húðlæknar koma þar
næst á eftir.
„Heimilislæknar eru þó að standa
sig mjög vel og meðal þeirra hefur
ávísunum á sýklalyf verið að fækka
sem endurspeglar vitundarvakningu
innan heilsugæslunnar um að reyna að
takmarka notkun þessara lyfja.“
Hins vegar vekur athygli í skýrsl-
unni að Ísland sker sig frá Evr-
ópuþjóðunum hvað varðar mikla notk-
un svokallaðra tetrasýklín sýklalyfja
og er notkun þeirra nær þreföld á við
meðaltalið í Evrópu.
„Þeir sem ávísa hlutfallslega
mest af þessum lyfjum eru húðlæknar
og svo virðist sem þessi gerð sýklalyfja
sé sérstaklega mikið notuð hjá ungu
fólki á aldrinum 15-19 ára.“ Anna segir
að þó ekki hafi verið rannsakað ná-
kvæmlega af hverju ungmenni fái oft
ávísað tetrasýklínum, megi gera ráð
fyrir því að það tengist meðferð við
unglingabólum.
„Það þarf að fylgjast með þessu,
ekki síst vegna þess að þetta eru breið-
virk sýklalyf sem virka á margar gerð-
ir sýkla og eru oft gefin í langan tíma,
jafnvel vikur og mánuði.“ Hún segir að
almennt sé talið að langtímanotkun
sýklalyfja sé óæskileg, ekki síst hjá
ungu fólki en einnig hjá þeim sem eldri
eru. „Það er talið að langtímanotkun
breiðvirkra sýklalyfja geti haft óæski-
leg áhrif á þarmaflóruna og leitt til
breytinga á efnaskiptum í líkamanum
og þannig stuðlað að ýmsum sjúkdóm-
um.“
Í skýrslunni kemur einnig fram
að notkun stúlkna á tetrasýklínum er
meiri en notkun drengja, en 2021
fengu 8,1% stúlkna ávísun á lyf í þess-
um flokki, en 6,1% drengja. Þessi
mikla notkun á þessum flokki sýkla-
lyfja er umhugsunarverð, ekki síst
hjá ungu fólki sem hefur ekki tekið út
fullan þroska.
Sýklaónæmi ein helsta
heilbrigðisógnin
Notkun tetracýklínlyfja
Heimild:
Embætti
landlæknis
Dagskammtar
tetracýklínlyfja
á hverja 1.000
íbúa á dag
0
0,3 til 1,2
1,2 til 2,0
2,0 til 2,9
2,9 til 3,8
3,8 til 4,7
Framtíðarsýnin „Ein heilsa“ er
stefna alþjóðlegra stofnana víðs
vegar um heiminn þar sem lögð
er áhersla á þverfaglegt sam-
starf sem tengist öllu er við-
kemur sýklum, sýklalyfjum og
vaxandi sýklaónæmi í heiminum.
Hugmyndin er sú að umhverfi,
menn, dýr og matvæli séu hluti
af einni samofinni keðju. Sýklar
breiðast út á milli landa m.a.
með ferðamönnum, flutningum
og matvælum og þess vegna
þurfi að skoða málið heildrænt.
Menn hafa einnig auknar
áhyggjur af umhverfisþáttum,
en bæði sýklalyf og ónæmir
sýklar hafa fundist í vatni og
umhverfi, og geta þannig komist
inn í þessa keðju. Sýkla-
lyfjanotkun í landbúnaði er
vandamál víða erlendis þar sem
þau eru notuð sem vaxtarhvetj-
andi þáttur í dýraeldi. Þar
standa Íslendingar vel að vígi
enda hafa sýklalyf ekki verið
notuð í þeim tilgangi hérlendis.
Verkefnið
„Ein heilsa“
HEILDRÆN NÁLGUN Á
VAXANDI SÝKLAÓNÆMI