Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 25

Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 Innsigling Morgunbirtan er dulúðug þegar siglt er inn til Færeyja með ferjunni Norrænu og farþegarnar virða fyrir sér grænar hlíðar eyjanna vafðar þokuslæðum. Árni Sæberg „Ef íslenskan hverf- ur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“ Þessi orð frú Vigdísar Finn- bogadóttur, fv. forseti Íslands, eru orð að sönnu og eiga erindi við okkar samfélag. Í vikunni fór fram mál- ræktarþing Íslenskrar málnefndar í Þjóð- minjasafni Íslands þar sem áskoranir tungu- málsins okkar voru ræddar. Íslensk tunga stendur á krossgötum móts við bjarta framtíð eða menning- arlegt stórtjón ef ekki er staðið vel að málefnum hennar. Íslenskan stendur frammi fyrir tæknibreyt- ingum og samfélagsbreytingum. Í stað afturhaldssemi er nú nauðsyn- legt fyrir íslenska tungu að standast tímans tönn með því að aðlagast með þjóðinni og nýjum málhöfum að fjölbreyttu heimssamfélagi. Fjöl- menningarlegt samfélag, stafræn bylting og kröfur íbúa landsins til tungumálsins og þeirrar þjónustu sem hægt er að fá á íslensku þurfa að vera leiðarljós stjórnvalda við stefnumótun og aðgerðir í þágu ís- lenskunnar á næstu árum. Aðgerðir stjórnvalda Margt hefur áunnist á síðast- liðnum árum þökk sé meðal annars þingsályktun um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi sem samþykkt á Alþingi í júní 2019 og aðgerðaáætlun sem henni fylgdi. Meginmarkmið hennar var að ís- lenska væri notuð á öllum sviðum samfélagsins, íslenskukennsla og menntun yrði efld á öllum skólastig- um og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi yrði tryggð. Auk- inheldur hefur fjármunum verið for- gangsraðað í að styðja skapandi greinar þar sem íslenska er að- alverkfærið. Þannig var til að mynda íslensk bókaútgáfa efld með stuðningskerfi fyrir íslenska bóka- útgáfu sem felur í sér endurgreiðslu allt að 25% útgáfu- kostnaðar íslenskra bóka. Árangurinn hef- ur verið frábær og fjöldi útgefinna bóka á íslensku aukist mjög. Þá var svipuðu kerfi komið á til þess að styðja við einkarekna fjölmiðla sem gegna mikilvægu hlutverki í að miðla efni á ís- lensku. Vinna við nýja þingsályktun- artillögu 2023-2025 Stjórnvöld ætla sér áframhald- andi stóra hluti í málefnum íslensk- unnar. Ráðgert er að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu íslenskrar tungu fyrir árin 2023-2025 á næsta vorþing og á næstu misserum verða áherslurnar þrenns konar: Aukið aðgengi að íslensku í atvinnulífinu Á ársfundi atvinnulífsins í vikunni kom forsætisráðherra inn á mik- ilvægi tungumálsins fyrir erlent starfsfólk til þess að komast inn í samfélagið. Því er ég sammála en auka þarf aðgengi að íslensku fyrir þá sem þurfa á því að halda í at- vinnulífinu. Íslenskan er fyrir alla óháð aðstæðum þeirra sem kjósa að setjast hér að. Ísland er fjölmenn- ingarlegt samfélag og með auknu aðgengi að íslenskunámi fjölgum við tækifærum fólks og verðum sterk- ari sem heild. Þetta snýr að velsæld þeirra sem hér kjósa að búa og það er ríkur vilji hjá stjórnvöldum að efla samvinnu um markvissar að- gerðir og virkja fleiri til þátttöku, hvort sem það er í menningar-, fé- lag-, atvinnu- eða menntamálum eða atvinnulífinu. Ég tel til að mynda að stjórnvöld og atvinnulíf geti náð miklum árangri með því að vinna sameiginlega að búa svo um hnút- anna að erlent starfsfólk geti sótt ís- lenskukennslu á vinnutíma. Það er einbeittur vilji okkar að hafa ís- lenskuna í forgrunni og auki að- gengi allra að henni. Umræðan á heima hjá okkur öllum því að hún er menningarleg og samfélagsleg ábyrgð okkar allra. Fyrsta sæti í almannarými Íslenskan þarf að vera í fyrsta sæti í almannarými. Heyranleiki og sýnileiki íslenskunnar er grundvöll- urinn að því að við sem hér búum og gestir sem koma kynnist íslensku samfélagi á forsendum íslensk- unnar. Íslenskan þarf því að heyrast og sjást fyrst áður en við tökum upp önnur tungumál til að skilja hvort annað. Afla þarf upplýsinga um við- horf almennings til tungumálsins og annarra mála. Áætlað er að taka ár- lega stöðu íslenskunnar og bregðast við, í samráði við íslenska málnefnd. Íslenskan á líka sinn eigin dag, Dag íslenskrar tungu, 16. nóvember næstkomandi. Farið verður í aukna vitundarvakningu á málefnum ís- lenskunnar á þeim degi og í kring- um hann. Heil vika verður tileinkuð íslenskunni í nóvember. Máltækni er framtíðin Síðast en ekki síst, er það hjart- ans mál að við getum talað við tæk- in okkar á íslensku. Undanfarin ári hafa stjórnvöld ásamt atvinnulífinu fjárfest ríkulega í máltækni sem mun gera fólki kleift að tala við tæki á íslensku. Þessar aðgerðir geta veitt öðrum þjóðum og litlum mál- svæðum innblástur hvernig sækja megi fram fyrir tungumálið í staf- rænum heimi. Nú þegar innviða- uppbyggingu í máltækni er lokið og við höfum gagnagrunna, málheildir, raddsýni, upptökur og orðasöfn sem nýtast fyrirtækjum og stofnunum í því að taka af skarið og nýta sér tól- in í sínu starfsumhverfi, almenningi og íslenskunni til hagsbóta. Aðeins örfá dæmi um hagnýtingu þessara máltæknilausa eru rauntímatextun sjónvarpsefnis, þýðingarvélar á milli íslensku og ensku eða tal- gervilsraddir fyrir blinda og sjón- skerta. Við ætlum að sækja fram og styrkja stöðu íslenskunnar til fram- tíðar, því ef við gerum það ekki, gerir það enginn fyrir okkur. Stönd- um því saman í því að halda íslensk- unni á lofti fyrir okkur og komandi kynslóðir – og tryggjum þannig að saga þjóðar okkar verði áfram skrif- uð á íslensku. Lilja Dögg Alfreðsdóttir »Heyranleiki og sýni- leiki íslenskunnar er grundvöllurinn að því að við sem hér búum og gestir sem koma kynn- ist íslensku samfélagi á forsendum íslensk- unnar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er menningar- og við- skiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. Skrifum söguna áfram á íslensku Morgunblaðið/Eggert Fjársjóður „Íslensk tunga stendur á krossgötum móts við bjarta framtíð eða menningarlegt stórtjón ef ekki er staðið vel að málefnum hennar.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.