Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 27

Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 Því hefur hingað til verið tekið sem óhrekj- anlegri staðreynd að það hafi ekki síst verið einörð barátta okkar sem gerði að 200 mílna fiskveiðilög- saga var viðurkennd af SÞ sem alþjóðaréttur. Með aðild Íslands að EFTA og EES lögðum við jafnframt okkar lóð á vogarskálarnar um að viðskiptafrelsi fyrir sjáv- arafurðir okkar náðist. Og erum við ekki einir við gjörvallt Atlantshaf að marka sjálfbæra stefnu í fiskveiðum með opinberu ákveðnu aflahámarki og afleiddum fiskveiðiheimildum? Þá á það ekki við síður við að allt það mikla regluverk sem tryggir frjálsan innri markað ESB og þar með í EES, og nær einnig til sjávaraf- urða, var fyrst og fremst baráttumál okkar. Þar með fékkst að verulegu leyti grunnur að þátttöku Íslands í al- þjóðlegu viðskipta- og efnahagslegu samstarfi. En hafi Íslendingar náð þeim ár- angri að verða samstiga Vestur-Evr- ópuþjóðum um viðskiptafrelsi EES- samstarfsins vorum við utan öryggis fullgildrar aðildar og þar með mynt- bandalags evruríkjanna. Þar skildi á milli Norðurlandaþjóða að Ísland og Noregur urðu utan evrusvæðisins. Hvort staða Breta og úrsögn þeirra úr ESB árið 2020 verði þeim til enn frek- ari íþyngdar en er með afstöðu Frakka í Ermarsundi kemur vænt- anlega í ljós. Sá þáttur Evrópumála sem snerti utanríkisverslun Íslend- inga er vafalaust vandfundinn, enda t.d. ekki fyrirætlun neins aðildarríkis nema Íslands og Noregs að taka upp fríverslun með sjávarafurðir. Engu að síður breyttu gerð Rómarsamnings- ins 1956 og stofnun Efnahagsbanda- lags Evrópu EES (síðar ESB) þessu. Sú þróun sem hér er vikið að spann- ar allt tímabilið frá stríðslokum, þ.e. síðastliðin 50-60 ár. Sjálfur naut ég heppninnar að fá (fyrstur Íslendinga!) vinnu við þá stofnun sem ruddi braut um að koma á viðskiptafrelsi í Vestur- Evrópu, OEEC/OECD, samfara Marshall-aðstoð Bandaríkjanna. Iðn- aður og landbúnaður víðast hvar höfðu mátt þola eyðileggingu stríðs- átaka en ekki síður var um að ræða eyðileggingu með fráhvarfi frá fyrri stefnumörkun um frjáls- lega efnahagsstefnu og stofnanalega þekkingu þar að lútandi. Eitt versta dæmið var Ísland, sem hafði tekið upp hafta- pólitík upp úr 1930 sem varð allsráðandi með rangri gengisskráningu í tvo áratugi. Íslensk stjórnvöld, eftirbátarnir í efnahagssamstarfinu, voru síst undir þennan heim efnahagslegs frelsis búin. Ég lauk stúdentsprófinu 1950 og hélt fljótlega til háskólanáms í Banda- ríkjunum. Á Akureyri náði ég að kveðja afasystur mína, Ragnheiði Benediktsdóttur, dóttur Benedikts Sveinssonar sýslumanns og alþingis- skörungs, sem mjög þótti bera af stjórnmálamönnum. Hún gaf mér kvæðasafn Hannesar Hafstein en þar eru mögnuð eftirmæli Hannesar um þennan langafa og stjórnmálaskör- ung. Ég sagðist hlakka til að halda spjalli okkar áfram og að ég kæmi heim að ári. En Ragnheiður kvaddi mig með orðunum að ekki myndum við sjást aftur, sem og varð raunin. Það var sólskin og blíða þennan júní- dag 1950 á Akureyri og landið skart- aði sínu fegursta. Hvaða 19 ára ung- lingi hefði þá látið sér detta í hug að efna til utanfarar, sem í raun stóð til ársins 2000? Og ég heyrði þar síðast heima 19. aldar boðskapinn um fram- tíð hins frjálsa Íslands. Í greinargóðri Morgunblaðsgrein Björns Bjarnasonar 24. september segir frá að flokkarnir utan æðstu stjórnar ESB væru hlynntir aðild Ís- lands. Hið gagnstæða ætti hins vegar við um hin ráðandi öfl þar á bæ. Þess ber hins vegar að gæta að ESB hefur í hálfrar aldar sögu sinni engin föst viðmið haft varðandi umheiminn eða aðild nýrra ríkja. Spurningin sem nú vaknar er hvort yfirgangur Rússa kalli ekki á ný viðbrögð og breyttar aðstæður í Evrópu? Evrópumál Einar Benediktsson » Spurningin sem nú vaknar er hvort yfir- gangur Rússa kalli ekki á ný viðbrögð og breytt- ar aðstæður í Evrópu? Einar Benediktsson Höfundur er fv. sendiherra. Ólafur Hansson fæddist 18. september 1909 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Hans O. Devik, f. 1867, d. 1920, símaverkfræðingur fra Glopp- en í Noregi, og Pálína Ólafía Pétursdóttir, f. 1876, d. 1964. Ólafur lauk stúdentsprófi frá MR og cand.mag.-prófi frá Oslóarháskóla árið 1933. Á árunum 1934-1936 var Ólafur skólastjóri Gagnfræða- skólans í Neskaupstað, en haustið 1936 hóf hann kennslu við MR þar sem hann kenndi í þrjá áratugi. Hann hóf einnig kennslu í sagnfræði við Há- skóla Íslands og varð prófessor þar 1967. Fjöldi rita liggur eftir Ólaf, þar á meðal margar kennslu- bækur í mannkynssögu. Einnig var hann ritstjóri bókaflokks- ins Lönd og lýðir frá 1949 og skrifaði sjálfur bækur í þeim flokki um Noreg og síðar um mannkynið. Meðal bóka Ólafs eru einnig rit um heimsstyrj- öldina síðari og um Gissur jarl. Árbók Íslands ritaði Ólafur í Almanak Þjóðvinafélagsins frá 1942, eða um fjóra áratugi. Kona Ólafs var Valdís Helgadóttir, f. 1906, d. 1991, hjúkrunarfræðingur. Þau áttu einn son. Ólafur lést 18.12. 1981. Merkir Íslendingar Ólafur Hansson Í vikunni birtust yfirlýsingar um mál sem skekið hefur skákheiminn og ratað í helstu stórblöð veraldar og frægt „tíst“ Elons Musks er varða ásak- anir Magnúsar Carlsens á hendur Hans Niemann. Yfirlýsing FIDE, undirrituð af forsetanum Arkady Dvorkovich, liggur nærri þeirri skoðun sem viðruð hefur verið í þessum pistlum; að betri leiðir hafi verið tiltækar, en jafnframt að svindlmál í skákkeppnum sé veru- legt áhyggjuefni. Stuttu síðar birtist svo yfirlýsing Magnúsar Carlsens. Þó að hann gæti ekki fært neinar sönnur á mál sitt kveðst hann sannfærður um að Bandaríkjamaðurinn hafi ekki ein- ungis svindlað í viðureign þeirra í Saint Louis, heldur mun oftar en hann hafi áður viðurkennt. Nefnt hefur verið mót á Kúbu sem Nie- mann vann nýlega. Því miður eru nokkrar staðhæfingar Magnúsar undanfarið hæpnar svo ekki sé fast- ar að orði kveðið. Tökum þrjú dæmi: 1. Að það sé einungis á færi ör- fárra skákmanna að vinna úr þeirri stöðu sem upp kom í skákinni. Sannleikurinn er sá að úrvinnslan með örfáa menn á borðinu var frem- ur einföld en til þess þurfti Nie- mann vissulega að hitta á nokkra lipra taktíska leiki. Skákin gekk þannig fyrir sig: St. Louis 2022; 3. umferð: Magnús Carlsen – Hans Niemann Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. g3 0-0 5. Bg2 d5 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 dxc4 8. Rf3 c5 9. 0-0 cxd4 10. Dxd4 Rc6 11. Dxc4 e5 12. Bg5 h6 13. Hfd1 Be6 14. Hxd8 Bxc4 15. Hxa8 Hxa8 16. Bxf6 gxf6 17. Kf1 Hd8 18. Ke1 Ra5 19. Hd1 Hc8 20. Rd2 Be6 21. c4 Bxc4 22. Rxc4 Hxc4 23. Hd8+ Kg7 24. Bd5 Hc7 25. Ha8 a6 26. Hb8 f5 27. He8 e4 28. g4 Hc5 29. Ba2 Rc4 30. a4 Rd6 31. He7 fxg4 32. Hd7 (Sjá stöðumynd 1) 32. … e3 33. fxe3 Re4 34. Kf1 Hc1+ 35. Kg2 Hc2 36. Bxf7 Hxe2+ 37. Kg1 He1+ 38. Kg2 He2+ 39. Kg1 Kf6 40. Bd5 Hd2 41. Hf7+ Kg6 42. Hd7 42. … Rg5 43. Bf7+ Kf5 44. Hxd2 Rf3+ 45. Kg2 Rxd2 46. a5 Ke5 47. Kg3 Rf1+ 48. Kf2 Rxh2 49. e4+ Kxe4 50. Be6 Kf4 51. Bc8 Rf3 52. Bxb7 Re5 53. Bxa6 Rc6 54. Bb7 Rxa5 55. Bd5 h5 56. Bf7 h4 57. Bd5 – og hvítur gafst upp um leið. Riddarinn kemst í spilið eftir 57. … Ke5 og þá er eftirleikurinn auðveld- ur. 2. Uppgangur Niemanns á skáksviðinu sé afar óvenju- legur. En framfarir á skáksviðinu koma oft í stökkum. Mörg dæmi finnast í skáksögunni um slíkt og Banda- ríkjamenn minnast þess að fyrstu bandarísku skákstig Bobbys Fisc- hers, fyrir daga tölvuforrita og hug- búnaðar, stóðu í 1.727 stigum. Hann var 12 ára. Tveimur árum síðar, 14 ára gamall, varð hann skákmeistari Bandaríkjanna. Hann hafði hækkað um 900 elo-stig. 3. Að Niemann hafi ekki sýnt merki taugaspennu í krítískum stöðum né heldur einbeitt sér. Í stuttu máli er yfirleitt ómögu- legt að lesa eitthvað út úr hegðan manna eða líkamstjáningu við skák- borðið við fyrstu kynni. Danskur skákmaður mætti í kjól í alþjóðakeppni fyrir meira en 50 árum. Hvað mátti lesa út úr því? Magnús boðar í yfirlýsingu sinni einhvers konar „viðskiptabann“ á hinn 19 ára gamla Niemann, þ.e. að hann muni ekki tefla við hann né aðra þá sem uppvísir hafa orðið að svindli. Slaufunarmenning er ekki með öllu óþekkt í skáksögunni. Aljékín gaf Capablanca ekki kost á öðru einvígi eftir heimsmeistara- einvígið í Buenos Aires árið 1927 og Sovétmenn tefldu ekki á mótum með Kortsnoj frá tímabilinu 1976- 1983. Yfirlýsingar FIDE og Magn- úsar Carlsens Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Í eldlínunni Hans Niemann við taflið á síðasta Reykjavíkurskákmóti. FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.