Morgunblaðið - 01.10.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 01.10.2022, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 „Gróðrarstía and- legrar veiklunar“ voru orðin sem Sigurjón Björnsson þáverandi borgarfulltrúi valdi að nota er hann fjallaði um barnaheimilin í Reykjavíkurborg. Starfsemi vistheim- ila hefur verið ríkjandi í umræðunni. Lög hafa verið sett um sann- girnisbætur til þess að bæta fyrir það ofbeldi og þá van- rækslu sem börn urðu fyrir á þess- um stofnunum. Það þykir hneyksli að þetta ástand hafi fengið að við- gangast þrátt fyrir vitneskju stjórn- valda. Þegar Hjalteyrarmálið komst í hámæli ákvað dómsmálaráðherra afdráttarlaust að skipa starfshóp til að fara yfir starfsemi heimilisins. En hvers vegna er svona auðvelt fyrir ráðamenn að fordæma og bæta fyrir misgjörðir fortíðarinnar á sama tíma og þeir neita að horfast í augu við misgjörðir samtímans? Hvers vegna er svona erfitt að tak- ast á við það sem fer úrskeiðis í samtím- anum? Skólakerfið hefur verið mikið í umræð- unni síðustu mánuði og ár. Það er staðreynd að í skólakerfinu eru þó nokkur börn sem verða daglega fyrir of- beldi, vanrækslu og annarri vanvirðandi háttsemi. Nokkur mál hafa komið inn á borð lögreglu en verið felld niður og nokkur mál hafa verið kærð til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Ofbeldi gegn barni í skóla varpað yfir á barnið sjálft“ Í kjölfar dóms sem féll í héraði síðastliðið vor þótti umboðsmanni barna tilefni til þess að senda dóms- málaráðherra erindi um réttindi, þarfir og hagsmuni barna, en í dóm- inum var ábyrgð á ofbeldi gegn barni í skóla varpað yfir á barnið sjálft. Í erindinu hvatti umboðs- maður dómsmálaráðuneytið og dómstólasýsluna til þess að tryggja að þeir sem koma að meðferð mála er varða ofbeldi gegn börnum búi yfir nauðsynlegri þekkingu á rétt- indum þeirra til verndar gegn of- beldi. Erindið rataði á borð sama dóms- málaráðherra og skipaði starfshóp- inn í Hjalteyrarmálinu og fordæmdi ofbeldi í garð barna. Þrátt fyrir það hefur enn eitt málið er varðar of- beldi í garð barns af hálfu starfs- fólks verið fellt niður, á þeim for- sendum að barnið kallaði á ofbeldið með hegðun sinni. Í frétt á Vísi.is 27. september sl. um vistheimilin er rætt við Halldór Þormar Halldórsson umsjón- armann sanngirnisbóta þar sem hann fjallar um það úrræðaleysi sem ríkti á 20. öldinni á vistheim- ilum: „Allt of fátt starfsfólk að vinna. Starfsfólk sem hafði ekki þekkingu, ekki reynslu, ekki mennt- un. Í mörgum tilvikum starfsfólk sem vildi gera vel en aðstæðurnar voru þannig að það var mjög erfitt að bregðast við þessu. Síðan var eitthvað um það líka að það var fólk að starfa með börnum sem átti alls ekki að gera það og þessi saga er svona svolítið full af því.“ Heyrum við af úrræðaleysi í skólakerfinu? Heyrum við af skorti á starfsfólki og fagþekkingu? Í sömu frétt er vitnað í stúlku sem dvaldist á Varpholti/Lauga- landi en hún segir: „Hann […] hélt mér utan við hópinn, ég var sett ein í herbergi. Þetta varð til þess að í þau tvö ár sem ég var þarna átti ég aldrei vinkonu.“ Man fólk eftir um- ræðunni um einveruherbergin í skólakerfinu? Hefur fólk heyrt af nemendum sem voru einangraðir að mestu frá samnemendum allan dag- inn, alla daga? Þurfa skv. lögum að senda barnið sitt í aðstæður sem brjóta gegn réttindum þess Að vera fastur í allt að sjö tíma á dag í skaðlegu umhverfi markar þig fyrir lífstíð. Aðstæður barns í skól- anum geta verið skelfilegar vegna vangetu skólans til þess að takast á við þarfir barnsins. En foreldrum þessara barna ber samt sem áður skylda til þess að senda börnin sín í aðstæðurnar, því það ríkir skóla- skylda í landinu. Hvernig geta ráðamenn réttlætt það að bæta fyrir ofbeldi sem börn urðu fyrir í fortíðinni en litið fram hjá því ofbeldi og þeirri vanrækslu sem börn verða fyrir í dag? Er auð- veldara að gagnrýna forfeður en samtímamenn? Skiptir máli hvort ofbeldið sé andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt? Skiptir stig ofbeldis máli eða fordæmum við allt ofbeldi? Hvenær er ofbeldi nógu alvarlegt til að það sé refsivert? Má stundum varpa ábyrgðinni á ofbeldinu yfir á þolandann? Ég fagna því að ráðamenn skoði það ofbeldi og þá vanrækslu sem börn urðu fyrir á vistheimilum hér áður, en á sama tíma bið ég ykkur að hafa í huga að fyrir mörg börn samtímans er skólakerfið gróðrar- stía andlegrar veiklunar og það er að gerast á ykkar vakt. Alma Björk Ástþórsdóttir » Fyrir mörg börn samtímans er skóla- kerfið gróðrarstía and- legrar veiklunar. Alma Björk Ástþórsdóttir Höfundur er varaformaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. aba23@hi.is „Gróðrarstía andlegrar veiklunar“ BMI (body mass in- dex). Þetta 200 ára gamla hlutfall sem kallast BMI er þyngd í kg deilt með hæð í metrum í öðru veldi. BMI er mikið notað ásamt faralds- fræðilegum könnunum til að spá fyrir um lífs- líkur og fitu. Gildin sveiflast um gildið 25 og eru háð aldri og kyni: Aldursbil Karlar Konur 20-29 ára 21,4 19,5 30-39 ára 21,6 23,4 40-49 ára 22,9 23,2 50-59 ára 25,8 25,2 60-69 ára 26,6 27,3 70-79 ára 27,0 27,8 Sé BMI 20% hærra en besta hlut- fall má álíta að um offitu sé að ræða en ef það er meira en 20% lægra er áhætta á styttri ævilengd. Taflan er úr bókinni Biomarkers (1991). Auðvelt er að sjá hvort of lítið eða of mikið er etið með því að vigta sig reglulega en til að komast í besta hlutfall sam- kvæmt BMI þarf því að borða meira eða minna af orku eftir að- stæðum og BMI-gildi hvers og eins. Dovish Khan við Stanford- háskóla setti árið 2012 fram reiknilíkan til að reikna orkuþörf í hita- einingum á sólarhring ef BMI er um 25: Massi í kg x 4 kJ x 24 klst./ 4,18 kJ gefur orkuþörf sem er kring- um 2.000 hitaeiningar fyrir flesta og má nota til að reikna samsetningu orku fæðunnar. Samsetning orku fæðunnar gæti verið þessi: Prótín í mat gefi um 15% orku og sé t.d. til helminga dýraprótín og jurtaprótín. Fitan væri 30% orkunnar. Þriðjung- ur hennar mettaður, annar þriðj- ungur einómettaður og síðasti þriðj- ungur fjölómettaður (helst með EPA og DHA fitusýrum). Það sem eftir er orkuinntökunnar kæmi úr sykrum (kolvetnum). Mest fjölsykr- um en ekki meira en 10% orkunnar fásykrur (hvítur sykur). Best er ferskt og óunnið en þá skila lífefnin (vítamín og steinefni) sér best. Helst meira en helmingur etið hrátt og þess gætt að skemma ekki mat- inn í elduninni. Velja skyldi trefja- ríkan mat. Séu notaðar unnar mat- vörur þarf að gæta sín á fásykrum og matarsalti í þeim auk þess sem bætiefni lífefna gætu nú verið nauð- synleg auk trefja. Hvert gramm prótíns er um 4 hitaeiningar. Svipað á við um sykrur en fitan hefur um 9. Þessar upplýsingar má nota til að reikna magn orkuefna í samsetn- ingu sólarhringsfæðis með hjálp næringarefnataflna. Það er því vandalaust að borða vísindalega og rétt. BMI er gagnlegt Pálmi Stefánsson » BMI má nota til að besta vöxt, sem eykur lífslíkur og minnkar óþarfa fitu, og komast þannig hjá lang- vinnum sjúkdómum. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. spalmi@simnet.is Því hefur löngum verið hampað nor- ræna kerfinu þar sem kratisminn, sem á auðvitað rætur í marxisman- um, hefur verið upphaf og endir flestra ákvarðana, líka þegar „hægri“ stjórnir hafa verið við völd. Nú virðist þetta kerfi vera orðið nokkuð þreytt og jafnvel kratarnir sjálfir búnir að fá nóg, hvað þá kjós- endur sem flykkjast yfir í hægri flokkana. Hún Mette, forsætis Dana, virðist stjórna af skynsemi frekar en kredd- um og er að hreyfa við mörgum nauðsynlegum málum, þótt hún hafi reyndar minkana á samviskunni, en strikum yfir það. Það er hvort eð er ekki í tísku núna að skarta pelsum. Hún hefur gert heiðarlega tilraun til að koma skikki á innflytjenda- málin, við litla hrifningu vinstri manna, og hún hefur hugrekki til að kveða upp úr með það að komið sé að „ofmenntun“ í mörgum stéttum þar sem vantar fólk og nær sé að menn sæki sér reynslu og færni í starfi en að bæta sífellt í sérnám. Vonandi nær hún þessu fram og mættu fleiri norrænar módelþjóðir feta í slóðina. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Það er hægt að breyta módelinu Skynsöm „Hún Mette, forsætis Dana, virðist stjórna af skynsemi frekar en kreddum…“ AFP Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Borgarastyrjöld hef- ur staðið síðan 2014 í Úkraínu, hersveitir hlynntar Kænugarðs- stjórn eru taldar hafa drepið 14.000 manns í Donbass árin 2014-21. Það er álíka fjöldi og fallið hefur samtals í núvarandi átökum síð- an í febrúar að sögn beggja stríðsaðila sjálfra. Þetta borg- arastríð hefur ekki þótt fréttnæmt hér um slóðir. Rússnesk stjórnvöld hófu sína „sértæku hernaðaraðgerð“ þegar NATO hafði skellt skollaeyrum við beiðni þeirra um viðræður um ör- yggismál, og Kænugarðsstjórn lýst Minsk-samkomulagið um vopnahlé í Donbass marklaust. Á útmánuðum var rætt um frið í Ist- anbúl með nokkrum ár- angri, en Kænugarðs- stjórn sleit þeim viðræðum og kvaðst ætla að vinna hern- aðarsigur á Rússum með aðstoð NATO. Jens Stoltenberg hefur lýst því yfir fyrir hönd NATO að mark- mið þess í Úkraínu væru tvö: a) vinna hernaðarsigur á Rúss- um, b) hindra að átökin breiðist út. Augljóst ætti að vera að þessi markmið geta ekki farið sam- an. Enginn skyldi velkjast í vafa um að Rússar beiti öllum brögðum til að forðast hernaðarlegan ósigur. Verði gerðar árásir á landsvæði sem þeir telja rússneskt verður svarað í sömu mynt, og óvíst að landamæra verði gætt. Þá fer að styttast í þriðju heimsstyrjöldina. Eina skynsamlega leiðin til að binda enda á átökin er að semja frið. Íslensk stjórnvöld undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Þórdísar Gylfadóttur hafa margoft lýst yfir fullum stuðningi við stefnu NATO í Úkraínu sem annars staðar, og vilja aukinn vígbúnað hérlendis í þokka- bót. Í hvaða skyni? Til að verja Bandaríkin. Ef kemur til heims- stríðs verða kafbátaleitarstöðvar á Íslandi eitt af því fyrsta sem verður lagt í rúst. Það sæmir ekki Íslandi að hvetja til aukins hernaðar í Úkraínu með tilheyrandi mannfalli og hörmung- um. Ísland ætti að beita sér fyrir friði. Heimsstyrjöldina þriðju? Haukur Jóhannsson »Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Gylfadótt- ir hætta á þriðju heims- styrjöld. Ísland ætti að stuðla að friði. Haukur Jóhannsson Höfundur er eldri borgari. haujo@simnet.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.