Morgunblaðið - 01.10.2022, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022
✝
Samúel Jón
Einarsson
fæddist á Ísafirði 7.
janúar 1948. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
fjarða 20. sept-
ember 2022.
Foreldrar hans
voru Elísabet Sam-
úelsdóttir, f. 18.
ágúst 1913, d. 25.
maí 1974, og Einar
Þ. Gunnlaugsson, f. 10. mars
1905, d. 19. október 1977.
Systkini Samúels eru Amalía
Kristín, f. 1931, Jónína Lúlla, f.
1933, Bára, f. 1939, og Gunn-
laugur, f. 1946.
Hinn 8.8. 1972 kvæntist Sam-
úel Guðríði Sigurðardóttur frá
Ísafirði, f. 22.2. 1951. Börn
þeirra eru: 1) Sigurður Rúnar, f.
11.1. 1973, kvæntur Guðnýju
Jónu Þórsdóttur. Börn þeirra
eru Sunna Björg, f. 18.3. 2007,
og Telma Björg, f. 17.12. 2009.
hljómsveitum, söng í Sunnu-
kórnum og síðar kirkjukórnum,
spilaði í Lúðrasveit Ísafjarðar og
tók virkan þátt í ýmsum tónlist-
aruppákomum í bæjarfélaginu.
Árið 2021 gaf hann út sína fyrstu
sólóplötu, „Gömul stef“, með lög-
um eftir sjálfan sig.
Samúel gekk í frímúrarastúk-
una Njálu á Ísafirði árið 1990 og
var alla tíð mjög virkur þátttak-
andi í starfi Frímúrara.
Samúel kynntist golfíþróttinni
á Ísafirði árið 1980 þegar Golf-
klúbbur Ísafjarðar, sem þá var
nýlega stofnaður, var með lítinn
golfvöll inni í Hnífsdal. Hann
varð strax virkur meðlimur golf-
klúbbsins, tók þátt í mörgum
nefndum hans og var um tíma
formaður, eða frá 1985 til 1988,
en þá hafði starfsemi golfklúbbs-
ins flust inn í Tungudal.
Árið 2004 fundu Samúel og
Guðríður draumalóð fyrir sum-
arbústað í Hörgshlíð í Mjóafirði
við innanvert Ísafjarðardjúp.
Þau reistu þar fallegt sumarhús
árið 2005 og hefur húsið átt hug
þeirra allan síðan og verið mikill
sælureitur fyrir fjölskylduna.
Útför Samúels fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 1. októ-
ber 2022, klukkan 14.
Fyrir átti Guðný
dótturina Birtu
Björgu, f. 28.7.
2000. 2) Elísabet, f.
25.10. 1979, gift
Atla Frey Rúnars-
syni. Börn þeirra
eru Solveig Amalía,
f. 9.12. 2005, Guð-
ríður Vala, f. 11.10.
2007, Freyja Rún, f.
27.8. 2011, og Auð-
ur Sif, f. 5.4. 2016.
Samúel hóf nám í hárskurði
hjá Vilberg Vilbergssyni, eða
Villa Valla, árið 1964, þá 16 ára
gamall. Hann starfaði sem rak-
ari á Ísafirði fram til dauðadags.
Sama ár og hann hóf nám í hár-
skurði byrjaði hann að spila á
bassa í hljómsveit Villa Valla,
VV og Barða. Ári síðar var hon-
um boðið í hljómsveit BG og var
hann meðlimur hennar nær sam-
fellt í 30 ár. Hann var virkur
þátttakandi í tónlistarlífi Ísfirð-
inga alla tíð. Spilaði í nokkrum
Elsku pabbi okkar. Það er svo
sárt að kveðja þig eftir mjög
snöggan endi á þinni jarðvist. Eft-
ir sitjum við öll sem þig þekktum í
áfalli yfir að þú sért farinn svona
fljótt. Þú sem varst að hamast við
að stækka pallinn í bústaðnum í
sumar fyrir partíið hjá ykkur
mömmu. Partí sem var búið að
vera á planinu að halda í einhverri
mynd síðan bústaðurinn reis fyrir
um 17 árum. Tilefnið var aldeilis
gleðilegt eða 50 ára brúðkaups-
afmæli ykkar, hvorki meira né
minna. Gleðskapurinn tókst vel
með nánustu fjölskyldu og vinum
og veðrið lék við okkur eins og oft
áður í Mjóafirðinum. Þú varst líka
enn að klippa þína föstu kúnna, al-
veg fram á síðustu stundu. Áttir
erfitt með að leggja skærin á hill-
una á meðan einhver vildi koma.
„Hvað eiga karlarnir að gera ef ég
hætti?“ sagðir þú alltaf. Þegar þú
svo greindist sagðir þú að nú væri
kominn tími til að loka bara.
Þú barst þín stuttu veikindi í
hljóði og tjáðir þig lítið, en sagðir
okkur að þú værir ekki hræddur
við að deyja enda trúðir þú á líf
eftir þetta líf. Aðaláhyggjur þínar
voru af þínum nánustu, að vera
ekki til staðar fyrir barnabörnin.
En hafðu ekki áhyggjur af okkur,
við munum hugsa hvert um annað.
Þú varst okkur svo góður faðir og
frábær afi. Við gátum platað þig í
allt, þú sagðir aldrei nei við okkur
og barnabörnin sneru þér um
fingur sér. Þú varst alltaf tilbúinn
að stökkva til, skutla og sækja, að-
stoða við að mála, gera og græja.
Tíndir ber fyrir okkur og fleiri til,
til að borða og frysta. Nú þurfum
við að fara að gera það sjálf, sem
við gerum með glöðu geði til að
halda í hefðina.
Sumarbústaðurinn í Mjóafirði
var þinn uppáhaldsstaður í seinni
tíð. Það verður skrýtið að vera þar
og enginn pabbi að brasa. Þú varst
alltaf að stússa eitthvað, komst
bara rétt inn til að borða. Þú
fékkst endalausar hugmyndir sem
okkur hinum fannst stundum al-
gjör þvæla, en það gerði þig svo
skemmtilegan. Þér var alveg
sama hvað öðrum fannst. Þú sagð-
ir bara þína skoðun sama hversu
fáránleg hún væri. Þvílík vinna
sem þið mamma hafið lagt í sælu-
reitinn ykkar sem við fjölskyldan
höfum notið góðs af og munum
gera áfram. Við munum gera allt
til að skapa góðar minningar þar
áfram þó að það verði aldrei eins
án þín. Fráfall þitt skilur eftir
stórt skarð í fjölskyldunni og í
samfélaginu hér fyrir vestan sem
þú unnir svo heitt. Það var enginn
jafn mikill Ísfirðingur og þú, og þú
gafst endalaust af þér til sam-
félagsins og menningarlífsins. Þín
verður sárt saknað. Takk pabbi
fyrir alla ástina, kærleikann,
viskuna og húmorinn þar til við
sjáumst á ný.
Þín börn,
Siggi og Bubba,
Sigurður Rúnar Samúelsson
og Elísabet Samúelsdóttir.
Það heyrist kliður af rakara-
stofu Villa Valla í Hafnarstræti 11.
Húsi sem löngu er horfið eins og
annað sem fyrir tímans tönn verð-
ur að gjalli. Minningum. Hlátra-
sköll, hurðaskellir og mas. Upp
koma svo í morgunkaffi, síðdeg-
iskaffi og bara kaffi ef rólegt er afi
og Sammi.
Ég er 18 ára. Ég er nýr fjöl-
skyldumeðlimur í Hafnarstræt-
inu. En ég finn aldrei fyrir því.
Amma, afi og Sammi láta eins og
ég hafi alltaf verið partur af til-
veru þeirra. Og ég hef alltaf verið
það. Þau eru ný í minni tilveru
samt. Ég er Huldukonan. Stúlkan
sem Rúnar eignaðist óvart korn-
ungur og var ættleidd norður í
land. Villi Valli afi og Sammi rak-
ari voru órjúfanlegt teymi. Teymi
sem ég naut að fá aðild að. Þeir
voru vinir, unnu saman alla daga,
spiluðu saman og klipptu hár Ís-
firðinga og nærsveitamanna. Á
stofunni voru sagðar sögur. Og
engar venjulegar sögur. Engar
kjaftasögur. Bara góðlátlegar sög-
ur, missannar, af mönnum og mál-
efnum. Menn komu á stofuna í
sögustund, sem og rakstur.
Sammi, elsku Sammi, með sitt
ljúfa og góðlega fas, óendanlega
hæfileika, velvilja og alúð, small
inn í fjölskyldulífið. Hann var
partur af fjölskyldunni. Við unn-
um saman seinna, í tónlist. Spil-
uðum og sungum saman. Æfðum
og planlögðum. Það var svo margt
sem við áttum eftir að gera. Halda
stóru jólatónleikana. Vera inni í
sælureitnum sem hann og Guðríð-
ur byggðu inni í Hörgshlíð með
æfingabúðir. Fá fleiri hlátursköst.
Stúdera heimspekina. Tala … Ár-
um saman eftir að afi settist í helg-
an stein, þá fluttur í Silfurgötuna,
var Sammi áfram með rakara-
stofu á neðri hæðinni. Ekkert var
breytt þar nema að einungis var
klippt í einum stól. Samma stól.
Ég kom oft og iðulega inn í gegn-
um rakarastofuna. Eða eins og
Sammi kallaði það; að framan.
Kyssti hann, spjallaði við hann og
fór svo upp. Hann elti gjarnan
þegar hann gat litið upp úr næsta
haus. Fékk sér kaffi með okkur.
Alltaf úr glasi. Aldrei úr bolla.
Ljúfur og þýður. Vandaður, fal-
legur og heilsteyptur. Ef mér var
mikið niðri fyrir, var æst, óð og
uppvæg, sjatlaði hann málin. Það
var Sammi. Alltaf eins og mildur
hnúkaþeyr, tilbúinn að róa óró-
ann. Hann átti ekki að fara. Gott
fólk á ekki að fara fyrr en það er
tilbúið. Hann var það ekki. Eng-
inn var tilbúinn að sleppa honum.
Það heyrast engar raddir, enginn
kliður af rakarastofunni lengur.
Bjallan sem lét vita af komu við-
skiptavina er þögnuð. Sammi rak-
ari, sagnamaður, tónskáld, söngv-
ari, tónlistarséní og mannvinur er
allur. Allir sem þekktu hann munu
sakna hans eins lengi og þeir lifa.
Hann var stór manneskja í hæv-
ersku holdi. Með sína mildu rödd
og sína stóísku nærveru.
Elsku hjartans vinur. Farðu í
friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Þín
Ylfa Mist (Helgadóttir,
Rúnarsdóttir).
Elsku bróðir minn er látinn,
hann var yngstur okkar systkina,
hann var litli bróðir.
Samúel Jón, kallaður Sammi,
ólst upp í Túngötu 5 með foreldr-
um og systkinum og strákum Óla
og Rögnu fyrir handan, rólegt og
músíkalskt barn. Það kom í hlut
yngstu systur að passa þá bræður
Gulla og Samma.
Sammi óx upp sem einn af þess-
um ljúfu mönnum, góður sam-
ferðamaður og eftirlæti systkina
sinna.
Eins og margir strákar á þess-
um tíma fór Sammi í sveit á sumr-
in að Veðrará í Önundarfirði hjá
skyldmennum Rögnu fyrir hand-
an. Eftir grunnskóla fór hann sem
lærlingur í rakaraiðn hjá Villa
Valla og má segja að hann hafi
verið þar síðan að frátöldum
nokkrum árum þegar hann vann á
rakarastofu Árna Matthíassonar,
var Villi allt í senn meistari hans,
fyrirmynd og vinur. Fyrir nokkr-
um árum skrifaði hann niður sög-
ur af rakarastofunni og gaf út í
þremur bókum. Eins og flestir
vita er það órjúfanlegur þáttur á
rakarastofum að segja sögur.
Fyrsta bókin heitir „Rakarinn
minn þagði“, skýringin á þessu
nafni er sú að þegar Sammi var að
byrja sem rakari var hann feiminn
sextán ára strákur sem sagði ekki
mikið. Einn gamall fastagestur á
rakarastofunni sagði frá því að
hann yrði nú aldrei rakari þessi
nýi hjá honum Villa, hann talaði
ekki. Á sama tíma og rakarastörf-
in byrja tekur músíkin völdin fyrir
alvöru, fyrst með hljómsveit Villa,
síðan BG, svo tók við lúðrasveitin
og kórsöngur, svo golfið og skíðin.
Elsku Sammi og Guðríður áttu
gullbrúðkaup í sumar, héldu upp á
það með miklum glæsibrag í fal-
lega sumarbústaðnum sínum í
Mjóafirði, þar hafa þau komið upp
paradís fyrir sig, börn og barna-
börn sem voru yndi hans og eft-
irlæti. Sammi var mikið mömmu-
barn, það varð honum mjög erfitt
þegar mamma okkar lést, hann
var ungur, nýgiftur með barn en
hann eignaðist yndislega konu og
tengdafjölskyldu, það var sérstak-
lega kært milli hans og tengda-
mömmu hans, hennar elsku
Deddu sem var honum svo góð.
Fjörðurinn skartaði sínu feg-
ursta þennan haustmorgun sem
bróðir minn kvaddi þennan heim,
lognið og sólin fylgdu honum á
leið. „Manstu fjörðinn fríða og
fjöllin tignarhá“; við þetta fallega
ljóð eftir Ólínu Þorsteinsdóttur
samdi hann lag sem finna má á
hljómdiski hans sem kom út sl.
vetur.
Elsku Guðríður, Siggi, Bubba
og fjölskyldan öll, við Bragi og
fjölskyldan okkar sendum inni-
lega samúð.
Blessuð sé minningin um elsku
Samma bróður.
Bára Einarsdóttir.
Ég var fimmtán ára þegar
Sammi bróðir fæðist og þegar ég
gifti mig og flyt úr föðurhúsum
eru þeir bræður mínir, Sammi og
Gulli, fimm og sjö ára.
Ég fór samt ekki langt, aðeins
utar í götuna, þannig að ég fylgd-
ist vel með þeim í uppvextinum.
Við Gunnar höfðum mjög gaman
af heimsóknum þeirra bræðra og
öllum þeirra skemmtilegheitum.
Við erum fimm systkinin úr
Túngötu 5, Sammi okkar yngstur
og fyrstur til að kveðja. Öll elskum
við Ísafjörð og einkum þó Tún-
götu 5, fallega húsið sem pabbi
byggði fyrir okkur og við ólumst
upp í til fullorðinsára.
Sammi var lánsamur í sínu lífi,
eignaðist góða og trausta konu,
frábær börn og barnabörn. Hann
fékk að stunda sín hugðarefni, að-
allega tónlistina, og fékk óspart
hvatningu til þess frá fjölskyldu
sinni.
Síðast var það geisladiskurinn
Gömul stef. Þessi diskur hefur að
geyma fjögur lög. Öll grípa þau
mann strax, maður lærir þau og
syngur með. Mér finnst skapgerð
Samma koma þarna fram, alvara
og svo þessi ríka kímnigáfa.
Í sumar var haldið upp á gull-
brúðkaup í Mjóafirðinum. Haldin
var vegleg veisla í fallega sum-
Samúel Jón
Einarsson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og bróðir okkar,
ÁSMUNDUR GUÐJÓNSSON,
Hlíðarlundi 2, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn
18. september. Útför hans hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Erna Melsted
Halldór Ásmundsson Alfa Ólfjörð
Hektor Elí Halldórsson
Þorsteinn Guðjónsson
Helga Þórunn Guðjónsdóttir
Haukur Guðjónsson
Elsku móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERLA ÁRSÆLSDÓTTIR,
Gullsmára 11, Kópavogi,
lést á Landakoti þriðjudaginn
20. september. Jarðarförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Dagmar Gunnarsdóttir Rikharð Bess Júlíusson
Jóhanna Gunnarsdóttir Lúðvík Þorvaldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
BIRNA FRIÐGEIRSDÓTTIR
geislafræðingur,
Laugarnesvegi 87,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans
miðvikudaginn 28. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Nanna Snorradóttir Herleifur Halldórsson
Rósbjörg Jónsdóttir
Valgerður G. Bjarkadóttir
Alexander Kirchner, Markús Einar Orrason,
Elín Birna Orradóttir
Nanna K. Friðgeirsdóttir
Guðrún Þ. Friðgeirsdóttir
Einar G. Friðgeirsson Margrét Eiríksdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SJÖFN LÁRA JANUSDÓTTIR,
lést á Sólvangi fimmtudaginn
22. september.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 6. október klukkan 11.
Janus Friðrik Guðlaugsson Sigrún Edda Knútsdóttir
Kristinn Guðlaugsson Hanna Ragnarsdóttir
Brynhildur Garðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær systir mín, mágkona, frænka og
vinkona,
ANNA THEODÓRA
RÖGNVALDSDÓTTIR
kvikmyndagerðarkona,
lést sunnudaginn 25. september.
Útför hennar fer fram föstudaginn 7. október klukkan 15 í
Neskirkju.
Ólafur Rögnvaldsson Ása Gunnlaugsdóttir
Arnar Steinn Ólafsson Ragnar Árni Ólafsson
aðstandendur og vinir
Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
vörubifreiðarstjóri,
frá Leirvogstungu,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
27. september. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 13. október klukkan 15.
Selma Bjarnadóttir
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744