Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 34
34 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Fólk hugsar ekki alltaf áður en það
talar og þó að það geri það er óvíst að það
hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að
bæta samskiptin því maður er manns gam-
an.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er eitthvað sem stendur í veg-
inum fyrir því að þú náir þeim árangri sem
þú stefnir að. Ekki sniðganga þarfir annarra.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú verður að skipuleggja starf þitt
betur ef þú átt að koma einhverju í verk.
Undirbúðu þig því vandlega áður en þú segir
hug þinn í erfiðu máli.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þig langar til þess að upplýsa ein-
hvern um eitthvað sem er þér mikilvægt.
Njóttu þess að sjá raunveruleikann í gegn-
um móðuna.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Eyddu deginum í að leita að einhverju
nýju í eigin fari sem þú getur dáðst að. Ekki
mála skrattann á vegginn þótt þér finnist
fólk afundið í viðmóti.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er engin ástæða til þess að láta
stundarerfiðleika draga úr sér allan mátt.
Farðu eftir eigin sannfæringu og óttastu
ekki því heilladísirnar vaka yfir þér.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þótt freistandi sé skaltu ekki ganga
lengra í því máli sem hæst ber í huga þínum.
Farðu þér hægt því þá muntu ekki lenda í
neinum vandræðum síðar meir.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Vertu ekki styggur þótt eitt-
hvað tefji verkefni þitt því þú hefur í svo
margt annað að grípa á meðan. Farðu hæg-
ar í sakirnar.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú þarft að gefa tilfinningunum
smáfrí og velta hlutunum fyrir þér af kaldri
skynsemi. Ef þú hins vegar ert reikull í ráði
þá fer margt úrskeiðis.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Oft var þörf en nú er nauðsyn á
að þú gerir eitthvað fyrir sjálfan þig til að
lyfta þér upp andlega sem líkamlega.
Gakktu bara ekki of hart fram.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Umburðarlyndi og þolinmæði er
nokkuð sem stundum er af skornum
skammti hjá þér og það á við þessa dagana.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Láttu ekki ýta þér út í einhverjar að-
gerðir í peningamálum nema þú hafir kynnt
þér málin vandlega fyrir fram.
forstöðumaður. „Á þessum tíma höf-
um við fjölskyldan einnig fengið ann-
að tækifæri til þess að búa erlendis,
en haustið 2016 bjuggum við í Or-
ange County í Kaliforníu þar sem ég
var í rannsóknarleyfi. Þá fengu syn-
irnir tækifæri til þess að prófa
bandaríska skóla og lærðu á brim-
bretti og við hjónin unnum og þróuð-
um lifnaðarháttinn „slow living“ í
lærdómsríkur tími og Svíþjóð verður
alltaf okkar annað land.“
Fjölskyldan flutti svo heim í árs-
byrjun 2008 eftir að Arna hafði lokið
doktorsprófinu. Þá starfaði hún sem
ráðgjafi Þorgerðar Katrínar, þáver-
andi menntamálaráðherra, og hóf
síðan störf hjá Miðstöð í lýðheilsuvís-
indum árið 2010, þar sem hún hefur
starfað síðan, nú sem prófessor og
A
rna Hauksdóttir fæddist
1. október 1972 í
Reykjavík og átti fyrst
heima á Rauðalæk en
annars ólst hún upp í
Smáíbúðahverfinu. „Þetta var róleg-
heitahverfi og helst man ég eftir mér
í ýmsu bralli utanhúss, snúsnú,
teygjó, alls konar uppátækjum – ég
held samt að ég hafi verið mjög þægt
barn! Í tómstundum lærði ég einnig á
píanó og æfði dans. Á unglingsárum
flutti ég svo í Vesturbæinn og hef
haldið mig þar síðan, fyrir utan þegar
ég bjó erlendis á fullorðinsárum.“
Arna gekk í Breiðagerðisskóla og
Réttarholtsskóla og varð stúdent frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð vor-
ið 1992. „Þá vandaðist valið hjá mér,
því ég var að velta fyrir mér alls kon-
ar hlutum varðandi framtíðina og
hvað ætti að læra – grafíska hönnun,
félagsfræði, frönsku eða sálfræði.
Sálfræðin varð á endanum fyrir val-
inu og ég hef aldrei séð eftir því.
Háskólaárin voru gríðarlega
skemmtileg, sem kom mér aðeins á
óvart, því fyrir fram hafði ég ímynd-
að mér að það væri bara „gamalt“
fólk í háskólanum sem keyrði um
með barnavagna og væri búið að
gleyma hvernig væri að hafa gaman.
En það var öðru nær.“ Arna dróst
inn í stúdentapólitíkina og sat í Stúd-
entaráði og var varaformaður Vöku.
„Sú reynsla var ómetanleg og í
kringum það starf kynntist ég vinum
og vinkonum sem ég bý enn að í dag.
Á þessum tíma fórum við Einar að
draga okkur saman (þótt hann væri í
Röskvu!) og þá varð ekki aftur snúið.
Eftir háskólann vann ég m.a. hjá
Rannsóknastofnun uppeldis- og
menntamála og Gallup. Árið 2003
höfðu tveir elstu synir okkar, Hlynur
og Haukur, bæst í hópinn og saman
fluttum við fjögur til Stokkhólms þar
sem ég hóf doktorsnám við Karol-
inska Institutet. Árin þar urðu fimm
og við urðum líka fimm, því Kolbeinn,
yngsti sonur okkar, fæddist þar.
Þetta var gríðarlega annasamur tími
hjá okkur með námi, starfi og þrem-
ur litlum, fínum og hressum drengj-
um og ég hristi stundum hausinn yfir
þessu tímabili þegar ég hugsa til
baka. En fyrst og fremst frábær og
sólinni. Þá var aðeins önnur stemn-
ing en á árunum í Svíþjóð!“
Við HÍ kennir Arna og leiðbeinir í
meistara- og doktorsnámi í lýð-
heilsuvísindum. Hún sinnir einnig
rannsóknum í talsverðum mæli og
þá aðallega á áhrifum áfalla á heilsu.
Doktorsverkefnið hennar sneri að
áhrifum makamissis, og einnig hefur
hún rannsakað áhrif ýmissa náttúru-
hamfara og annarra áfalla.
„Eitt af stóru verkefnunum síðari
árin er rannsóknin Áfallasaga
kvenna, sem við samstarfskona mín
og stórvinkona, Unnur Anna Valdi-
marsdóttir prófessor, hófum árið
2018 með okkar frábæra samstarfs-
fólki. Áfallasaga kvenna er mjög
spennandi tækifæri þar sem hægt
verður að skilja betur áhrif ýmissa
áfalla á heilsu og hvernig hægt er að
draga úr neikvæðum áhrifum þeirra.
Mér finnst stundum áhugavert að
velta því fyrir mér hvaða náms- og
starfsleið ég fór, og fyrir utan
dásamlegt uppeldi og stuðning frá
foreldrum mínum í allt sem mér datt
í hug hef ég oft hugsað hvað frábær-
ir kennarar geta verið miklir áhrifa-
valdar. Ég er handviss um að sumir
kennara minna, allt frá barnaskóla
til háskóla, eiga stóran þátt í því á
hvaða starfsleið ég er.“
Arna Hauksdóttir, prófessor og forstöðum. við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ – 50 ára
Ljósmynd/Hrafn Jónsson
Fjölskyldan Frá vinstri: Hlynur, Einar, Haukur, Arna og Kolbeinn stödd í Toskana á Ítalíu í sumar.
Frábærir kennarar áhrifavaldar
Laufásborg Arna að fagna útskrift Æsu systurdóttur sinnar úr Laufásborg
ásamt foreldrum hennar og foreldrum sínum í ágúst síðastliðnum.
Helga Þórarinsdóttir er sjötug í dag.
Hún er borinn og barnfæddur Grind-
víkingur. Hún hefur búið þar lengst af
ævinnar, utan 17 ára í Reykjavík, en er
komin heim aftur fyrir nokkrum árum.
Helga lauk grunnskóla í Grindavík og
framhaldsnámi í Reykjanesi í Ísafjarð-
ardjúpi. Hún lauk síðan námi frá Fisk-
vinnsluskólanum og öðlaðist kennslu-
réttindi á lyftara. Hún vann ýmis störf
tengd fiskvinnslu og veiðum í Grinda-
vík og og við iðjuþjálfun á Endurhæf-
ingarstöðinni að Grensási. Eftir kom-
una til Grindavíkur að nýju starfaði
hún við umönnun og liðveislu.
Börn Helgu eru Þórarinn, Guðveig Sig-
urlaug og Þórunn Halldóra. Barna-
börnin eru tíu og barnabarnabörnin
þrjú.
Foreldrar Helgu eru Guðveig Sigurlaug
Sigurðardóttir og Þórarinn Ingibergur
Ólafsson, en þau eru bæði látin.
Eiginmaður Helgu er Hjörtur Gíslason,
blaðamaður.
70 ára
Til hamingju með daginn
30 ÁRA Silja ólst upp í Grundarfirði en er nú búsett
í Reykjavík. Hún vinnur sem saksóknari hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu.
Silja Rán var formaður Orator, félags laganema við
HÍ, og varð í 2. sæti í kúluvarpi á silfurmóti ÍR. Hún
hefur áhuga á bátum, köttum, golfi, félagarétti, Liv-
erpool og löngum göngutúrum, helst við strönd. Silja
Rán ver afmælisdeginum sínum á Englandi á Liver-
pool-leik en ætlar að fagna með góðum vinum seinna.
FJÖLSKYLDA Foreldrar Silju eru Eygló Bára
Jónsdóttir, f. 1971, kennari í Grandaskóla, og Arnar
Guðlaugsson, f. 1968 húsvörður. Systir Silju er Alma
Jenný Arnarsdóttir, f. 2000. Köttur Silju er Birta.
Silja Rán Arnarsdóttir
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sjáðu úrvalið í netverslun Curvy.is eða kíktu í verslun Curvy við Grensásveg
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is