Morgunblaðið - 01.10.2022, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.10.2022, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum Pakkaskraut Pappír Skreytingarefni Pokar Borðar Teyjur Bönd Kort Sellófan Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Jæja. Þá er loksins komið að því, yfirlitssýningu á verkum Guðjóns Ketilssonar sem lengi hefur verið með áhugaverðustu myndlistar- mönnum landsins. Og heiti sýning- arinnar er einmitt Jæja – eitt verkið á sýningunni þrykkir þetta marg- ræða orð síendurtekið á jörðina. Sýningin verður opnuð á Kjar- valsstöðum í dag, laugardag, klukk- an 16, með fjölbreytilegum verkum frá ferli listamannsins. Guðjón hefur einkum lagt stund á skúlptúr og er einstakur hagleiksmaður, en teikn- ingin er líka fyrirferðarmikil í list- sköpun hans. Hann er fæddur árið 1956 og er sjötti listamaðurinn sem er valinn til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur þar sem far- ið er yfir feril lykilpersóna í íslensku myndlistarlífi. „Ég hef nú verið í þessu í rúm fjörutíu ár. Það var mikill heiður að vera boðið að setja upp þessa sýn- ingu hér og ég gladdist yfir því að Markús Þór Andrésson tæki að sér að vera sýningarstjóri og vinna í þessu með mér,“ segir Guðjón. „Yfirlitssýning er skrýtið fyrirbæri, og svolítið yfirþyrmandi tilhugsun, en um leið mjög spennandi að takast á við. Þetta er eins og að safna sam- an stórfjölskyldunni á ljósmynd. Maður sér söguna teygjast aftur í tímann og rifjar upp kynni af göml- um hlutum. Og ég hef bókstaflega verið að taka fram kassa með verk- um sem eru svona 30 ára gömul og ég hef ekki séð allan þann tíma,“ og Guðjón bendir sem dæmi á stórt höf- uð úr tré sem liggur á gólfinu. – Þessu verki man ég nú vel eftir, hef fylgst af athygli með verkum þínum allan þennan tíma. Þess vegna er líka svo spennandi að ganga hér inn og mæta þínum myndheimi til 40 ára. „Mér finnst það líka mjög skemmtilegt, ég viðurkenni það,“ segir Guðjón og brosir. „Ég mæti hér í eldri verkum hugmyndum og fyrirbærum sem ég finn að ég er að fást við enn í dag. Ég hef staðið með sum gömlu verkanna hissa á því að þessi gaur hafi verið að pæla í þessu á þeim tíma! Hér eru ný verk hér líka, því ég er alltaf að vinna. Á endaveggnum er eitt stórt sem ég var byrjaður að vinna að og sýningin var kærkomið tækifæri til að klára og setja upp. Við að vinna jafnt og þétt að sköp- unarverkum þá er ég ekki að setja þau meðvitað í samhengi við fortíð- ina. Ég er bara að hugsa um það sem ég vinn að á hverjum tíma. En, svo er kikk að sjá verkin í samhengi við öll hin,“ segir Guðjón. „Það segir sig sjálft að ekki kom- ast öll verk að. Á sýningunni eru val- in verk frá undanförnum 40 árum. Ég hefði auðveldlega getað fyllt báða sali hússins og gangana.“ Þegar gestir ganga inn á Kjar- valsstaði taka á móti þeim skúlptúr- ar og teikningar Guðjóns af húsum Norðurmýrarinnar. Hvers vegna leitar hann oft í að túlka þann ramma um tilvistina sem hús er? „Í rauninni er það á einhvern hátt svipað og ég nálgast klæði í mörgum verkanna, sem skel utan um líkam- ann. Við að hugsa um þá skel á þrí- víðan hátt þá kemur arkitektúrinn í hugann. Það eru margir fletir á þessu.“ Vinnustofan heilagur staður – Þú minnist á klæðin og hér eru til dæmis lágmyndaraðir þar sem þú hefur á þrívíðan hátt skorið út klæði sem birtast í þekktum málverkum fyrri alda. Þessi svörtu höfuðföt þarna til dæmis, sækirðu þau ekki í málverk eftir Bruegel? „Jú, og þessi klæði þarna eru brot úr ýmsum barokk- og endurreisnar- málverkum, eftir Velazquez, Jan van Eyck og Caravaggio. Hugmyndin var að vinna með lágmyndina sem fyrirbæri sem er mitt á milli þess að vera skúlptúr og tvívítt. Barokkmál- arnir voru leiknir í að vinna með dýpt í málverkum og sýndu oft færni sína með því að mála klæði. Ég tók það fyrir og vann með þær sjón- hverfingar sem lágmyndin þarf til að ganga upp.“ – Annað gegnumgangandi þema hjá þér er skórnir sem eru hér í nokkrum verkum. „Jú, fyrir mér tengjast skórnir mikið líkamanum beint, manneskj- unni sjálfri. Eins og klæðin sem eru líka eins konar staðgenglar fyrir restina af líkamannum. Þannig eru þetta á einhvern hátt manneskjur.“ – En teiknuð kort eins og þau sem hanga hér, af ýmsum borgum? „Í þessu tilfelli var ég að hugsa um strúktúr. Ég var að skoða borg- armyndir úr ólíkum menningar- svæðum og hvort það væri hægt að skilgreina með teikningunum hugs- un í borgarskipulagi, strúktúr borg- anna. Í þessu stóra verki hér sem heitir Skel ber ég það svo saman við strúktúr í sundurteknum hús- gögnum og sykurmolahúsum, sem tengjast til dæmis kubbaleik barna.“ – Svo er hér stór veggteikning sem ég sá áður á sýningu hjá þér í New York. „Síðari árin hef ég unnið sífellt meira með texta, skrift og bókstafi, í tengslum við teikningu. Á sínum tíma vann ég út frá hugleiðingum sem urðu til á göngutúrum og eru um það hvernig tilviljanir geta orðið á vegi manns og breytt leiðum, eins og í lífinu sjálfu. Þessir göngutúrar mynda hálfgert götukort, eða vísa til slíks korts. Stór hluti frásagnar- innar er sannleikanum samkvæmur en annað er uppdiktað.“ – Hér eru teikningar þínar af ann- ars vegar Passíusálmunum 52, sem þú skrifar upp með þínum hætti, og Völuspá. Þú endurvinnur þessi merku verk. „Bæði hef ég verið almennt spenntur fyrir þessum íslensku bók- menntaperlum og svo sem þessum sköpunarsögum, sem ég með mínum hætti afbyggi og geri textann óles- anlegan; ég eyði texta um sköpunina um leið og ég skapa á vissan hátt eitthvað nýtt. Þar fer af stað hring- rás. Og í verkinu Völuspá renna öll erindin saman í lokin og þar verða ragnarök!“ Á suðurvegg salarins er nýtt stórt ljósmyndaverk Guðjóns, þrjú pör sem sýna þrjár innsetningar sem hann hefur sett upp í glugga vinnu- stofu sinnar; fyrri myndin er tekin á sumarsólstöðum og horft er út um gluggann og á hlutina sem eru þar á hillum og verða til á vinnustofunni, hin myndin er tekin á vetrarsól- stöðum og þar er horft á gluggann að utan. Þetta er áhrifaríkt verk um sköpun listamannsins og líka það að horfa og skynja. „Vinnustofan er eiginlega heilag- ur staður fyrir mér,“ segir hann. „Mér líður hvergi betur. Rútínan þar er mér mikilvæg – þar geri ég alls konar tilraunir, stundum geri ég ekki merkilega hluti en kjánalegu hlurnir eru líka mikilvægir því allt er þetta hluti af sköpunarferlinu.“ Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Guðjón Ketilsson innan um verk sín á Kjarvalsstöðum: „Yfirlitssýning er skrýtið fyrirbæri.“ Allt hluti af sköpunarferlinu - Yfirlitssýning á verkum Guðjóns Ketilssonar verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag - „Eins og að safna saman stórfjölskyldunni á ljósmynd,“ segir Guðjón um að safna saman verkum rúmlega 40 ára Guðjón Ketilsson var einn 127 lista- manna sem áttu verk á hinni viða- miklu sýningu, Umhverfing nr. 4, sem stóð yfir í sumar á Vestfjörðum og í Dölum. Við Sauðfjársetrið á Stöndum setti hann upp stórt verk sem hann kallaði Tími – minning. Verkið fauk á haf út í fárviðrinu um liðna helgi og er horfið. „Það eru blendnar tilfinningar,“ segir Guðjón um hvarf verksins sem margir hafa lofað. „Ég var að undir- búa að taka það niður fyrir veturinn en fékk svo þær fréttir að það væri horfið! Með öllu. Því fylgir líka skringilega góð tilfinning, því þetta er svo ljóðrænn endir.“ Þrívítt myndverkið var byggt á minningum Guðjóns frá sumrum í sveit á Ströndum á 7. áratugnum og nú er verkið líka orðið að minningu. „Já, og mér finnst það í raun alveg stórkostlegt – en þori varla að segja það!“ segir hann og hlær. Verkið byggðist á miningum Guð- jóns um gamlan blindan mann sem hafði það fyrir reglu að koma út úr húsi sínu og ganga réttsælis hring- inn í kringum það, kvölds og morgna. Á höndum bar hann þykka lopavett- linga. Blindu sinnar vegna þurfti hann að styðja sig við húsvegginn á göngu sinni og með tímanum setti hann mark sitt á hvíta húsveggina og brún línan eftir vettlinginn í brjóst- hæð varð sífellt dekkri og skýrari. Ljósmynd/Guðjón Ketilsson Tími – minning Verk Guðjóns á Umhverfingu nr. 4 sem hvarf í hafið. Verk Guðjóns á Ströndum hvarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.