Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 40

Morgunblaðið - 01.10.2022, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2022 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18 » Benni Hemm Hemm fagnaði í vikunni útkomu nýrrar plötu sinnar, sem nefnist Lending, í Tjarnarbíói ásamt hljómsveit. Blásið var í alla lúðrana, nýj- ustu smellir hljóm- sveitarinnar fengu að hljóma og háleynilegir gestir komu fram við góðar viðtökur gesta. Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm fagnaði Lendingu í Tjarnarbíói Morgunblaðið/Eggert Í stuði Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm kom fram ásamt fjölda blásara á sviði Tjarnarbíós. Hressir Edgar Smári Atlason, Andri Persson og Andri Már Arnlaugsson. Tilhlökkun Sara Bjarnason og Kött Grá Pje voru litrík í leikhúsinu. Eftirvænting Pétur Þorsteinsson, Kristjana Stefánsdóttir og Helga Soffía Einarsdóttir voru meðal gesta á útgáfutónleikunum í Tjarnarbíói. Þorpið eftir Ragnar Jónasson hlaut á fimmtudagskvöld Capital Crime- verðlaunin í flokki hljóðbóka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgef- anda hans. „Það var leikkonan Amanda Rey sem las en hún hefur verið tilnefnd til BAFTA-verð- launanna. Sextán manna ráðgjafa- ráð tilnefndi fimm bækur í sex flokkum en síðan voru það lesendur sem áttu síðasta orðið. Þess má geta að Stelpur sem ljúga eftir Evu Björgu Ægisdóttur var tilnefnd sem glæpasaga ársins. Þetta er enn ein upphefðin sem fellur í skaut Ragnari fyrir Þorpið í Bretlandi. Bókin var valin besta þýdda glæpa- sagan þar í landi í fyrra. Sunday Times valdi bókina sem eina af fimm bestu glæpasögum ársins og þá var hún fyrsti íslenski titillinn til að ná inn á topp tíu á metsölulista Sunday Times.“ Samkvæmt upplýsingum frá Bjarti & Veröld var á fimmtudag opinberað að Snjóblinda er á meðal sex bóka sem tilnefndar eru sem besta glæpasaga síðustu 50 ára í Frakklandi. Efnt var til sérstakra verðlauna í tilefni af 50 ára afmæli tímaritsins Le Point. „Tilnefndar eru 18 bækur í þremur flokkum frá þessum tíma: skáldsögur, glæpa- sögur og bækur almenns efnis. Þess má geta að Mýrin eftir Arnald Ind- riðason er önnur af þessum sex bestu glæpasögum.“ Gleði Ragnar Jónasson og Amanda Rey. Þorpið hlaut Capital Crime-verðlaun Í sölum Regen Projects í Los Angel- es, stofnunar sem sýnir samtíma- myndlist, hefur verið sett upp viða- mikil sýning með verkum fjölda listamanna til minningar um Law- rence Weiner (1942-2021). Heiti sýn- ingarinnar erv Stars Don’t Stand Still in the Sky: A Tribute to Law- rence Weiner en hann var með áhrifamestu listamönnum banda- rískarar myndlistar síðustu áratugi. Weiner vann talsvert á Íslandi, sýndi á Annarri hæð á Laugarvegi 37 og vann með i8 galleríinu. Verk eftir hann hefur líka mátt sjá hér víða, til dæmis í Háskólanum á Akureyri. Á sýningunni eru allmörg texta- verk eftir Weiner auk annarra myndverka eftir samstarfsmenn og vini, fólk sem hann tengdist með ýmsum hætti, og sýna vel tengslanet hans og áhrif. Þar á meðal er Ragna Róbertsdóttir, sem setti upp verk úr hrauni og einnig eru myndverk eftir Birgi heitinn Andrésson sýnd. Verk eftir fjölda þekktra og áhrifamikilla listamanna eru á sýn- ingunni í Regen Projects, þar á með- al eftir Daniel Buren, John Baldess- ari, Hanne Darboven, Joseph Kosuth, Barry Le Va, Sol LeWitt, Dennis Oppenheim, Jenny Holzer, Bruce Nauman, Ed Ruscha, Matt- hew Barney, Carl Andre, Robert Rauschenberg og Sigmar Polke. Ljósmynd/Regen Projects Fjölbreytileg Auk textaverka eftir Weiner eru sýnd verk margra snjallra listamanna, þar á meðal Birgis Andréssonar og Rögnu Róbertsdóttur. Lawrence Weiner minnst í verkum Óperan Macbeth eftir Giuseppe Verdi verður sýnd ókeypis á OperaVision frá deginum í gær fram til 30. mars 2023. Hrólfur Sæmundsson barítón, sem sungið hefur talsvert í óper- unni í Aachen, fer með titilhlut- verkið í sýningunni. Hún var tekin upp í Deutsche Oper am Rhein í Düsseldorf 11. september sl. Útsendingin er aðgengileg á vef- slóðinni https://operavision.eu en einnig á YouTube. Á vef Opera- Vision má einnig finna viðtal við Hrólf og Ewu Płonka, sem fer með hlutverk lafði Macbeth. Ópera Ver- dis byggist á leikritinu um Macbeth eftir William Shakespeare. Sjá má Hrólf syngja Macbeth Hrólfur Sæmundsson „Framkvæmda- nefnd rússnesku kvikmyndaaka- demíunnar hefur ákveðið að tilnefna enga rússneska mynd til Óskars- verðlaunanna,“ segir í tilkynningu sem nefndin sendi frá sér fyrr í vik- unni. Samkvæmt frétt The Guardian er þetta í fyrsta sinn sem Rússland sniðgengur Ósk- arsverðlaunin, en ákvörðunin er tal- in tengjast aukinni einangrun Rússa á alþjóðavettvangi eftir innrás þeirra í Úkraínu. Í kjölfar sagði Pav- el Chukhray, formaður rússnesku óskarsverðlaunanefndarinnar, af sér í mótmælaskyni við ákvörðun framkvæmdanefndarinnar. Hann sagði að ákvörðun hennar væri ólög- leg og tekin án samráðs við sig. Rússar sniðganga Óskarsverðlaunin Óskarsverð- launastyttur Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc og píanó- leikarinn Mathias Halvorsen koma fram á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röðinni Sígildum sunnudögum. Á efnisskránni er frumflutningur á verki eftir Iván Enrique Rodríguez, sem samið var fyrir Rannveigu í byrjun heimsfar- aldursins, ásamt verkum eftir Janá- cek, Eleanor Alberga og Schumann. „Verkin eiga það sameiginlegt að vera átakamikil og full örvæntingar en búa samt yfir óvenjulegri fegurð. Alltaf glittir í vonina í myrkrinu,“ segir í tilkynningu. Miðar fást á harpa.is og tix.is Von í myrkri í Norðurljósum Rannveig Marta Sarc

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.