Morgunblaðið - 01.10.2022, Page 44

Morgunblaðið - 01.10.2022, Page 44
Orgelhátíð barnanna fer fram í Hallgrímskirkju í dag, 1. október, frá kl. 12. Hefjast þá orgeltónleikar fyrir alla fjölskylduna og verða leikin þekktustu orgelverk sög- unnar ásamt þekktum lögum úr kvikmyndum og Euro- vision-smellir. Orgelkrakkasmiðjur og orgelspuna- smiðjur verða einnig í boði kl. 13, 14 og 15 og fer skráning í þær fram með því að senda tölvupóst á kristny@hallgrimskirkja.is. Ókeypis er á hátíðina sem er styrkt af barnamenningarsjóði, tónlistarsjóði og Þjóðkirkjunni. Þekkt orgelverk, lög úr kvikmynd- um og Eurovision-smellir á hátíð Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tónleikaröðin „Ár íslenska ein- söngslagsins“ hófst með tónleikum til heiðurs Jónasi Ingimundarsyni í Salnum í byrjun september. Verk- efnið heldur áfram á morgun og verða sjö tónleikar á um mánaðar- fresti fram á vor. „Jónas hefur staðið sig einna best í flutningi á ís- lenska sönglaginu í gegnum tíðina og tónleikaröðin er unnin upp úr hugmyndum hans,“ segir píanó- leikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir. Hún er í listræna teymi verkefn- isins, ásamt Hrönn Þráinsdóttur, Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, en Arna Kristín Sigfúsdóttir er verk- efnastjóri og Margrét Bóasdóttir heldur um stjórnartaumana. Á upphafstónleikunum voru ein- göngu flutt lög eftir Jónas. „Hug- myndin þróaðist úr því að vera ein- ir hátíðartónleikar með blandi í poka af íslenskum sönglögum í að vera heil sería,“ segir Eva Þyri. Til sé aragrúi laga af ýmsum toga og reynt sé að sýna fjölbreytnina. „Við verðum með lög sem flestir þekkja en laumum inn á milli lögum sem sjaldan eða jafnvel aldrei hafa heyrst. Þetta er eins konar þver- skurður einsöngslaga eftir lifandi og látin tónskáld, konur og karla.“ Hún bætir við að Jón Kristinn Cortes hafi tölvusett flest lögin og hafi þau komið út hjá Ísalögum. Einvalalið Á hverjum tónleikum, sem hefj- ast klukkan 13.30 á sunnudögum, koma fram fjórir einsöngvarar og tveir píanóleikarar. Á morgun verða það Bryndís Guðjónsdóttir sópran, Gissur Páll Gissurarson tenór, Oddur Arnþór Jónsson bari- tón og Silja Elsabet Brynjarsdóttir messósópran auk píanóleikaranna Ástríðar Öldu Sigurðardóttur og Evu Þyri Hilmarsdóttur. 30. októ- ber koma fram Benedikt Krist- jánsson tenór, Fjölnir Ólafsson baritón, Hildigunnur Einarsdóttir messósópran, Sigrún Hjálmtýs- dóttir sópran og píanóleikararnir Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Kristján Karl Bragason. Einsöngv- ararnir Bjarni Thor Kristinsson bassi, Kolbeinn Ketilsson tenór, Sigríður Aðalsteinsdóttir messó- sópran og Þóra Einarsdóttir sópr- an skemmta gestum 20. nóvember við píanóleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Kristins Arnar Kristinssonar. Ekki er búið að raða listafólki niður á tónleikana eftir áramót, en þeir verða 22. janúar, 19. febrúar, 19. mars og 23. apríl. „Við veljum framúrskarandi flytj- endur í þetta metnaðarfulla verk- efni og hlökkum til að flytja lögin,“ segir Eva Þyri. Hugmyndin hefur verið í gerjun undanfarin ár og vegna sífelldra samkomutakmarkana í heimsfar- aldrinum varð verkefnið stöðugt viðameira, en undirbúningur hófst af fullum krafti í vor, að sögn Evu Þyri. „Þetta er eina tónlistarröð sinnar tegundar um þessar mundir þar sem aðeins íslenska sönglaginu er gert hátt undir höfði.“ Metnaður Píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir er í listrænu teymi verkefnisins „Árs íslenska einsöngslagsins“. Íslenska sönglagið - Tónleikaröðin „Ár íslenska einsöngslagsins“ í Salnum ERTU ÁSKRIFANDI AÐ MORGUNBLAÐINU? ÞÁ ERT ÞÚ Í C-HR FLOKKI ALLIR ÁSKRIFENDUR ERU SJÁLFKRAFA Í POTTINUMOG GETA EIGNAST NÝJAN TOYOTA C-HR HYBRID DREGIÐ 24. NÓVEMBER LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 274. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.330 kr. Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Atli Sigurjónsson, kantmaður KR-inga, er efstur í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, þegar 22 um- ferðum er lokið af 27 í Bestu deild karla. Hann er með þrjú M í forskot á næsta mann, auk þess sem tveir af skæðustu keppinautum hans í einkunnagjöfinni spila ekki meira með sínum liðum á þessu tímabili. »37 Atli er með forystuna í M-gjöfinni ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.