Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022 ✝ Ásta Magn- úsdóttir fædd- ist í Reykjavík 30. janúar 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 23. október 2022. Foreldrar henn- ar voru Magnús Jónsson trésmiður í Reykjavík, f. 31. júlí 1893, d. 4. júlí 1963, og kona hans Una Ein- arsdóttir, f. 2. apríl 1994, d. 12. janúar 1983. Systkini: Jón, f. 11. desember 1919, d. 28. júlí 1981; Einar, f. 4. nóvember 1926, d. 10 apríl 2019; stúlka, f. 20. janúar 1931, d. 21. janúar 1931; Inga Marie, f. 5. apríl 1932, d. 6. apríl 2020. Hinn 8. maí 1942 giftist Ásta Einari Einarssyni bílstjóra, f. 20. janúar 1918, d. 16. ágúst 1998. Foreldrar hans voru Ein- ar Jónatansson verkamaður í Reykjavík, f. 16. september 1864, d, 29. júní 1944, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir, f. 21. júní 1884, d. 1. október 1963. Ásta og Einar eignuðust eina dóttur: Önnu Maríu, f. 19. des- ember 1940, d. 11. september 1997, gift Bolla Magnússyni skipatæknifræðingi, f. 6. sept- ember 1941. Börn þeirra eru: Ásta, f. 15. maí 1965, gift Ralph Ottey, f. 15. apríl 1953, og Magnús, f. 21. mars 1969, kvænt- ur Elínu Eiríks- dóttur, f. 20. des- ember 1969. Þau eiga þrjú börn: Bolla, f. 3. febrúar 1996, Ásgerði, f. 4. maí 2000, og Þór- hildi, f. 4. maí 2000. Ásta bjó fyrstu æviárin á Hverfis- götu 88c en fluttist 1929 að Vatnsstíg 10a þar sem faðir hennar var með trésmíðaverk- stæði. Þar bjó hún svo með dóttur og eiginmanni til ársins 1960 þegar þau fluttu í Hvassa- leiti 12. Ásta og Einar voru svo meðal frumbyggja í fjölbýlis- húsi fyrir eldri borgara á Sléttuvegi 15 árið 1991, þar sem Ásta bjó þar til hún fór á hjúkrunarheimili árið 2020. Ásta gekk Barnaskólann og svo í Austurbæjarskóla frá stofnun hans. Hún lauk versl- unarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1940. Hún starfaði á safni Einars Jónssonar 1951 til 1954, hjá Magnúsi Thorlac- ius hæstaréttarlögmanni 1957 til 1966 og svo á skrifstofu borgarstjóra 1967 til 1987 þeg- ar hún fór á eftirlaun. Útförin fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 7. nóvember 2022, klukkan 13. Við minnumst með hlýju elsku langömmu okkar Ástu Magnúsdóttur. Hún hélt heimili á Sléttuveg- inum og keyrði bíl langt fram á tíræðisaldurinn, svo lengi í raun að hún var um tíma elsta kona landsins sem enn var með bíl- próf. Ef það ætti að lýsa lang- ömmu í einu orði væri það sjálf- stæð en hún kunni ekki vel við að láta mikið hafa fyrir sér. Reykjavíkurmær fram í fing- urgóma, langömmu leið best í Reykjavík þar sem hún ólst upp og stofnaði síðar sína eigin fjöl- skyldu. Þær voru ófáar sögurn- ar sem við fengum að heyra af uppvaxtarárunum á Hverfisgöt- unni og Vatnsstígnum, skóla- göngunni í Austurbæjarskóla og síðar Verzló. Langamma var, af sögunum að dæma, frökk ung kona sem leyfði engum að vaða yfir sig og sætti sig ekki við óréttlæti, hvorki í sinn garð né annarra. Sumar sögurnar voru að einhverju eða miklu leyti ótrúverðugar þar sem hún sagði okkur frá þegar hún hoppaði úr bílum á ferð, hjólaði sér til gam- ans á Þingvelli og heim á einum sunnudegi, og hrekkti leiðinlega kalla í sundi sem ung stúlka en við efumst ekki um að þær hafi allar verið sannar, Ásta langamma var bara þannig týpa. Þá var einnig dýrmætt að fá tækifæri til þess að kynnast Önnu Maríu, ömmu okkar og dóttur Ástu, ásamt Einari lang- afa í gegnum sögur frá lang- ömmu þar sem við höfðum ekki kost á að kynnast þeim sjálf áð- ur en þau féllu frá. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið til að kveðja þig elsku langamma, öll jólin og góðu stundirnar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Bolli, Ásgerður og Þór- hildur Magnúsarbörn. Ásta Magnúsdóttir Elsku amma mín. Þú varst ein sterkasta kona sem ég veit um, alltaf tilbúin til þess að hjálpa öllum þeim sem þurftu á því að halda. Þú opnaðir heimili þitt fyrir okkur þegar við þurftum á því að halda og við stelpurnar elskuð- um að koma og gista hjá ömmu. Ég skil ekki ennþá hvernig þú leyfðir okkur alltaf að koma þeg- ar við vorum að gera handahlaup út um allt, eyðileggja hár- greiðsluæfingarhausana þína með því að klippa allt hárið af, klifra upp á allt í eldhúsinu í leit að kexi og svo framvegis en það sýnir bara hvernig manneskja þú varst, alltaf til staðar fyrir okkur – og fyrir alla í fjölskyld- unni. Ég mun aldrei gleyma hvern- ig þú klóraðir mér og okkur systrunum á bakinu þangað til við sofnuðum. Það hefur enginn (og mun örugglega enginn) ná því eins vel enda var það þitt. Hvernig alltaf þegar við kíktum í heimsókn þá var bakkelsi úr bakaríinu á horninu á borðinu. Öll þau skipti sem ég fékk ís eða bláberjaskyr þrátt fyrir það að ég væri með hræðilegt mjólk- uróþol og mamma bannaði mér að fá mjólkurvörur. En ég held að þú hafir bara fundið til með mér að mega ekki fá ís og skyr. Það var alltaf svo huggulegt að vakna á morgnana heima hjá þér og drífa sig fram í eldgamla kósí sófann og kveikja á túbusjón- varpinu að horfa á barnatímann umvafin sænginni sinni. Á með- an varst þú inni í eldhúsi að baka heimsins bestu pönnukökur (og leyfðir okkur að setja sykurinn á áður en við rúlluðum þeim upp). Þegar ég hugsa um þig þá hugsa ég líka um Gulu þrumuna, bílinn þinn, og þegar þú skutl- aðir mér á fimleikaæfingar en ég kvartaði yfir að þú bremsaðir aldrei fyrir hraðahindranir. Þá heyrðist bara „hvaða, hvaða – finnst þér ekki gaman að hossast smá?“ Þú gast verið svo fyndin, amma. Hvernig þú vildir alltaf koma með okkur á róló. Alltaf. Nema auðvitað þegar það var sól ✝ Hildur Gísla- dóttir fæddist 26. apríl 1938. Hún lést 7. október 2022. Útförin var gerð 31. október 2022. og hlýtt vegna þess að þá varstu alltaf frekar til í að sóla þig úti á svölum, en ég skil það svo sem, ég hefði frekar valið það líka. Þú elskað- ir að sitja og sóla þig á svölunum. Þannig man ég þig líka. Elsku amma mín. Þú varst mér og okkur systrunum svo kær og þegar við töluðum um þig og fólk spurði okkur hvaða ömmu við vorum að tala um þá sögðum við: „Nú, amma amma, auðvitað,“ það var bara engin amma eins og þú. Amma, amma. Takk fyrir öll þessi ár sem við áttum saman en því miður voru þau ekki eins mörg og ég vildi að þau væru. En þú verður alltaf hjá okkur í anda og hjarta og ég hlakka til þegar við hittumst næst. Dýrleif Gígja Magnadóttir. Ég hitti Hildi fyrst á heimili hennar á Fálkagötu 3 þar sem hún rak og stýrði glæsilegu heimili. Hún hafði boðið mér og syni sínum í mat. Ég borðaði lambalæri að íslenskri sunnu- dagshefð og það var yndislegt. Hún hafði yfirvegaða nærveru sem ég átti eftir að kynnast bet- ur. Skoðaði mig í rólegheitum og bryddaði upp á samræðum af stillingu. Seinna komst ég að því að hún nálgaðist allar manneskj- ur í rólegheitum. Hildur átti svo eftir að vera hluti af mínu lífi næstu tvo áratugi. Hún studdi mig og dætur mín- ar í einu og öllu, lagði útfyllt Bónuskort á borðið af og til bara svona tilfallandi og fyrir hátíðar. Var alltaf einhvern veginn á réttum stað á réttum tíma. Eða kom við með matarpoka bara svona ef og þegar hún var á ferð- inni. Ég áttaði mig á því eftir stutt kynni að hún var forkur til vinnu, var í tveimur störfum þann tíma sem ég þekkti hana. Kennari við Iðnskóla Reykjavík- ur í hárgreiðslufræðum og ég átti eftir að kynnast slatta af fólki sem þekkti hana undir nafninu „Hildur bylgja“ sem var nafn sem hún fékk í hárgreiðslu- deild Iðnskólans í Reykjavík þar sem allir elskuðu hana. Hún var líka hárgreiðslu- meistari hjá Þjóðleikhúsinu og þar starfaði hún með kennara- starfinu. Til viðbótar við Bónuskortin og matarpokana bauð hún reglu- lega í leikhús, bæði okkur full- orðna fólkinu og börnunum. Hún var dætrum mínum mjög góð og gætti þeirra eftir getu ásamt því að greiða þeirra götu í ýmsu. Fyrir miðdóttur mína greiddi hún leið í Listdansskóla Íslands sem þá var. Allt þetta skipti mjög miklu máli í þeirra vegferð og okkar allra. Sumir leggja á vogarskálarnar það sem ekki er beint hægt að reikna en er þegar upp er staðið grunnstoð í því sem við tekur og það gerði hún svo sannarlega og á ég henni ei- lífar þakkir fyrir það. Hún vildi veg okkar allra sem bestan. Hún hafði aldrei orð á að henni þætti ég geta gert hluti öðruvísi eða að ég mætti nú fullorðnast aðeins í búhögum mínum. Ég er þó alveg viss um að hún hugsaði sitt, en virðing og rólegheit voru hennar leiðarljós í samskiptum sínum við mig. Hún vildi bara að hlut- irnir gengju skaplega og vel fyr- ir sig og lagði sitt á vogarskál- arnar til að svo gæti verið, af blíðu, virðingu og reisn. Þegar ég hugsa til baka þá var hún ekki mikið eldri en ég er í dag þegar ég kynntist henni, hún hafði komið sjálfri sér til vegs al- gerlega á eigin spýtur með þrjú börn. Menntað sig og starfaði við sína sérgrein, rak glæsilegt heimili og á hennar borðum voru góð ráð, alltaf matur og nóg af mildi og blíðu öllum til handa. Ég hugsa til hennar með virð- ingu og vona hennar veg og ferð í sumarlandið prýddan sólskini og birtu og hlýju eins og hún á skilið og er sannfærð um að þessum sólargeisla með sína ljósu lokka verður tekið eins og drottningunni sem hún var hér í þessum heimi. Ég votta börnum hennar og barnabörnum mína dýpstu hjart- ans samúð og veit að án hennar er mikið skarð höggvið í hið dag- lega jarðneska líf. Megi máttur- inn og mildin vera með þeim öll- um. Það hefði hún viljað. Með virðingu, Helga Völundardóttir. Í dag kveðjum við kæra vin- konu okkar systra, Hildi Gísla- dóttur. Vináttan nær yfir tæpa sex áratugi eða síðan við bjugg- um í sama húsi í Keflavík á sjötta áratug síðustu aldar. Það voru mikil og góð tengsl milli fjölskyldnanna sem héldu eftir að Hidda flutti í Garðabæinn. Við systur vorum sendar í pöss- un þangað og Guðrún varð fóst- urdóttir og fór oft í helgarheim- sóknir á Hagaflötina og passaði Ómar. Eftir flutninginn á Fálka- götuna var Sigrún Björk svo send tíu ára til að hjálpa til á heimilinu og passa Söru og Rak- el. Ásdís Ýr bjó svo fyrsta árið í menntó hjá Hiddu og passaði stelpurnar líka þannig að við systurnar þrjár teljum okkur eiga töluvert í þessum Hildar- börnum. Hidda var alltaf ræktarsöm við foreldra okkar og lét sér annt um þau og þessi vinátta var svo sannarlega dýrmæt. Í gegnum árin heimsóttum við hana í kringum afmælið hennar á Fálkagötuna og síðan á Drop- laugarstaði og alltaf var hún jafn glöð yfir heimsóknunum. Hidda var rólegheitamanneskja, bros- lynd og með mikið jafnaðargeð. Hún hafði gaman af því að spjalla og allar munum við eftir því hversu skemmtilegt henni þótti að spjalla langt fram á kvöld. Kvöldin voru hennar tími. Nennti ekkert að eyða tímanum í að sofa. Hún var spaugsöm og það var alltaf stutt í brosið og hláturinn. Að leiðarlokum þökkum við fyrir að hafa fengið að eiga hana Hiddu að. Systkinunum sendum við hlýj- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Sigríður, Ásdís Ýr og Sigrún Björk. Hildur Gísladóttir Faðir, bróðir, tengdafaðir og afi, ÞORRI JÓHANNSSON fjöllistamaður, lést á Grensásdeild Landspítalans 16. október. Bálför fór fram í kyrrþey. Aðstandendur vilja þakka starfsmönnum Grensásdeildar Landspítalans sérstaklega. Hrólfur Þeyr Hlínarson Dalla Jóhannsdóttir Jóra Jóhannsdóttir Elísa Ósk Ómarsdóttir barnabörn Okkar ástkæra dóttir, systir, mágkona og frænka, PÁLA HALLDÓRA MAGNÚSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 1. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 15. Magnea Gíslrún Þórarinsdóttir Elín Valgerður Magnúsdóttir Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Árni Kristmundsson Ingunn G. Magnúsdóttir Skúli Baldursson Júlíana Þóra Magnúsdóttir Ólöf Birna Magnúsdóttir Stefán Þór Þórsson og systrabörn ✝ Ingibjörg Auð- ur Ingvadóttir fæddist 2. desem- ber 1934. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 12. október 2022. Foreldrar henn- ar voru Lilja Kar- lotta Jónsdóttir húsfreyja og Ingvi Hannesson, vöru- bílstjóri og síðar verkstjóri. Systkini Ingibjargar Auðar voru fjögur: Jóhann G. Filipp- Inga Hanna, maki Jónas Jón Hallsson, Þóra Jóna, maki Hlynur Hjörleifsson, og Dag- bjartur Vigfús. Barnabörn eru 12 og barna- barnabörn eru 22 og langa- langömmubörn eru 8. Ingibjörg Auður stundaði nám við Húsmæðraskólann á Staðarfelli 1952-1953. Hún vann við ræstingar í nokkur ár hjá Vélsmiðjunni Héðni, starfaði hjá Dagvistun barna í ellefu ár og við sauma á saumastofu Múlalundar. Auk þess sá hún um bókhald hjá Stálkó, fyrirtæki þeirra hjóna. Þá átti hún og rak með Dag- bjarti syni sínum Tösku- viðgerðir í Ármúla, sem hún seldi 2010. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. usson, Pétur, Steinunn Svala og Eygló, sem öll eru látin. Árið 1953 kynntist Ingibjörg Auður eiginmanni sínum Dagbjarti Jónssyni sem lést 2. febrúar 2009. 1958 gengu þau í hjónaband og eignuðust fimm börn, sem eru: Dagrún, maki Halldór Jónsson, Viktoría, maki Júlíus Þór Júlíusson, Amma Inga var alveg sérstök kona eins og allir vita sem voru svo heppnir að kynnast henni. Hún var sterkur persónuleiki, ákveðin, umhyggjusöm og örlát. Ég var svo heppin að alast upp í næsta húsi við ömmu og afa og þar var ég daglegur gestur þegar ég var barn. Þegar maður verður fullorðin áttar maður sig betur á hversu dýrmætur þessi tími var. Við amma vorum vinkonur og hún kenndi mér svo mikið. Við brölluðum mikið saman í gegnum tíðina, það var bakað, saumað, spjallað og við fórum meira að segja saman í verslunarferð til Köben. Allt eru þetta dýrmætar minningar sem eru mér mjög kærar. Elsku amma, ég á svo erf- itt með að trúa því að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur en ég er svo þakklát fyrir þig og mun sakna þín svo óendanlega mikið. Takk amma fyrir allar góðu stundirnar og ég ylja mér við það að þér líður betur núna. Kem ég nú að kistu þinni, kæra amma mín, mér í huga innst er inni ástarþökk til þín. Allt frá fyrstu æskustundum átti ég skjól með þér. Í þínu húsi þar við undum, þá var afi líka hér. Kem ég nú að kveðja ömmu, klökkvi í huga býr. Hjartans þökk frá mér og mömmu, minning lifir skýr. Vertu sæl í huldum heimi, horfnir vinir fagna hljótt. Laus við þrautir, Guð þig geymi, góða amma, sofðu rótt. (Helga Guðmundsdóttir) Þín Edda Guðrún. Við þökkum henni vináttu og samveru og sendum niðjum hennar og venslafólki samúðar- kveðjur. F.h. skólasystra frá Staðarfelli 1952-1953, Hólmfríður Gísladóttir. Ingibjörg Auður Ingvadóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.