Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 22
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Mazda MX-30 rafmagnsbíll.
6/2021 Sýningarbílar flestir eknir
undir 1000 km. 35,5 kWh rafhlaða.
Uppgefin drægni 200 km. 5 dyra.
Makoto typa með glertopplúgu og
öllum fáanlegum búnaði.
Er í ábyrgð. Eigum 4 liti á lager.
Hann er þinn fyrir aðeins
4.890.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Sá vinsælasti. MMC Eclipse
Cross phev Intense +.
Árgerð 2022.
Nýtt ökutæki Bensín/Rafmagn,
sjálfskiptur. Verð 6.690.000.
Rnr. 140471. Dráttarkrókur - Forhitun
á miðstöð - Gúmmímottur - Sumar og
vetrardekk. Gráir og svartir í boði.
Seljandi skoðar skipti á ódýrari.
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Boccia kl. 10. Handav-
inna kl. 12.30-16. Félagsvist kl. 12:45. Glervinnustofa kl. 13 - 16.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Dalbraut 18-20 Brids kl.13.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 10.00 Ganga frá Jónshúsi
11.00 Stólajóga í Kirkjuhv. 12.30-15.40 Bridds-tvímenningur 12.40
Bónusrúta frá Jónsh. 13.00 Gönguhópur frá Smiðju 13.00-16.00
Glernámskeið í Smiðju 13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 15.00 /
15.40 / 16.20 Vatnsleikf. í Sjálandssk. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhv.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnuni.
Dansleikfimi með Auði Hörpu frá kl. 10:00 Kóræfing kl.13:00 – 15:00 -
fólk verið velkomin á kóræfingar. Komið og hlustið er þetta sem væri
gaman að taka þátt í að syngja
Gjábakki Opin handavinnustofa kl. 8.30 til 12.30, Bocciaæfing kl. 9 til
10.30, Postulínsmálun 9 til 11.30, jóga kl.10.50 til ca 12.05. Opin hand-
avinnustofa og verkstæði kl. 13 til 16, Canasta kl. 13.15 til 15.00
Ljóðahópurinn kl. 15 til 16, Kóræfing Söngvina kl. 16.30 til 18.30.
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 8. nóvember verður opið hús fyrir
eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15. Margt er til
gamans gert: Spilað og sungið. Kristín Björg Sigurvinsdóttir
rithöfundur kemur í heimsókn. Að opna húsinu loknu er kaffi og
meðlæti. Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir djákni. Kyrrðarstund er
kl. 12. Að kyrrðarstund lokinni eru léttar veitingar gegn vægu gjaldi.
Gullsmári Handavinna frá kl. 9:00-16:00. Bridge kl. 13:00. Jóga kl.
17:00. Félagsvist kl. 20:00.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9:00. Stóla yoga kl.
10. Félagsvist kl. 13:00. Gaflarakórinn: Kl. 11:00.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Jóga með
Ragnheiði Ýr kl. 10:15. Minningahópur kl. 10:00. Betra jafnvægi
námskeið kl. 10:45. Zumba með Carynu kl. 13:00.Tálgun – opinn
hópur kl. 13:00-16:00. Bridge kl.13:00. Styttri ganga kl. 13:30.
Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30. Postulínsmálun
kl. 9:00. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleika-
flokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Dansleikfimi
Auðar Hörpu kl. 11:00. Félagsvist í Borgum kl. 12:30. Prjónað til góðs
kl.13:00.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13:00. Kóræfing Korpu-
systkina kl. 16:00. Gleðin býr í Borgum.
Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut kl. 9. Leir á Skólabraut kl. 9.
Billjard Selinu kl. 10. Jóga/leikfimi á Skólabraut kl. 11. Handavinna,
samvera og kaffi í salnum skólabraut kl. 13. Gler á neðri hæð
félagsheimilisins kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. á
morgun púttum við á Nesföllum kl. 10.30 og nk. fimmtudag verðu
bingó í salnum á Skólabraut kl. 13.30.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 09:00-10:00 -
Gönguhópur 09:30-10:30 - Opin handverksstofa 09:00-12:00 -
Leirmótun í smiðju kl: 09:00-13:00 - Bókabíllinn Höfðingingi verður á
svæðinu frá kl: 13:10-13:30- Boccia í setustofu kl: 13:15-14:00 - Opin
handverksstofa kl: 13:00-15:00 & síðan er síðdegiskaffi frá kl.14:30-
15:30 - Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450 -
Allir hjartanlega velkomnir til okkar.
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
- $*& $!,')"#+(%")
✝
Ásdís Ásgeirs-
dóttir fæddist
á Hömrum í Eyr-
arsveit 4. júlí 1927.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði
26. október 2022.
Ásdís var dóttir
Þórdísar Þorleifs-
dóttur, f. 13. októ-
ber 1895, d. 7. jan-
úar 1983, og
Þórðar Ásgeirs Kristjánssonar,
f. 7. júní 1895, d. 17. ágúst
1966.
Systkin Ásdísar voru Kristín,
Halldór, Soffía, Björn, Ragn-
heiður og Páll, þau eru öll lát-
in.
Ásdís Ásgeirsdóttir giftist
31. desember 1949 Árna Jó-
hannesi Hallgrímssyni, f. 16.
desember 1926, d. 28. júní
2009, og eignuðust þau sjö
börn.
Þau eru:
1) Ása, f. 30. desember 1945,
gift Sigurdóri Friðjónssyni, f.
22. nóvember 1944. Þau eiga
fjórar dætur.
2) Kristjana Vilborg, f. 28.
júní 1950, d. 5. apríl 2021, gift
Hannesi B Friðsteinssyni. Þau
áttu tvö börn saman en fyrir
átti Kristjana son.
3) Guðrún, f. 20. október
1951, gift Ásgeiri
Óskarssyni, f. 10.
júní 1949. Þau eiga
tvö börn.
4) Ásgeir Þór, f:
14. maí 1956,
kvæntur Karlottu
J. Finnsdóttur, f. 1
maí 1959. Þau eiga
tvær dætur saman,
en fyrir á Ásgeir
þrjú börn.
5) Hallgrímur, f.
30. júní 1958, sambýliskona
Sonja Cagatín, f. 19. október
1962. Hallgrímur á þrjú börn
og tvö fósturbörn.
6) Sigurður, f. 1. apríl 1960,
kvæntur Kari Anne Ostby, f.
25. nóvember 1969. Þau eiga
saman eina dóttur, en fyrir á
Sigurður eina dóttur og einn
fósturson.
7) Dagný, f. 13. janúar 1968,
gift Hafsteini H. Hafsteinssyni,
f. 15. janúar 1970. Þau eiga
eina dóttur.
Afkomendur Ásdísar og
Árna Jóhannesar eru samtals
94, 7 börn, 21 barnabarn, 46
barnabarnabörn og 20 barna-
barnabarnabörn.
Útför Ásdísar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 7. nóv-
ember 2022, og hefst athöfnin
kl. 13. Jarðsett verður frá
Gufuneskirkjugarði.
Elsku hjartans mamma mín,
nú ert þú búin að fá hvíldina
langþráðu.
Naglinn okkar, eins og við
ættingjarnir kölluðum þig alltaf,
bognaði loks og þú andaðist í
fangi Dagnýjar systur aðfara-
nótt miðvikudagsins 26. október
sl.
Ég vil nota þetta tækifæri og
þakka starfsfólki Sólvangs í
Hafnarfirði hjartanlega fyrir
hlýju, natni og góða umönnun
mömmu. Einnig þakka ég systr-
unum Ásdísi og Ágústu Hinriks-
dætrum hjartanlega fyrir alla
hlýjuna og heimsóknirnar til
mömmu í gegnum tíðina.
Hafðu hjartans þökk fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og
fjölskyldu mína – sterka kona.
Síðasti afkomandinn frá
Grundarkampinum er því fallin
frá 95 ára gömul eftir stutt veik-
indi en mamma hafði minnið
nær 100% allt fram að andlát-
inu.
Systkinum mínum, sem og
öðrum ættingjum sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðju
við fráfall móður minnar, Ásdís-
ar Ásgeirsdóttur – Naglans okk-
ar.
Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð,
en ekkert um þig, ó, móðir góð? –
Upp, þú minn hjartans óður!
Því hvað er ástar og hróðrar dís,
og hvað er engill úr paradís
hjá góðri og göfugri móður?
(Matthías Jochumsson)
Þinn sonur,
Meira á: www.mbl.is/andlat
Ásgeir Þór
Árnason.
Mér er efst í huga fallega
faðmlagið þitt, mjúku lófarnir
þínir og hjartað fullt af ást og
kærleik. Glottið í munnvikinu,
augun í pung og síðan kom
sprellið. Þú áttir auðvelt með að
sjá spaugilegu hlutina í mörgu,
þú varst hreinskilin og komst til
dyranna eins og þú varst klædd.
Þú hélst heimilinu alltaf spikk
og span þrátt fyrir að stundum
hafi húsið verið fullt af næt-
urgestum utan af landi. Þú
varst ekki mikið fyrir prjál,
glingur eða aðra skrautmuni.
Ég held svei mér þá að þú hafir
átt kannski þrjá varaliti yfir æv-
ina og einn maskara, en rúllur
áttir þú og notaðir þær mikið.
Ég man eftir þér í bláa Hag-
kaupssloppnum með krullur í
hárinu. Það var venja á mínum
yngri árum að klæða sig upp á
sunnudögum, hádegismessan
ómaði í útvarpinu á meðan þú
barst steikina fram með öllu til-
heyrandi. Þú varst bænheit og
þú sofnaðir ekki fyrr en þú
varst búin að biðja fyrir öllum
þínum 94 niðjum. Þú elskaðir að
ráða kossgátur, prjóna og
sauma. Allt gerðir þú hundrað
prósent ef ekki meir, líka þegar
pabbi fékk þig til að lakka inn-
réttingarnar sem hann var að
smíða. Enginn gerði það betur
en þú. Á sumrin sáum við þig
yfirleitt úti í garði að gróður-
setja blóm og reyta arfa enda
voru allir þínir garðar fallegir
og vel hirtir. Þú varst án efa
best, best í öllu því sem þú tókst
þér fyrir hendur enda skilaðir
þú líka sjö börnum út í sam-
félagið. Hvert okkar er einstakt
og það er þér að þakka. Þú
studdir okkur í öllum þeim
ákvörðunum sem við tókum, þó
sérstaklega mig, þú umvafðir
mig alltaf ást og sú ást jókst
með ári hverju enda hef ég elsk-
að þig frá því ég sjá þig fyrst er
ég opnaði augun nýfædd. Ég
held að ég hafi ekki verið eins
náin neinum öðrum en þér fyrir
utan dóttur mína og eiginmann.
Það verður erfitt að fóta sig án
þín fyrstu vikurnar og átta sig á
því að rútínan hefur breyst. Eft-
ir að pabbi dó 2009 hef ég svo til
alltaf heyrt í þér á hverju
kvöldi, klukkan tíu, til að bjóða
góða nótt og fara yfir daginn.
Dýrmætar eru allar samveru-
stundir okkar í gegnum árin,
bæði á ferðalögum sem og yfir
góðu kaffispjalli í Breiðuvik og á
Sólvangi. Staðan þín breyttist
aðeins þegar þú fluttir á hjúkr-
unarheimilið Sólvang með vor-
mánuðum þessa árs. Fyrst í
stað gastu hringt og svarað í
símann, en smátt og smátt dal-
aði sú þekking því þú varst ekki
með heimasíma heldur farsíma
sem þér fannst vera flókinn
þrátt fyrir að minnið væri alveg
í góðu lagi. Þú umvafðir allt og
alla og þakkaðir öllum þeim sem
réttu þér hjálparhönd, sérstak-
lega fólkinu sem vinnur á Sól-
vangi, enda var talað um þig af
mikilli virðingu þar og hversu
yndisleg þú værir, svo hlý og
góð persóna. Elsku mamma,
minning mín af þér sem
mömmu, fyrirmynd, bestu vin-
konu og kjarnakonu mun ávallt
lifa með mér. Þú tókst á móti
lífinu af svo mikilli ró og vannst
vel úr því sem þú hafðir. Ég
þakka þér af alhug fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og
mína. Hvernig þú umvafðir Mel-
korku mína og það traust sem
þú barst til Hafsteins er ómet-
anlegt, þú snertir hjörtu þeirra
meira en þig grunar.
Elska þig mamma.
Þín
Dagný.
Elsku mamma, ég á þér allt.
Þú hlúðir svo vel að mér sem
barni. Mínar hlýjustu og bestu
minningar eru frá því þú bjóst
um mig í rúmið fyrir svefn. Við
áttum samtöl um allt og ekkert,
þú varst algjörlega fordómalaus
og skilyrðislaus ást þín var svo
sterk að ég mun finna hana á
meðan ég lifi.
Ein er móðir, öðrum meiri
mest og best og voða fín.
Færi betur ef væru fleiri
flottar eins og mín.
Minnar móðurást
mér í lífið skilar.
Sú ein er ást
er aldrei bilar.
Ef stjörnur himins lýsa veg
þá varst þú stjarnan sem lýsir í
björtu. Alltaf til staðar, tilbúin
að leiða mig á rétta braut já-
kvæðni og kærleika.
Þú lifir.
Þinn elskandi sonur,
Hallgrímur
Árnason.
Elsku amma Dísa mín.
Ég trúi varla að þú sért farin
í þitt ferðalag, eins og þú sagðir
ávallt sjálf: „Enginn veit sinn
næturstað.“
Þetta er allt svo óraunveru-
legt. Mig langar að segja þér
svo margt og þakka þér fyrir
svo mikið.
Öll mín uppvaxtarár var alltaf
best að koma heim til þín og afa
og enn þann dag í dag líður mér
hvergi betur en hjá þér, amma
mín. Þú varst alltaf svo
skemmtileg, hlý og umhyggju-
söm.
Ég gleymi því aldrei hvernig
það var að koma upp í ömmu og
afa holu, það var svo notalegt og
hlýtt. Ég fékk að kúra á milli
ykkar og aldrei var mér vísað
frá.
Þar áttum við oft okkar bestu
samtöl, um lífið þitt sem ung
kona, hvernig þú og afi kynnt-
ust og sögur frá Grundarfirði og
ættingjum.
Ég spurði þig eitt sinn: Hvað
er leyndarmálið á bak við langt
hjónaband? Þú hugsaðir þig vel
um og sagðir svo: „Anna mín,
þegar afi þinn elskaði mig sem
minnst þá elskaði ég hann sem
mest og þegar ég elskaði afa
þinn sem minnst þá elskaði
hann mig sem mest.“
Amma, það var ávallt hægt
að tala við þig, oft sátum við og
töluðum um allt milli himins og
jarðar. Alltaf sýndir þú mér
mikinn áhuga og einlægni enda
áttir þú mikið í mér.
Ég á ótal minningar sem ég
mun varðveita í hjarta mér en
allar eiga þær það sameiginlegt
hversu vel mér leið með þér og
hversu stór persóna þú varst
mér. Nærvera þín var engu lík.
Amma, þú varst kletturinn
minn/okkar, naglinn og mér svo
mikill persóna, sterk kona og
fyrirmynd.
Takk fyrir allt, takk fyrir þig
og takk svo sannarlega fyrir
mig.
Við litla fjölskyldan þín elsk-
um þig mjög mikið.
Söknum þín alla tíð.
Anna Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Elsku amma Dísa, ég kveð
þig með þakklæti í hjarta, þakk-
læti fyrir að hafa átt þig að sem
ömmu, góða ömmu. Ömmu sem
hélt með öllum sínum börnum,
barnabörnum, barnabarnabörn-
um og barnabarnabarnabörnum.
Þú varst einstök kona og skilur
eftir mikið skarð hjá okkur. Ég
mun sakna þín en ég veit að þú
ert komin í faðm þeirra sem á
undan okkur hafa farið sem eru
afi Árni, Gústi bróðir og Kidda
frænka og svo margir aðrir.
Takk fyrir að vera Naglinn
okkar.
Elska þig mikið, mikið.
Kveðja,
Guðný Sæbjörg
og fjölskylda.
Mér myndu ekki endast allar
blaðsíðurnar í þessu blaði til að
lýsa því hversu frábær amma
mín var, en mig langar þó að
deila með ykkur nokkrum fal-
legum orðum um konuna sem
var mér svo kær.
Nægjusemi og hlýleiki lýsir
henni svo vel. Alltaf vel tekið á
móti manni, með faðmlagi og
góðum mat. Hver á ekki góðar
minningar um brúnu kökuna
hennar ömmu! Þegar maður
kvaddi var maður kysstur og
knúsaður í spað. Því er kannski
ekki að ástæðulausu að við hjón-
in og börnin okkar erum oft
kölluð Litla Ítalía.
Ömmu var margt til lista
lagt, má þar nefna að mikið var
prjónað um ævina. Ég man þeg-
ar hún prjónaði trefil og föt á
barbie-dúkkurnar sem ég lék
mér að í barbie-húsinu sem afi
smíðaði fyrir mig forðum. Fal-
lega hjartaskrautið á jólatréð og
að ógleymdu fallegu ungbarna-
sokkunum á barnabörnin.
Þegar ég var lítil elti ég
ömmu oft og aðstoðaði við að
taka upp rabarbara og kartöflur
í Kópavoginum. Elti hana svo
eins og skugginn þegar hún
sauð sultu og eldaði smælkið. Í
seinasta samtali okkar rifjuðum
við það upp þegar ég var um
tvítugt og stóð ráðþrota í
vinnunni þar sem ég átti að elda
rabarbaragraut. Ekki voru net-
miðlar þá og ég hringdi í ömmu
sem leiðbeindi mér í gegnum
símtalið af þolinmæði við að
gera graut sem heppnaðist líka
svona vel.
Mig langar að kveðja ömmu á
ljóði sem við fórum svo oft með
saman og fórum með í seinasta
samtali okkar:
Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.
Fölna grös, en blikna blóm,
af björkum laufin detta;
dauðalegum drynur róm
dröfn við fjarðarkletta.
Allt er kalt og allt er dautt,
eilífur ríkir vetur;
berst mér negg í brjósti snautt
en brostið ekki getur.
(Kristján Jónsson Fjallaskáld)
Ásdís Hallgrímsdóttir
og fjölskylda.
Ásdís
Ásgeirsdóttir