Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Indie wire
KEMUR Í BÍÓ 11. NÓVEMBER - FORSALA HAFIN
88%
Þ
egar hauströkkrið fellur að
leita minningar um hlýrri
og bjartari tíma á hugann
og kærkomið að teygja sig
í góða bók sem lýsir upp skamm-
degið.
Ný skáldsaga Ólafs Jóhanns
Ólafssonar, Játning, er einmitt
tilvalin bók til að lesa í skammdeg-
ismyrkrinu en hún hrífur lesandann
með sér í heillandi ferðalag suður á
bóginn og um leið aftur til fortíðar
til Austur-Þýskalands skömmu
fyrir hrun múrsins. Bókin er öðrum
þræði ástarsaga og segir frá þeim
Elísabetu og Benedikt sem kynnast
á námsárum sínum í Leipzig og fella
hugi saman. Kalda stríðið varpar þó
skugga á samband þeirra og þegar
Benedikt er fenginn til að tefla á
stórmóti fyrir hönd austurþýska
skáksambandsins fara yfirvöld að
sýna þeim sérstakan áhuga og líf
þeirra tekur óvænta stefnu. Mörg-
um árum síðar dúkka upp gamlar
ljósmyndir sem bregða ljósi á
samband þeirra og afhjúpa um leið
ýmis leyndarmál úr fortíðinni. El-
ísabet neyðist þannig til að rifja upp
gamlar minningar og sár sem hún
hefur varið meirihluta ævi sinnar í
að hylja og reyna að gleyma.
Frásögnin flakkar síðan áreynslu-
laust á milli þessara tveggja ólíku
tímaása og segir þannig annars
vegar frá ferðalagi Elísabetar til
lítils þorps á Ítalíu, þar sem segja
má að hún mæti fortíð sinni, og hins
vegar frá námsárunum í Leipzig.
Fyrri söguþráðurinn, sá sem á sér
stað á Ítalíu, er nokkuð gisinn, lofar
góðu í upphafi en rennur síðan
hálfpartinn út í sandinn og þjónar
aðallega þeim tilgangi að skapa
ramma utan um endurminningarn-
ar í sögunni, sem eru bitastæðasti
partur hennar.
Sögusvið bókarinnar er heill-
andi og um leið kunnulegt, minni
hennar eru hefðbundin og persónur
sögunnar flestar auðþekkjanlegar.
Forvitnilegasta persóna bókarinnar
en mögulega einnig sú óeftirminni-
legasta er Benedikt, sem er bæði
kaldur, óeinlægur og dulur og býr
alls ekki yfir neinum persónutöfr-
um þrátt fyrir að vera meginást-
arviðfang sögunnar. Erfitt er að
samsama sig persónu hans, finna til
með eða jafnvel halda með honum,
og þetta veldur því einnig að ástar-
söguna skortir trúverðugleika.
Þrátt fyrir þetta býr sagan yfir
töluverðu aðdráttarafli. Lýsingar
hennar eru hrífandi og senurnar
skemmtilegar, og það er ekki frá því
að lesandinn fái á tilfinninguna að
hann hafi stigið inn fyrir sögusvið
bókarinnar og sitji mögulega sjálfur
á hótelverönd í Suður-Ítalíu í sum-
arsælu með kaffibolla við hendina
og útsýni yfir grænar hæðir og
gróðursæla akra. Á köflum minnir
sagan sömuleiðis hálfpartinn á
kvikmyndahandrit, en hún myndi
einmitt sóma sér afar vel sem slíkt.
Frásögnin er vel skipulögð og fylgir
hefðbundnu mynstri, við upphaf
sögunnar er ýmislegt á huldu en
smátt og smátt koma mikilvæg
atriði í ljós og samhengið skýrist.
„Plot-twistið“ eða söguvendingin
er þó nokkuð fyrirsjáanleg og undir
lok bókar, þegar búið er snyrtilega
en örlítið handahófskennt um alla
lausa hnúta, missir sagan aðeins
dampinn. Fléttan leysist þó ekki
fyllilega fyrr en undir blálokin og á
heildina litið tekst höfundi ágætlega
að viðhalda spennunni út bókina.
Brugðið á leik
Meginstef sögunnar er ef til vill
skákin sem leikur lykilhlutverk í frá-
sögninni og verður um leið myndlík-
ing fyrir samskipti sögupersóna og
andrúmsloftið í Austur-Þýskalandi
á tímum kalda stríðsins þar sem
tortryggnin er allsráðandi og hver
og einn reynir í sífellu að sjá fyrir
um næsta skref andstæðingsins.
Myndlíkingin er kannski ekki frum-
leg en hún er skemmtileg og virkar
afar vel í sögunni. Persónurnar tefla
þannig oft á tæpasta vaðið, eins og
stundum er sagt, en það bætir ekki
alltaf úr skák. Þrátt fyrir að sagan
gerist að hluta til í miðju kalda stríð-
inu og eigi sér stoð í raunverulegum
sagnfræðilegum atburðum hefur
hún ekki mikinn sagnfræðilegan
þunga. Fyrst og fremst er þetta því
heillandi saga um ást og minn-
ingar, heilindi og svik, sannleika
og lygi; um flókin fjölskyldutengsl
og margslungið samband okkar
við fortíðina. Frásagnarmátinn er
hrífandi, tónninn léttur og leikandi
og atburðarásin spennandi.
Lýsir upp skammdegið
Morgunblaðið/Eggert
FerðalagNý skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Játning, er „tilvalin bók til að lesa í skammdegismyrkrinu og hrífur
lesandann með sér í heillandi ferðalag suður á bóginn og um leið aftur til fortíðar“, eins og segir í gagnrýni.
BÆKUR
SNÆDÍS
BJÖRNSDÓTTIR
Skáldsaga
Játning
Eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.
Veröld 2022. Kilja, 390 bls.
Steingrímur Gauti
í Gallery Porti
Steingrímur
Gauti opnaði
á laugardag
málverkasýn-
inguna Mutes
í Gallery Porti
við Laugaveg
og stendur hún
yfir til 17. nóv-
ember. Segir í
tilkynningu að
Steingrímur nálgist málverkið
af ákveðnum léttleika og reyni
eftir bestu getu að aðskilja sjálfið
og fyrirframgefnar hugmyndir
frá daglegu sköpunarferli sínu.
Verk hans leiki að mestu með
grunnspurningar um myndlist og
fagurfræði, í senn kraftmikil og
lítillát.
Steingrímur Gauti
Brigitte Giraud
hlaut Prix Goncourt
Franski rithöfundurinn Brigitte
Giraud hlaut fyrir helgi elstu og
virtustu bókmenntaverðlaun
Frakklands, Prix Goncourt, og er
hún þrettánda konan sem hlýtur
verðlaunin í 120 ára sögu þeirra.
Giraud er 56 ára og skrifar
bæði skáldsögur og smásögur.
Bókin sem hún vann verðlaunin
fyrir nefnist Vivre Vite, eða Lifðu
hratt, og var það niðurstaða dóm-
nefndar eftir að kosið hafði verið
14 sinnum, að því er fram kemur
á vef The Guardian. Næstflest
atkvæði hlaut höfundurinn
Giuliano da Empoli. Bók Giraud
er sögð stutt og sjálfsævisöguleg
og fjallar um ákveðið tímabil
í lífi Giraud fram að andláti
eiginmanns hennar en hann lést í
umferðarslysi árið 1999.
AFP/Bertrand Guay
13. Giraud er þrettánda konan sem
hlýtur Prix Goncourt á 120 árum.