Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 24
DÆGRADVÖL24
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
hafðu það notalegt
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Fjölmiðlanefnd – 50 ára
Alltaf í liði með landsbyggðinni
H
eiðdís Lilja Magnús-
dóttir fæddist 7.
nóvember 1972 á
Sauðárkróki og ólst
þar upp. „Æskuárin á
Króknum voru ljúf og skemmtileg.
Ég lauk stúdentsprófi af tónlistar-
og málabraut frá Fjölbrautaskólan-
um á Sauðárkróki 1992 og flutti þá
til Reykjavíkur til að fara í háskóla-
nám. Ég hef verið búsett í Garðabæ
frá árinu 2007 en verð alltaf í liði
með landsbyggðinni og geri mitt
besta til að troða landsbyggðar-
vinklinum inn í allar umræður ef ég
mögulega get.
Ég hef tekið nokkrar U-beygjur
á mennta- og starfsvettvangi í
gegnum tíðina. Eftir að ég flutti
frá Sauðárkróki til Reykjavíkur
um tvítugt skráði ég mig í ensku
og þýsku í Háskóla Íslands en tók
mér „pásu“ eftir fyrsta árið, þar
sem mig langaði til að prófa að
búa erlendis. Fór þá sem „au-pair“
til München í Þýskalandi í átta
mánuði þar sem ég lærði þýsku og
fór í píanótíma. Eftir heimkomuna
skellti ég mér í inntökupróf í Tón-
listarskólann í Reykjavík og lauk
B.Mus.-prófi í píanókennslu þaðan
árið 1998. Ég kenndi á píanó í tvö ár
við Tónlistarskólann á Akranesi og
eignaðist soninn Daníel Heiðar árið
2000. Fæðingarorlofið braut ég upp
með því að spila á píanó í söngtím-
um leiklistarnema við Leiklistar-
skólann á meðan pabbi var heima
að passa nýfætt barnabarnið, þá
nýsestur í helgan stein.
Árið 2001 sá ég auglýsingu í
dagblaði þar sem auglýst var
eftir blaðamanni á tímaritið Nýtt
Líf, sótti um og var ráðin úr hópi
nokkurra tuga umsækjenda þrátt
fyrir að vera algerlega reynslulaus
á þessu sviði. Ég skil ekki ennþá
hvernig ritstjóranum Gullveigu Sæ-
mundsdóttur datt í hug að ráða mig
en eitthvað sáu þær í mér, Jónína
Leósdóttir ritstjórnarfulltrúi og
hún. Kannski hjálpaði óhefðbundin
umsókn, þar sem ég taldi upp alls
kyns ástæður fyrir því að það ætti
ekki að ráða mig í starfið.
Fjölmiðlastörf áttu hug minn
allan næstu árin. Ég starfaði í rúm
sex ár í fullu starfi sem blaðamaður,
ritstjórnarfulltrúi og nokkru síðar
ritstjóri á tímaritinu Nýju Lífi eða
frá 2001 til ársloka 2007. Ég var
sumarstarfsmaður á dagblaðinu
24 stundum 2008, skrifaði viðtöl
fyrir helgarblaðið Fréttatímann
með námi á árunum 2010-2012 og
var sumarstarfsmaður í innlend-
um fréttum á fréttastofu RÚV
2013-2014 eða þangað til ég hóf
störf hjá Fjölmiðlanefnd. Svo hafði
ég umsjón með útgáfu bókar um
skagfirska matarmenningu, Eldað
undir bláhimni, sem út kom fyrir
jólin 2012.
Ég hafði staðið á ákveðnum
tímamótum í einkalífinu árið 2007-
2008, þá 35-36 ára, og ákveðið að
vinda mínu kvæði í kross og fara
í „alvöru“ nám. Eins og tónlistar-
kennaranám væri ekki „alvöru“. Ég
byrjaði í viðskiptafræði hrunárið
2008, lauk fyrsta árinu en skipti
svo yfir í lögfræði og held því
staðfastlega fram að ég sé ein af
örfáum lögfræðingum sem kunna á
Excel. Úr laganáminu útskrifaðist
ég með fullnaðarpróf árið 2014
og hef starfað sem lögfræðingur
hjá Fjölmiðlanefnd síðustu átta
árin. Starf mitt hjá Fjölmiðlanefnd
tengist fjölmiðlum, starfsemi þeirra
og lagaumhverfi, þótt ég sé ekki
lengur að búa til efni og fréttir fyrir
fjölmiðla.
Ég hef fengið að spreyta mig
á ýmsum ólíkum verkefnum hjá
Fjölmiðlanefnd og hef einnig komið
að háskólakennslu, sem ég hef haft
gaman af. Ég kenndi áfanga um fjöl-
miðla, siðferði og lög við Háskólann
á Bifröst 2018 og 2019, ásamt Örnu
Schram heitinni, og núna í vetur
hef ég verið stundakennari í fjöl-
miðlarétti við lagadeild Háskólans í
Reykjavík.
Áhugamálin eru margvísleg. Ég
er félagi í hlaupahópi Stjörnunn-
ar og tek reglulega þátt í ýmsum
uppákomum sem tengjast hlaupum.
Svo erum við Rúnar, sambýlismað-
ur minn, í góðum hópi göngugarpa
sem fer í eina gönguferð á ári um
hálendi Íslands, stundum með
svefnpokann, tjaldið og matinn
á bakinu. Rúnar sér yfirleitt um
kvöldverðinn síðasta kvöldið í
þessum ferðum, þar sem hann er
matreiðslumeistari að mennt.
Í fyrstu ferðinni okkar með hópn-
um, í kringum Langasjó árið 2017,
vorum við algerir nýgræðingar í
útivistarbransanum, vissum ekkert
og þurftum að fá allan útilegubúnað
lánaðan. Rúnar ákvað að bjóða upp
á nautakjöt með öllu tilheyrandi
þannig að við tókum með okkur
stóran poka af grillkolum, nautakjöt
og brúsa af béarnaise-sósu og skipt-
um þessu bróðurlega á milli göngu-
félaganna í upphafi ferðar. Sá sem
fékk kolapokann kvartaði ekki en
ég gleymi seint svipnum á konunni
sem fékk níðþungan lítrabrúsa með
béarnaise-sósu í fangið. Síðar kom í
ljós að konan hafði vigtað allan mat
og farangur ofan í bakpokann fyrir
brottför og meira að segja fjarlægt
pappírshólkinn úr klósettrúllunni
til að létta pokann.
Meðal annarra áhugamála minna
eru bóklestur, skúffuskrif og tónlist.
Ég er af þeirri kynslóð sem vill helst
lesa bækur og blöð á pappír, vil geta
þreifað á bókinni, flett dagblaðinu
og fundið ilminn af prentsvertunni,
án þess að hafa áhyggjur af því að
hleðslan á símanum sé að klárast.
Ég hlusta samt alltaf meira og
meira á hljóðbækur og það að eign-
ast þráðlaus heyrnartól hefur aukið
lífsgæði mín til muna. Núna dettur
mér ekki í hug að skúra gólfin eða
fara út að hlaupa án þess að vera
með góða sögu eða gott hlaðvarp í
eyrunum.
HjónaleysinHeiðdís og Rúnar við Langasjó sumarið 2017. MæðgininHeiðdís og Daníel Heiðar
stödd við Seljalandsfoss.
Á Sauðárkróki Systkinin í Gilstúni, ásamt Magnúsi föður sínum.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Kolbeinn Helgi Kristjánsson
30 ÁRA Kolbeinn ólst upp
á Akranesi að mestu en býr i
Hafnarfirði. Hann rekur eigið
ferðaþjónustufyrirtæki sem
heitir Arctic Out og er að
stofna annað sem heitir Aurora
Vikings. „Arctic Out er fyrir
fína kúnna sem borga mikið
og eru fáir í flottum bílum og
Aurora Vikings eru þeir sem
koma margir og borga lítið.“
Áhugamál Kolbeins eru skot-
og stangveiði.
FJÖLSKYLDAMaki Kolbeins
er Ásta Sigríður Oddsdóttir, f.
1993, vinnur í Landsbnakanum.
Sonur þeirra er Birkir, f. 2022.
Foreldrar Kolbeins eru Mínverva Margrét Haraldsdóttir, f. 1955, búsettur í
Reykjavík, og Kristján B. Þórarinsson, f. 1944, búsettur í Mosfellsbæ.
Nýr borgari
Hafnarfjörður Birnir Kolbeinsson
fæddist 8. janúar 2022 kl. 09.47 á
Hringbraut í Reykjavík. Hann vó 3.670
g og var 53 cm langur. Foreldrar hans
eru Kolbeinn Helgi Kristjánsson og
Ásta Sigríður Oddsdóttir.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Þetta er góður dagur til að
njóta lífsins og hafa það skemmtilegt.
Farðu varlega í umferðinni og ekki gera
úlfanda úr mýflugu.
20. apríl - 20. maí B
Naut Þú heillar alla þá sem verða á vegi
þínum í dag án þess þó að leggja nokkuð
á þig til þess. Skemmtu þér vel í kvöld.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Það hefur ekkert upp á sig að
stinga höfðinu í sandinn. Þú þarft að
horfast í augu við vandann og laga það
sem þú getur.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Gefðu þér tíma til einveru og
að hlaða batteríin. Ekki vera neikvæða
manneskjan sem tuðar úti í horni yfir
öllu.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Nú er rétti tíminn til að kynnast
fólki og komast í sambönd við rétta
aðila. Þú ert vakin/n og sofin/n yfir
fyrirtækinu þínu.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Þú þarft að koma þér upp dagbók
og skipuleggja tíma þinn betur. Taktu til
og losaðu þig við hluti sem þú hefur ekki
lengur not fyrir.
23. september - 22. október G
Vog Vertu óhrædd/ur við að koma
hugmyndum þínum á framfæri í dag.
Einhver tekur þig undir sinn verndar-
væng.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Þegar verkin vaxa manni
yfir höfuð er nauðsynlegt að leita sér
hjálpar. Reyndu að sjá veröldina eins og
hún er, en ekki eins og þú vilt helst að
hún sé.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Rannsóknir þínar leiða
margt ánægjulegt í ljós. Þú hefur aldrei
verið hressari með lífið og tilveruna.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Forðastu að láta það sem
þú getur ekki breytt draga þig niður.
Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir
á hlutunum og það ber líka að virða.
20. janúar - 18. Febrúar K
Vatnsberi Væntingar þínar eru senni-
lega ekki raunhæfar. Fáðu einhvern í
heimsókn sem getur lyft þér upp og
gerðu eitthvað skemmtilegt.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Það þýðir ekkert fyrir þig að
stappa niður fótunum og krefjast þess
að þú fáir þitt fram. Njóttu samvista við
börn og leyfðu listrænum hæfileikum
þínum að njóta sín.