Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 7. N Ó V E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 260. tölublað . 110. árgangur . EKKI Í TELJANDI VANDRÆÐUM MEÐ ÍSRAEL SÆNGIN FRÁ BORGARFIRÐI EYSTRA HEILSUGÆSLAN STENDUR Á TÍMAMÓTUM DALAI LAMA 8 MARGRÉT ÓLAFÍA 11LEIKA UM SÆTI Á HM 27 Andrés Magnússon andres@mbl.is „Þegar þið segið gerum betur, náum lengra og stökkvum hærra, þá segi ég: Ég er með í því!,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann ávarpaði landsfund flokks síns eftir að úrslit í formannskjöri urðu ljós í gærdag. Þeim orðum var vafalaust beint til þeirra sem greiddu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, mótframbjóðanda hans, atkvæði, en ein helsta gagnrýni Guðlaugs á formanninn var sú að flokknum hefði ekki auðnast að ná fyrra kjörfylgi eftir bankahrun. Bjarni var fyrst kjörinn formaður flokksins árið 2009 þegar Geir H. Haarde lét af embætti vegna van- heilsu, svo að segja í miðju banka- hruninu. Bjarni var endurkjörinn formað- ur Sjálfstæðisflokksins á fjölmenn- asta landsfundi flokksins til þessa, sem lauk í gær. Hann þakkaði fyrir sig og sagði að hjarta sitt hefði stækkað töluvert fyrir vikið. Guðlaugur fékk 687 atkvæði alls eða 40%. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir hlaut endurkjör sem varafor- maður með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, 1.224 af 1.379 gildum at- kvæðum eða 89%, en auðir seðlar voru 50. Þingmennirnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Diljá Mist Ein- arsdóttir fengu einnig nokkur at- kvæði í kjörinu. Líkt og á við um önnur forystu- embætti flokksins eru allir lands- fundarfulltrúar í kjöri og þurfa þeir að skrifa nafn viðkomandi á kjör- seðilinn. Þingmaðurinn Vilhjálmur Árnason bar sigur úr býtum í kjöri um ritaraembætti flokksins, en tvær umferðir þurfti til þess að fá fram úrslit í því. Mikil spenna Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt á landsfundinum alla helgina, sem náði hámarki þeg- ar kjöri formannsins var lýst. Þrátt fyrir að þar hefðu tekist á tvær fylkingar var af fagnaðarlátunum ekki hægt að greina mikla óánægju í tapliðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson kom í pontu á eftir Bjarna, þakkaði fyrir stuðninginn og óskaði Bjarna til hamingju. Í ræðu sinni lagði hann líkt og formaðurinn áherslu á að sjálfstæð- ismenn gengju sameinaðir af lands- fundi og sneru bökum saman. Hann kvaðst áfram styðja Bjarna sem formann Sjálfstæðisflokksins til góðra verka. Bjarni endurkjörinn for- maður Sjálfstæðisflokks - Bjarni endurkjörinn með 59% atkvæða - Þórdís Kolbrún áfram varaformaður MSverðin slíðruð… »4 Morgunblaðið/Eggert Formaður Bjarni Benediktsson þakkar landsfundarfulltrúum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll í gær. Morgunblaðið/Eggert Landsfundur Sá fjölmennasti frá upphafi og rúm 1.700 manns í salnum. _ Fjármagn bæði fjárfesta og vísi- tölusjóða flæðir til Bandaríkjanna svo lengi sem stærstu fyrirtæki heims eru langflest þar og á meðan verðmæti þeirra heldur áfram að aukast. Þetta er meðal þess sem skýrir mikla styrkingu bandaríkjadals, að mati Más Wolfgangs Mixa, lektors í fjármálum við Háskóla Íslands. Már segir hátt verð bandaríkja- dals gagnvart krónunni ekki tengj- ast hérlendum aðstæðum, þó krón- an hafi ekki styrkst eins mikið og hann hafði gert ráð fyrir með aukn- um umsvifum ferðaþjónustugeir- ans. »6 Styrkist einhliða gagnvart krónu AFP Fjármagn Níu af tíu verðmætustu fyrir- tækjum heims eru bandarísk. Helsta dánarorsökin á Íslandi árið 2021 var krabbamein og því næst hjartasjúkdómar. Þessir tveir flokk- ar ná yfir helming allra dauðsfalla á síðasta ári. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður síðustu ára. Þetta kemur fram í talnabrunni embættis landlæknis sem gefinn var út nýverið. Illkynja æxli eru helsta dánar- orsökin hjá körlum og konum og var aldursstöðluð dánarorsök á 100 þús- und íbúa 177,8 hjá körlum, en 145,5 hjá konum. Þrátt fyrir að vera al- gengasta orsök dauðsfalla hefur tal- an farið lækkandi á undanförnum árum og frá árinu 1996 hefur talan lækkað um 41% hjá körlum og um 30% hjá konum. »10 Morgunblaðið/Styrmir Kári Krabbamein Illkynja æxli eru helsta dánarorsökin hjá báðum kynjum. Krabbamein helsta dán- arorsökin - Talan lækkað á síðustu 25 árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.