Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 16
Fyrir meira en 20
árum var ákveðið að
grafa veggöng milli
Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar þegar Al-
þingi samþykkti jarð-
gangaáætlun Vega-
gerðarinnar sem eitt
forgangsverkefni fyr-
ir Vestfirði, Norður-
og Austurland. Tíma-
bært er að þingmenn
Norðvesturkjördæmis
flytji þingsályktunartillögu um
stutt veggöng undir Meðalnesfjall
samhliða framkvæmdum við Dýra-
fjarðargöng.
Ný samgönguáætlun til fjögurra
og tíu ára sem liggur fyrir Alþingi
skaðar hagsmuni Vestfirðinga og
Austfirðinga. Skammarlegt er að
fyrrverandi sveitarstjórnir á sunn-
an- og norðanverðum Vestfjörðum
skuli aldrei hafa barist fyrir því að
ráðist yrði í Dýrafjarðargöng að
loknum framkvæmdum við Fá-
skrúðsfjarðargöng sem voru tekin
í notkun haustið 2005. Það vildu
fyrrverandi þingmenn Vestfirðinga
ekki heyra áður en kjördæma-
breytingin var ákveðin. Nei, nei,
var svarið þegar þeir voru spurðir
hvort ekki mætti skoða möguleika
á 5,4 km löngum jarðgöngum milli
Hnífsdals og Bolungarvíkur sem
hafa leyst af hólmi slysagildruna í
Óshlíðinni. Sömu svör gefa þing-
menn Norðvesturkjördæmis ef
heimamenn spyrja þá um tvenn
veggöng úr Trostansfirði og Dynj-
andisvogi inn í Geirþjófsfjörð.
Samhliða jarðgöngunum milli
Dýrafjarðar og Arnarfjarðar skulu
þessir landsbyggðarþingmenn
kynna sér þörfina á stuttum jarð-
göngum undir Meðalnesfjall vegna
slysahættunnar í Mjólkárhlíð í
stað þess að opinbera vanþekkingu
sína á samgöngumálum fjórðungs-
ins. Þingmenn Norðvesturkjör-
dæmis geta sjálfum sér um kennt
hvernig komið er í samgöngu-
málum Vestfirðinga eftir að hafa
andmælt því að útboð Dýrafjarð-
arganga yrði ákveðið á undan Héð-
insfjarðargöngum, sem frestuðust
vorið 2003 vegna málaferla.
Stigið var fyrsta skrefið til að
rjúfa alla vetrareinangrun milli
byggðanna norðan Hrafnseyrar-
heiðar og á sunnanverðum Vest-
fjörðum þegar framkvæmdir hóf-
ust við Dýrafjarðargöng. Útilokað
er að hlýnandi veðurfar sé í sjón-
máli næstu sex áratugina þegar
þingmenn Norðvesturkjördæmis
setja traust sitt á uppbyggðan
heilsársveg í 500 m hæð á ill-
viðrasömu svæði um Dynjandis-
heiði í beinu framhaldi af Dýra-
fjarðargöngum. Í stað jarðganga
inn í Geirþjófsfjörð og undir Með-
alnesfjall getur Vegagerðin aldrei
tryggt að uppbyggður vegur í
þessari hæð verði hindrunarlaus
og 100% öruggur fyrir 6-10 metra
snjódýpt og snöggum veðrabreyt-
ingum, sem enginn sér fyrir.
Ein og sér tryggja Dýrafjarð-
argöng ásamt stuttum jarðgöngum
undir Meðalnesfjall
aldrei öruggar vega-
samgöngur allt árið
um kring milli byggð-
anna norðan Hrafns-
eyrarheiðar og á
sunnanverðum Vest-
fjörðum samhliða vel
uppbyggðum vegi um
Dynjandisheiði. Fljót-
lega myndi fjárveit-
ingavaldið, sem illt er
að eiga við, berja í
borðið þegar snjó-
þyngslin og illviðrið
eyðileggja allar vonir
þingmanna Norðvesturkjördæmis
um hindrunarlausan heilsársveg á
heiðinni. Það ræður Vegagerðin
aldrei við þegar í ljós kemur hver
kostnaðurinn við samfelldan snjó-
mokstur á Dynjandisheiði verður.
Takmörk eru fyrir því hvað hægt
er að ausa miklum fjármunum í
samfelldan snjómokstur á ill-
viðrasömum svæðum þegar veð-
urspánum er ekki treystandi.
Yfir Dynjandisheiði er nýr veg-
ur ekki í sjónmáli. Þess sjást engin
merki að hann verði á lang-
tímaáætlun næstu áratugina sem
betur fer. Í beinu framhaldi af
Dýrafjarðargöngum hafa verið
skoðaðar hugmyndir um jarðgöng
undir heiðina sem breyta engu fyr-
ir Patreksfjörð, Bíldudal og
Tálknafjörð. Veggöng sem tekin
yrðu úr botni Vatnsdals og kæmu
út í Dynjandisvogi yrðu 11-12 km
löng. Áfram yrði Vesturbyggð ein-
angruð í samgöngulegu tilliti án
þess að kannaðir yrðu möguleikar
á styttri göngum úr Norðdal í
Trostansfirði, sem kæmu út í Geir-
þjófsfirði. Hagkvæmara væri að
grafa 5-6 km löng jarðgöng úr
Dynjandisvogi inn í Geirþjófsfjörð
í stað þess að taka þau úr Vatns-
dal.
Um tvennt stendur valið: Vilji
þingmenn Norðvesturkjördæmis
rjúfa vetrareinangrun byggðanna
sunnan Dynjandisheiðar og norðan
Hrafnseyrarheiðar skulu líka þeir
skoða möguleika á nýjum Vest-
fjarðagöngum sem gagnast Vest-
urbyggð. Ólíklegt er að grafin
verði vegamótagöng úr Pennings-
dal inn í Dynjandisvog, sem yrðu
ennþá dýrari en tvenn styttri göng
inn í Geirþjófsfjörð. Þá mætti
skoða möguleika á þriðju göng-
unum sem yrðu tekin úr Smjördal
og kæmu út í Þverárdal í Trost-
ansfirði.
Ákveðum strax stutt jarðgöng
undir Meðalnesfjall.
Ný Vestfjarðagöng
Guðmundur Karl
Jónsson
» Vilji þingmenn rjúfa
vetrareinangrun
byggðanna sunnan
Dynjandisheiðar og
norðan Hrafnseyrar-
heiðar skulu líka þeir
skoða möguleika á
nýjum Vestfjarðagöng-
um.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Íbúðalánasjóður er
skemmd kartafla sem
þarf að fjarlægja úr
kartöflupokanum og
ekki er annað að sjá en
það sé ætlun þeirra
sem bera ábyrgð á
sjóðnum fyrir hönd
ríkisins. Sérfræðingar
fjármálaráðuneytisins
hafa lagt fram tillögur
um framtíð sjóðsins.
Ekki er annað að sjá
en þeim hugnist best að velta tapi á
sjóðnum yfir á lífeyrisþega almennu
lífeyrissjóðanna, annaðhvort með
því að leggja hann niður eða að sjóð-
irnir gangi að afarkostum sérfræð-
inganna í samningum. Helst er að
sjá að sérfræðingarnir telji að við
gamlingjarnir sem fáum greitt úr líf-
eyrissjóðunum berum ábyrgð á því
hver staða íbúðalánasjóðs er, ekki
þingmenn sem komu að lagasetn-
ingum sem gerðu það að verkum að
sjóðurinn er kominn í þrot. Eins og
staða almennu sjóðanna er núna lít-
ur út fyrir að sama sé að hvorum
kostinum sjóðirnir ganga; það verði
að skerða greiðslur úr sjóðunum til
þeirra sem nú fá lífeyri úr þeim og
bætist það þá við þá tuga prósenta
skerðingar sem lífeyrisþegar al-
mennu sjóðanna hafa mátt búa við
frá hruni. Og þetta á að gera til að
ekki þurfi að velta þessari skuld á
skattborgara framtíðarinnar.
Ekki skertir
En verða þeir sem
frá greiðslur úr lífeyr-
issjóði sérfræðinganna í
fjármálaráðuneytinu
skertir, fyrrverandi
þingmenn eða ráð-
herrar? Nei. Og ekki
heldur þeir þingmenn
sem nú eru að komast á
eftirlaun. Þeir verða
ekki skertir vegna þess
að þeir eru í lífeyris-
sjóði þar sem sjóð-
félagar sem fá greiðslur
úr sjóðnum eru aldrei skertir þótt
tryggingafræðileg staða sjóðsins sé
nú trúlega komin hátt í 800 milljarða
í mínus sem lenda beint á skattgreið-
endum í framtíðinni ef ekkert verður
að gert, sem útlit er fyrir. Lífeyris-
sjóður starfsmanna ríkisins, lög nr.
1.10/1, 1997, sem er lífeyrissjóður
sérfræðinganna í fjármálaráðuneyt-
inu og þingmannanna sem koma með
tillögurnar, er nefnilega með ríkis-
ábyrgð þegar kemur að greiðslum úr
sjóðnum, 32. gr.: „Ríkissjóður ábyrg-
ist greiðslu lífeyris samkvæmt lögum
þessum.“ Á grundvelli þessa ákvæðis
hafa greiðslur úr sjóðnum aldrei ver-
ið skertar og ekkert sem bendir til að
það verði gert.
Stærri skemmd kartafla
LSR er margfalt sinnum stærri
skemmd kartafla í kartöflupoka fjár-
málaráðuneytisins en Íbúðalánasjóð-
ur. Sérfræðingarnir segja að ekki sé
sjálfskuldarábyrgð á ÍL. Hvergi í
lögum um LSR er orð um að ríkið
beri sjálfskuldarábyrgð á LSR. Því
ætti ríkinu ekkert að vera að vanbún-
aði að setja LSR í gjaldþrot á sömu
forsendum og til stendur að gera
með ÍL, þrátt fyrir þetta óljósa
ákvæði um að „ríkissjóður beri
ábyrgð á greiðslu lífeyris samkvæmt
lögum þessum“ eins og fyrr er getið.
Hvergi er sagt hver sá lífeyrir eigi að
vera né á hvaða forsendum hann sé
fenginn.
Í 10. gr. laga um LSR segir:
„Stjórn lífeyrissjóðsins skal árlega
láta fara fram tryggingafræðilega at-
hugun á fjárhag sjóðsins.“ Þótt at-
huganir hafi farið fram á fjárhag
sjóðsins, sem sýna að hann stefnir
beint í gjaldþrot í framtíðinni, hefur
stjórn sjóðsins ekki gert neitt með
þær athuganir annað en að heimta
meira fé úr ríkissjóði. Samkvæmt
lögum um stjórn sjóðsins skipar ráð-
herra fjóra menn í stjórn.
Þingmaðurinn sagði nei
Ekki er hægt að sjá að neitt eigi að
geta komið í veg fyrir að sömu for-
sendur gildi um skerðingar á
greiðslum frá LSR og úr almennu
sjóðunum þegar sýnt er að LSR
stefnir beint í gjaldþrot í framtíðinni.
Nema forsendurnar séu þær að um
150 fyrrverandi þingmenn og ráð-
herrar þiggja nú greiðslur úr LSR og
ekki megi skerða greiðslurnar þess
vegna, þótt þeir sem nú sitja á þingi
telji eðlilegt að skerða greiðslur til
fólks sem fær úr almennu sjóðunum.
Á undanförnum árum hef ég spurt
þingmenn úr öllum flokkum, ef þeir
telja að um ríkisábyrgð sé að ræða á
þeirra sjóði, hvort ekki sé þá eðlileg-
ast að ríkisábyrgð sé á öllum lífeyr-
issjóðum í landinu.
Í öllum tilvikum var: Þingmað-
urinn sagði nei.
Skemmdar kartöflur
Sigurgeir
Jónsson »En verða þeir sem fá
greiðslur úr lífeyr-
issjóði sérfræðinganna í
fjármálaráðuneytinu
skertir, fyrrverandi
þingmenn eða ráð-
herrar? Nei.
Sigurgeir
Jónsson
Höfundur er sjómaður í Suður-
nesjabæ.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is