Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022
England
Leeds – Bournemouth ............................. 4:3
Manchester City – Fulham ..................... 2:1
Nottingham Forest – Brentford............. 2:2
Wolves – Brighton.................................... 2:3
Everton – Leicester ................................. 0:2
Chelsea – Arsenal..................................... 0:1
Aston Villa – Manchester United ........... 3:1
Southampton – Newcastle....................... 1:4
West Ham – Crystal Palace .................... 1:2
Tottenham – Liverpool ............................ 1:2
Staðan:
Arsenal 13 11 1 1 31:11 34
Manchester City 13 10 2 1 39:12 32
Newcastle 14 7 6 1 28:11 27
Tottenham 14 8 2 4 27:18 26
Manchester Utd 13 7 2 4 18:19 23
Brighton 13 6 3 4 22:17 21
Chelsea 13 6 3 4 17:16 21
Liverpool 13 5 4 4 25:16 19
Fulham 14 5 4 5 23:24 19
Crystal Palace 13 5 4 4 15:17 19
Brentford 14 3 7 4 21:24 16
Leeds 13 4 3 6 19:22 15
Aston Villa 14 4 3 7 14:21 15
Leicester 14 4 2 8 23:25 14
West Ham 14 4 2 8 12:15 14
Everton 14 3 5 6 11:14 14
Bournemouth 14 3 4 7 15:32 13
Southampton 14 3 3 8 12:24 12
Wolves 14 2 4 8 8:22 10
Nottingham F. 14 2 4 8 10:30 10
West Ham – Brighton.............................. 4:5
- Dagný Brynjarsdóttir lék í 83 mínútur
með West Ham.
B-deild:
Sheffield United – Burnley .................... 5:2
- Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á
eftir 59 mínútur hjá Burnley.
Ítalía
AC Milan – Spezia.................................... 2:1
- Mikael Egill Ellertsson kom inn á hjá
Spezia á 69. mínútu.
B-deild:
Pisa – Cozensa ......................................... 3:1
- Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Pisa.
Belgía
Cercle Brugge – OH Leuven.................. 2:1
- Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á hjá
Leuven á 62. mínútu.
Pólland
Legnica – Slask Wroclaw ....................... 1:0
- Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn
með Slask.
Grikkland
Panathinaikos – Olympiacos.................. 1:1
- Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn með Panathinaikos.
Atromitos – Aris Saloniki....................... 0:0
- Viðar Örn Kjartansson kom inn á hjá At-
romitos á 74. mínútu.
OFI Krít – Ionikos ................................... 0:2
- Guðmundur Þórarinsson kom inn á hjá
OFI á 63. mínútu.
Ungverjaland
Paks – Honvéd ......................................... 5:0
- Viðar Ari Jónsson kom inn á hjá Honvéd
á 67. mínútu.
Danmörk
Viborg – AGF........................................... 1:1
- Mikael Anderson lék fyrstu 70 mínút-
urnar með AGF.
OB – Bröndby........................................... 1:1
- Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB
á 90. mínútu.
Svíþjóð
Kalmar – Sundsvall ................................. 4:0
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Kalmar.
AIK – Elfsborg......................................... 0:1
- Sveinn Aron Guðjohnsen lék í 80 mín-
útur með Elfsborg.
Sirius – Varberg ...................................... 2:3
- Aron Bjarnason lék allan leikinn með Si-
rius og Óli Valur Ómarsson kom inn á eftir
83 mínútur.
Brommapojkarna – Rosengård ............. 0:3
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn
með Rosengård.
Kristianstad – Umeå ............................... 4:1
- Amanda Andradóttir lék í 63 mínútur
fyrir Kristianstad og Emelía Óskarsdóttir
kom þá í hennar stað. Elísabet Gunnars-
dóttir þjálfar liðið.
Örebro – Linköping................................. 0:0
- Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik-
inn með Örebro.
Eskilstuna – Piteå.................................... 1:3
- Hlín Eiríksdóttir lék í 82 mínútur með
Piteå
Noregur
Bodö/Glimt – Viking............................... 5:4
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt og Patrik Sigurður Gunnars-
son varði mark Viking.
Jerv – Rosenborg..................................... 2:4
- Kristall Máni Ingason kom inn á hjá
Rosenborg á 78. mínútu.
Sarpsborg – Kristiansund ...................... 2:2
- Brynjólfur Willumsson fór af velli í upp-
bótartíma hjá Kristiansund.
Aalesund – Lilleström............................. 2:1
- Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á
hjá Lilleström á 75. mínútu.
Haugesund – Vålerenga ......................... 1:1
- Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn
með Vålerenga.
50$99(/:+0$
HANDBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Afturelding, FH og Stjarnan eru öll
komin í efri hluta úrvalsdeildar karla
í handknattleik eftir sigra í leikjum
áttundu umferðarinnar í gær.
Að sama skapi sitja KA, Hörður
og ÍR eftir í neðri hlutanum eftir
ósigra í sömu leikjum og Ísfirðingar
þurfa að bíða enn lengur eftir sínum
fyrsta sigri í efstu deild því nýlið-
arnir hafa tapað öllum átta leikjum
sínum til þessa.
Það er þó ekki víst að þeir verði
stigalausir langt fram eftir vetri en
Harðarmenn héldu vel í við FH í
Kaplakrika og voru tveimur mörk-
um undir þegar skammt var eftir af
leiknum, 31:29. FH-ingar voru
sterkari á endasprettinum og unnu
36:31.
FH hefur snúið blaðinu við eftir
slæma byrjun á mótinu. Liðið vann
engan af fyrstu fjórum leikjunum en
hefur nú unnið fjóra leiki röð, þar á
meðal hörkuleiki gegn Haukum og
ÍBV.
_ Einar Bragi Aðalsteinsson og
Jakob Martin Ásgeirsson skoruðu 8
mörk hvor fyrir FH og Einar Örn
Sindrason átti 6 stoðsendingar.
_ Suguru Hikawa skoraði 8 mörk
fyrir Hörð og Jón Ómar Gíslason 5.
Þorsteinn skoraði tíu
Afturelding náði Fram að stigum í
öðru sætinu með sigri á KA að
Varmá, 34:29, eftir að hafa náð átta
marka forskoti í seinni hálfleiknum.
Þetta var fimmti sigur Aftureld-
ingar í röð eftir að liðið hafði aðeins
fengið eitt stig úr fyrstu þremur um-
ferðum deildarinnar.
_ Þorsteinn Leó Gunnarsson
skoraði 10 mörk fyrir Aftureldingu
og Árni Bragi Eyjólfsson 9. Jovan
Kukobat varði 12 skot í marki liðs-
ins.
_ Einar Rafn Eiðsson skoraði 9
mörk fyrir KA og Skarphéðinn Ívar
Einarsson 6.
Fyrri hálfleikurinn dugði
Stjarnan stakk ÍR af í fyrri hálf-
leik í Garðabænum og staðan þar
var 21:10 að honum loknum. Þetta
dugði Stjörnumönnum, enda þótt
ÍR-ingar næðu að minnka muninn í
þrjú mörk þegar stutt var eftir af
leiknum. Stjarnan skoraði tvö síð-
ustu mörkin og innsiglaði sigurinn,
33:28.
Stjörnumenn eru því sjöttu en
samt aðeins tveimur stigum frá öðru
sætinu í ákaflega jafnri deild.
_ Hergeir Grímsson skoraði 6
mörk fyrir Stjörnuna og átti 4 stoð-
sendingar. Þórður Tandri Ágústs-
son, Starri Friðriksson og Arnar
Freyr Ársælsson skoruðu 5 mörk
hver.
_ Dagur Sverrir Kristjánsson
skoraði 7 mörk fyrir ÍR og Sveinn
Brynjar Agnarsson 6. Viktor Sig-
urðsson átti 8 stoðsendingar.
Valsmenn geta í kvöld aukið for-
skot sitt á toppi deildarinnar í þrjú
stig en þeir taka þá á móti Selfyss-
ingum á Hlíðarenda.
FH og Aftureld-
ing eru á skriði
- Með fjórða og fimmta sigur í röð
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Kaplakriki Ísfirðingurinn Suguru Hikawa reynir að komast í gegnum vörn
FH-inga í leiknum í gær. Hann var markahæstur í liði Harðar.
Eyjamenn fóru auðveldlega áfram í
3. umferð Evrópubikars karla í
handbolta um helgina með tveimur
sigrum gegn Donbas frá Úkraínu á
heimavelli. Haukar eru hinsvegar
úr leik eftir að hafa tapað tvisvar á
Kýpur gegn Anorthosis.
ÍBV vann fyrri leikinn 36:28 eftir
jafnan fyrri hálfleik þar sem Rúnar
Kárason skoraði sjö mörk og Elmar
Erlingsson sex.
Yfirburðir ÍBV voru algjörir í
seinni leiknum í gær en þeir komust
í 18:3 og unnu 45:20. Þar skoruðu
Svanur Páll Vilhjálmsson, Gabríel
Martínez Róbertsson, Arnór Við-
arsson og Sveinn Jose Rivera sex
mörk hver.
Haukar töpuðu fyrri leiknum á
Kýpur á laugardaginn 26:22 þar
sem Adam Haukur Baumruk og
Stefán Rafn Sigurmannsson skor-
uðu 6 mörk hvor.
Þeir héldu í við Anorthosis þar til
tíu mínútur voru eftir af seinni
leiknum í gær en töpuðu að lokum
36:28. Guðmundur Bragi Ástþórs-
son skoraði níu mörk.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Eyjar Arnór Viðarsson reynir skot að marki Donbas í leiknum í gær.
Yfirburðir ÍBV en
Haukar féllu á Kýpur
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Arsenal harðneitar að láta efsta
sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fót-
bolta af hendi og sýndi enn og aftur
hversu langt liðið er komið þegar
það sigraði Chelsea 1:0 á Stamford
Bridge í London í gær.
Varnarmaðurinn Gabriel skoraði
sigurmarkið eftir hornspyrnu á 62.
mínútu leiksins og Arsenal er
áfram tveimur stigum á undan
Manchester City eftir 11 sigra í
fyrstu 13 leikjunum.
City knúði fram sigur á Fulham á
laugardaginn, 2:1, þrátt fyrir að
vera manni færri í 70 mínútur. Er-
ling Haaland kom inn á sem vara-
maður og skoraði sigurmarkið úr
vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins.
Newcastle er komið í þriðja sætið
eftir sannfærandi sigur á South-
ampton, 4:1. Eddie Howe er að
byggja upp firnasterkt lið þar sem
Paragvæinn Miguel Almirón fer á
kostum en hann skoraði sitt sjö-
unda mark í jafnmörgum leikjum.
United lá á Villa Park
Aston Villa rétti heldur betur úr
kútnum eftir slæmt gengi með því
að sigra Manchester United, 3:1, á
Villa Park. Óskabyrjun Villa gerði
útslagið því Leon Bailey og Lucas
Digne skoruðu tvívegis á fyrstu ell-
efu mínútunum.
Liverpool vann loksins leik á úti-
velli og lagði Totttenham að velli í
London, 2:0, þar sem Mohamed Sa-
lah skoraði tvö mörk í fyrri hálf-
leiknum. Harry Kane minnkaði
muninn en Tottenham tókst ekki að
jafna og seig því niður í fjórða sæt-
ið.
Ellefti sigur Arsenal
kom á Brúnni
AFP/Ian Kington
Skoraði Gabriel Magalhaes tryggði
Arsenal sigur gegn Chelsea.
_ Ísland hreppti þrenn gullverðlaun á
Smáþjóðamótinu í júdó sem fram fór í
Lúxemborg á laugardaginn. Egill Blön-
dal og Karl Stefánsson sigruðu í sín-
um þyngdarflokkum í karlaflokki og
Aðalsteinn Björnsson í unglingaflokki.
Þá hlaut Daron Hancock silfur-
verðlaun í unglingaflokki en hann tap-
aði einmitt fyrir Aðalsteini í úrslitum.
_ Svava Rós Guðmundsdóttir, lands-
liðskona í knattspyrnu, varð á laug-
ardaginn tvöfaldur
meistari Noregs
með Brann. Lið
hennar vann
norska meist-
aratitilinn á dög-
unum og sigraði
síðan Stabæk 3:1 í
úrslitaleik bik-
arkeppninnar á Ul-
levaal í Ósló á laugardag. Svava Rós
lagði upp tvö marka Brann í úrslita-
leiknum.
_ Jón Daði Böðvarsson skoraði mark
Bolton á laugardaginn þegar lið hans
tapaði fyrir Barnsley, 1:2, í fyrstu um-
ferð ensku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu. Jón Daði kom inn á sem vara-
maður á 63. mínútu og minnkaði
muninn fyrir Bolton á 80. mínútu.
_ Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra
mark PAOK á laugardaginn þegar liðið
vann Giannina, 2:0, í grísku úrvals-
deildinni í knattspyrnu. Sverrir skoraði
með skalla strax á 8. mínútu leiksins.
PAOK er í fimmta sæti, tíu stigum á
eftir Herði Björgvini Magnússyni og
félögum í Panathinaikos sem eru
ósigraðir á toppnum.
_ Glódís Perla Viggósdóttir skoraði
eitt af mörkum Bayern München sem
vann Freiburg 3:0 á útivelli í þýsku 1.
deildinni í knattspyrnu á laugardaginn
og lék allan tímann í vörn liðsins.
Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á
hjá Wolfsburg á
85. mínútu þegar
liðið vann Duis-
burg 4:0 í gær.
Wolfsburg er með
21 stig á toppnum,
Eintracht Frank-
furt 17 og Bayern
16 stig.
_ Hákon Arnar Haraldsson skoraði
annað mark FC Köbenhavn í 3:0-sigri
á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í gær, nýkominn inn á
sem varamaður. Ísak B. Jóhannesson
kom einnig inn á hjá FCK en Sævar
Atli Magnússon lék allan leikinn með
Lyngby. Stefán Teitur Þórðarson skor-
aði fyrra mark Silkeborg í gær þegar
Eitt
ogannað