Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigurður Már Jónsson blaðamað- ur skrifar á mbl.is um hleranir, blekkingar og inn- brot fjölmiðla, en það hefur þekkst í Bretlandi að fjöl- miðlar hafi beitt óleyfilegum aðferð- um við fréttaöflun og hafa þeir mátt sæta ámæli fyrir. Sigurður Már segir ekki óalgengt að breskum fjöl- miðlum sé stefnt, oftast fyrir meið- andi ummæli, en meiðyrðalöggjöf Bretlands sé ströng. - - - Hann segir að breskir fjölmiðlar hafi „löngum orðið að þola málsóknir og rannsóknir vegna vinnubragða sinna. Þjóðarmiðillinn BBC er þar engin undantekning en í seinni tíð vakti mesta athygli þeg- ar götublaðinu News of The World var hreinlega lokað í kjölfar síma- hlerunarhneykslis (phone hacking scandal) árið 2011.“ - - - Og hann heldur áfram: „Hópur þekktra Breta, þar á meðal Harry Bretaprins, Elton John og Elizabeth Hurley, hefur lögsótt út- gefendur The Daily Mail og þau segja að þau séu „fórnarlömb við- bjóðslegrar glæpastarfsemi og grófra brota á friðhelgi einkalífs“, þar á meðal með ráðningu einkarannsóknarmanna sem fylgd- ust með þeim.“ - - - Sumir tala eins og fjölmiðlum sé allt heimilt en svo er vitaskuld ekki. Fjölmiðlar þurfa að fara að lögum eins og aðrir og geta ekki í krafti þýðingarmikils hlutverks síns, sem er óumdeilt, leyft sér hvað sem er til að afla frétta. Stundum getur verið álitamál hvað þeir geta leyft sér og þá er ekki óeðlilegt að dómstólar skeri úr um það eins og annað í réttarríki eins og Íslandi. En hlerarnir, þjófnaður eða þaðan af verra eru utan markanna. Sigurður Már Jónsson Fjölmiðlar geta gengið of langt STAKSTEINAR Ómar Örn Jónsson, formaður Skot- veiðifélags Akureyrar, segir að fyrsta helgin í rjúpnaveiði hafi gengið vel og að staðan á stofninum á Norðaustur- landi sé ágæt. Óvissa hefur verið um ástand rjúpnastofnsins í þeim lands- hluta vegna veðurs í sumar. „Ég sá töluvert mikið af rjúpu, og ég veit að fleiri sáu svolítið af rjúpu. En það hef- ur oft verið meira af henni. Ég held að menn séu sammála um að það hafi farið mikið af ungum í sumar. En mér fannst ástandið ekkert slæmt,“ sagði Ómar sem fór á rjúpu um helgina í tíu manna hópi og segir „alla hafa fengið í matinn“. Veður var með besta móti á landinu öllu um helgina, sól, blíða og lítill vind- ur. Í slíku hægviðri og áttleysi dreifist stofninn mikið og þurfa því menn að hafa talsvert meira fyrir því að elta rjúpuna uppi. „Það hefur bara gengið vel. Það hefur verið svona kropp og engin stórveiði neins staðar. Hún er náttúrlega dálítið hátt uppi, þegar snjórinn er ekki kominn niður,“ segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, og segir menn hafa fengið frá einni rjúpu upp í sex. Hann segir menn almennt fara eftir reglum, en ekki má hefja veiði fyrr en klukkan tólf á daginn. Bannað er að veiða á miðvikudögum og fimmtudögum. sonja@mbl.is Allir fengið í matinn fyrir norðan - Fyrsta helgin í rjúpnaveiði gekk vel - Rjúpan dreifð í hægviðri helgarinnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jólamatur Rjúpan heldur sig enn hátt uppi í snjóleysinu. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Dalai Lama, leiðtogi tíbeskra búdd- ista, fékk á dögunum afhenta dún- sæng úr íslenskum æðardún. Sæng- ina fékk hann fyrir tilstilli Þórhöllu Björnsdóttur sem býr og starfar í Tíbet og stóð fyrir komu leiðtogans til Íslands árið 2009. „Þórhalla hafði samband við mig í vor vegna þess að hana langaði til að gefa honum eitt- hvað fallegt og gott sem hún vissi að myndi nýtast honum vel. Hann er orðinn aldraður og það er kalt um nætur þar sem hann býr. Þá fékk hún þá hugmynd að gefa honum æðardúnssæng og mér fannst þetta svo frábær hugmynd. Þórhalla á hugmyndina, en þetta er sameigin- leg gjöf frá okkur,“ segir Ragna S. Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Ís- lensks dúns á Borgarfirði eystra. Kynntist framleiðslunni Þórhalla afhenti ritara Dalai Lama sængina fyrir tveimur vikum en nokkrum dögum seinna var aftur haft samband við hana og hún beðin um að færa honum hana í persónu. „Síðan er hún kölluð inn til að af- henda sængina persónulega og þá sýnir hún bæklinginn frá okkur og segir honum frá æðarfuglunum og hvernig dúnninn verður til,“ segir Ragna. „Það er mikill heiður fyrir okkur og gaman að vita að sængin fór á góðan stað,“ segir Ragna. Dalai Lama er 87 ára og hefur bú- ið í útlegð frá Tíbet í fjallaþorpi í Indlandi undanfarna áratugi. Dalai Lama sefur í íslenskum æðardún - Fékk æðardúns- sæng að gjöf frá íslenskri vinkonu Ljósmynd/Stofnun Dalai Lama Íslensk sæng Þórhalla Björns- dóttir var kölluð á fund Dalai Lama til að segja frá æðardúnssænginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.