Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
Dæmdur
fyrirmann-
drápstilraun
Landsréttur dæmdi í gær karlmann
á fimmtugsaldri í fimm og hálfs árs
fangelsi fyrir tilraun til manndráps
með því að hafa ráðist að öðrum
manni með exi og lagt til hans í
höfuð og búk. Hlaut sá m.a. opinn
skurð frá miðju enni að hársrót,
brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum
og fleiri skurði.
Maðurinn, Davíð Nikulásson, var
einnig dæmdur til að greiða þeim,
sem hann réðst á, 2 milljónir króna
í bætur, auk málskostnaðar, sem
nam alls um 4 milljónum króna.
Árásin átti sér stað 31. október
2020. Þegar lögregla kom á staðinn
var maðurinn, sem ráðist var á, úti í
garði ásamt tveimur íbúum hússins,
en hann greindi lögreglu frá því að
Davíð hefði slegið sig í höfuðið með
öxi.
Davíð fór fram á sýknu og sagði
öxina hafa hrokkið í andlit hins
mannsins þegar hann reyndi að
taka öxina af Davíð. Tók Lands-
réttur ekki undir þessa skýringu
og segir í dómnum að Davíð hafi
framið lífshættulegan verknað og
ljóst að „hending ein réði að ekki
hlaust bani af“.
Davíð var jafnframt sakfelldur
fyrir vopnalagabrot með því að hafa
haft fjölda vopna í fórum sínum en
auk axarinnar lagði lögreglan hald
á hnífa og sverð.
lFangelsi í fimm
og hálft ár
Dómstóll Hús Landsréttar við
Vesturvör í Kópavogi.
Litríkt og ljósum prýtt fjar-
skiptamastur Mílu á Hvolsvelli,
sem er 45 metra hátt og gnæfir
yfir kauptúnið, kemur væntan-
lega sterkt inn í myndina sem
besta jólaskreyting ársins 2022.
„Spíran okkar hér á Hvolsvelli er
svipuð og Eiffel-turinn í París, þó
hún sé ekki jafnhá. Þetta er líka
aðeins minni staður en París þó
hér sé svipuð hámenning og hjá
þeim í Frakklandi,“ segir Þor-
steinn Jónsson á Hvolsvelli. Hann
er einn liðsmanna björgunar-
sveitarinnar Dagrenningar sem
nú í vikunni settu jólaseríu í
mastrið.
Vafðar snúrur
Snúrurnar í mastrinu eru
vafðar um járnvirki og eru
samanlagt 1.200 metra langar.
Bjarki Hafberg Björgvinsson,
Vignir Þór Sigurjónsson og
Snædís Sól Böðvarsdóttir sáu
um uppsetningu og fannst ekk-
ert tiltökumál, enda öll kattlið-
ug. „Hér í bæ hefur lengi verið
rætt um að skreyta mastrið fyr-
ir jólin. Nú var látið af því verða,
en krakkarnir voru í alls þrjá
daga að vefja upp allar snúrurn-
ar. Fóru létt með málið en eru þó
með harðsperrur á ólíklegustu
stöðum eftir allt prílið upp og
niður á köldum dögum.“
Ljósaskreytingin er sam-
starfsverkefni Rangárþings
eystra og Mílu sem á mastrið.
Sveitarfélagið borgaði stærstan
hluta kostnaðar við kaup á
seríum og lagnaefni. Fjarskipta-
fyrirtækið lagði einnig í púkkið.
Sveitarfélagið sá hins vegar um
uppsetninguna, fékk til þess fólk
úr Dagrenningu, sem tók verk-
efnið að sér og telur vera góða
þjálfun í björgunarstörfum.
Sést langt að
Skreytingin sést langt að á
sléttunum í Rangárvallasýslu
og vekur athygli þeirra sem
leið eiga um. „Fólk hér hefur
spurt sig hvort þetta sé hæsta
jólaskreyting á landinu. Sjálf-
sagt er slíkt hvergi til skráð, en
mér finnst þó mjög sennilegt að
svo sé. Skreytingin kemur vel út
og vonandi verður áframhald á
þessu,“ segir Þorsteinn Jónsson.
lFjarskiptaturn lýstur upp á aðventunnilKattliðug enmeðharðsperrur eftir klifrið
Hæsta jólaskreytingin á Íslandi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ljósmyndir/Þorsteinn Jónsson
Hvolsvöllur Jólaljósin á Hvolsvelli sjást langt að. Talsverðar tilfæringar fylgdu uppsetningu þeirra þegar björgunarsveitarmenn príluðu upp í 45 m hæð.
SÉRVALD IR G JAFAKASSAR
Gómsætar gjafir
SæLkErAöSkJuR
& vEgAn kAsSaR
Sesann
www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200
Kvikmyndasjóður fær viðbótarframlag
Áætlað er að veita Kvikmyndasjóði 250 milljóna viðbótaframlag fyrir
árið 2023, að því er fram kemur í tilkynningu frá menningar- og við-
skiptaráðuneytinu.
Þar segir að við 2. umræðu fjárlagafrumvarps megi vænta þess að
lagt verði til að 100 milljónir króna verði lagðar til Kvikmyndasjóðs
auk þess semmenningar- og viðskiptaráðuneytið muni leggja fram 150
milljóna króna viðbótarframlag.
Gangi það eftir fái Kvikmyndasjóður því 1.328,9 milljónir króna á ár-
inu 2023 til að standa undir fjármögnun verkefna sem þegar hafa hlotið
vilyrði eða sjóðurinn er skuldbundinn með samningi.