Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes • www.gaeludyr.is Jólagjafir gæludýranna færðu hjá okkur STAKSTEINAR Má ekki fara hag- kvæmari leið? Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur ritaði prýðilega grein um sam- göngumál á höfuðborgarsvæð- inu í Morgun- blaðið í gær. Þar kemur fram, en kemur engum ökumanni á óvart, að umferðartafir á höfuðborgar- svæðinu séu „óeðlilega mikl- ar miðað við önnur borgarsvæði af svipaðri stærð“. Fjárveitingar hafi skort til uppbyggingar þjóðvegakerf- isins á svæðinu og ef svæðis- skipulagi hefði verið fylgt væri umferðarástandið svipað nú og um síðustu aldamót. Enn verra er að áherslurn- ar sem nú liggja fyrir eru rangar. Myndarleg fyrirhuguð fjárframlög í tengslum við sam- göngusáttmálann svokallaða breyti því ekki að umferðartafir muni enn vaxa verulega næsta áratuginn. Og vandinn eins og Þórarinn lýsir honum er að stærstur hluti samgöngusátt- málapakkans á að fara í „veg- stokka og borgarlínu, sem gera takmarkað gagn miðað við kostnað“. Þá bendir Þórarinn á að fram hafi komið tillögur um mislæg gatnamót sem séu 2-3 sinnum ódýrari en vegstokkarn- ir og létta borgarlínu sem skili svipuðu og sú risavaxna en sé 3-4 sinnum ódýrari. Hvernig stendur á því við núverandi aðstæður, með Reykjavíkurborg í stórkostleg- um rekstrarvanda og ríkissjóð ofþaninn, að ekki er skoðað í alvöru að fara hagkvæmari og betri leið í þessum efnum? Þórarinn Hjaltason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Lægra eigið fé en fyrir tíu árum lÞau 5% semmestar eignir áttu vorumeð 2.294milljarða kr. í eigið fé 2021 Eigið fé þeirra 5% framteljenda sem áttu mestar eignir við árslok 2021 var 2.294 milljarðar kr. samkvæmt niðurstöðum álagningar 2022. Hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra framteljenda var 39,0% og er það tæplega 12 prósentustigum lægra en tíu árum áður. Þetta er á meðal þess sem kem- ur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svarinu kemur einnig fram að eigið fé þess 1% framteljenda sem áttu mestar eignir við árslok 2021 hafi verið 996 milljarðar kr. Hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra framteljenda var 16,9% og er það 7 prósentustigum lægra en tíu árum áður. Þá var eigið fé þess 0,1% framteljenda sem mest áttu við lok árs 2021 325 milljarðar kr. og var hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra fram- teljenda 5,5%. Það er tæplega 3 prósentustigum lægra en fyrir tíu árum. 518milljarðar í heildartekjur Logi spurði einnig um tekjur hinna tekjuhæstu, með og án fjármagnstekna, og voru heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekjuhæstu 5% framtelj- enda 518 milljarðar kr. árið 2021. Var hlutfall tekna þeirra af heildartekjum allra framteljenda 23,0%, sem er 2,3 prósentustigum hærra en tíu árum fyrr. Heildartekjur með fjármagnstekjum hjá efsta 1% framteljenda voru 226 milljarðar kr. Hlutfall tekna þeirra af öllum tekjum var 10,0% og er það 3 prósentustigum hærra en fyrir tíu árum. Þá voru heildartekjur hjá tekjuhæsta 0,1% framteljenda samtals 94 milljarðar kr. Hlutfall tekna þeirra af heildartekjum var 4,2% og er það 2,4 prósentu- stigum hærra en fyrir tíu árum samkvæmt svari fjármálaráðherra. Kristbjörn Þór Árnason Andlát Kristbjörn Þór Árnason skipstjóri andaðist á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 5. desember sl., 85 ára að aldri. Kristbjörn, sem ætíð var kallaður Bóbi, var landsþekktur aflaskipstjóri. Kristbjörn fæddist 18. ágúst 1937 á Húsavík, sonur hjón- anna Árna Krist- jánssonar og Kristín- ar Sigurbjörnsdóttur frá Ásgarði. Hann bjó alla sína tíð á Húsavík. Kristbjörn byrjaði aðeins 16 ára gamall til sjós. Það var með Maríusi Héðinssyni, skipstjóra á Stefáni Þór frá Húsavík. Síðan lá leið hans í Stýrimannaskólann þar sem hann náði sér í tilskilin réttindi enda átti sjómannsstarfið vel við hann. Hann gerðist síðan stýrimaður á Helga Fló ÞH í lok sjötta áratugarins. Það var síðan 1963 sem hann réð sig sem skipstjóra á Báruna KE frá Keflavík sem var í eigu Einars ríka, eða Einars Sigurðssonar útgerðar- manns. Síðan var hann skipstjóri hjá sömu útgerð á skipum, svo sem Engey RE, Akurey RE, Örfirisey RE, og Sigurði VE. Lengst var hann skipstjóri á Sigurði. Bóbi fór sína síð- ustu veiðiferð fyrir útgerðina sumarið 2009 á Sigurði VE eftir langa og farsæla sjómennsku. Hann var alla tíð mikill veiðimaður og fiskaði vel um ævina, síld og loðnu. Heildaraflinn var vel á aðra milljón tonna, sem líklega er einsdæmi. Þótti mjög eftirsóknar- vert fyrir sjómenn að munstra sig á skip hjá Bóba. Afrek Kristbjörns vöktu mikla athygli, bæði hér innanlands og eins erlendis. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi hann fálkaorðunni 17. júní 2010 fyrir vel unnin störf í þágu íslenskrar þjóðar. Þá fékk hann alþjóðleg verðlaun á Sjávarútvegssýningunni 2008 fyrir afburðaskipstjórn. Sjómannadeild Framsýnar á Húsavík veitti honum einnig heiðursmerki sjómannadags- ins. Eftirlifandi eiginkona Kristbjörns er Birna Sigurbjörnsdóttir. Þau eignuðust tvö börn, Aðalbjörgu og Árna Björn, sem lifa föður sinn. Útför Kristbjörns verður gerð frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 14. desember klukkan 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.