Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 20

Morgunblaðið - 10.12.2022, Side 20
FRÉTTIR Innlent20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 Barnabílstólar og kerrur Þar sem þýskt hugvit og heimsklassa ítölsk hönnun fara saman Bíldshöfða 16, 110 Rvk | S. 567 2330 | bilasmidurinn.is Það bar til tíðinda á Seltjarnarnesi á dögunum að trönurnar við Snoppu fuku um koll í stórviðri. Félagsskapur af Nesinu, sem kalla sig Trönuvini, fór síðastliðinn laugardagsmorgun á staðinn og tók niður það sem eftir stóð af trönunum. „Gengið var frá því sem nota má aftur en til stendur að reisa trönurnar aftur á vormánuð- um og til gamans að hengja jafnvel á þær fisk,“ segir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og trönuvinur. Fyrr á árum var Snoppan sem og Suðurnes, þar sem golfvöllurinn er nú, undirlögð af trönum. Einnig voru trönur á Valhúsahæð. Þarna héngu skreið og hausar og voru að- stæður til þessarar verkunar taldar hinar bestu á Nesinu. Trönurnar sem eftir standa voru reistar fyrir nokkrum árum, meðal annars fyrir tilstilli Jóns Snæ- björnssonar og Seltjarnarnesbæjar. „Þarna er um menningarverðmæti að ræða og einstaklega skemmti- legt að hafa trönurnar þarna við Snoppu til minningar um það sem var,“ segir Þór bæjarstjóri. sisi@mbl.is Trönuvinir björguðu trönunum á Nesinu Trönuvinir Guðmundur Ingi Hjartarson, Stefán Hand, Ingimar Sigurðs- son, Þór Sigurgeirsson, Guðjón Jónatansson og Jónatan Guðjónsson. Ferðaþjónustan hefur blómstrað aftur í Mýrdalnum eftir að öll Covid-bönn voru aflögð. Því fylgir að sjálfsögðu mikil þörf fyrir starfsfólk. Nánast allt húsnæði sem losnar er keypt upp af þeim sem reka ýmiss konar þjónustu í kringum ferðamenn, og nýta húsin sem íbúðir fyrir starfsfólk, sem stoppar oft stutt á svæðinu. Fyrir samfélagið væri betra að fá í húsin fjölskyldur sem þá yrðu hluti af samfélaginu. Nýlega var stofnað í Vík enskumælandi ráð og á það að vera vettvangur erlendra íbúa til að koma sínum sjónarmiðum og hugmynd- um á framfæri, en um 50% íbúa á svæðinu eru af erlendum uppruna. Formaður nefndar- innar er Tomasz Chocholowicz. Þegar lesið er um stofnun slíks enskumæl- andi ráðs þá veltir maður fyrir sér hvort ekki hefði frekar þurft að efla íslenskukennslu í Vík, og þá væri minni hætta á samskipta- vanda vegna tungumálaörðugleika. Miklar byggingarframkvæmdir eru í Vík. Í byggingu er 12 íbúða fjölbýlishús, og sveitarfélagið gekk nýlega frá viljayfirlýsingu á öðru fjölbýlishúsi af sömu stærð. Hinun megin við götuna er að rísa hús með sex verslunar- og þjónusturýmum á neðri hæð og sex íbúðum á efri hæð. Búið er að reisa skólahreystibraut við Víkurskóla, en hún var sett upp fyrir fjármuni sem bæði fyrirtæki og einstaklingar í Mýrdal gáfu til verkefnisins. Það sem eftir stóð lagði svo Mýrdalshreppur til verkefnisins. Nýlega var vígt glæsilegt útisvæði við enduruppgerða smávirkjun við Syngjandann í Vík. Virkjunin var fyrst reist 1913 af Halldóri Guðmundssyni en stöðin var notuð til ársins 1936 og afl hennar var 10 KW. Þá setti Bjarni Runólfsson upp nýja stöð sem stóð þar til Sogsrafmagnið kom til Víkur 1959. Síðan hefur stöðin staðið að mestu ónotuð, þar til nú að Smári Tómasson endurgerði stöðina ásamt Mýrdalshreppi. Rafmagnið sem hún framleiðir er notað til að lýsa upp og fegra umhverfið. Mikið byggt í Vík í Mýrdal ÚRBÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Gamla rafstöðin hefur verið gangsett á ný og lýsir upp skammdegismyrkrið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.