Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS
STJÖRNUR OG
SÓLIR TAÍLANDS
*NÝTT* 14. - 28. MARS 2023
ÆVINTÝRALEG SÉRFERÐ SEM ER LJÚF EN ÞÓ
INNIHALDSRÍK LÚXUSREISA UM STRANDBÆINN
HUA HIN OG HÖFUÐBORGINA BANGKOK
FREKARI UPPLÝSINGAR Á UU.IS EÐA
SENDA FYRIRSPURN Á ASIUFERDIR@UU.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.ismbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Maður var í gær ákærður fyrir til-
raun til hryðjuverka og stórfelld
brot gegn vopnalöggjöf og meintur
samverkamaður hans fyrir hlutdeild
í tilraun til hryðjuverka og brot gegn
vopnalöggjöf. Við rannsókn málsins
í september síðastliðnum héldu rík-
islögreglustjóri og lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu blaðamannafund
þar sem fjallað var um rannsóknina.
Mennirnir eru ákærðir fyrir brot
gegn a-lið 100. greinar almennra
hegningarlaga.
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í
gær á áframhaldandi fjögurra vikna
gæsluvarðhald yfir mönnunum
tveimur en ákæra yfir þeim fylgdi
gæsluvarðhaldskröfu héraðssak-
sóknara.
„Nú fer þetta í sinn formlega fer-
il innan kerfisins,“ sagði Karl Ingi
Vilbergsson, saksóknari hjá embætti
héraðssaksóknara, í samtali við mbl.
is í gær. Fyrst verður málinu úthlut-
að dómara, sem ákveður síðan þing-
festingardag. Verði mennirnir fundn-
ir sekir eiga þeir yfir höfði sér allt að
ævilangt fangelsi.
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi
annars mannanna, segir engar undir-
búningsathafnir vera tilgreindar í
ákærunni, sem séu forsenda þess að
hægt sé að dæma mann fyrir tilraun
til hryðjuverka.
„Síðan er ákæranmjög loðin. Það er
bara talað um tilraun til hryðjuverks
gegn ótilteknum hópi á ótilteknum
stað,“ segir Sveinn Andri, sem telur
ákæruna á mörkum þess að uppfylla
skilyrði sakamálalaga um skýrleika.
„Almenna reglan er sú að til þess að
ákærði í máli geti varist sökum sem
á hann eru bornar verður að liggja
fyrir hvaða sakir það eru,“ bætir hann
við. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir
mönnunum hefur verið kærður til
Landsréttar og er líklegt að niður-
staða í málinu liggi fyrir eftir helgi.
lAnnar ákærður fyrir tilraun en hinn fyrir hlutdeild í tilraun
Tveir ákærðir í
hryðjuverkamáli
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
HryðjuverkMennirnir eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild, en einnig vopnalagabrot.
„Langur og strangur dagur er að
kvöldi kominn en enginn þarf að ör-
vænta þar sem við hittumst aftur í
fyrramálið,“ sagði Halldór Benjamín
Þorbergsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, eftir
fundarhöld gærdagsins þar sem
samtök Halldórs sátu á rökstól-
um með VR ásamt iðnaðar- og
tæknimönnum og Landssambandi
íslenskra verslunarmanna hjá ríkis-
sáttasemjara.
„Þetta mjakast bara,“ sagði Hall-
dór við Morgunblaðið af gangi mála
í gær en upphaflega hafði staðið
til að fundurinn myndi standa
til klukkan sex um kvöldið. Hins
vegar teygðist nokkuð úr fundinum
og lauk honum ekki fyrr en um
tíuleytið í gærkvöldi. Það er skammt
stórra högga á milli, því næsti
fundur verður á dagskrá klukkan
ellefu í dag.
Ekki náðist í Kristján Þórð Snæ-
bjarnarson, formann Rafiðnaðar-
sambands Íslands, í gærkvöldi eftir
að fundi lauk. Elísabet S. Ólafsdótt-
ir, skrifstofustjóri og aðstoðarsátta-
semjari, sagði um daginn að allir
samningsaðilar væru að leggja sig
fram við vinnuna.
Telur samning ófullnægjandi
Stéttarfélagið Efling samþykkti
í gær ályktun þess efnis að kjara-
samningur Starfsgreinasambands
Íslands væri ófullnægjandi fyrir
verkafólk á höfuðborgarsvæðinu
og suðvesturhorninu. Kaup-
máttarrýrnun yfirstandandi árs sé
óbætt auk þess sem samningurinn
muni ekki skila kaupmáttaraukn-
ingu á næsta ári sambærilegri þeirri
sem lífskjarasamningurinn fól í sér.
Segir Efling enn fremur í álykt-
uninni að hagvöxtur hafi verið 2,4
prósent við undirritun lífskjara-
samningsins árið 2019 en sé nú nær
sjö prósent. „Miklu meira er því
til skiptanna nú. Launafólk á að fá
sinn hlut af þessum mikla hagvexti,“
segir í tilkynningu Eflingar um
ályktunina.
Kveður félagið kauphækkun í
samningi Starfsgreinasambandsins
mesta hjá þeim hópum verkafólks
sem hafi lengstan starfsaldur hjá
sama fyrirtæki. Eflingarfélagar
séu hins vegar almennt með styttri
starfsaldur hjá sama fyrirtæki
og fái því minna út úr launatöflu
sambandsins en verkafólk á lands-
byggðinni. Þá sé samningurinn
hagfelldastur fiskvinnslufólki,
sem mikið til sé á landsbyggðinni.
Framfærslukostnaður á höfuð-
borgarsvæðinu sé hins vegar mun
meiri og þurfi nýr kjarasamningur
fyrir Eflingarfélaga að taka tillit til
þessara atriða.
Áfram fundað
í dag hjá sátta-
semjaranum
lLangur og strangur viðræðudagur
í gærlViðræðurnar að „mjakast“
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
FramkvæmdastjórinnHalldór
Benjamín sagði löngum degi lokið.
Margt var um manninn þegar
forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann-
esson, vígði með formlegum hætti
Stéttina, nýtt húsnæði nýsköpunar-
og þekkingarklasans sem er við
Hafnarstétt 1-3 á Húsavík. Langa-
nes ehf. afhenti síðasta hluta hús-
næðisins í gær, en það hefur verið
endurbætt nokkuð.
Valdimar Guðmundsson söngvari
lét ljós sitt skína ásamt hljóm-
sveit sinni, Lón, og söngkonunni
Rakel, en þau héldu svo tónleika í
Húsavíkurkirkju um kvöldið.
Stéttin er meðal annars á vegum
SSNE, Samtaka sveitarfélaga og
atvinnuþróunar á Norðurlandi
eystra, en þar verða til húsa aðilar
á borð við Fab Lab Húsavík, Össur,
Rannsóknasetur Háskóla Íslands,
Heilbrigðiseftirlit Norðausturlands
og Þekkingarnet Þingeyinga.
lNýtt húsnæði fyrir nýsköpun og þekkingu
Forsetinn vígði
Stéttina á Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Stéttin Guðni vígði þekkingarklasann með því að hringja bjöllu hússins.