Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 31
að þú verðir með okkur í anda
og sýnir því skilning þó ein-
hverjir hlutir rati á nýja staði.
Jólum og áramótum fylgir líka
að viðhalda hefðinni að hlaða
brennu á Brennuhólnum og þó
þú hafir ekki getað tekið eins
mikinn þátt í því síðustu ár
fylgdist þú alltaf með af miklum
áhuga.
Elsku afi, við minnumst þín
með svo mikilli ást og hlýju og
erum þér ævinlega þakklát fyrir
allt það sem þú kenndir okkur
og gafst. Megir þú hvíla í friði.
Þín
Jóhann og Ásta.
Elsku bróðir minn með milda
brosið sitt og mjúku röddina,
alltaf til í að spjalla og miðla af
sinni fjölbreyttu reynslu og
óbrigðula minni. Löng símtöl átt-
um við reglulega þar sem rifjaðir
voru upp löngu liðnir atburðir,
ferðalög og hátíðarstundir, spjall-
að um frændfólk og frægt fólk.
Hvert á ég nú að leita þegar
minnið bregst mér varðandi
gömlu góðu tímana heima eða
nýjustu fréttir? Ótrúlegustu hluti
festi hann sér í minni.
Völundur bróðir minn þótti
glæsilegur maður, hár, grannur
og herðabreiður með mikinn
dökkan makka, stelpurnar skotn-
ar í honum og eltu hann á rönd-
um en það var bara ein sem
hlaut hnossið, Halla Lovísa, fal-
lega mágkona mín og þau tvö
voru sem eitt í yfir 60 ár. Fljót-
lega stækkaði fjölskyldan, þrjú
börn og þrjú tengdabörn bættust
í hópinn og síðan barnabörn og
barnabarnabörn.
Mér fannst þó mikilvægara
hvað hann var skemmtilegur,
alltaf til í að tuskast við okkur
Himma bróður. Man gömlu
góðu dagana þegar við litlu
systkinin biðum spennt eftir að
stóru systkinin, Sigga og Völli,
kæmu heim í skólafrí, þá lifnaði
yfir Árnesbæ. Stóri bróðir alltaf
til í að tuskast við litlu systkini
sín, taka þau á háhest, fara í elt-
ingaleik eða kaffæra úti í snjón-
um. Mikið sem ég saknaði Völla
þegar hann fór að dvelja lang-
dvölum að heiman.
Þegar árin færðust yfir varð
síminn oft að duga til að brúa
bilið á milli okkar. Og hann
dugði býsna vel. Síðasta símtalið
áttum við örfáum dögum áður
en Völli kvaddi, þá miðlaði hann
til mín upplýsingum sem annars
hefðu glatast. Alltaf höfðum við
nóg að spjalla, bæði endalaust
gruflandi í gömlum bókum og
horfnum tíma. Bæði sprottin úr
sama jarðvegi og tengdumst
órofaböndum sameiginlegra
minninga.
Starfsferill Völla snerist lengi
um rekstur vinnuvéla og rútu-
bíla og nutum við í stórfjölskyld-
unni góðs af því þegar hann
bauð í ógleymanleg ferðalög um
hálendið. Völli var fróður og víð-
lesinn, ólatur að miðla af
reynslu sinni og þekkingu. Ófá
samtölin og símtölin áttum við
varðandi bókina mína um Laxá
sem er nýkomin út, á seinni ár-
um átti Laxár langa saga hug
hans allan.
Völli bróðir minn var mikið
náttúrubarn og fagurkeri, ætíð
glæsilegur og vildi hafa fínt og
fallegt í kringum sig. Snillingur
í höndunum, enginn skar út fal-
legri laufabrauð en hann eða var
flinkari að skreyta fyrir jólin.
Það er erfitt að sætta sig við að
nú hafi hann kvatt en ekki þýðir
að deila við dómarann mikla.
Ekki um annað að ræða en óska
honum góðrar ferðar inn á hin
duldu svið og vona að þar hitt-
umst við systkinin öll aftur í
fyllingu tímans.
Hildur Hermóðsdóttir.
Vinur og félagi er fallinn frá.
Ég mun sakna hans eins lengi
og ég lifi.
Völli er horfinn til fjarlægra
stranda. Stranda sem allir fara
til að lokum.
Við vorum samferða um langa
ævi, allt frá dvöl okkar á Laug-
arvatni fyrir 64 árum. Síðan
höguðu örlögin því þannig að við
tengdumst fjölskylduböndum og
urðum vinnufélagar og sam-
ferðamenn.
Á langri samferð um lífsins
stigu er margs að minnast, bæði
súrs og sæts. Upp úr stendur
samt einlæg vinátta og kærleik-
ur.
Ég bið hinn hæsta höfuðsmið
himins og jarðar að varðveita
þig að eilífu. Hafðu þökk fyrir
samfylgdina, kæri mágur.
Öllum ástvinum Völla sendi
ég innilegustu samúðarkveðjur
og langar að kveðja hann með
erindi úr Hávamálum.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Stefán Skaftason
Það er sárt að kveðja góðan
vin og mág til margra ára. Und-
anfarin sautján ár hefur kunn-
ingsskapur okkar Völundar og
Höllu verið með eindæmum
kærleiksríkur og skemmtilegur.
Okkar fyrsta ferð saman var til
Bahamaeyja um jól og áramót
og minnumst við þeirrar ferðar
með þakklæti. Þá var Völundur í
essinu sínu með dollaraseðlana í
teygju í vasanum, öðlingur sem
hann var. Síðan urðu heimsókn-
ir í Álftanes árlegur viðburður
og eru þau hjón höfðingjar heim
að sækja. Við áttum líka margar
góðar stundir er þau heimsóttu
okkur á Ísafjörð, þá var oft glatt
á hjalla. Það voru yndislegar
ferðir sem við fórum með þeim
2020, fyrst víða um Austfirði þar
sem Völundur þekkti sig svo vel
og gat frætt okkur um allt
mögulegt, síðan um sunnan-
verða Vestfirði, skoðað og notið
samverunnar. Þá var búið að
ráðgera að Suðurlandið yrði
næst en sú ferð verður að bíða
annars tilverustigs. Völundur
hafði góða nærveru, glettinn og
spaugsamur, en hafði þó
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og gátu samveru-
stundirnar við eldhúsborðið
stundum dregist á langinn,
hvort sem verið var að ræða
ýmis mál eða gripið í spil. Já,
það er margs að minnast sem
ekki verður komið á blað en við
erum svo sannarlega þakklát
fyrir samveruna með höfðingj-
anum Völundi. Hans verður sárt
saknað. Við vottum elsku Höllu
og fjölskyldu okkar dýpstu sam-
úð, megi góður Guð gefa ykkur
styrk í sorginni.
Páll Gunnar og Sigrún.
Völundur mágur minn var
einstakur maður. Alltaf hjálp-
samur, ráðagóður og svo var
hann hafsjór af fróðleik, ekki
síst varðandi laxveiðar og kenni-
leiti við Laxá í Aðaldal. Ég kom
fyrst í Aðaldalinn árið 1973 og
Völli sýndi mér þá síðsumars
hvernig væri best að veiða í
Presthyl á bát og síðan hófst
fyrir alvöru samtal okkar í júní
1975. Þá hafði ég verið ráðinn
sem fylgdarmaður við laxveiðar
með bandarískum veiðimönnum.
Við ókum að öllum veiðistöðum
og hann benti á hvar líklegast
væri að laxinn lægi. Það er mik-
ið af grjóti í Laxá og oft var
sagt „hann liggur bak við stein-
inn“. En hvaða stein? Þetta gat
nú runnið saman og þá var bara
að fara aftur til Völundar. Ekk-
ert var sjálfsagðara en að fara
rólega yfir hlutina aftur og jafn-
vel að draga upp teikningu.
Hvar átti svo að vaða og hvar
ætti að staðsetja bátana þegar
þeir voru notaðir? Við Völundur
óðum niður allan Neðri-Grá-
straum sem er um 50 metra
langur veiðistaður og var á
þessum tíma einn sá besti í ánni.
Hvar átti maður að stoppa? Jú,
þegar þennan hól ber í þennan
þarna hól í Hvammsheiðinni og
þannig hélt þetta áfram.
Völundur safnaði að sér mikl-
um fróðleik um laxveiðar og
náttúrufar í Aðaldal og lét ný-
lega taka saman myndasafn allt
frá frumkvöðlum í Nesi um
1890. Um það leyti var fyrst
tekið á móti breskum veiði-
mönnum og kirkjan notuð til að
hýsa veiðimenn fyrstu árin.
Fljótlega fluttist þjónustan síð-
an heim í Nes þar til Jóhanna
og Hermóður fóru að taka á
móti veiðimönnum heima í Ár-
nesi uns Veiðiheimilið Árnesi
var reist 1967. Völundur hefur
séð um að því húsi sé vel við
haldið og það gert hlýlegt og
heimilislegt.
Að ferðast með Völundi var
ógleymanlegt, sérstaklega að
fara um öræfin. Hann bauð stór-
fjölskyldunni í eftirminnilegar
ferðir á rútu sinni um hálendið
sem þá var fáförult. Hann var
stálminnugur og vel að sér um
sögu landsins og leikinn bíl-
stjóri.
Takk fyrir allan fróðleikinn
og samverustundirnar, Völli
minn.
Þinn mágur,
Jafet S. Ólafsson.
Þegar komið er að kveðju-
stund sækja margar minningar
fram í hugann. Þegar ég var að
stíga mín fyrstu skref í veiði og
var fengin í stöku afleysingar
við leiðsögn var ómetanlegt að
hafa Völund frænda til taks. Þó
ég hafi alist upp á bökkunum
var ég samt óörugg við þessa
mikilfenglegu á og hrædd um að
gera mistök. Völundur hafði ein-
stakt lag á því að styrkja sjálfs-
traustið og ef ég gerði villu þá
leiðrétti hann mig svo lipurlega
og kunni að sefa sárasta sting-
inn af vanmætti mínum. Það var
gott að búa við hans styrku leið-
sögn við ána sem og í lífinu.
Hann passaði upp á fólkið sitt.
Við vorum ekki alltaf sam-
mála, þrættum um hvernig hlut-
unum ætti að vera hagað úti í
veiðihúsi þau ár sem ég stóð
vaktina þar. En á bak við kýt-
inginn var þessi glettni sem allt-
af var stutt í. Við höfðum þann
vana á að kveðjast með skæt-
ingi, góðlátlegt grín okkar á
milli, en þó orðin væru ekki fal-
leg þá voru þau ætíð hlaðin
væntumþykju. Það var ómetan-
legt að hafa þessa föðurímynd,
sem Völundur var, á unglingsár-
unum og sem ung kona að reyna
að stíga ölduna í þessum ólgusjó
sem lífið getur verið. Að leið-
arlokum er mér efst í huga
þakklæti fyrir umhyggjuna.
Að þiggja kaffibolla í eldhús-
króknum í Álftanesi voru stund-
ir sem fólk kom iðulega ríkara
frá. Völundur hafði hlýjan per-
sónuleika og var hafsjór af fróð-
leik. Það þýddi lítið fyrir mann
eins og Völund að fara meðfram
veggjum með þessa sterku nær-
veru sem kallaði á athygli allra
er hann gekk inn í herbergi, þó
hann væri ekki að sækjast eftir
henni. Völundur bar með sér
einstaka höfðingslund, hvert
sem hann fór. Hann var virðu-
legur í fasi, ósaði af yfirvegun
og passaði einhvern veginn inn í
allar aðstæður. Hann hefði get-
að setið til borðs með öllum leið-
togum heims, íklæddur kjólföt-
um, eins og hann hefði aldrei
gert annað. Eins passaði hann
vel ofan í árabát með þvældan
veiðihatt og vindil. En fyrir okk-
ur sem þekktum til passaði
hann auðvitað hvergi betur en
við ána. Eins og púsl sem fellur
inn á milli móa. Í gegnum árin
hefur hans sterka, ljúfa nærvera
seytlað út í hverja þúfu, hvern
stein, hvert einasta strá sem vex
á bökkum Laxár og mun koma
til með að dvelja þar um
ókomna tíð. Ég veit að í hvert
sinn sem ég kem til með að tylla
mér á árbakkann eða kasta línu
í hyl, þá verður hann þar í formi
hugljúfra minninga. Gott ef ég á
ekki eftir að finna keim af
vindlalykt þegar hann gengur í
austrið.
Völundur var órjúfanlegur
hluti af tilverunni og við fráfall
hans hefur myndast skarð sem
ómögulegt verður að fylla. Það
er góð áminning um það hversu
dýrmætur tíminn er og að ekk-
ert er víst í þessari veröld. Að
grípa þessar perlur hversdags-
ins sem samverustundir með
okkar nánustu eru, láta þær
ekki renna sér úr greipum í
amstri dagsins. Elsku Halla
Lovísa, Völundur Snær, Stein-
unn Birna, Viðar og stórfjöl-
skyldan öll, mér eru engin orð á
tungu töm en óska að öllum
reynist unnt að græða sárin og
orna sér við hlýjar minningar
um þennan ljúfa mann. Það er
huggun að vita af bróður sem
tekur á móti honum, þarna
handan við ána.
Ester Ósk Hilmarsdóttir.
Elskulegur móðurbróðir okk-
ar, Völli stóri, er fallinn frá og
eftir sitjum við með ljúfar minn-
ingar um yndislegan mann. Völli
var með einstaklega þægilega
nærveru, alltaf svo ljúfur, bros-
mildur og góður, algjör visku-
brunnur þegar kom að ráðum
varðandi veiði, sögum tengdum
ánni eða fjölskyldunni. Við
systkinin unnum öll með honum
í Veiðó á einhverjum tímapunkti
og eigum yndislegar minningar
um Völla frá þeim tíma, enda
var hann alltaf boðinn og búinn
að hjálpa.
Það er erfitt að hugsa til þess
að næst þegar við kíkjum í
heimsókn í Álftanes að Völli
stóri muni ekki sitja brosandi
við eldhúsborðið. En við munum
reyna að ylja okkur við ljúfar
minningar um einstakan mann
og vonum að nú sitji hann við
annað eldhúsborð ásamt ömmu,
afa, Himma, Tóta og hinum sem
eru handan við ána, að rifja upp
gamla tíma.
Jóhanna Sigurborg,
Ari Hermóður og
Sigríður Þóra Jafetsbörn.
Við rennum í hlaðið á veiði-
húsinu í Árnesi og á bekk fyrir
utan situr Völundur með kaffi
og vindil. Hann heilsar okkur
með virktum, brosandi og glað-
ur að sjá okkur. Við föðmumst
og síðan er rætt um stöðuna á
ánni, veiðina, hvaða veiðistaðir
eru að gefa og hvað hann er að
taka. Næstu þrjá daga birtist
hann öðru hvoru niðri við á, síð-
ustu áratugi á græna Jeep-jepp-
anum sínum, til að athuga
hvernig gangi og leiðbeina okk-
ur. Aftur situr hann svo á
bekknum með kaffið og vind-
ilinn þegar við höldum úr hlaði
eftir þriggja daga veiði. Kveður
okkur með virktum og segir
„sjáumst að ári“.
Þetta er okkar minning af
Völundi eftir 44 ár við Nesveið-
ar í Laxá í Aðaldal. Heiðurs-
maður sem við munum alltaf
minnast þegar við rifjum upp
dýrðardaga við ána. Það er ekki
síst fyrir þessa minningu, Völ-
und og þá góðu tilfinningu sem
hann gaf okkur, sem við héldum
tryggð við ána í öll þessi ár. Nú
er því lokið, við hittum ekki Völ-
und oftar við veiðihúsið í Árnesi.
Blessuð sé minning Völundar.
Við sendum fjölskyldu hans og
reyndar öllum sem tengjast
Nesveiðum okkar samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd „Ormaskaula“
Guðjón Guðmundsson.
Kær vinur og nágranni er lát-
inn, hann Völli. Margs er að
minnast i gegnum árin, fyrsta
ferðin mín til Reykjavíkur var
með honum og Höllu í rútu þeg-
ar ég var 21 árs. Það var
skemmtileg og fræðandi ferð og
við vorum lengi á leiðinni. Völli
var góður veiðimaður, enda al-
inn upp á bökkum Laxár, svo
gerði hann langbesta graflaxinn.
Trausti minn vann hjá Völla um
tíma, þeir voru góðir vinir og
bridsspilarar. Það var gott að
geta kíkt í Álftanes í tíma og
ótíma undanfarin ár, hvort sem
það var í spjall, spilavist, bíltúra
eða annað. Innilegar þakkir fyr-
ir áratuga vináttu sem aldrei
bar skugga á.
Elsku Halla, Steina, Viðar,
Völli Snær og öll fjölskyldan,
sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur, minningin lifir
um elsku Völla.
Kristjana Helgadóttir
(Didda).
Enn varð skarð fyrir skildi í
hópi okkar 20 búfræðinga, sem
útskrifuðumst frá Bændaskólan-
um á Hvanneyri vorið 1958, við
andlát okkar ástkæra skólabróð-
ur og vinar, Völundar Þorsteins
Hermóðssonar 26. nóvember
síðastliðinn. Hann gekk ævin-
lega undir nafninu Völli. Hann
var sérlega fagurgerður maður,
bæði í sjón og raun. Hár, dökk-
hærður og með sérstakt blik í
augum og stutt í brosið.
Við Völli tilheyrðum þeim
hópi tíu skólabræðra, sem
nefndir voru „vetrungar“ vegna
þess að við höfðum prófgráðu
umfram grunnskólapróf, en
jafnmargir þurftu tvö ár í bú-
fræðinginn.
Nokkru fyrir eiginlega skóla-
setningu fór fram verkleg
kennsla úti við. Þar kynntist ég
Völla fyrst og fór strax vel á
með okkur. Morgun einn kallaði
Guðmundur ráðsmaður, einatt
kallaður Ráðsi, okkur Völla til
sín ásamt Hreini Guðvarðarsyni
yngri deildungi og Fljótamanni.
Erindið bar brátt að, enda fólgið
í því að koma gömlum manni til
hjálpar, sem hafði komið sér í
sjálfheldu í hlíðum Skessuhorns,
þar sem hann hafði verið að gá
til kinda. Án þess að lýsa aðför-
um okkar er mér minnisstætt
hversu rösklega og óttalaust
Hreinn og þá ekki síður Völli
gengu til verks í klettaklungrinu
undir fumlausri stjórn Ráðsa.
Minni sögur fóru af kaupstað-
arstráknum.
Þá er mér minnisstæður dag-
urinn, sem eldri nemendur skól-
ans réðust til atlögu við að toll-
era okkur nýnema. Varð þar
sannarlega atgangur mikill og
héldum við Völli mikið saman í
bardaganum. Er mér nær að
halda að ekki hafi tekist að fullu
að tollera okkur, en fötin, eink-
um buxur Völla, sem ég hafði
haldið í, urðu að miklum tötrum.
Þar sem Völli bjó á heimili
Arndísar móðursystur sinnar og
Örnólfs Örnólfssonar kennara
við bændaskólann þennan vetur
varð kunningsskapur hans við
okkur skólabræðurna kannski
minni en ella hefði verið utan
skólatíma. Við nánari kynni síð-
ar á lífsleiðinni, einkum þegar
við skólabræður og makar fór-
um að efna til fagnaðarfunda
eftir ein 10 ár og síðan lengst af
á hverju ári, styrktust vinabönd-
in og minningarnar urðu ljúfari
með hverju árinu.
Mér er sérstaklega minnis-
stæður fagnaðurinn, sem Völli
og Halla eiginkona hans buðu
okkur öllum til heim í ríki sitt á
Álftanesi í Aðaldal fyrir all-
mörgum árum. Móttökurnar
voru höfðinglegar í alla staði.
Nægir að nefna stórkostlega
veislu heima hjá þeim hjónum,
þar sem þau fengu listakokkinn
Völund Snæ, son sinn, til að sjá
um mikla og eftirminnilega
veislu.
Á opinberum vettvangi er
Völli vafalítið þekktastur fyrir
frábæra fylgd og leiðsögn með
laxveiðimönnum á bökkum Lax-
ár og það jafnvel svo að honum
er gjarna líkt við goðsögn á því
sviði. Eftirlæt ég öðrum
reynsluríkari laxveiðifélögum
hans um að tíunda þessa hæfi-
leika nánar. Áunnin goðsagnar-
eftirmæli um Völla þurfa ekki
að koma samferðamönnum
þessa náttúruunnanda á óvart,
sakir einstakrar nærveru hans
og annarra mannkosta.
Völli varð þeirrar gæfu að-
njótandi að hafa Höllu ætíð sér
við hlið í blíðu og stríðu.
Við Guðborg samhryggjumst
henni og afkomendum innilega
og biðjum guð að gefa þeim
styrk í sorginni.
Þórarinn Lárusson.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512