Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 UMRÆÐAN26 HVÍTT SVART KRÓMGRÁTT BRASS KOPAR LIÐ IÐ HEIMAVARNAR Sundaborg 7 / Reykjavík / Sími 568 4800 / www.oger. is Mikið úr val s lökkvi tækja fyr ir al lar aðstæður og í mörgum li tum. Förum var lega – og verum við öl lu búin. SLÖKKVITÆKI FYRIR ÖLL HEIMILI – OG FYRIRTÆKI. Þjóðaröryggismat í skugga Pútins Þ egar þjóðaröryggisstefnan fyrir Ísland var sam- þykkt árið 2016 lá fyrir áhættumatsskýrsla fyrir Ísland frá árinu 2009. Matsskýrsla sem íslensk stjórnvöld létu vinna eftir að Bandaríkjaher hvarf héðan árið 2006. Þá töldu Bandaríkjamenn að líta bæri á Rússa sem samstarfsmenn en ekki andstæðinga. Skýrslan frá 2009 var höfð til hliðsjónar þegar frá þjóðaröryggisstefnunni var gengið með samþykkt þings- ályktunartillögu 13. apríl 2016. Síðar sama ár samþykkti þingið lög um þjóðaröryggisráð. Í maí 2018 samþykkti þjóðaröryggisráð að lagt skyldi mat á ástand og horfur í þjóðaröryggismálum. Matið skyldi liggja stefnumótun og áætlanagerð í málaflokkn- um til grundvallar. Það ætti að „endurspegla þá breiðu sýn á þjóðaröryggi“ sem lægi að baki þjóðaröryggis- stefnunni og skýrslunni frá 2009. Stýrihópur við skýrslugerðina kallaði eftir áhættu- matsskýrslum 18 greiningaraðila innan stjórnkerfisins og bárust þær frá lokum árs 2018 til ársbyrjunar 2020. Var tillaga að matsskýrslu á þessum grunni samþykkt á fundi þjóðaröryggisráðs 7. febrúar 2020. Í byrjun mars 2020 var öllu skellt í lás hér og annars staðar vegna COVID-19 faraldursins. Þá lagði skýrsluhópur þjóðarör- yggisráðs til að útgáfu matsins yrði frestað og ráðist í endurmat vegna faraldursins. Gekk það eftir og er matsskýrslan dagsett í febrúar 2021. Fyrstu blaðsíður hennar snúast um farsóttir og áhrif COVID-19-faraldursins. Nú þriðjudaginn 6. desember 2022 lagði forsætisráðherra, formaður þjóðaröryggisráðs, fyrir alþingi nýja mats- skýrslu um þjóðaröryggi. Þar hefur mat á áhrifum COVID-19 vikið fyrir fyrir upphafsköflum sem heita: Ný staða í öryggismálum Evrópu. – Áfallaþol samfélagsins. – Hernaðarlegir þættir, fjölþáttaógnir og varnarmann- virki. – Öryggi landhelgi og landamæra. – Gæsla hafsins umhverfis Ísland. – Landamæragæsla. Nýjasta matsskýrslan tekur með öðrum orðum mið af áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu eins og þau voru orðin 28. október 2022, átta mánuðum eftir að Vladimir Pútin hóf styrjöldina. Hún hafði þá breyst í tortímingar- stríð gegn grunnvirkjunum sem skapa íbúum Úkraínu ljós og yl í vetrarkuldunum. Enginn veit hve lengi stríðið varir. Nú fyrir jólin kom í íslenskri þýðingu út bókin Kóreustríðið eftir Max Hastings. Það hófst að tilefnislausu vegna valdafíknar einræðisherra Norður-Kóreu sumarið 1950. Hart var barist í eitt ár en síðan háð þreytistríð í tvö ár. Því lauk með vopnahléi án friðarsamninga árið 1953. Er friður þar enn brothættur eins og fréttir herma. Áhrifa Kóreustríðsins á þróun alþjóðamála gætir enn á mörgum sviðum. Hér leiddi stríðið til þess að gerður var varnarsamningur við Bandaríkin í maí 1951 að tilmælum NATO. Enginn veit á þessu stigi hver verða varanleg áhrif innrásar Pútins í Úkraínu eða hvenær stríðinu lýkur. Í Norður-Kóreu bjó stríðsherrann þannig um hnúta að alræðisvaldið og stríðsvélin er enn í höndum erfingja hans. Pútin eru meiri skorður settar en Kim-ættinni í Norður-Kóreu hvort sem brotthvarf hans af valdastóli leiðir til friðar eða ekki. Arfleifð Úkraínustríðsins verður vafalaust sú að mun meiri varkárni gæti í samskiptum nágranna Rússa við þá en varð eftir hrun Sovétríkjanna. Mat þjóðaröryggisráðs er að innrásin í Úkraínu hafi skapað skapast „eitt alvarlegasta hættuástand í öryggis- málum Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar“. Erfitt er þó að benda á alvarlegra hættuástand í Evrópu frá 1945. Í Kóreustríðinu urðu til óskráðar sam- skiptareglur milli frjálsra ríkja og kommúnistaríkjanna sem drógu úr líkum á beitingu kjarnavopna á vígvellin- um. Í Úkraínustríðinu hafa vaknað spurningar um hvort Pútin kunni í neyð sinni að grípa til kjarnavopna. Enginn veit svarið. Rússneski einræðis- herrann er óútreiknanlegur en sagðist þó í vikunni ekki geggjaður þegar hann kæmi að kjarnavopn- um. Þjóðaröryggismatið er að rúss- nesk stjórnvöld séu „reiðubúin að beita öllum hernaðarmætti sínum til að ná pólitískum og hernaðar- legum markmiðum“. Engu skipti hvort um sé að ræða „árásir á hernaðarleg eða borgara- leg skotmörk eða ofbeldi gegn almennum borgunum“. Þá hafi stríðið „valdið veruleg- um efnahagsskaða, eins og eyðileggingu grunninnviða, orkuskorti, röskun á aðfangakeðjum og leitt til mikillar spennu í alþjóðasamskiptum“. Þá segir að „grimmilegt landvinningastríð Rússa gegn fullvalda ríki í trássi við alþjóðalög“ hafi kippt grund- vellinum „undan því öryggiskerfi sem hefur verið í gildi í Evrópu frá lokum kalda stríðsins“. Minnt er á að NATO hafi á ný „beint sjónum að hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Bretlands, svonefnds GIUK-hliðs, eins og á dögum kalda stríðsins vegna aukins flotastyrks Rússlands“. Aðstaða hér á landi hafi „lykilþýðingu vegna liðsflutninga yfir Atlants- hafið, bæði á friðartímum og á hættu- og ófriðartímum“. Regluleg tímabundin viðvera liðsafla Bandaríkjanna á Íslandi hafi farið vaxandi á síðustu árum og tengist einkum eftirliti þeirra með rússneskum kafbátum á Norður-Atlantshafi. Réttilega er sagt að varnarmannvirki í landinu séu „mikilvæg öryggishagsmunum Íslands og bandalags- ríkja í tengslum við rekstur ratsjárkerfis og gistiríkis- stuðning“. Áréttað er mikilvægi þess að tryggja að inn- viðir og sérfræðiþekking sé fyrir hendi til að taka þátt í starfsemi NATO og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem því fylgja. Þegar svo kemur að því hvort styrkja eigi varnir landsins í ljósi matsins er skilað auðu. Að skapa sér þá sérstöðu er óskynsamlegt. Þjóðaröryggismatið er að rússnesk stjórnvöld séu „reiðubúin að beita öllum hernaðarmætti sínum til að ná pólitískumog hernaðar- legummarkmiðum“. Vettvangur Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is •Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Greinin sem hvarf Þegar ég hóf rannsókn mína á landsdómsmálinu hafði ég óljósar spurnir af því, að einn dómarinn í landsdómi, Eiríkur Tómasson, hefði skrifað um bankahrunið á netinu. Hann hafði birt grein í Fréttablaðinu 14. febr- úar 2009 um, að endurskoða þyrfti stjórnarskrána vegna bankahruns- ins haustið 2008, og þar sagði í lokin, að lengri útgáfa væri til á vef blaðsins. Þessi lengri grein fannst þar hins vegar hvergi. Ég gróf hana loks upp í viðauka við próf- ritgerð nemanda á Bifröst, sem útvegað hafði sér afrit af henni. Í greininni sagði Eiríkur, að þeim, sem hefðu opinbert vald, hætti til að misnota það. Hvar- vetna, þar sem of mikið vald hefði safnast saman á örfáar hendur, hefði því farið illa. „Dæmi um það er ægivald íslenskra ráðherra gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins, en sú samþjöppun valds á fáar hendur hefur, eins og bent hefur verið á að undanförnu, átt sinn þátt í því að valda okkur Íslendingum meiri búsifjum en við, sem fædd erum um miðja síðustu öld, höfum áður kynnst.“ Ég sneri mér til vefstjóra visis.is sem kunni enga skýringu á því, að greinin hefði horfið, en gat sett hana inn aftur. Í þessari grein reifaði Eiríkur beinlínis þá kenningu, að ein orsök bankahrunsins hefði verið „ægi- vald“ ráðherra gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins, sem þeir hefðu misnotað. Hefði verið vitað um þessa grein, þegar Eiríkur settist í landsdóm í ársbyrjun 2012, þá hefði hann tvímælalaust verið talinn vanhæfur til að dæma í máli Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra. Hann hafði þegar látið í ljós þá skoðun, að Geir hefði átt þátt í bankahruninu með því að misnota „ægivald“ sitt. Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Jesús í Völuspá Í Þjóðminjasafni Íslands eru varðveittar þrettán fornar og fag- urlega útskornar myndfjalir sem eru kenndar við Flatatungu og Bjarnastaðahlíð í Skagafirði. Talið er að myndirnar séu leifar af býsanskri dómsdagsmynd sem prýddi dómkirkjuna á Hólum í Hjaltadal á 12. öld. Dómsdagsmyndin hefur verið endurgerð eftir hugmyndum Harðar Ágústssonar, listmálara og fræðimanns. Hún sýnir eldstraum liggja niður frá fótstalli Jesú Krists til vítisloga þar sem sálir fordæmdra líða píslir. Pétur Pétursson, fyrrverandi prófessor í guðfræði, setti fram tilgátu um bein tengsl á milli býsönsku dómsdagsmyndarinnar á Hólum og erindis í Völuspá (í Konungsbók eddukvæða): Geisar eimi / við aldurnara, leikur hár hiti / við himin sjálfan. Pétur hugsar sér að aldurnari vísi á frelsarann Jesúm Krist. Þessi hugmynd fær stuðning úr óvæntri átt. Í Íslenskri orðsifjabók nefnir Ásgeir Blöndal Magnússon að aldurnari kunni að vera tökuorð úr fornensku en þar er til orðið aldorneru sem merkir ‘björgun lífs, athvarf’. Ég hef fært málfræðileg rök fyrir því að þessi uppástunga sé sennileg og bæti því við að fornenska orðið getur líka merkt ‘sá sem bjargar lífi’. Ef aldurnari er tökuorð úr fornensku sem var aðlagað að forníslensku væri merkingin í Völuspá þessi: ‘Eldur geisar við þann sem bjargar lífi.’ Út frá tengingunni við dómsdagsmyndina á Hólum virðist láta nærri að sá lífsbjargari sem um ræðir sé enginn annar en sjálf- ur Jesús Kristur, hinn ríki og öflugi. Á dómsdegi geisar eldur við himneskan fótstall frelsarans og liggur niður til vítis. Óþarft er að taka fram að þessi hugmynd er ekki í samræmi við viðteknar skýringar á Völuspá. Venjulega er talið að aldurnarimerki ‘eldur’ og merkingin væri þá: ‘Eldur geisar við eld.’ Önnur skýring er að orðið eigi við ask Yggdrasils, lífstréð í norrænni goðafræði: ‘Eldur geisar við ask Yggdrasils’. Þessar tilgátur eru svo ólíkar að segja má að hefðbundnar skoðanir séu komnar í hnút. Fornenska orðið aldorneru kemur fyrir í heimildum frá 10. öld og er því a.m.k. 300 árum eldra en Völuspá í varðveittri gerð hennar (um 1270). Það gæti aldursins vegna verið fyrirmynd forníslenska orðsins. Engilsaxar urðu kristnir á 7. öld og kristileg tökuorð úr fornensku eru þekkt í forníslensku, m.a. guðspjall, ummyndað úr fornensku godspell ‘fagnaðarboðskapur’ (orðrétt ‘gott spjall’), sbr. grísku evangelion. Þannig er aldurnari enn einn vitnisburðurinn um náið samband norrænna manna og Engilsaxa á þeim tíma þegar Völuspá varð til og vísbending um samruna kristinna og heiðinna hugmynda í mótunar- sögu kvæðisins. Nánar er fjallað um þessar hugmyndir í nýútkominni bók sem við Pétur Pétursson ritstýrðum og heitir Rætur Völuspár. Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is DómsdagurÖnnur koma frelsarans. Sú fyrsta var fæðingin 24. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.