Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 1
AUKIÐ ÖRYGGI SÆFARENDA 200 MÍLUR 32 SÍÐUR 10 | 12 | 22 • Stofnað 1913 • 290. tölublað • 110. árgangur • LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2022 14 dagar til jóla Jólasveinalitabókin er á jolamjolk.is Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/idBuzz Nýr rafmagnaður Íslenska liðið getur spilað um verðlaun „„Það er ekkert sem mælir á móti því að Ísland geti spilað um verðlaun,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálf- ari Þýskalands í handbolta, í samtali við Morgunblaðið, um möguleika íslenska liðsins á HM karla í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs. „Íslenska liðið er komið með frábærlega skemmti- lega kynslóð núna. Liðið er með gríðarlega sterka leikmenn eins og Aron, Ómar Inga og svo hefur Gísli Þorgeir komið svakalega vel inn,“ sagði Alfreð meðal annars. » 41 Alfreð Gíslason Króatar sendu Brasilíumenn heim frá Katar Brasilía er úr leik á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu eftir óvænt tap gegn Króatíu í átta liða úrslitunum í Katar í gær. Allt stefndi í sigur Brasilíu eftir að liðið komst yfir í fram- lengingu en Króatar jöfnuðu og sigruðu síðan í vítaspyrnukeppni. Þeir fögnuðu að vonum vel eftir að Brasilíumenn skutu í stöng úr síðustu vítaspyrnu sinni en Króatía er komin í undanúrslit HM í annað skiptið í röð.» 40 AFP/Adrian Dennis „Það duttu allir úr takti og þar á með- al í menningarneyslu. Það tekur tíma að koma öllu í gang,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. Lengri tíma virðist ætla að taka að koma menningarstarfi í sama horf og það var fyrir Covid en margir héldu. Áætla má að miðasala sé um það bil 20% minni í sviðslistageiranum og í tónleikabransanum er höggið jafnvel enn meira. „Svo virðist sem fólk forgangsraði tíma sínum ákveðnar en áður. Áhrif þess á menningarlífið erlendis eru þau að fólk fer sjaldnar á viðburði og svo virðist sem stóru viðburðirnir, topparnir, haldi sínu en þeir minni verði frekar fyrir barðinu á þessari þróun,” segir Magnús Geir sem kveðst telja að Ísland hafi komið betur út en víða erlendis. „Menn hafa áætlað gróflega að það vanti enn ef til vill um 20% upp á það sem var fyrir Covid, en það er ekki nákvæm greining enda of snemmt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Magnús sem kveðst bjart- sýnn á að geirinn rétti úr kútnum. lMinna selst af miðum í leikhús og á tónleika en fyrir Covid lUm það bil 20% samdrátturlSama þróun og víða erlendis Geirinn enn í sárum Menningargeirinn» 4 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Airwaves Stemning var á hátíðinni. Titringur er í tónleikahöldurum. LTINGAR- KONAN BIRNA YB NÝR SKÁLDVERULEIKI 42 Veita ekki svör um áhrif aukinnar skuldsetningar „Orkuveita Reykjavíkur (OR) þarf að breyta skilmál- um á lánum sín- um til að rýmka til fyrir frekari skuldsetningu samstæðunnar. Þannig skapast svigrúm fyrir Ljósleiðarann til að skuldsetja sig enn frekar og standa þannig straum af kaupum á grunnneti Sýnar. Áætlaður kostnaður við kaupin er um þrír milljarðar króna en skuldir Ljósleiðarans eru nú þegar um 14 milljarðar króna. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í fyrradag erindi frá stjórn OR um að breyta skilmálum á lánasamningi OR og Evrópska fjárfestingarbankans að fjár- hæð 70 milljónir evra, eða um 10 milljarðar króna. Tillagan var samþykkt á stjórnarfundi OR í lok október. Morgunblaðið leitaði svara hjá Brynhildi Davíðsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarformanni OR, um kaup Ljósleiðarans á grunnneti Sýnar, hvort þau kaup væru í samræmi við eigendastefnu, áhrifin á skuldsetningu samstæðunnar og fleira sem er málinu tengt. Hún vildi þó ekki svara spurningum blaðsins efnislega.» 22 Brynhildur Davíðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.