Morgunblaðið - 12.12.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 12.12.2022, Síða 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 Gildi–lífeyrissjóður Opinn sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 15. desember kl. 17:00 á Grand Hótel Reykjavík. Lífeyrissjóður www.gildi.is Dagskrá ▪ Staða og starfsemi sjóðsins á árinu 2022 ▪ Breytingar á samþykktum sjóðsins – staðan ▪ Breytingar á lögum um lífeyrissjóði um næstu áramót – kynning Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og kynna sér stöðu og rekstur sjóðsins. Fundurinn fer fram á íslensku en boðið verður upp á enska túlkun á staðnum. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur segir allt líta út fyrir að kuldakast verði um allt land næstu daga sem gæti náð hámarki þegar líður á vikuna. Einar segir að fremur milt loft sé yfir landinu núna en það muni breytast. „Þótt það hafi verið kalt, sérstaklega inn til landsins, þá hefur ekki endilega verið kalt í lofti. Milt loft hefur legið fyrir ofan okkur og kuldinn aðallega stafað af yfirborðskælingu. Nú er að verða breyting á og seinni partinn á morgun [í dag] og á þriðjudaginn munum við sjá heimskautaloft nálgast okkur sem upprunnið er yfir Norður- Grænlandi. Er það gegnkalt, ólíkt því lofti sem er yfir okkur núna. Þegar það berst hingað herðir á frostinu og það mun einnig gerast við sjávarsíðuna,“ segir Einar. Kuldinn gæti náð hámarki þegar líður á vikuna. „Samkvæmt spám verður þetta heimskautaloft yfir okkur síðari hluta vikunnar og nær sennilega hámarki á fimmtudag, föstudag en mögulega fram á laugardag. Þá er gert ráð fyrir að það verði talsverður gaddur á landinu rétt á meðan.“ lNærhámarki þegar líður á vikuna Herðir á frostinu næstu dagana Morgunblaðið/Unnur Karen Gaddur Heimskautalofti er spáð. „Ég upplifði mig öruggan þarna, varð ekki var við neinar ógnanir og fólkið er vinsamlegt. Í spjalli við fólk kom fram að það er ekki hrætt við sprengiregn eða að Rússar muni ráðast inn í landið,“ segir Ágúst Andrésson á Sauðárkróki um ferð til Moldóvu sem hann fór með Árna Þór Sigurðssyni, sendiherra Íslands í Moskvu, og viðskiptafulltrúa sendi- ráðsins. Tilgangurinn var meðal annars að opna ræðismannsskrifstofu Íslands í höfuðborginni, Kisínev. Ágúst hefur flutt inn léttvín frá fyr- irtæki í Moldóvu, Radacini, í fáein ár og hefur lengi staðið til að heimsækja landið og fyrirtækið. Það hefur dreg- ist vegna kórónuveirufaraldursins og innrásar Rússa í Úkraínu. Viður- kennir Ágúst að margir hafi reynt að fá hann ofan af því að fara vegna ástandsins í Úkraínu sem er næsta nágrannaríki Moldóvu. Innrásin hef- ur haft mikil áhrif í Moldóvu því mörg hundruð þúsund manns hafi flúið þangað frá Úkraínu og þótt flestir hafi haldið áfram til annarra landa eða snúið aftur heim eru um 80 þús- und flóttamenn í landinu. Spara rafmagnið Ágúst segir að þótt fólk óttist ekki um líf sitt hafi það miklar áhyggjur af orkumálunum enda komi megn- ið af raforkunni frá Úkraínu. Segir hann að í vikunni áður en hann fór til Moldóvu hafi allt landið orðið raf- magnslaust í tvo tíma. Stjórnvöld gefi fyrirmæli til fólks og fyrirtækja um að spara rafmagn og hið opinbera sýni gott fordæmi með því að slökkva ljós innandyra og utan, dragi til dæmis mjög úr götulýsingu. Þau hafi þurft að nota vasaljósið á farsíma til að lýsa upp merkingar í dimmum göngum opinberra stofnana til að finna rétt fundarherbergi. Segir hann að þessi umræða sé raunar uppi víða í Evrópu vegna hækkunar orkuverðs og orku- kreppu. Ágúst segir áhugavert að kynnast þessu landi. Íslendingar hafi ekki mikið velt því fyrir sér nema helst þegar landslið landanna hafi leikið landsleiki í knattspyrnu. Nú sé landið komið meira inn á kortið. Því mið- ur komi það ekki til af góðu. Þeir séu nágrannar Úkraínu og líði fyrir það. Bjartari tímar kunni þó að vera fram undan þar sem Moldóva hafi stöðu umsóknarríkis að Evrópusam- bandinu og reynslan sýni að fátæk ríki sem fara þangað inn njóti góðs af því. Árni Þór sendiherra opnaði form- lega ræðismannsskrifstofu í Kisínev fyrir fyrsta skipaða ræðismann Íslands í Moldóvu, Dinu Cristian. Ræðismaðurinn er sölustjóri hjá áðurnefndu Radacini sem er einn af stærstu vínframleiðendum íMoldóvu. Fjöldi gesta var viðstaddur, meðal annars sendiherrar annarra ríkja. Árni Þór rifjaði upp í ræðu sinni að hann hefði afhent forseta Moldóvu trúnaðarbréf sem sendiherra í byrjun árs en það væri í fyrsta sinn í fimmtán ár sem það hefði verið gert. Vilja finna jarðhita Sendiherrann og sendinefndin áttu fjölda funda með stjórnmálamönn- um, embættismönnum og fulltrúum fyrirtækja. Rætt var um að efla sam- skipti þjóðanna og einnig voru mál- efni flóttafólks og áhrif stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu á moldóvskt samfélag ofarlega á baugi. Ágúst segir að talið sé að hægt sé að finna jarðhita í Moldóvu. Þau mál hafi sérstaklega verið rædd og möguleikar á að nýta þekkingu Íslendinga við að rannsaka hann og virkja. Stefnt er að því að viðskiptasendinefnd frá Moldóvu komi hingað til lands í vor og verði orkumálin þá sérstaklega tekin fyrir. lRæðismannskrifsstofa Íslands formlega opnuð í Moldóvu Hafamiklar áhyggj- ur af orkumálunum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hjá RadaciniDinu Cristian, sölustjóri og ræðismaður Íslands, Ágúst Andrés- son, Árni Þór Sigurðsson sendiherra, Ilona Vasilieva viðskiptafulltrúi sendi- ráðsins og Vasile Luca, framkvæmdastjóri Radacini. MIKILVÍNFRAMLEIÐSLA Stærsti vín- kjallari heims Moldóva er ekki síst þekkt fyrir vínframleiðslu. Þar eru stórir ævafornir vínkjallarar neðan- jarðar, meðal annars stærsti vínkjallari heims samkvæmt heimsmetabók Guinness, 200 kílómetra langur með tvær milljónir flaskna. Menn ganga ekki langt til að sækja flöskur heldur verða að nota ökutæki í snúninga þar. Þurfa aðmega auglýsa áfengi l44 prósent auglýsingafjár úr landi Tæplega helmingur þess fjár sem varið var til birtingar auglýsinga á síðasta ári rann til erlendra miðla, eða um 44 prósent, samanborið við 39 prósent árið þar á undan. Hefur hlutfallið ellefu- faldast síðustu 10 árin, þegar heildargreiðsl- ur til erlendra miðla námu um 4 prósentum af heildinni. Ólafur Steph- ensen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnurek- enda, segir að regluverkið hér á landi setji innlendum miðlum þrengri skorður. Gott dæmi séu auglýsingar á áfengi og nikó- tínvörum. „Við höfum talað fyrir því áratugum saman að áfengisaug- lýsingar verði leyfðar með sömu skilyrðum og eru til dæmis í Sví- þjóð. Það hefur aldrei náð í gegn,“ segir Ólafur. „Við sjáum bara í okkar samfélagsmiðlaumhverfi hvaða afleiðingar þetta hefur. Það eru áfengisauglýsingar úti um allt í þessu umhverfi, meðal annars frá íslenskum áfengisnetverslunum, og íslenskum framleiðendum jafnvel. Þetta eru tekjur sem fljóta fram hjá íslenskum fjölmiðlum og til erlendu samfélagsmiðlanna,“ segir Ólafur. Gríðarlega þröngar hömlur „Þetta er víðar svona, auglýsingar fyrir nikótínvörur sem dæmi. Það eru gríðarlega þröngar hömlur á auglýsingum innanlands og þessar auglýsingar leita þá bara á erlenda miðla í staðinn. Það er partur af vandamálinu; þessi boð og bönn innanlands.“ Ein leið til að jafna leikinn væri því að leyfa auglýsingar á slíkum vörum. „Svo hefur farið fram ákveðin vinna sem snýr að því að skattleggja þessa miðla með sama hætti og innlendir miðlar eru skattlagðir. Ég hugsa að það væri líka skref í þá áttina.“ Ari Páll Karlsson ari@mbl.is AFP Miðlar Oft og tíðum sjást áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum. Slíkar auglýsingar eru ekki leyfðar samkvæmt lögum á íslenskum miðlum. Ólafur Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.