Morgunblaðið - 12.12.2022, Qupperneq 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022
AquaFinesse
hreinsiefnið er milt og einfalt í notkun
-Áralöng reynsla af heitum
pottum, sauna og sundlaugum
Hentar í allar gerðir
rafmagnspotta
• Kemur í veg fyrir myndun lífhimnu
á skel og í lögnum og búnaði,
vatnið verður tærara og mýkra.
• Árangursríkt umhverfisvænt.
Dalvegur 30
www.ithaka.is • Lyngháls 4 • s: 595 7800
Verslunar- skrifstofu- og
þjónustuhúsnæði í uppbyggingu
Nokkur laus rými
grípa megi inn í áður en krísur
koma upp. Með aðferðum Mental
ráðgjafar aðstoðum við stjórnend-
ur og starfsfólk við að móta stefnu
í geðheilbrigði og skapa sjálfbæra
menningu sem styður við og eflir
geðheilbrigði starfsfólks,“ segir
Helena og heldur áfram:
Innsæi og skynsemi
„Með því að setja sér markmið
er ætlunin að fyrirtæki tryggi
áhrifaríkar leiðir til að styðja við
geðheilbrigði með þjálfun fyrir
stjórnendur og forvörnum og
fræðslu fyrir starfsfólk. Stjórnend-
ur á gólfinu þurfa alveg sérstak-
lega að bera skynbragð á þetta.
Sumir geta unnið saman og aðrir
ekki. Setja þarf hvern starfsmann
á rétta póstinn svo viðkomandi
blómstri, rétt eins og vinnustað-
urinn allur. Talið er að fjórðungur
fólks þjáist einhvern tímann af
andlegum vanda. Af því má ráða
hve marga þætti starfsmannamála
í fyrirtækjum þetta snertir.“
Fjarvinna hélt atvinnulífinu gang-
andi í heimsfaraldri. Þá lærðist
líka, segir Helena, að starfshætti
má sveigja svo kraftar fólks nýtist
sem best. Fjölbreytileiki og það að
fólk geti sinnt vinnu sinni með ólíku
móti styrki fyrirtækin. Fyrir öllu sé
að störfum sé sinnt og framleiðni
haldist. Leiðir til þess megi vera
sambland af sálfræði, verkhyggju,
mannlegu innsæi og almenn skyn-
semi.
„Hvarvetna í atvinnulífinu eru
geðheilsumál á dagskrá og vitund
er um mikilvægi þeirra. Sannarlega
eru þetta ekki mjúk mál því ef fólki
líður vel í vinnunni og skilyrðin eru
góð kemur slíkt hvarvetna fram
í jákvæðum tölum um rekstur og
afkomu. Í fyrirlestrum og nálgun
minni byggi ég ávallt á alþjóðlega
viðurkenndum, gagnreyndum
aðferðum sem reynst geta vel
þegar taka þarf á málum sem
eru líkleg til að veikja geðheilsu á
vinnustað. Þetta eru stórmál sem
borgar sig að sinna vel afkomunnar
vegna, fyrir utan að fólk mótast af
vinnunni sem það sinnir sem getur
verið góð fyrir geðheilsuna.“
Mikilvægt er að á hverjum vinnu-
stað sé til staðar góð vitund um
mikilvægi geðheilbrigðis og þannig
sé mögulegt að mæta ólíkum
þörfum og aðstæðum starfsmanna.
Segja má að fram undan sé bylting
í því hvernig í fyrirtækjum og
stofnunum þarf að hugsa, tala um
og takast á við líðan og geðheilsu
starfsfólks. Geðheilbrigði er í
raun að verða eitt mikilvægasta
viðfangsefnið í viðskiptalífinu í
dag. Þetta segir Helena Jónsdótt-
ir sálfræðingur sem hefur sett á
laggirnar Mental ráðgjöf ehf. í því
skyni að leiðbeina stjórnendum um
mikilvægan þátt í starfsmannamál-
um sem hingað til hefur ekki verið
gefin sú athygli sem þarf.
Ekki einkamál starfsmanns
„Geðheilbrigðismál eru hvarvetna
ofarlega á baugi. Hingað til hefur
ábyrgðin verið sett á hvern og einn.
Fólk sem á á brattann að sækja
varðandi andlega líðan er hvatt
til að þróa með sér seiglu, fara til
sálfræðings, vera í markþjálfun,
hreyfa sig og svo framvegis. Allt er
þetta gott og blessað en málin eru
þó flóknari,“ segir Helena.
„Fólk er jafnólíkt eins og það
er margt og kemur eins og því er
best lagið á vinnustað. Vitað er að
í starfsumhverfi innan fyrirtækja
eru margir þættir sem geta bæði
eflt og veikt geðheilsu. Slíkt er
ekki einkamál starfsmannsins.
Þegar geðheilsa starfsfólks versnar
þarf að skoða hverjir séu orsaka-
þættirnir og hverju megi breyta.
Þetta skiptir máli fyrir vellíðan
starfsfólks og þessara atriða er líka
ótrúlega fljótt að sjá stað í afkomu
fyrirtækja.“
Lengi var stoðkerfisvandi helsta
orsök þess að fólk væri lengi
fjarverandi frá vinnumarkaði. Á
síðustu árum hafa þunglyndi, kvíði
og kulnun hins vegar orðið algeng-
asta ástæða þess að fólk heltist úr
lestinni og kemur ekki til vinnu
sinnar, hvort heldur er um lengri
eða skemmri tíma. Samkomutak-
markanir og einangrun á tímum
heimsfaraldurs fóru sömuleiðis illa
með andlega heilsu marga og því
hefur þurft að bregðast við.
Fimmföld fjárfesting
„Í rekstri fyrirtækja þarf að
huga að geðheilsu starfsmanna,
bæði með tilliti til samfélagslegr-
ar ábyrgðar en ekki síður vegna
rekstrar og afkomu. Við getum
tekið dæmi af 350 manna fyrir-
tæki eða sveitarfélagi. Ég hef séð
tölur úr slíkri starfsemi þar sem
veikindadagar starfsfólks á einu
ári eru 6.700 og kostnaður vegna
þeirra 270 milljónir króna. And-
legir erfiðleikar eru oft þarna að
baki og auðvitað hljóta stjórnendur
að vilja ná þessum tölum niður, að
ekki sé talað um að lina mannlega
þjáningu,“ segir Helena.
„Rannsóknir hafa sýnt að fjár-
festing í geðheilsu, með réttri
nálgun og aðferðum, getur skilað
sér að meðaltali fimmfalt til baka
í formi færri veikindadaga, minni
starfsmannaveltu og -kostnaði.
Þetta segir sig sjálft. Allir sem
stýra rekstri hljóta að vilja fá sitt
fólk heilt, óskipt, kátt og glatt til
starfa til að sinna þeim verkefnum
sem fram undan eru.“
Streita í vinnu reynist mörgum
erfið enda er hvarvetna í atvinnu-
lífinu reynt að halda álagi í hófi eða
gera aðstæðurnar fólki bærilegri.
Þá er talið að fólk með hátt kvíða-
næmi sé verr til þess fallið en aðrir
að fást við óvæntar uppákomur og
óhóflegt álag.
„Þarna þarf starfsfólkið sjálft
að þekkja sín takmörk og velja
sér störf við hæfi. Sjálf fer ég
inn í fyrirtæki með fyrirlestra og
fræðslu um þetta efni og fjalla um
þau einkenni andlegrar heilsu sem
vitneskja þarf að vera um svo að
Geðheilsan er ekki mjúkt mál
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Veitir ráðgjöf í fyrirtækjum um hvernig stuðla megi að góðri andlegri líðan starfsfólks
Hver er hún?
#Helena Jónsdóttir er fædd
árið 1972 og er sálfræðingur
að mennt. Hún hefur sinnt
fjölbreyttum störfum, svo sem
við Lýðháskólann á Flateyri. Hún
stofnsetti Mental sem sinnir
sálfræðiráðgjöf í atvinnulifinu
fyrr á þessu ári.
#Áður hefur Helena starfað
sem verkefnastjóri og ráðgjafi
á vegum samtakanna Lækna
án landamæra í Afganistan,
Suður-Súdan, Egyptalandi
og Líbanon. Var síðast við
hjálparstörf í Jemen. Áður var
hún m.a. sálfræðingur hjá Kvíða-
meðferðarstöðinni og fram-
kvæmdastjóri hjá Kaupþingi og
síðar Glitni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sálfræðingur Fólk þarf að þekkja sín takmörk, segir Helena Jónsdóttir. Streita í vinnu reynist mörgum erfið.
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is