Morgunblaðið - 12.12.2022, Side 11
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022
11
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Glæný verslun
Skeifunni 9
Troðfull af vörum fyrir öll gæludýr
Kauptúni 3, Garðabæ | Skeifan 9, Reykjavík | Sími 564 3364 | www.fisko.is
Opið virka daga 10-19, laugardag 10-18, sunnudag 12-18
kíktu í heimsókn
L i f and i v e r s l un
fy r i r ö l l gæ ludýr
Eitt fræknasta björgunarafrek
Íslandssögunnar var unnið á
þessum degi fyrir 75 árum. Það var
þegar tólf skipverjum af breska
togaranum Dhoon var bjargað við
Látrabjarg þann 12. desember 1947.
Áður en björgunin hófst tók þrjá
skipverja út og fórust þeir.
Togarinn Dhoon var frá Fleet-
wood í Englandi og sigldi á
Íslandsmið föstudaginn 5. desem-
ber 1947. Skipverjar voru flestir
frá Fleetwood en skipstjóri og
stýrimaður frá Hull. Eftir viku á
miðunum strandaði togarinn undir
Látrabjargi, í myrkri og kafaldsbyl,
nokkra tugi metra frá landi. Fyrir
framan var stórgrýtisurð og 200
metra hátt ísilagt Keflavíkurbjarg-
ið.
„Fyrstu frjettir er Slysavarnar-
fjelaginu bárust um strandið
komu um kl. 10. Var það skeyti
frá breskum togara, er sá hvar
Dhoon var strandað undir bjarginu.
Staðarákvörðun var mjög vill-
andi,“ segir í frétt Morgunblaðsins
13. desember 1947. Varðbáturinn
Finnbjörn fór á vettvang. Harald
Björnsson skipherra sagði skip-
verja vera á stjórnpalli og nokkra
undir hvalbaknum þar sem logaði
bál. „Sjóar voru miklir og gengu
enn nokkuð yfir skipið en fjara
var,“ sagði í Morgunblaðinu. Þetta
var talinn vera einn versti strand-
staður landsins. Skipherrann taldi
að björgun úr landi myndi reynast
mjög erfið og björgun af sjó var
talin útilokuð. Engan björgunarbát
var að sjá á togaranum.
Hvallátramenn fóru strax út á
Látrabjarg til að undirbúa björg-
un. Tólf björgunarmenn fóru á
laugardagsmorguninn á handvað
niður á svonefnd Flaugarnef í
bjarginu. Fjórir sigu svo 80 metra
háan hamravegginn niður í fjöruna.
Davíð Eggertsson, bóndi að Hval-
látrum, stjórnaði björguninni. Þar
gengu þeir um hálfan kílómetra í
stórgrýttri fjörunni að strandstaðn-
um. Björgunarmennirnir fluttu
með sér línubyssu, björgunarstól,
mat, föt, sjúkragögn o.fl. Þeir skutu
línu í togarann um klukkan 12.30 og
settu upp björgunarstól. Skipbrots-
mennirnir voru komnir í land um
klukkan 14.00 og voru mjög þjakað-
ir. Björgunarmennirnir bjuggu um
þá í fjöruborðinu til að byrja með.
Sjö skipbrotsmenn voru fyrst
dregnir upp á Flaugarnef og dvöldu
þar næturlangt með björgunar-
sveitarmönnum. Syllan var svo lítil
að þeir gátu ekki lagst og sofnað
heldur hvíldu sig með því að halla
sér að bjarginu. Veður var vont,
rigning og rok. Skipbrotsmönnum
var svo hjálpað upp á bjargbrúnina.
Hinum fimm var svo bjargað upp á
bjargbrúnina á sunnudeginum og
voru allir fluttir heim á bæ.
Óskar Gíslason gerði heim-
ildarmyndina Björgunarafrekið við
Látrabjarg ári síðar þegar annar
togari strandaði þar.
Björgunarafrek-
ið við Látrabjarg
fyrir 75 árum
lTólf skipverjumaf togaranum
Dhoon bjargað við erfiðar aðstæður
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Björgunarafrek Skipbrotsmenn voru dregnir í land í björgunarstóli og
síðan bjargað upp þverhnípt og ísilagt bjargið við mjög erfiðar aðstæður.
Hafdís Sigurðardóttir, hjólreiðakona
Íslands og Íslandsmeistari í hjól-
reiðum, hjólaði um helgina alls 1.012
kílómetra í 46 klukkustundir með
stuttum hléum inni á milli. Ákvað
hún að ögra sjálfri sér og hjóla 22
kílómetra á hverri klukkustund
í húsnæði Bjargs líkamsræktar á
Akureyri.
„Mér leiddist aldrei. Hvort sem
það voru vinkonur mínar, mamma
eða systkini mín, þá voru alltaf ein-
hverjir meðmér,“ sagði Hafdís þegar
Morgunblaðið náði tali af henni,
stuttu eftir að hún steig af hjólinu.
„Síðan voru alveg nokkrir sem komu
eftir næturlífið eða jólahlaðborðið og
tóku nokkra kílómetra,“ sagði Haf-
dís létt en meðal vinkvenna hennar
eru sjúkraþjálfarar og nuddarar.
Hafdís hóf hjólreiðarnar klukkan
þrjú á föstudag og lauk þeim um
hádegisbilið í gær. Aðspurð sagði
hún aðfaranótt sunnudagsins hafa
verið erfiðasta hjallann. „Það var á
milli fjögur og sex sem ég upplifði
erfiðasta tímann. Ég fann þá alveg
að hausinn var aðeins að detta. En
síðan náði ég að rífa mig upp úr því
og var orðin góð klukkan sjö,“ sagði
hún en við tók endurheimt og tími í
faðmi fjölskyldunnar áður en haldið
var loks í langþráð bólið.
lÖgraði sjálfri sér og hjólaði í 46 klukkustundir yfir helgina
Hjólaði þúsundkílómetra
HjólHafdís var aldrei ein á hjólinu,
vinir og fjölskylda sáu til þess.