Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR Erlent 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 KOMDUTUNNUNUM Í SKJÓL Stílhrein og nett sorptunnuskýli fyrir allar gerðir sorptunna bmvalla.is | 412 5050 | sala@bmvalla.is þurfti um 200 hermenn í aðrar vist- arverur. Rússnesk stjórnvöld vöruðu við því í síðustu viku að skaginn gæti orðið fyrir árásum Úkraínumanna. „Örvæntingarfullt“ bandalag Bandaríkjastjórn lýsti því yfir fyrir helgina að Rússar og Íranar væru nú komnir í alhliða samstarf í varnar- málum, sem væri skaðlegt gagnvart Úkraínu, nágrönnum Írans og heims- byggðinni allri. Bandaríkin hafa áður sakað Írana um að hafa selt Rússum sjálfseyðingardróna. John Kirby, tals- maður Hvíta hússins í varnarmálum, sagði að samstarf ríkjanna tveggja fæli nú einnig í sér að ríkin deildu tækni og búnaði á borð við þyrlum og orrustuþotum, auk dróna. Þá sagði Kirby að Rússar væru nú einnig að leita eftir samstarfi um þróun vopna og þjálfun hermanna og byðu ámóti umfangsmikla hernaðar- og tækniaðstoð, sem gerði samstarf ríkjanna nánast að varnarbanda- lagi. Sagði Kirby jafnframt að rík- in tvö væru að íhuga að koma á fót sameiginlegri framleiðslulínu fyrir sjálfseyðingardrónana sem Íranar hafa selt Rússum. Vassilí Nebensía, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, svaraði ásökunum Kirbys síðar um daginn á fundi öryggisráðsins og sagði að varnarmálaframleiðsla Rússa virkaði fullkomlega án nokkurrar aðstoðar. Sagði hann jafnframt að ásakanir um að Íran hefði selt Rússum dróna hefðu verið „hraktar“ margoft. Hafa Banda- ríkin ákveðið að herða refsiaðgerðir sínar gegn Rússlandi vegna kaupa þeirra á írönskum drónum. James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, sagði síðar um daginn að ljóst væri að Íran hefði selt Rússum dróna í skiptum fyrir hernaðaraðstoð og kallaði hann samkomulag ríkjanna „siðlaust.“ Hét Cleverly því að Bret- ar myndu áfram varpa ljósi á þetta „örvæntingarfulla bandalag og draga bæði ríkin til ábyrgðar.“ Séu að framleiða ný vopn Dmitrí Medvedev, fyrrverandi for- seti Rússlands, sagði í gær að Rússar væru að auka framleiðslu sína á vopn- um „næstu kynslóðar“ og að tilgangur þess væri að verja landið fyrir óvinum Rússa í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. „Óvinur okkar hefur ekki bara graf- ið um sig í Kænugarðshéraði okkar Litla-Rússlands,“ sagði Medvedev og notaði þar orðalag sem Rússar nota til þess að lýsa Úkraínu á niðrandi hátt. „Hann er í Evrópu, Norður-Am- eríku, Japan, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og ámörgum öðrum stöðum sem hafa lýst yfir hollustu sinni við nasistann.“ Medvedev, sem er varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands, sagði hins vegar ekki hvers konar vopn það væru sem Rússar væru nú að fram- leiða í auknum mæli. sagði hins vegar að árásirnar hefðu beinst að húsnæði sem rússneski her- inn hefði lagt undir hermenn sína og að fjöldi innrásarmanna Rússa hefði fallið í þeim. Melítopol féll í hendur Rússa ímars- mánuði og skiptir borgin mjög miklu máli fyrir Rússa varðandi birgðaflutn- inga frá Rússlandi til Kerson-héraðs og Krímskaga. Oleksí Arestovitsj, einn af ráðgjöfum Selenskís, gaf til kynna á laugardagskvöldið að borgin gæti orðið eitt helsta skotmark Úkra- ínuhers í vetrarsókn hans. „Ef Melítopol fellur, hrynur öll varnarlínan alla leið til Kerson,“ sagði Arestovitsj í viðtali við úkraínska fjöl- miðla og bætti við að ef það gerðist væru Úkraínumenn komnir með greiða leið til sóknar á Krímskaga. Tilkynnt var um sprengingar á skag- anum á laugardaginn, þar á meðal í hermannabragga við þorpið Sovét- ske, og voru tveir sagðir hafa fallið í árásinni á hann, auk þess sem flytja Rússar gerðu harða hríð um helgina á borgirnar Ódessu og Kerson í suðurhluta Úkraínu með írönskum sjálfseyðingardrónum ámeðan Úkra- ínumenn réðust á borginaMelítopol í Saporísja-héraði með HIMARS-eld- flaugakerfinu á laugardagskvöldið. Þá var ráðist á skotmörk á Krímskaga. Serhí Haídaí, héraðsstjóri Úkraínu í Lúhansk-héraði greindi frá því í gær að Úkraínumenn hefðu ráðist á einar af höfuðstöðvum Wagner-málaliða- hópsins í héraðinu. Sagði Haídaí að höfuðstöðvarnar hefðu verið á hóteli í bænumKadívka, og að Rússar hefðu beðið þar mikið mannfall. Þá gerði Haídaí ráð fyrir að um helmingur þeirra sem lifði árásina af myndi láta lífið vegna skorts á læknismeðferð og aðhlynningu. Rúmlega 1,5 milljónir manna voru án rafmagns á laugardagskvöldið í héraðinu í kringum hafnarborgina Ódessu eftir drónaárás Rússa. Var- aði héraðsstjórn Ódessu við því að viðgerðir á raforkukerfinu gætu tekið allt að þremurmánuðum. Var nánast allt héraðið því án rafmagns í gær, en rafmagninu var forgangsraðað til sjúkrahúsa, fæðingardeilda og annarra lykilinnviða. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í daglegu ávarpi sínu til Úkra- ínumanna að staðan í héraðinu væri mjög erfið, þar sem drónarnir hefðu náð að lenda á mjög viðkvæmum stöðum. Úkraínuher sagði að hann hefði náð að skjóta niður tíu dróna í árásinni, en að aðrir fimm hefðu komist í gegnum varnirnar og lent á raforkuverum. Lykillinn að Kerson og Krím LeppstjórnRússa í Saporísja-héraði lýsti því yfir í gær að tveir hefðu fallið og tíu særst í eldflaugaárás Úkraínu- manna áMelítopol á laugardagskvöld. Sagði leppstjórnin í yfirlýsingu sinni að eldflaugarnar hefðu lent á „félags- miðstöð“ þar sem fólk hefði verið að snæða kvöldverð. Engin staðfesting fékkst þó á þeirri staðhæfingu lepp- stjórnarinnar. Ívan Fedorov, borgar- stjóri Melítopol, sem nú er í útlegð, Hitnar í kolunum í suðurhlutanum lRússar og Úkraínumenn skiptust á árásum í suðurhluta Úkraínu um helginalRafmagnslaust í Ódessa-héraðilÚkraínumenn beina sjónum aðMelítopollSegja Rússa og Írana vinna náið saman Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is AFP/Ihor Tkachov Harðir bardagarHábyssu af gerðinni 2S1 Gvozdika er stillt upp inn á milli trjánna og skothríð á Rússa undirbúin einhvers staðar í nágrenni Bakhmút. Með sprengju- smiðinn í haldi lVerður framseldur til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn staðfesti í gær að hún hefði tekið höndum Líbíumann- inn Abu Agila Mohammad Masud, en hann er grunaður um að hafa búið til sprengjuna sem grandaði vél Pan Am yfir þorpinu Lockerbie í Skotlandi hinn 21. desember 1988. 270 manns fórust í hryðjuverka- árásinni, þar af 190 Bandaríkja- menn. Masud er einnig grunaður um að hafa tekið þátt í sprengjuárás í Berlín árið 1986 á næturklúbbi, sem vitað var að bandarískir hermenn sóttu. Höfðu stjórnvöld í Líbíu handtekið Masud vegna þess máls en sleppt honum aftur. Bárust þá óstaðfestar fregnir um honum hefði verið rænt af hópi líbískra vígamanna. Talsmenn bandaríska dómsmála- ráðuneytisins vildu ekki greina frá því hvernig Masud hefði komist í hendur Bandaríkjastjórnar, en heimildir New York Times sögðu að bandaríska alríkislögreglan FBI hefði handtekið hann erlendis og væri að ganga endanlega frá fram- sali hans til Bandaríkjanna. Gert er ráð fyrir að hann verði fljótlega í kjölfarið dreginn fyrir alríkisdóm- stól í Washington-borg. Aðeins einn maður hefur verið fangelsaður fyrir aðild sína að Lockerbie-sprengingunni, líbanski leyniþjónustumaðurinn Abdelbaset Ali Mohmet al-Megrahi. Hann var sakfelldur fyrir skoskum dómstóli árið 2001 og sat næstu sjö árin í fangelsi. Árið 2008 var honum sleppt úr haldi og hann sendur aftur til Líbíu af heilsufarsástæð- um. Megrahi lést þar árið 2012 og hélt fram sakleysi sínu til hinstu stundar. Skoska saksóknaraembættið sagði í gær að það myndi einnig sækjast eftir því að ná fram réttlæti í málinu, en ellefu Skotar létust þegar brak vélarinnar hrapaði til jarðar á íbúðarhverfi í Lockerbie. Árásin er bæði mannskæðasta hryðjuverkið sem og versta flugslys í sögu Bretlands. AFP/Roy Letkey Lockerbie Alls fórust 290 í árásinni, bæði í vélinni og á jörðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.