Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022
14
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pistill
Fjórirmilljarðaráári fyrirkirkjujarðir?
Á
rið 1997 var gerður samningur
milli ríkisins og íslensku þjóð-
kirkjunnar um yfirtöku ríkisins
á kirkjujörðum í staðinn fyrir
að greiða laun presta. Tvennt
er mjög ámælisvert við samninginn. Í fyrsta
lagi er hann ótímabundinn og í öðru lagi er
ríkið skuldbundið til þess að greiða laun um
90 presta og 14 annarra starfsmanna biskups-
embættisins, jafnvel þótt allir skráðu sig úr
kirkjunni.
Frá því að samningurinn var gerður hefur
skráðummeðlimum í þjóðkirkjunni fækkað um
15 þúsund en Íslendingum fjölgað um rúmlega
100 þúsund. Miðað við kirkjujarðasamkomu-
lagið hefði það átt að þýða að þeim stöðu-
gildum sem ríkið greiðir fyrir fækki en þegar
viðbótarsamkomulag var gert við kirkjuna,
í desember 2019, kom fram að þessar greiðslur hefðu í
rauninni ekkert breyst þrátt fyrir fækkun félagsmanna
í þjóðkirkjunni. Núverandi samkomulag gerir ráð fyrir
launa- og verðtryggðri upphæð.
Árið 2015 voru samþykkt ný lög um opinber fjármál
sem flækja þetta mál mjög mikið. En í þessum nýju lögum
segir að ekki sé heimilt að gera samninga um fram-
kvæmdir, rekstur eða önnur afmörkuð verkefni til lengri
tíma en fimm ára. Sérstaka undanþágu má veita frá því
skilyrði ef það þarf að ráðast í stórar og kostnaðarsamar
framkvæmdir og þarf slík undanþága að vera rökstudd.
Þetta þýðir að nýja viðbótarsamkomulagið, sem á að
gilda í 15 ár, stenst ekki lög um opinber fjármál. Gamla
kirkjujarðasamkomulagið, sem er ótímabund-
ið, gerir það ekki heldur. Miðað við gildandi lög
hlýtur það þá að vera skylda ríkisins að fella
þessa samninga úr gildi og gera nýja samninga
ef þarf. Enginn áhugi virðist vera fyrir því hins
vegar, enda eru stjórnvöld tiltölulega nýbúin
að gera þetta viðbótarsamkomulag sem stríðir
gegn lögum um opinber fjármál.
Það er því ágætt að hafa það í huga þegar
fólk hugsar nú til jóla og þeirrar hátíðar sem
nokkurn veginn öll trúarbrögð hafa eignað sér
á einn eða annan hátt, hversu vel það samræm-
ist lífsskoðunum þjóðkirkjunnar að gera svona
samkomulag. Þó að það sé vissulega stjórn-
valda að fara eftir lögum um opinber fjármál,
hefði það ekki verið heiðarlegt af þjóðkirkjunni
að benda á að það er ólöglegt að gera samning
til lengri tíma en fimm ára? Hefði kirkjan ekki
átt að benda einnig á að það þurfi að skilgreina umfang
og gæði þeirrar starfsemi sem samningurinn tekur til?
Um hátíðirnar, þegar farið verður að predika um fórnir
fyrir syndir manna, um kærleikann og ljósið sem fjár-
magnað er með ólöglegum samningi um óskilgreind störf
þjóðkirkjunnar, er gott að muna að siðferðisboðskapurinn
kostar fjóra milljarða á ári ofan á hefðbundin sóknargjöld.
Er í lagi að nota skattfé svona, bara af því að málefnið
er gott, eða er málefnið í alvörunni gott þegar það er
styrkt svona?
Björn Leví
Gunnarsson
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
Kvikmyndageirinn
Evrópski kvik-
myndageirinn
sýndi sig í Hörpu
um helgina og var
talsvert um dýrðir
þó að vissulega hafi
verið færri heimsþekkt andlit
á hátíðinni en á sambærileg-
um samkomum vestanhafs.
Mögulega var þessi samkoma
hér á landi þó til marks um að
kvikmyndageirinn hér sé að
sækja í sig veðrið. Mögulega var
hún líka ástæða þess að fyrir
helgi var kynnt ákvörðun um
að bæta 250 milljónum króna í
Kvikmyndasjóð á næsta ári og
að til þess fundust 150 milljónir
í menningar- og viðskiptaráðu-
neytinu, en slíkt fé liggur yfir-
leitt ekki á lausu í ráðuneytum.
Jákvætt er að sjá vöxtinn í
kvikmyndageiranum en í því
sambandi verður ekki fram
hjá því horft að geirinn fær
mikinn beinan og óbeinan
ríkisstuðning. Endurgreiddur
rekstrarkostnaður í ár var til
dæmis 1,5 milljarðar króna og
má búast við að sú fjárhæð
margfaldist vegna nýlegrar
hækkunar á endurgreiðsluhlut-
falli úr 25% í 35% fyrir stærri
kvikmyndaverkefni.
Fjármálaráðherra vék að
því í viðtali á
dögunum að hann
teldi að þessar
endurgreiðslur til
kvikmyndageirans
skiluðu miklu inn
í þjóðarbúið, en velti því fyrir
sér um leið hvort að slíkt myndi
ekki eiga við um aðra geira
einnig, fengju þeir sams konar
fyrirgreiðslu. Hann nefndi að
röksemdin fyrir þessu væri sú
að ella kæmu peningarnir ekki
til landsins, en að það gæti „líka
átt við um alls konar öðruvísi
starfsemi.“
Hann bætti því við að það
hefði verið mjög stórt skref að
fara upp í 35% endurgreiðslu
og hafði bersýnlega efasemdir
um þá ráðstöfun, meðal annars
vegna tímasetningarinnar og
mikilla umsvifa nú í efnahagslíf-
inu, og sagði fyrirhugað að meta
áhrifin næstu tvö árin.
Þetta eru skiljanlegar
efasemdir. Áhugavert er ef
kvikmyndageirinn getur orðið
myndarleg atvinnugrein hér á
landi, með framleiðslu erlendra
bíómynda og þáttaraða, en
það getur tæplega byggst á því
til lengdar að um þriðjungur
starfseminnar sé niðurgreiddur
af ríkinu.
Aukin starfsemi,
en verður hún
sjálfbær?}
Mikill og vaxandi
jöfnuður
L ogi Einars-
son alþingis-
maður spurði
fjármálaráðherra
um skiptingu eigna
og tekna lands-
manna, eða öllu heldur þeirra
landsmanna sem mest eiga og
afla. Þetta er vinsælt umfjöllun-
arefni vinstri manna sem telja
þjóðarkökuna óbreytanlega
stærð og að það eina sem máli
skipti sé hvernig henni er skipt.
Og þeir sjá hvarvetna merki
mikillar og vaxandi misskipt-
ingar auðs og eigna. Breytir þá
engu þó að allar mælingar og
samanburður á milli landa sýni
að Ísland sé í hópi þeirra ríkja
þar sem skipting er jöfnust og
velferð allra mest.
En Logi spurði sem sagt um
hlutdeild þeirra sem mest eiga
í eignum og tekjum hér á landi
og nýbirt svör fjármálaráð-
herra eru athyglisverð. Þau ná
aftur til ársins 1998 og byggjast
á upplýsingum frá embætti
ríkisskattstjóra.
Fyrst var spurt um eigið fé
og svarið leiðir í ljós að hlutfall
efstu 5% landsmanna er nú nán-
ast það sama og fyrir rúmum
tveimur áratugum, en töluvert
lægra en fyrir áratug. Hið sama
gildir um efsta 1% og efsta 0,1%,
sem fyrirspyrjandi hafði einnig
áhuga á. Um heildareignir er
svipaða sögu að segja, ójöfn-
uðurinn hefur farið minnkandi
síðastliðinn áratug
og jöfnuðurinn er
svipaður og fyrir
rúmum tveimur
áratugum. Þegar
þessi hlutföll
eru borin saman við það sem
mælist í öðrum löndum, til
dæmis í Bandaríkjunum, þá
er munurinn þar margfaldur á
við það sem hér er, sem sýnir
óvenjulega mikinn jöfnuð hér á
landi.
Skipting heildartekna með
fjármagnstekjum hefur þróast
með svipuðum hætti og skipting
eigna. Jöfnuðurinn var talsvert
minni en nú á næstu árum fyrir
fall bankanna en hefur jafnast
síðan, þó sveiflur séu nokkrar.
Þegar horft er á tekjurnar án
fjármagnstekna er þróunin
í stórum dráttum svipuð en
sveiflurnar minni og jöfnuður
meiri, eðli máls samkvæmt.
Samfylkingin – jafnaðarflokk-
ur Íslands, ætti að fagna mjög
þessum tölum sem nú liggja
fyrir um jöfnuð eigna og tekna.
Núverandi formaður, sem
þekkir vel umræðu um eignir
og tekjur eftir störf sín í banka-
kerfinu, ætti að fagna, ekki
síður en fyrrverandi formaður,
fyrirspyrjandinn. En spyrjum
að leikslokum í því. Það er
aldrei að vita nema forysta jafn-
aðarflokksins finni eitthvað til
að fárast yfir í tölum um mikinn
og vaxandi jöfnuð hér á landi.
Jafnaðarflokkurinn
ætti að geta glaðst
yfir þróuninni}
lög á verkföll mikilvægra stétta, en
ríkisstjórnin hefur sagt að kröfur
verkalýðsfélaganna gangi ekki upp á
sama tíma og breska hagkerfið glímir
við alvarlegan samdrátt. Er óttinn sá
að miklar launahækkanir gætu leitt
til þess að verðbólgan festist í sessi
frekar en að hún hjaðni á ný, líkt og
vonir standa til að hún geri á næstu
misserum.
Minnir á áttunda áratuginn
Ástandið hefur boðið upp á
samlíkingar í breskum fjölmiðlum
við verkfallsveturinn mikla 1978-1979,
sem fékk heitið „vetur vansældar-
innar“ (e. Winter of discontent) eftir
frægri setningu úr leikriti Williams
Shakespeare umRíkharð þriðja.
Sá vetur einkenndist af umfangs-
miklum verkfallsaðgerðum, þar sem
m.a. líkgrafarar og sorphirðumenn
fóru í verkfall og búðarhillur urðu
tómar. Er verkfallsveturinn talinn
hafa átt stóran þátt í að Verka-
mannaflokkurinn, undir forystu Jims
Callaghans, tapaði kosningunum
1979, þannig aðMargaret Thatcher
og Íhaldsflokkur hennar gátu tekið
við stjórnartaumunum.
Í greininguWall Street Journal er
bent á að sú samlíking sé enn sem
komið er fremur langsótt, þar sem
áætlað sé að um 11 milljónir vinnu-
daga hafi farið forgörðum í verk-
föllunum 1979, en að nú sé gert ráð
fyrir að sambærileg tala verði um ein
milljón vinnudaga. Engu að síður sé
ljóst að fyrirhuguð verkföll verði þau
mestu í að minnsta kosti tvo áratugi
ef ekki lengur.
Víkmilli vina?
Það vakti svo athygli um helgina
aðWes Streeting, skuggaheilbrigðis-
ráðherra Verkamannaflokksins, lýsti
því yfir í viðtali við sunnudagsútgáfu
breska dagblaðsins Daily Telegraph,
að gera þyrfti umbætur á breska heil-
brigðiskerfinu, NHS, og að verkalýðs-
félögin ættu að setja sjúklinga í fyrsta
sætið í komandi átökum.
Þóttu ummælin ekki síst athyglis-
verð þar semVerkamannaflokk-
urinn hefur sótt mikinn stuðning til
verkalýðsfélaganna að undanförnu.
Sagði Streeting t.d. að ljóst væri að
félag breskra lækna, BMA, virtist búa
á annarri plánetu. Hann nefndi sem
dæmi tillögu sem félagið samþykkti
nýlega um að stytta afgreiðslutíma
læknastofa þannig að hann yrði bara
á milli níu og fimm á daginn.
Streeting gagnrýndi Íhaldsflokkinn
fyrir að hafa neitað að hefja kjaravið-
ræður við heilbrigðisstéttirnar, en
sagði á sama tíma að hann skildi
ekki hvers vegna BMA liti á sig sem
einhvern „villutrúarmann“ fyrir að
krefjast þess að með fjölgun á lækn-
um, sem væri stefna Verkamanna-
flokksins, yrði aðgengi sjúklinga bætt
og gæði þjónustunnar aukin.
Emma Runswick, læknir og
varaformaður stjórnar BMA, sagði
í gær að það ylli sér vonbrigðum að
Streeting beindi spjótum sínum að
þeim, frekar en ríkisstjórninni.
Útlit er fyrir að komandi vikur
verði einhver mestu átök
á breskum vinnumarkaði
sem sést hafa í áratugi. Boðuð hafa
verið skæruverkföll hjá lestarfélög-
um, sem og í heilbrigðisgeiranum.
Krefjast þessar stéttir hærri launa,
enda mælist næsthæsta verðbólga
í Evrópu í Bretlandi, en hún hefur
lagst ofan á mikinn samdrátt í
bresku hagkerfi.
Um 115.000 starfsmenn breska
póstsins hófu skæruverkfall á föstu-
daginn, hið fyrsta af sex sem þeir ætla
í á aðventunni og þykir hætta á því að
ekki komist allar sendingar á leiðar-
enda í tæka tíð fyrir jól. Á morgun,
þriðjudag, hefja starfsmenn lestarfé-
laganna skæruverkföll, þar sem stór
hluti lestarferða fellur niður í fjóra
daga í þessari viku, og svo aftur í fjóra
daga fljótlega eftir áramót. Járn-
brautarfélögin hafa brugðist við með
að fjölga ferðum, en engu að síður er
gert ráð fyrir heilmiklum töfum.
Af öðrum aðgerðummá nefna
að þeir sem sinna vegabréfaeftirliti
á nokkrum af helstu flugvöllum
Bretlands stefna að verkfalli á
Þorláksmessu og fram yfir jól, en þá
daga eru vanalega fjölmargir Bretar á
ferðinni. Farþegar umHeathrow-flug-
völl þurfa væntanlega að gera ráð fyr-
ir miklum töfum vegna verkfallanna.
Fyrsta verkfallið í sögunni
Ástandið þykir þó einna alvar-
legast í heilbrigðisgeiranum, þar
sem stéttarfélög lækna, hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraflutningamanna
hafa öll lýst þeirri ætlun sinni að
hefja vinnustöðvanir á næstu dögum.
Þannig ætla hjúkrunarfræðingar að
leggja niður störf á fimmtudaginn,
og yrði það í fyrsta sinn í rúmlega
hundrað ára sögu samtaka breskra
hjúkrunarfræðinga sem þeir fara í
verkfall ef af verður.
Um 10.000 breskir sjúkraflutninga-
menn stefna að verkfalli dagana 21. og
28. desember, en þrjátíu ár eru liðin
frá síðasta verkfalli þeirra. Hafa þeir
lýst því yfir að þeir ætli þá bara að
taka að sér algjör neyðartilfelli, líkt og
hjartaáföll eða heilablóðföll.
Rishi Sunak, forsætisráðherra
Bretlands, sagði á miðvikudaginn
að til greina kæmi að setja neyðar-
Er „vetur vansældar
vorrar“ fram undan?
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsso
sgs@mbl.is
n
AFP
Vetur vansældarHér má sjá sorppoka í kringum brjóstmyndina af Isaac
Newton, á Leicester Square í Lundúnaborg, þar sem víðtækar verkfalls-
aðgerðir 1979 leiddu meðal annars til þess að rusl var ekki sótt.