Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.12.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 Verk Rampar hafa tekið að rísa á mörgum stöðum í Reykjavík eftir að sérstöku átaki var hleypt af stokkunum. Eggert Við upplifum póli- tískt óraunsæi í furðulegustu mynd- um. Stundum svo, að viðkomandi gerir sér enga grein fyrir í hvaða ljós það setur hann sjálfan. Gott dæmi um þetta er grein eftir Geir Ágústsson verk- fræðing um vindmyll- ur á blog.is og Mbl. vitnar í 7.12. ’22. Þarna er tekið á málinu án þess að eigin hags- munir og gróðasjónarmið séu lát- in ráða ferðinni eins og algengast er. Næstalgengust er kreddu- pólitísk trúarleg sannfæring sem venjulega styðst við umhverfis- og náttúruverndarsjónarmið. Gott dæmi um þetta er grein í Mbl. 7.12. ’22: COP27 og þróun lofts- lagsmála. Óraunveruleiki loftslagsmála Ástand loftslagsmála heimsins er afleiðing af baráttu umhverfis- verndarsinna gegn kjarnorkuvæð- ingu raforkuiðnaðarins. Hér á landi höfðu þeir enga kjarnorku til að berjast á móti, en vildu banna virkjun vatnsafls í staðinn. Nú hamast þeir af sama krafti fyrir virkjun hreinnar orku. Í áðurnefndri grein er verið að hæla Indlandi fyrir virkjun hreinnar orku, en það er drullu- skýið frá Indlandi til Afríku (southeast asian haze) sem á hlut- fallslega stærstu sökina á mengun andrúmsloftsins. Virkjuð orka á Íslandi er 80% hrein, miklu hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðum. Ísland hefur það hlutverk að koma öðrum þjóðum þangað, en ekki þykjast ætla að hækka þetta hlutfall hjá sér með styrkjum og ríkisframlögum. Reykjavíkurborg Borgin, með sína 400 milljarða skuld og 15 milljarða árlegan rekstrarhalla, er stærsta fjár- hagsvandamál Íslands. Hagræðingartillögur sem nú eru uppi eru brandari sem ekki er einu sinni hægt að hlæja að. Þær eru samdar með tilliti til þess að hóparnir sem þær bitna á mótmæla og þá er hægt að hætta við allt saman við mikil fagnaðarlæti kjósenda. Skiptir engu, áhrifin á fjár- hagsstöðuna eru inn- an skekkjumarka hvort eð er. Að leggja fram svona tillögur jafn- gildir því að borgar- stjórn lýsi opinber- lega yfir gjaldþroti. Þetta hefur borgarstjóri greinilega ekki séð. En að ætla að spara 1/5 af árlegu tapi en sitja uppi með 4/5 þýðir nákvæmlega þetta. Maðurinn sem missti verkfallið Verkfall og aðdragandi þess er dýrðartími verkalýðsforingja. All- ir fréttamenn eru á eftir þeim, hvert orð þeirra og athöfn vand- lega skjalfest og vitnað til þess. Undanfarið hefur formaður VR farið mikinn á þessu sviði. Hann og tveir vinir hans voru í órjúfan- legri samstöðu í samningavið- ræðum sem ekkert gengu og allt stefndi í verkfall. En þá gerðust undur og stórmerki; annar vin- urinn samdi. Eftir situr formaður VR í svipaðri stöðu og maðurinn hjá Kiljan sem missti glæpinn. Allir reikna með að hann semji líka. Hann getur ætt um eins og ljón í búri, en allir reikna með að ljónið leggist fljótlega niður til að sleikja á sér lappirnar. Hans fé- lagsmenn líka. Það verður gaman að sjá hvernig þessi sirkus endar. Jónas Elíasson » Við upplifum póli- tískt óraunsæi í furðulegustu myndum. Stundum svo, að við- komandi gerir sér enga grein fyrir í hvaða ljós það setur hann sjálfan. Jónas Elíasson Höfundur er fyrrverandi verkfræðiprófessor. jonaseliassonhi@gmail.com Pólitískt óraunsæi Í fjölmiðlum hefur farið nokkuð fyrir umræðu um fjárhags- stöðu Reykjavíkur- borgar og niðurstöðu árshlutareiknings fyr- ir fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs. Þegar árshluta- reikningurinn er skoðaður kemur í ljós að afkoma A-hluta borgarsjóðs (þess hluta sem er að mestu leyti fjár- magnaður með skattgreiðslum íbú- anna) er mjög þung. Rekstrar- reikningur er gerður upp með rúmlega 11 milljarða halla eða sem svarar um 10% heildartekna. Veltufé frá rekstri, sem ætlað er til að greiða afborganir lána og leggja fjármagn til nýfjárfestinga, er um 0,8% af heildartekjum eða tæpar 900 milljónir. Veltufé frá rekstri þyrfti að vera meira en 10 sinnum hærra svo reksturinn geti talist í ásættanlegu jafnvægi. Í uppgjöri fyrir samstæðu borg- arsjóðs (A+B) eru færðir 20,6 milljarðar króna til tekna undir heitinu matsbreyting fjárfesting- areigna. Á síðasta ári var samsvar- andi tekjufærsla fyrir fyrstu níu mánuði ársins 14,1 milljarður. Matsbreytingar fjárfestingareigna gera það að verkum að afkoma A+B-hluta Reykjavík- urborgar er jákvæð fyrstu níu mánuði árs- ins. Matsbreyting fjárfestingareigna er komin til vegna þess að verðmat á íbúðum í eigu Félagsbústaða er hækkað í árshluta- reikningi fyrirtækisins sem svarar verðhækk- unum íbúðarhúsnæðis á almennum fast- eignamarkaði. Væri þessi færsla ekki til staðar væri afkoma A+B-hluta Reykjavíkurborgar nei- kvæð um nálægt 14 milljörðum króna. Ábending sviðsstjóra fjármála- og áhættu- stýringarsviðs Þegar skýrsla sviðsstjóra fjár- mála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar, sem fylgir með árshlutareikningi hennar, er lesin yfir, þá kemur í ljós áhuga- vert atriði. Sviðsstjórinn vekur sérstaka athygli á eftirfarandi at- riði í skýrslu sinni: „Hækkun fasteignaverðs hefur jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu Félagsbústaða vegna matsbreyt- inga en segir lítið um grunn- rekstur félagsins nema ábati af hækkun fasteignaverðs verði inn- leystur með sölu eigna. Til að meta stöðu grunnrekstrar er eðlilegra að horfa til rekstrarhagnaðar (EBIT) sem hækkaði um 2,2% á milli ára, en tekjur hækkuðu um 11,4% á meðan rekstrargjöld hækkuðu um 19,3%.“ Þessi ábending sviðsstjórans er áhugaverð um margt. Í fyrsta lagi er hér vakin athygli af hálfu sviðs- stjórans á því að framsetning árs- hlutauppgjörsins sé ekki svo skýr sem ætti að vera. Þegar verðmat íbúða í eigu Félagsbústaða er hækkað og fært til tekna með hlið- sjón af hækkunum á almennum fasteignamarkaði þá eru það ekki peningar í hendi heldur tekju- færsla sem í raun bætir ekki rekstur eða fjárhagsstöðu Félags- bústaða á neinn hátt. Í öðru lagi má benda á að rekstur félagslegra íbúða er eitt af lögbundnum verk- efnum sveitarfélaga. Félagsbú- staðir eiga um 3.000 íbúðir. And- virði þeirra verður aldrei innleyst því íbúðirnar verða aldrei seldar allar í einu. Þegar matsbreyting allra íbúða í eigu Félagsbústaða er færð til tekna í ársreikningi eða árshlutauppgjöri þá er það eins og þær séu hrein markaðsvara sem geti verið seld á næstu mánuðum eða misserum. Reikningsskil sveitarfélaga fara eftir ákveðnum reglum Sveitarfélög eru opinberir aðilar. Íbúar þeirra eiga t.d. ótvíræða kröfu á að reikningsskil sveitarfé- laga séu skýr, gegnsæ og sam- ræmd frá ári til árs. Til að svo megi vera skulu reikningsskil sveitarfélaga unnin og sett upp með hliðsjón af ýmsum samræmd- um alþjóðlegum reikningsskila- reglum. Ein slíkra reglna er var- færnisreglan. Varfærnisreglan felur í sér að ekki skuli ofmeta tekjur né gjöld, eignir né skuldir. Eignir skuli t.d. bókfæra á kostn- aðarverði eða kaupverði. Sjaldnast eru eignir sveitarfélaga markaðs- vara svo einhverju marki nemur. Auðvitað er ein og ein eign sveit- arfélaga seld gegnum árin en í hverju tilviki er niðurstaðan í hverju tilviki bókfærð eftir því hvort útkoman er hagnaður eða tap. Varfærnisreglan skal í heiðri höfð Ég þekki nokkuð vel aðferðir við reikningsskil og framsetningu árs- reikninga sveitarfélaga í öðrum norrænum ríkjum. Hægt er að fullyrða að þessari reikningsskila- aðferð, að færa matsbreytingar fjárfestingareigna sveitarfélaga til tekna í ársreikningi eða árshluta- uppgjöri, er hvergi beitt hjá þeim. Þar er varfærnisreglan í heiðri höfð á þann veg að ekki sé hægt að lesa út úr ársuppgjöri sveitarfé- laga að afkoman sé betri eða verri en hún er í raun og veru. Sem dæmi í þessu efni má benda á að fasteignaverð í Svíþjóð hefur lækk- að um nálægt 15% víða um land á liðnum misserum. Ef matsbreyt- ingar fjárfestingareigna sveit- arfélaga hefðu verið færðar sænsk- um sveitarfélögum til tekna, þegar fasteignaverð á almennum markaði hækkaði, þá hefði það þýtt betri afkomu sveitarfélaga en innistæða var fyrir. Þegar fasteignaverð á al- mennum markaði lækkar, þá myndu matsbreytingar fjárfesting- areigna virka í hina áttina og gefa til kynna verri afkomu sveitarfé- laga en innistæða er fyrir. Niðurstaða mín er því að það eigi að taka fyrrgreinda ábendingu sviðsstjóra fjármála- og áhættu- stýringarsviðs Reykjavíkurborgar mjög alvarlega hvað varðar fram- setningu árshlutauppgjöra og árs- reikninga hjá borginni. Varfærnis- reglan á ekki síður við í reiknings- skilum íslenskra sveitarfélaga en í öðrum norrænum ríkjum. Varfærnisreglan í reikningsskilum sveitarfélaga Gunnlaugur Auðunn Júlíusson » Varfærnisreglan á ekki síður við í reikningsskilum ís- lenskra sveitarfélaga en í öðrum norrænum ríkjum. Gunnlaugur A. Júlíusson Höfundur er sérfræðingur í fjármála- stjórnun sveitarfélaga og sat 16 ár í reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga. gunnlaugura@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.