Morgunblaðið - 12.12.2022, Page 18

Morgunblaðið - 12.12.2022, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Í dag er mér efst í huga þakklæti til þeirra sómahjóna Steinþórs Jónssonar og Hildar Sig- urðardóttur fyrir þeirra frábæra framlag til sam- félagsins hér í Reykja- nesbæ. Það er ekki sjálf- gefið að það finnist ein- staklingar eins og þau hjón sem tilbúin eru að leggja bæjarfélaginu lið í að varðveita sögu gömlu bæjarhús- anna en það hefur þeim svo sannar- lega farist vel úr hendi þannig að tekið er eftir meðal bæjarbúa og gesta. Þá á ég við endurbætur á Vatnsneshúsi í Reykjanesbæ, en með samstarfs- samningi sem þau hafa gert við Reykjanesbæ hefur verið tryggt að húsið verði ekki eingöngu gömul saga fortíðar þeirra er ruddu brautina en þess í stað endurbættar glæsilegar söguminjar þar sem for- tíð og nútíð fara saman til varðveislu. Það er ekki ofsögum sagt um þau hjón að þau hafi látið hendur standa fram úr ermum allt frá því samningar voru undirritaðir við Reykja- nesbæ um endurbætur á húsinu Vatnsnesi enda hefur það fengið nýja ásýnd á örfáum vikum; úr húsi sem var orðið ansi þreytt útlits og komið vel til ára sinna í eina mestu bæj- arprýði Reykjanesbæjar. Það má segja að betri aðila hefði ekki verið hægt að kjósa sér í þetta stóra verkefni því það er í raun alveg sama hverju þau hjón koma nálægt þegar kemur að útsjónarsemi og glöggu auga fagurkera. Það leikur allt í höndunum á þeim og ber hið glæsilega hótel þeirra hjóna Hótel Keflavík þess líka glöggt merki að þar fara saman glæsileiki og góð umgjörð bæjarprýði Reykjanes- bæjar. Með samstarfssamningi sem þess- um tel ég að gengið sé út frá því að standa vörð um söguna og hennar gildi til framtíðar, bæjarbúum og ferða- þjónustu hér í Reykjanesbæ til heilla. Að lokum vil ég koma með áskorun til ráðamanna hér í bæ: Ég vil sjá meira af þessu, ágætu stjórnendur Reykja- nesbæjar! Gleðilega hátíð! Vatnsneshús í Reykjanesbæ – endurnýting gamalla húsa Sigurjón Hafsteinsson »Með samstarfssamn- ingi sem þessum tel ég að gengið sé út frá því að standa vörð um söguna og hennar gildi til framtíðar. Sigurjón Hafsteinsson Höfundur er umhverfissinni og íbúi í Reykjanesbæ. molikarlinn@simnet.is Ljósmynd/Steinþór Jónsson Vatnsneshús eftir breytingar. Ljósmynd/Vefur Byggðasafns Reykjanesbæjar Vatnsneshús fyrir breytingar. Hvert er það afl, sála mín, sem fær þig til að fara inn í 40 metra langt rör og blanda súrefni grímulaust með tvö hundruð öðrum, sitjandi svo þétt að hvorki er hægt að hræra legg né lið í fjóra til sex klukkutíma, hafandi það helst fyrir stafni að gera táæfingar skólaus til að koma í veg fyrir blóðtappa og horfa út um gluggaboru þar sem 60 gráðu frost ríkir utan við rúðuna í 11 km hæð? Þrengslin á ganginum eru alltaf að aukast eftir því sem sparnaðar- þróuninni fleygir fram og ekki möguleiki að komast fram hjá vögn- um flugfreyjanna þegar farið er að pissa, sem gerist að meðaltali helm- ingi oftar en á jörðu niðri. Undur hvað freyjurnar standa sig vel að þjónusta ferðaliðið við þessar aðstæður allar, sem ekki þættu boð- legar í neinu veitingahúsi. Þarna líða þær áfram með bros á vör, birnuhnút í hári og sinna hvers manns kvabbi, þótt þær gætu valið um störf á sjúkrahúsum, skólum eða því opinbera með sína menntun og hæfileika. Hvert er það afl sem fær þær til þess, skyldu það vera launin? Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hvert er það afl? Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.