Morgunblaðið - 12.12.2022, Síða 19

Morgunblaðið - 12.12.2022, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 ✝ Ríkarður Rík- arðsson lög- reglumaður fædd- ist á Húsavík 24. september 1961. Hann lést á líknar- deild Landakots 20. nóvember 2022 eft- ir erfið veikindi. Foreldrar hans voru Ríkarður Pálsson, f. 12. júní 1920, d. 25. júní 1972, og Elín Sveinsdóttir, f. 23. desember 1925, d. 21. mars 1993. Systkini Ríkarðs eru Sveinn, f. 1960, Páll, f. 1954, Guðný, f. 1950, og Svanhildur, f. 1948. Eiginkona Ríkarðs er Elfa Dögg Einarsdóttir frá Stykkishólmi, f. 15. desember 1961. Ríkarður og Elfa Dögg gengu í hjónaband 27. júlí 1997 og áttu sitt heimili í Hafnar- firði. Dóttir þeirra er Elín Hanna, f. 24. mars 1998, og tengdasonur þeirra er Alex Rafn Elf- arsson, f. 26. maí 1995. Ríkarður sleit barnsskónum á Húsavík, gekk þar í skóla og ólst upp hjá ástríkum foreldum í Hulduhól sem stendur við Garð- arsbraut 42. Hann vann við ýmis störf á unglingsárum sínum, lærði tækniteiknun í Iðnskól- anum á Akureyri og útskrifaðist 1983. Árið 1987 hóf hann störf hjá lögreglunni á Húsavík, út- skrifaðist úr Lögregluskóla rík- isins að vori 1990 og hélt áfram starfi sínu hjá lögregluembætt- inu á Húsavík til loka ársins 1995. Í byrjun árs 1996 flutti Ríkarður til Hafnarfjarðar og byrjaði sinn búskap með Elfu Dögg. Á sama tíma hóf hann störf hjá lögreglunni í Kópavogi og starfaði þar til dauðadags. Alls starfaði Ríkarður í lögregl- unni í 35 ár. Útför Ríkarðs fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 12. desember 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Ég varðveiti minninguna um elsku þína eins og lítinn stein í lófa mínum. Í laumi sting ég hendinni í vasann og finn ávala mýkt steinsins. Fingurnir snerta steininn, hann liggur í lófa mér. Minning um elsku þína gerir mig sterkari og harðari af mér, ég ætla ekki að detta, ekki að veikjast. (Caroline Krook) Þegar við Rikki hittumst í fyrsta sinn var vorið að vakna. Gróðurilmur í lofti, fuglasöngur barst frá trjánum þar sem nýút- sprungin lauf blöktu í vorblíðunni. Við hittumst á Heilsustofnuninni í Hveragerði þar sem við sóttum okkur heilsubót og nutum hvers dags. Ástin bankaði á dyrnar og við tók nýtt líf hjá okkur báðum. Húsvíkingurinn Rikki flutti til mín í Hafnarfjörð í byrjun árs 1996, hóf störf hjá lögreglunni í Kópavogi og starfaði þar til dauðadags. Á fyrsta sambúðarári okkar var ég í námi og studdi Rikki mig þar líkt og hann gerði alla tíð. Gifting var í júlí 1997, við fluttum í Breiðvanginn rétt fyrir jólin það ár og yndislega dóttir okkar, Elín Hanna, fæddist í mars 1998. Þetta var dásamlegur tími. Rikki var mikill áhugamaður um ljósmyndun, hann var lag- hentur og listrænn, teiknaði mikið og hafði næmt auga fyrir formum og litum í náttúrunni. Rikki var einstakur fuglaáhugamaður og naut þess að mynda fugla og teikna. Ferðir okkar í Flatey á Breiðafirði, dvöl í Bræðraminni, voru okkar bestu stundir. Rikki naut þess að ganga um með sína hjartfólgnu myndavél, kvölds og morgna, og alltaf fann hann ný sjónarhorn. Við mæðgur eigum yndislegar minningar í öllum þeim ljósmyndum sem Rikki okk- ar tók og í teikningum sem hann skellti á blað. Við geymum þennan dýrmæta fjársjóð vel. Traustari, ljúfari, þolinmóðari, jákvæðari, hjálpsamari, hug- myndaríkari, betri vin, eiginmann og föður en Rikka er ekki hægt að hugsa sér. Við vorum samtaka í verkefnum okkar, hvort sem það var eitthvað sem snerti heimilið, frítíma, störf eða allar þær óvæntu uppákomur í tengslum við okkar heilsu. Rikki minn fékk mörg stór heilsuverkefni í hendur en alltaf stóð hann upp aftur og fór til vinnu. En sú varð ekki raunin þegar síðasta stóra verkefnið kom, það er illkynja heilaæxli. Hjartað gerði honum oft grikk, al- varlegur nýrnasjúkdómur gerði vart við sig árið 2000 og í júní 2007 var grætt í hann nýra sem tók strax til starfa. Þessi aðgerð gaf Rikka nýtt líf og fimmtán ár til viðbótar. Í þessu sambandi vil ég þakka Gunnsu systur hans fyrir þá lífgjöf sem hún færði honum og getum við aldrei þakkað henni nóg fyrir þessa dýrmætu gjöf sem er ekki sjálfsögð. Það er kaldhæðni örlaganna að hugsa um það að hjartað hans og ígrædda nýrað stóðu sig eins og hetjur í bardag- anum við heilaæxlið sem hafði því miður yfirhöndina í þessum átök- um. Rikka okkar er víða sárt sakn- að, hann var vinur vina sinna, rétti mörgum glaður hjálparhönd. Elín Hanna okkar og Alex Rafn tengdasonur eiga um sárt að binda en ég veit að þau gæta hvors annars. Þakkir til fjölskyldu og vina fyrir hlýhug og aðstoð, einnig til þeirra sem sinntu Rikka í veik- indum. Ástarkveðja til þín minn elsku besti Rikki, við hittumst í sumar- landinu. Þín, Elfa Dögg. Okkar elskulegi tengdasonur, Ríkarður, hefur kvatt eftir erfið veikindi. Við söknum hans sárt því við eigum svo margar góðar minn- ingar um þennan ljúfa dreng sem alltaf var tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd í stóru sem smáu. Við minnumst allra góðra samveru- stunda, allra ferðanna sem við fór- um með Rikka, Elfu Dögg og El- ínu Hönnu um fallega landið okkar og út fyrir landsteinana. Einn var sá staður sem við vitum að hann elskaði og var það Flatey á Breiðafirði. Þar gekk strákurinn frá Húsavík glaður um með myndavélina sína og naut hverrar stundar. Fimmtíu ár eru fljót að líða hjá fallegum strák frá Húsavík. Á Kinnarfjöllunum var blessuð blíða og blár var þá sjórinn í hverri vík. Við höfnina undi sér afar vel, auðvitað þekkti hann hval frá sel. Nú unir hann sér við lífsins lindir með litlum fuglum við fjöruhlein. Af þeim tekur hann ótal myndir og maríu á skógargrein. Einn frá heimsins amstri og þraut útiveru af guðs náð hlaut. Bestu óskir ber ég núna barni dagsins, Rikki minn. Og það á líka við um frúna, ekki gleymist dóttirin. Blómin anga, bera von, bögglaði saman Steinþórsson. (Einar Steinþórsson) Við kveðjum Rikka með þakk- læti fyrir allt sem hann var okkur. Megi guð og góðir englar vaka yf- ir Elfu Dögg okkar, Elínu Hönnu og Alex Rafni og veita þeim styrk. Gréta og Einar, tengdaforeldrar í Stykkishólmi. Þegar mér barst sú fregn að Rikki mágur minn væri fallinn frá var ég harmi sleginn, því með and- láti hans er genginn góður dreng- ur og kær vinur. Þegar Elfa Dögg systir mín kynnti mig fyrir Rikka fyrir rúm- um aldarfjórðung, þessum trausta, skýrmælta og einlæga Húsvíkingi, varð mér strax ljóst hve mikla mannkosti hann hafði að bera. Rikki og Elfa Dögg gengu í hjónaband árið 1997. Þau áttu ein- staklega fallegt og farsælt hjóna- band, reist á traustum grunni gagnkvæmrar ástar og virðingar, og þau nutu þess að vera saman. Ég sá greinilega í veikindum hans hversu einlæg ástin var. Rikki og Elfa Dögg eignuðust dótturina Elínu Hönnu árið 1998. Rikki var góður fjölskyldumaður og Elfa Dögg var mikil stoð í lífi hans. Rikki talaði alltaf af sérstökum hlýhug um hana og var afar stolt- ur af henni og Elínu Hönnu. Ljósmyndun og fuglaskoðun skipuðu stóran sess í áhugamálum Rikka og í eðli sínu var hann mikið náttúrubarn. Þegar við dvöldum í Bræðraminni, húsi fjölskyldunnar í Flatey, naut Rikki sín vel. Eins og við sem þekkjum Flatey vitum, þá eru litir hafs og himins hvergi dýpri en þar. Rikki vaknaði iðu- lega eldsnemma á morgnana til að fanga réttu birtuna og kyrrðina. Það fór ekki á milli mála að þarna naut hann sín best. Greina mátti gleðina og eftirvæntinguna á göngulagi hans þegar hann hélt af stað í leit sinni að ákjósanlegu myndefni. Þessar minningar mun ég ávallt geyma. Rikki hafði sterkar rætur til Húsavíkur. Fjölskyldan skipaði ávallt stóran sess í lífi hans. Systk- ini hans á Húsavík voru honum af- ar mikilvæg og var hann í góðum samskiptum við þau alla tíð og fannst nauðsynlegt að koma reglulega á æskustöðvar sínar. Maður skynjaði glöggt í öllum háttum hans og framgöngu að þaðan kom honum bæði kraftur og hyggjuvit til að takast á við verkefni daglegs lífs. Fyrir um einu ári greindist Rikki með krabbamein. Í veikind- um sínum lifði hann fyrir hvern dag, var ekki kvíðinn fyrir morg- undeginum og gerði lítið úr þeirri erfiðu stöðu sem við blasti. Í síð- ustu heimsókn minni á spítalann, nokkrum dögum áður en hann lést, rifjuðum við upp samveru- stundir í Flatey og ræddum um uppáhalds fuglana okkar, kríuna og lundann. Þá var stutt í hlátur- inn, þennan lífsglaða einlæga hlát- ur, sem lýsti upp andlit hans og umhverfið allt. Fátt sýndi betur styrk Rikka en viðbrögð hans við alvarlegum veikindum. Eftir að hafa náð átt- um yfir þessum tíðindum, gekk hann til verks, keikur og æðru- laus. Þá hófst það stríð, sem nú er lokið. Í veikindum Rikka hefur Elfa Dögg sýnt aðdáunarvert þrek og stillingu. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Rikka, þessum góða dreng, sem við nú kveðjum með miklum trega og sorg í hjarta. Elsku Elfa Dögg, Elín Hanna og Alex, mikill er missir ykkar. Megi góður guð vaka yfir ykkur, styðja og styrkja á þessum erfiðu tímum. Bent S. Einarsson. Síðustu mánuði hef ég fylgst með móðurbróður mínum, Bróa, takast á við enn eitt erfiða verk- efnið sem honum var úthlutað í þessu lífi. Hann tókst á við það af einstakri jákvæðni, jafnlyndi og æðruleysi. Hann kvartaði aldrei, tók einn dag í einu og húmorinn var aldrei langt undan. Brói var ekki orðinn 11 ára þegar faðir hans lést og hafði það mikil áhrif á ungan dreng. Þá var enga aðstoð að fá og fólk varð bara að bíta á jaxlinn og halda áfram. Amma Ella gerði allt sem hún gat til að halda utan um yngstu syni sína sem oft voru óþekkir og fjörugir. Á æskuheimili þeirra, Hulduhól, var mikill gestagangur og vel tek- ið á móti öllum sem komu þar við. Á meðan amma lifði var stórfjöl- skyldan ævinlega saman á gaml- árskvöld og þar héldu Hulduhóls- bræður uppi fjörinu. Mín stjúpbörn segja að það hefðu verið þeirra skemmtilegustu áramót, þau sem við áttum þar. Brói var listamaður, teiknaði fallegar myndir og tók fallegar myndir. Jólakortin frá honum voru skemmtilega myndskreytt, oftar en ekki skopmyndir og þá sér- staklega ef kortið var til mín. Oft- ast teiknaði hann heila myndaser- íu af jólasveini í allskyns verkum á umslaginu, sem auðvelt var að þekkja að væri ég, litli meðhjálp- arinn. Eitt sinn fylgdi ljóð með sem hann fékk tengdaföður sinn Einar til að semja um mig. Þetta leiddist honum ekki. Ungur eignaðist Brói myndavél og þá greip ljósmyndabakterían hann. Brói var áhugaljósmyndari og einn af stofnendum Ljós- myndaklúbbs Húsavíkur. Hann átti orðið myndir af flestum fugl- um sem teljast til íslensku flór- unnar í öllum hugsanlegum og óhugsanlegum stellingum. Eitt sinn stóð hann uppi í tré í fjóra og hálfa klukkustund að fylgjast með fálka færa ungunum sínum fæðu. Þá kom þolinmæði hans sér vel. Skúlptúrar í náttúrunni, bátar og mannlífið fönguðu listamanns- auga hans. Brói var mikið nátt- úrubarn og fagurkeri og er Elín Hanna einkadóttir hans, sem hann var mjög stoltur af, svo heppin að erfa þessa eiginleika hans. Sjúkdómsbaráttan var erfið hjá Bróa en þar studdu þau Elfa Dögg, Elín Hanna og Alex Rafn, fjölskyldan öll og nánir vinir við hann með aðdáunarverðum hætti. Elfa Dögg hefur verið mikil hetja í þessu veikindaferli. Hún var vakin og sofin yfir honum og gerði hon- um lífið eins auðvelt og hægt var. Mína dýpstu samúð votta ég Elfu Dögg, Elínu Hönnu og Alex Rafni. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Blessuð sé minning Bróa. Margrét G. Þórhallsdóttir. Með hlýjum minningum og söknuði kveðjum við elsku Rikka okkar. Hann var mikill náttúruunn- andi, og gat fangað fegurðina í náttúrunni með myndavélinni sinni sem hann bar ávallt um háls- inn þegar hann var á ferðinni. Hann var sérstaklega fróður um fugla, alveg sama hvort það voru íslenskir eða fuglar sem rétt litu við hér á Íslandi. Það eru ófáar fuglamyndirnar sem hann hefur leyft okkur hinum að njóta í gegn- um tíðina. Rikki hefur verið í fjölskyld- unni síðan þau Elfa Dögg, mín besta frænka og vinkona, náðu saman. Þau smullu svo vel saman og hafa verið samhent og sam- stiga alla tíð. Svo þegar ljósgeislinn þeirra hún Elín Hanna kom í heiminn fullkomnaði það lífið. Eitt sinn hringdi ég í frænku mína og var að segja henni að við Gunni værum að spá í að fara í siglingu um Karabíska hafið. Ég spurði hvort þau vildu bara ekki skella sér með, en þau hefðu ekki mikinn tíma til að hugsa sig um því það þyrfti að staðfesta ferðina daginn eftir. Elfa og Rikki hugs- uðu sig um í smá tíma og hringdu fljótlega til baka og sögðust ætla að skella sér með. Þetta var mjög skemmtileg og eftirminnileg ferð sem er vel geymd í minninga- bankanum. Þegar Selma Rut dóttir okkar og Gunni hennar giftu sig var Rikki þeirra ljósmyndari. Hann fangaði öll smáatriði, bæði í und- irbúningi, athöfn og á eftir. Hann var algjör listamaður með mynda- vélina og sá myndefnið í gegnum ljósopið. Það er sárt að sakna, minning- arnar ylja og við þökkum fyrir lífið með Rikka okkar. Elsku bestu Elfa Dögg, Elín Hanna og Alex Rafn, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Olga Sædís og fjölskylda. Takk fyrir allt elsku besti Rikki okkar, við erum þakklát að eilífu fyrir allar góðu stundirnar með þér. Hér er ljóð eftir afa til þín. Ljósmyndarinn Hvað vitið þið fegurra en Flatey þegar fjörðurinn bilkar í sól og fuglar um eyjuna flögra og faðmast við hreiðurból? Þá rís Rikki snemma úr rekkju röskur og ber sig vel. Frá átta til hádegis heldur á hjartkærri myndavél. (Einar Steinþórsson ) Elsku Elfa, Elín Hanna og Alex við sendum ykkur kærleiksknús og styrk á þessum tímum. Ykkar Róbert Max Garcia, Andrea Odda Steinþórsdóttir og Ísa- bella Embla Steinþórsdóttir. Í dag kveðjum við með söknuði hann Rikka okkar sem lést á Landakotsspítala í lok nóvember, langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Strákurinn frá Húsavík var mikill listamaður og kom það skýrast fram þegar hann mundaði myndavélina eða teiknaði lista- verkin sín. Rikki náði á frábæran hátt að sameina tvö af sínum aðal áhugamálum í eitt, ljósmyndun og fuglaskoðun. Hann var iðinn í leit sinni að fuglum af öllum stærðum og gerðum og tók af þeim myndir sem hlaupa sennilega á þúsund- um, samt aldrei sama sjónarhorn- ið. Börnin okkar hafa alla tíð verið miklir heimagangar hjá Elfu og Rikka og þau sérstaklega dugleg og jákvæð að nenna að gæta þeirra, leyfa þeim að gista hjá sér eða fara með þau í óvissuferðir eins og þeim einum var lagið. Rikki lét sitt aldrei eftir liggja og átti mjög fallegt vinasamband við öll okkar börn, sem einkennd- ist af rólegu og hlýlegu yfirbragði hans. Róbert og Elín Hanna voru í raun sem systkini og fylgdust að í leik og starfi. Dætur okkar Andrea Odda og Ísabella Embla nutu samvista við Elfu og Rikka sinn sem var allra manna fremstur í að spila við þær daginn út og daginn inn, þó svo að okkar yngsta hafi reynt að hag- ræða úrslitum við lögreglumann- inn sjálfan. Á einni af þessum spilastund- um notaði Ísabella okkar mikið orðatiltækið „Guð minn góður“ en Rikki sló því eðlilega í smá grín sem pabbabrandara og sagði að hún mætti nú bara alveg kalla hann Guðmund. Eftir þessa stund þar sem Guð-mundur kom til sög- unnar, kölluðu þau hvort annað framvegis í gríni „Guðmundur minn“ sem er ein af þessum ein- földu enn ljúfu tengingum sem hann náði við fólk. Margs er að minnast um ein- staklega ljúfan, góðan og traustan mann. Upp úr standa samveru- stundir í húsinu okkar Bræðra- minni í Flatey á Breiðafirði, þar sem við áttum ljúfa tíma saman. Sérstakar stundir sem verða til fyrir tilviljun eins og þegar Ró- bert okkar vaknaði alltaf við fyrsta hanagal og var hann þá tek- inn hratt og örugglega út svo hann myndi ekki vekja alla í hús- inu. Leiðin lá þá yfirleitt í Grýlu- voginn að leika í fjörunni og svo stuttu seinna birtist Rikkinn okk- ar með myndavélina framan á sér, að nýta þennan dag til nýrra kríu- mynda sem ekki voru teknar í gær hvað þá í fyrra. En þarna sátum við í flæðarmálinu, ræddum málin og nutum samvista í algerri kyrrð Breiðafjarðar og krían varla vökn- uð. Þetta voru góðar og dýrmætar stundir þar sem tíminn stóð í stað. Núna finnst okkur tíminn standa í stað þegar Rikki okkar hefur kvatt, enn finnst okkur það óraunverulegt og skrítið. Við kveðjum með miklum sökn- uði og virðingu einn af okkar allra bestu drengjum, son Húsavíkur, son náttúrunnar, son listarinnar. Rikki var einn af þessum traustu, ljúfu og hógværu sem allir hefðu átt að kynnast, því það var mann- bætandi. Á þessum erfiðu tímum er hug- urinn hjá okkar elsku Elfu Dögg, Elínu Hönnu og Alex. Við sendum þeim okkar allra dýpstu samúðar- kveðjur. Við erum til staðar fyrir ykkur, alltaf. Ykkar Steinþór Einarsson, Þórunn Ingjaldsdóttir og börn. Ég var erlendis í fríi þegar mér bárust þær sorgarfréttir að góður vinur minn og samstarfsfélagi til síðustu 15 ára, Ríkarður Ríkarðs- son, væri látinn langt fyrir aldur fram. Þrátt fyrir að fréttin af and- láti hans hafi ekki komið á óvart þar sem hann hafði glímt við erfið veikindi undarfarin misseri, var áfallið mikið. Ég kynntist Ríkarði, eða Rikka eins og við samstarfsfélagarnir kölluðum hann jafnan, þegar hann mætti árið 2007 til starfa á litlu hverfalögreglustöðina í Mjódd í Breiðholti. Hlutverk Rikka var að sjá um almenn störf á stöðinni og afgreiða þá sem komu á lögreglu- stöðina með ýmis erindi. Fljótt komu í ljós hinir miklu mannkost- ir sem Ríkarður hafði yfir að búa. Hann var mjög samviskusamur, bóngóður og með mikla þjónustu- lund sem skein í gegn í öllum hans störfum. Rikki tók öllum vel og lagði sig fram um að aðstoða þá sem leituðu til lögreglunnar eins vel og hægt væri og oft mun meira en hægt var að óska eftir. Rikki sem var hæglátur, hóg- vær og góður félagi féll strax vel inn í hópinn á stöðinni og mynd- aðist milli okkar vinskapur sem aldrei bar skugga á. Tveimur ár- um eftir að Rikki kom á Breið- holtsstöðina var lögreglustöðvum fækkað á höfuðborgarsvæðinu og var þá lögreglustöðinni í Breið- holti lokað. Fóru allir sem unnu í Breiðholti til starfa í Kópavogi þar sem Rikki sinnti rannsóknum mála auk þess að sjá um kær- umóttökuna. Rikki var mikill áhugamaður um ljósmyndun og var ávallt með myndavélina á lofti. Hann átti auðvelt með að sjá fyrir sér mynd- ræna hluti og eru margar myndir hans sannkölluð listaverk. Oftar en ekki voru fuglar viðfangsefnið enda hafa myndir hans verið á sýningum, birst í blöðum, fugla- bókum og á póstkortum. Þá var Rikki einnig frábær teiknari. Ríkarður tók ávallt myndavél- ina með í ferðir sem við vinnu- félagarnir og vinir hans fórum í, innanlands sem erlendis. Minning um Ferlisferðir og ferðir rann- sóknardeildarinnar til Þýska- lands, Póllands og Spánar eru ógleymanlegar. Myndaði hann mikið í þessum ferðum og ylja þessar myndir nú enda deildi hann þessum myndum óspart til okkar sem í ferðirnar fóru. Mynd- ir hans úr ferðunum prýða veggi rannsóknardeildarinnar. Ég votta Elfu Dögg, Elínu Hönnu og öðrum aðstandendum innilega samúð mína. Missir ykk- ar er sannarlega mikill en minn- ing um góðan dreng mun lifa. Blessuð sé minning Ríkarðs Ríkarðssonar. Heimir Ríkarðsson. Ríkarður Ríkarðsson - Fleiri minningargreinar um Ríkarð Ríkarðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.