Morgunblaðið - 12.12.2022, Side 26

Morgunblaðið - 12.12.2022, Side 26
ÍÞRÓTTIR26 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Garðabær: Stjarnan – FH...................... 19.30 Skógarsel: ÍR – Grótta............................ 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Bikar karla, VÍS-bikarinn, 8-liða úrslit: Hlíðarendi: Valur – Grindavík................ 18.15 Keflavík: Keflavík – Njarðvík ................. 19.15 Meistaravellir: KR – Höttur .................. 20.15 HM í Katar 8-LIÐAÚRSLIT: Marokkó – Portúgal.................................. 1:0 Youssef En-Nesyri 42. England – Frakkland................................ 1:2 Harry Kane 54. (v.) – Aurelién Tchouaméni 17., Olivier Giroud 78. Harry Kane skaut yfir mark Frakklands úr vítaspyrnu á 84. mínútu. UNDANÚRSLIT: 13.12. Argentína – Króatía...................... 19.00 14.12. Frakkland – Marokkó................... 19.00 MARKAHÆSTIRÁHM: Kylian Mbappé, Frakklandi.......................... 5 Lionel Messi, Argentínu................................ 4 Olivier Giroud, Frakklandi ........................... 4 Goncalo Ramos, Portúgal ............................. 3 Álvaro Morata, Spáni .................................... 3 Marcus Rashford, Englandi ......................... 3 Enner Valencia, Ekvador .............................. 3 Bukayo Saka, Englandi ................................. 3 Richarlison, Brasilíu ...................................... 3 Cody Gakpo, Hollandi.................................... 3 England C-deild: Shrewsbury – Bolton................................ 3:2 Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu hjá Bolton. Þýskaland BayernMünchen – Leverkusen ........... 2:0 Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn fyrir Bayern München. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék ekki vegna meiðsla og Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leik- mannahópnum. Wolfsburg –Meppen................................ 3:0 Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á sem varamaður á 61. mínútu hjá Wolfsburg. Staða efstu liða: Wolfsburg 10 10 0 0 35:5 30 B. München 10 8 1 1 26:3 25 Frankfurt 10 7 2 1 23:13 23 Freiburg 10 6 1 3 25:17 19 Hoffenheim 10 5 2 3 20:19 17 Leverkusen 10 4 0 6 15:16 12 Ítalía Roma – Juventus ....................................... 2:4 Sara Björk Gunnarsdóttir lagði upp mark fyrir Juventus og fór meidd af velli á 33. mínútu. Sassuolo – ACMilan 0:1 Guðný Árnadóttir lék allan leikinn fyrir AC Milan. Pomigliano – InterMílanó...................... 1:2 Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Inter Mílanó. B-deild: Ascoli – Genoa ........................................... 0:0 Albert Guðmundsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Genoa. Frosinone – Pisa ....................................... 0:0 Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Pisa. C-deild: Virtus Verona - Renate ........................... 3:0 Emil Hallfreðsson lék fyrstu 85 mínúturnar fyrir Virtus Verona. Frakkland Lyon – París SG .......................................... 0:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópi París SG. Holland Twente – Fortuna Sittard ...................... 6:0 Hildur Antonsdóttir lék allan leikinn fyrir Fortuna Sittard. B-deild: Jong Ajax – Jong Utrecht........................ 1:2 Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn fyrir Jong Ajax og skoraði mark liðsins. Belgía B-deild: Beerschot – Standard Liege U23 .......... 1:0 Nökkvi Þeyr Þórisson lék fyrstu 84 mín- úturnar fyrir Beerschot. Lommel – Deinze ....................................... 1:0 Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Lommel og lagði upp sigurmarkið. Marokkóska liðið á spjöld sögunnar lKane klúðraði víti og England úr leik Karlalið Marokkó í knattspyrnu skráði sig á spjöld sögunnar á laugar- dag þegar liðið varð fyrsta Afríku- þjóðin til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts. Það gerði liðið með því að leggja Portúgal að velli, 1:0, í átta liða úrslit- um HM í Katar. Youssef En-Nesyri skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks. Afrek marokkóska liðsins er eftirtektarvert fyrir margra hluta sakir. Liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í allri keppninni, sem var sjálfsmark í 2:1-sigri á Kanada í riðlakeppninni. Inni í þessum tölum er líka vítaspyrnukeppni gegn Spáni í 16-liða úrslitum þar sem Marokkó fékk ekki eitt einasta mark á sig og vann 3:0 í henni. Hetjur Marokkó á mótinu eru margar en hæst ber að nefna hinn magnaða markvörð Yassine Bounou, sem kallar sig Bono eins og nokk- uð frægur írskur söngvari. Hann hefur átt stórkostlegt mót. Varnar- tengiliðurinn Sofyan Amrabat, leikmaður Fiorentina, hefur þá leikið óaðfinnanlega á miðjunni og sér varnarlínu Marokkó fyrir ómetan- legri vernd. Skakkaföll í vörninni Loks má geta þess að varnarlínan sem lauk leiknum gegn Portúgal á laugardag samanstóð af þremur leik- mönnum sem eru ekki fyrstu kostir í stöðurnar, auk hins frábæra Achraf Hakimi. Nayef Aguerd og Noussair Mazraoui hjá Bayern München voru meiddir og gátu ekki tekið þátt í leiknum og þá meiddist Romain Saiss fyrirliði snemma í síðari hálfleik. Marokkóska liðið lét það að leika með nokkurs konar hallærisvörn ekkert á sig fá, hélt mögnuðu skipulagi sínu fullkomlega og marki sínu hreinu í enn eitt skiptið. Draumar Portúgals og stór- stjörnunnar Cristiano Ronaldo um heimsmeistaratitil eru þar með úr sögunni. Að öllum líkindum var um síðasta tækifæri hins 37 ára gamla Ronaldo til þess að vinna HM að ræða. Dýrkeypt vítaklúður Ríkjandi heimsmeistarar Frakk- lands stigu annað skref í átt að því að verja titil sinn með því að hafa betur gegn Englandi, 2:1, í frábærum leik í átta liða úrslitunum á laugardags- kvöld. Aurelién Tchouaméni kom Frökk- um yfir á 17. mínútu áður en Harry Kane jafnaði metin úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Olivier Giroud, markahæsti leikmaður í sögu franska karlalandsliðsins, skoraði svo sigurmarkið 12 mínútum fyrir leikslok. Sex mínútum fyrir leikslok fékk Kane tækifæri til þess að jafna metin öðru sinni, úr annarri vítaspyrnu, en þrumaði þá yfir markið og Englendingar úr leik. England var síst lakari aðilinn í leiknum og skapaði sér fjölda góðra tækifæra en seigla Frakklands fleytti liðinu að lokum áfram. Fram undan er einkar athyglisverð viðureign Marokkós og Frakklands í undanúrslitum HM næstkomandi miðvikudagskvöld. Marokkóska liðinu þykir það væntanlega sérlega freistandi að slá Frakkland, sem þjóðin fékk sjálfstæði frá árið 1956, út og verða um leið fyrsta Afríkuþjóðin til þess að komast í úrslitaleik HM. HM Í KATAR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is AFP/Patricia de Melo Moreira Ómetanlegur Sofyan Amrabat, akkerið á miðju Marokkó, fagnar mögnuð- um 1:0-sigri liðsins á Portúgal í 8-liða úrslitumHM á laugardag. Haukar unnu sinn þriðja sigur í röð Haukar héldu sér á beinu brautinni, gerðu góða ferð til Akureyrar og lögðu KA með minnsta mun, 29:28, í Olísdeild karla í handknattleik á laugardag. Haukar hafa nú unnið þrjá leiki í röð í deildinni og fjóra af sex leikjum sínum undir stjórn Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, sem tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Hafnarfjarðarliðið er komið upp í 7. sæti deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Markahæstir hjá Haukum voru Heimir Ó. Heimisson og Guðmund- ur B. Ástþórsson, báðir með sjö mörk. Markahæstir hjá KA voru Einar R. Eiðsson og Dagur Gauta- son, báðir einnig með sjö mörk. Á laugardagskvöld vann Selfoss svo góðan 32:30-sigur á Fram á Selfossi. Markahæstir hjá Selfossi voru Guðmundur H. Helgason og Ísak Gústafsson, báðir með sjö mörk. Vilius Rasimas varði 15 skot í marki liðsins. Markahæstur hjá Fram var Luka Vukicevic með fimm mörk. Ljósmynd/Þórir Tryggvason SjöHeimir Óli Heimisson hjá Haukum og Einar Rafn Eiðsson hjá KA skor- uðu báðir sjö mörk fyrir lið sín í naumum sigri Hauka á laugardag. Viktor efnilegasti markvörður heims Handboltamaðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmark- vörður og leikmaður Nantes í Frakklandi, er efnilegasti markvörður heims samkvæmt vefsíðunni handball-planet. Kosið var um efnilegustu leik- menn heims í hverri stöðu fyrir sig og greiddu um það bil 15.000 manns atkvæði í vali á efnilegasta markverðinum. Atkvæði almenn- ings vógu á móti niðurstöðu dóm- nefndar síðunnar sem skipuð var af fyrrverandi handboltamönnum sem og fjölmiðlamönnum sem sérhæfa sig í handknattleik. Viktor Gísli, sem er 22 ára gam- all, varð annar í netkosningunni á eftir jafnaldra sínum, Egyptan- umAbdelrahmanMohamed hjá Wisla Plock, en hlaut afgerandi stuðning dómnefndar sem varð til þess að hann vann kosninguna. Auk þess að vera valinn efni- legasti markvörður heims var hann einnig í þriðja sæti yfir efnilegustu handknattleiksmenn heims. Sænski leikmaðurinn Eric Johansson, leikmaður Kiel sem er einnig 22 ára, var valinn efnileg- astur. Í öðru sæti var svo portú- galska undrabarnið Kiko Costa, leikmaður Sporting frá Lissabon, sem er aðeins 17 ára gamall. Viktor Gísli hefur farið á kostummeð Nantes í frönsku 1. deildinni og Meistaradeild Evrópu á tímabilinu og má vænta þess að hann verði lykilmaður í liði Íslands sem hefur leik á heimsmeistaramótinu í hand- knattleik í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði. Hann glímir nú við smávægi- leg meiðsli og lék því ekki með Nantes í 32:29-sigri liðsins á Dunkerque í deildinni í gær. Ljósmynd/Szilvia Micheller EfnilegasturViktor Gísli er besti ungi markvörður heims. „Knattspyrnumaðurinn Óskar Örn Hauksson er genginn til liðs við 1. deildarlið Grindavíkur í annað sinn á ferlinum eftir eitt tímabil hjá Stjörnunni. Hann skrifaði undir samning sem gildir út keppnistímabil- ið 2023. Óskar Örn, sem er 38 ára gamall, kveður nú efstu deild á Íslandi í bili þar sem hann lék 19 tímabil í röð og skoraði á hverju einasta þeirra. Hann er langleikjahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar með 373 leiki fyrir Grindavík, KR og nú síðast Stjörnuna og hefur hann skorað í þeim 88 mörk. „Alexandra Jóhannsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, átti stórleik í liði Fiorentina þegar hún skoraði tvívegis í 4:0-sigri á Parma í ítölsku A-deildinni á laugardag. Alexandra kom Fiorentina á bragðið á 38. mínútu og innsiglaði svo öruggan sigur með fjórða markinu stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hún lék allan leikinn fyrir Fiorentina, sem er í 3. sæti ítölsku A-deildarinnar með 25 stig, fimm stig- um á eftir toppliði Roma. „Oddur Gretarsson lék frábærlega fyrir Balingen þegar liðið vann þægi- legan 35:29-sigur á Coburg í þýsku B-deildinni í handknattleik karla á laugardagskvöld. Oddur skoraði 11 mörk fyrir Balingen. Daníel Þór Inga- son bætti þá við tveimur mörkum fyrir liðið. Um Íslendingaslag var að ræða þar sem Tumi Steinn Rúnarsson leikur með Coburg, en hann skor- aði fimm mörk. Balingen er á toppi B-deildarinnar með 28 stig eftir 15 leiki, sex stigum fyrir ofan næsta lið, N-Lübbecke. Coburg er hins vegar í 10. sæti með 15 stig eftir 15 leiki. „Bjarki Már Elísson, lands- liðsmaður í hand- knattleik, fór á kostum með liði sínu Veszprém þegar það vann öruggan 42:28-sigur á Budákálász í ungversku úrvalsdeildinni á laugardagskvöld. Bjarki Már var markahæstur í leiknum með tíu mörk fyrir Veszprém. Liðið er því enn með fullt hús stiga, 24 að loknum 12 leikjum, á toppi deildar- innar. Danmörk Aalborg – Skjern .............................. 32:24 Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Sveinn Jóhannsson skoraði 1 mark fyrir Skjern. Ribe-Esbjerg – Skanderborg........... 29:28 Ágúst Elí Björgvinsson varði 7 skot í marki Ribe-Esbjerg en Elvar Ásgeirsson og Arnar Birkir Hálfdánsson komust ekki á blað. B-deild: Hellerup – EHAalborg ...................... 17:21 Andrea Jacobsen skoraði 3 mörk fyrir Aal- borg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.