Morgunblaðið - 12.12.2022, Side 27
VÍS-bikar karla
8-liða úrslit:
Stjarnan – Skallagrímur ........................ 98:92
1. deild karla
Selfoss – Álftanes .................................... 79:91
Staðan:
Álftanes 12 11 1 1109:1014 22
Hamar 11 8 3 1054:945 16
Sindri 12 8 4 1117:1017 16
Selfoss 12 7 5 1100:991 14
Hrunamenn 12 6 6 1133:1171 12
Ármann 11 5 6 983:977 10
ÍA 12 5 7 1005:1099 10
Skallagrímur 12 5 7 1083:1040 10
Fjölnir 12 3 9 1025:1106 6
Þór Ak. 12 1 11 930:1179 2
VÍS-bikar kvenna
8-liða úrslit:
Fjölnir – Snæfell ...................................... 77:92
Keflavík – Njarðvík ..................... (frl.) 103:97
ÍR – Stjarnan............................................ 84:92
Haukar – Grindavík ............................... 66:64
Spánn
Zaragoza – Granada ............................. 73:57
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig, tók 9
fráköst og gaf 1 stoðsendingu á 20 mínútum
hjá Zaragoza.
B-deild:
Almansa – Oviedo...................... (frl.) 94:101
Þórir Guðmundur Þorbjarnason skoraði 19
stig, tók 7 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal
2 boltum á 24 mínútum hjá Oviedo.
Litháen
Rytas Vilnius – Lietkabelis . (frl.) 109:104
Elvar Már Friðriksson skoraði 9 stig, tók 2
fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 29 mínútum
hjá Rytas.
Ítalía
Pesaro – Varese .................................... 101:93
Jón Axel Guðmundsson skoraði 5 stig og tók
4 fráköst á 19 mínútum hjá Pesaro.
Faenza – SanMartino ......................... 65:76
Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 6 stig og tók
3 fráköst á 27 mínútum hjá Faenza.
Olísdeild karla
KA – Haukar............................................. 28:29
Selfoss – Fram ....................................... 32:30
Staðan:
Valur 13 11 1 1 445:372 23
FH 12 8 2 2 366:350 18
Afturelding 13 7 3 3 393:369 17
Fram 14 6 3 5 418:413 15
ÍBV 12 6 2 4 401:372 14
Stjarnan 12 5 3 4 353:343 13
Haukar 13 6 1 6 392:375 13
Selfoss 13 6 1 6 385:396 13
Grótta 11 3 3 5 302:302 9
KA 13 3 3 7 374:393 9
ÍR 12 2 1 9 334:403 5
Hörður 12 0 1 11 354:429 1
Grill 66-deild karla
Valur U – Þór........................................... 30:24
Kórdrengir – Fram U ............................. 28:35
Olísdeild kvenna
KA/Þór – Stjarnan................................... 21:18
ÍBV – HK................................................... 31:20
Selfoss – Haukar..................................... 33:36
Staðan:
Valur 10 9 1 0 292:226 19
Stjarnan 9 7 0 2 263:208 14
ÍBV 9 7 0 2 249:222 14
Fram 10 5 1 4 268:231 11
Haukar 10 4 0 6 282:291 8
KA/Þór 10 3 0 7 238:269 6
Selfoss 10 2 0 8 271:310 4
HK 10 1 0 9 220:326 2
Grill 66-deild kvenna
Fram U – Valur U.................................... 29:17
Þýskaland
Kiel –Melsungen .................................. 24:22
Elvar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir
Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson
komst ekki á blað hjá liðinu.
Bergischer – Flensburg ....................... 18:31
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 2 mörk
fyrir Bergischer.
Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað
hjá Flensburg.
Minden – Leipzig .................................. 28:29
Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir
Leipzig. Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið.
Metzingen – Bensheim........................ 34:31
Sandra Erlingsdóttir skoraði 2 mörk fyrir
Metzingen.
Noregur
Fjellhammer – Elverum ...................... 23:31
Orri Freyr Þorkelsson skoraði 1 mark
fyrir Elverum.
Larvik – Volda........................................ 35:26
Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði 3 mörk
fyrir Volda en Dana Björg Guðmundsdóttir
og Katrín Tinna Jensdóttir komust ekki á
blað. Halldór S. Haraldsson þjálfar liðið.
Svíþjóð
Önnered – Skövde.................................. 27:28
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 2
mörk fyrir Skövde.
Sviss
Kriens – Kadetten ................................. 31:28
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 7 mörk
fyrir Kadetten. Aðalsteinn Eyjólfsson
þjálfar liðið.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022
ÍBV ogValur féllu úr leik
lTöpuðu eftir tvo leiki í 32-liða úrslit-
um Evrópubikars karla og kvenna
ÍBV mætti Dukla Prag í 32-liða
úrslitum Evrópubikars karla í
handknattleik í tveimur leikjum
sem fóru fram í Prag um helgina.
Eyjamenn unnu fyrri leikinn með
naumindum, 34:33, á laugardag
en Dukla hafði betur 32:25, í síðari
leiknum í gær. Dukla vann því ein-
vígið samanlagt 65:59 og er komið
áfram í 16-liða úrslit keppninnar.
Í fyrri leiknum var allt í járnum
allan tímann þar sem Svanur Páll
Ísfeld Vilhjálmsson skoraði sigur-
mark ÍBV á lokamínútunni.
Sveinn José Rivera var marka-
hæstur í liði ÍBV með sjö mörk og
þar á eftir kom Rúnar Kárason
með fimm. Petar Jokanovic varði
aðeins sex skot af þeim 39 sem
hann fékk á sig í marki Eyjamanna.
Dukla sterkir í seinni leiknum
Í síðari leiknum reyndust heima-
menn sterkari. Staðan í hálfleik
var 13:11 og í síðari hálfleik gekk
Dukla enn frekar á lagið og fagn-
aði að lokum öruggum sjö marka
sigri.
Í leiknum í gær var Rúnar marka-
hæstur Eyjamanna með átta mörk.
Jokanovic varði þá tíu skot af þeim
40 sem hann fékk á sig, sem er 25
prósent markvarsla.
Fyrri leikurinn fór með Val
Kvennalið Vals féll naumlega úr
leik í 32-liða úrslitum Evrópubikars
kvenna eftir harða rimmu í tveimur
leikjum gegn spænska liðinu Elche
en báðir leikirnir fóru fram þar í
borg um helgina.
Elche hafði betur í fyrri leiknum
á laugardag, 30:25, en Valur vann
síðari leikinn í gær, 21:18. Elche
vann því einvígið samanlagt 48:46
og er komið áfram í 16-liða úrslit
Evrópubikarsins.
Elche var mun sterkara liðið í
fyrri leiknum og leiddi til að mynda
með sjö mörkum í hálfleik, 17:10.
Valur náði aðeins að laga stöðuna
í síðari hálfleik en fimm marka tap
varð að endingu niðurstaðan.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir og
Mariam Eradze voru markahæstar
hjá Val í fyrri leiknum með fimm
mörk hvor. Markvarslan lét á sér
standa hjá Valskonum þar sem
Sara Sif Helgadóttir varði aðeins
þrjú skot af 23 sem hún fékk á sig
og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir
tvö af níu skotum.
Útlitið gott eftir fyrri hálfleik
Í síðari leiknum var útlitið afar
gott fyrir Val að fyrri hálfleik lokn-
um enda staðan þá 15:9, Valskonum
í vil. Í síðari hálfleik tókst Val hins
vegar ekki að bregðast við varnar-
tilfærslum Elche og afraksturinn
var að Valur skoraði aðeins sex
mörk í hálfleiknum.
Vörn Vals stóð þó einnig vel þar
sem liðið fékk aðeins 18 mörk á sig í
leiknum. Valur fékk nokkrum sinn-
um tækifæri til þess að ná fimm
marka forystu undir lok leiksins en
Elche skoraði hins vegar síðasta
mark leiksins og þar við sat.
Þórey Anna var einnig marka-
hæst í síðari leiknum með fimm
mörk. Sara Sif varði sjö skot í
markinu og Hrafnhildur Anna tvö.
EVRÓPUBIKAR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Tíu mörk Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði fimmmörk fyrir Val í báðum
leikjum liðsins gegn Elche í Evrópubikar kvenna um helgina.
Mikilvægir sigrar
KA/Þórs og Hauka
KA/Þór og Haukar unnu dýrmæta
sigra í fallbaráttu Olísdeildar kvenna í
handknattleik á laugardag.
KA/Þór vann frækinn 21:18-sigur
á Stjörnunni á Akureyri. KA/Þór er
áfram í 6. sæti deildarinnar en er nú
tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Rut
Arnfjörð Jónsdóttir var markahæst í
leiknum með sjö mörk fyrir KA/Þór
og Matea Lonac varði 14 skot í marki
liðsins.
Elísabet Gunnarsdóttir og Helena
Rut Örvarsdóttir voru markahæstar
hjá Stjörnunni, báðar með fimm mörk.
Sigur Hauka á Selfossi, 36:33, þar í
bæ var ekki síður dýrmætur, þar sem
Haukar eru í 5. sæti, fjórum stigum
fyrir ofan nýliða Selfoss í 7. sæti, sem
er fallsæti. Elín Klara Þorkelsdóttir
og Ragnheiður Ragnarsdóttir voru
markahæstar hjá Haukum, báðar með
átta mörk. Langmarkahæst í leiknum
var Roberta Stropé með 12 mörk fyrir
Selfoss.
Loks vann ÍBV öruggan 31:20-sigur
á botnliði HK.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Markahæst Reynsluboltinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir skoraði sjö mörk fyrir
KA/Þór í í sigrinummikilvæga gegn Stjörnunni á laugardag.
Tvö úr fyrstu deild í
undanúrslitum
Tvö lið úr 1. deild verða á meðal
fjögurra liða sem keppa í undan-
úrslitum VÍS-bikars kvenna í
körfubolta í Laugardalshöll í
janúar.
Stjarnan, sem hefur unnið alla
leiki sína í 1. deildinni á leiktíð-
inni, hafði betur gegn ÍR, botnliði
úrvalsdeildarinnar, á útivelli
í gær. Urðu lokatölur 92:84.
Landsliðskonan unga, Diljá Ögn
Lárusdóttir, fór á kostum fyrir
Stjörnuna og skoraði 31 stig. Ísold
Sævarsdóttir bætti við 21 stigi.
Snæfell er tveimur stigum á
eftir Stjörnunni í deildinni og
liðið frá Stykkishólmi gerði sér
lítið fyrir og vann 92:77-útisigur á
Fjölni á laugardag. Með sigrin-
um tryggði Snæfell sér sæti í
undanúrslitum, annað árið í röð.
CheahWhitsitt var stigahæst
hjá Snæfelli með 28 stig, auk þess
sem hún tók 14 fráköst og gaf níu
stoðsendingar. Preslava Koleva
setti niður 17 stig.
Úrvalsdeildarliðin Keflavík og
Haukar tryggðu sér einnig sæti
í undanúrslitum í gær. Keflavík
vann granna sína í Njarðvík í
miklum spennuleik, sem fór í
tvær framlengingar. Að lokum
hafði Keflavík meira á tankin-
um, seig fram úr í lokin og vann
103:97-sigur. Karina Konstantin-
ova skoraði 28 stig og gaf sjö
stoðsendingar fyrir Keflavík.
Ríkjandi bikarmeistarar Hauka
þurftu að hafa mikið fyrir því
að sigra Grindavík, 66:64. Var
Grindavík með forystu þegar
tvær mínútur voru til leiksloka,
en Haukar voru sterkari í blálok-
in. Keira Robinson skoraði 21 stig
og tók tíu fráköst fyrir Hauka og
Tinna Guðrún Alexandersdóttir
bætti við 13 stigum.
Morgunblaðið/Óttar
MögnuðDiljá Ögn Lárusdóttir átti
magnaðan leik fyrir Stjörnuna.
Jóhann Berg Guðmundsson skor-
aði fyrsta mark Burnley í 3:0-útisigri á
QPR í ensku B-deildinni í knattspyrnu
í gær. Mark Jóhanns, sem lék fyrstu 74
mínúturnar í liði Burnley, var einkar
glæsilegt; beint úr aukaspyrnu í blá-
hornið. Með sigrinum styrkti Burnley
stöðu sína á toppi deildarinnar og er
nú með 44 stig, þremur stigum fyrir
ofan Sheffield United í 2. sæti.
Dagný Brynjarsdóttir kom mikið
við sögu þegar lið hennar West Ham
United bar sigurorð af Tottenham
Hotspur, 2:0, í Lundúnaslag í ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna
í gær. Dagný gat komið Hömrunum í
forystu undir lok fyrri hálfleiks þegar
hún tók vítaspyrnu en skot hennar fór
hins vegar fram hjá markinu. Dagný,
sem lék allan
leikinn, bætti
hins vegar fyrir
vítaklúðrið strax
í upphafi síðari
hálfleiks þegar
hún komWest
Ham á bragðið
með sínu fimmta
deildarmarki
í tíu leikjum.
Eftir sigurinn er West Ham í 5. sæti
deildarinnar með 15 stig.
Ríkjandi bikarmeistarar Stjörnunn-
ar tryggðu sér sæti í undanúrslitum
VÍS-bikars karla í körfuknattleik með
98:92-sigri á 1. deildarliði Skallagríms
í 8-liða úrslitunum í gær. Skallagrím-
ur leiddi lengi vel en í síðari hálfleik
sneri Stjarnan taflinu við. Robert
Turner skoraði 29 stig og tók 9 frá-
köst fyrir Stjörnuna og Julius Jucikas
bætti við 26 stigum og tók 7 fráköst.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, lék
frábærleg
um 32:31
þýsku 1.
se Berlín
skoraði t
skotum á
þrjár stoð
Ingi Mag
góðan lei
sex mörk
is þrjár st
Þýskalan
Magdebu
enn í 4. sæti deildarinnar en nú með
24 stig, aðeins fjórum stigum á eftir
Berlínarliðinu og eiga tvo leiki til
góða.
Lovísa Thompson, landsliðskona
í handbolta, er gengin í raðir norska
s Tertnes á lánssamningi frá
sem gildir út yfirstandandi
ktíð. Hún lék síðast með
ingköbing í Danmörku, en
áði ekki að festa rætur á
tlandi. Þar á undan var á
n á meðal bestu leikmanna
lísdeildarinnar með Val, en
hún er uppalin hjá Gróttu, þar
sem hún sló ung í gegn. Þá
hefur Lovísa verið lykil-
hlekkur í íslenska landsliðinu
danfarin ár.
a í afar mikilvæg-
-útisigri á toppliði
deildarinnar, Füch-
, í gær. Gísli Þorgeir
íu mörk úr tólf
samt því að gefa
sendingar. Ómar
nússon átti einnig
k en hann skoraði
og gaf sömuleið-
oðsendingar.
dsmeistarar
rg eru
félagsin
Val,
lei
R
n
Jó
hú
O
un