Morgunblaðið - 12.12.2022, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
RALPH
FIENNES
NICHOLAS
HOULT
ANYA
TAYLOR-JOY
Painstakingly Prepared.
Brilliantly Executed.
FORSALA HAFIN - KEMUR Í BÍÓ 16. DESEMBER
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO
KOMIN Í BÍÓ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
USA TODAY ENTERTAINMENT
WEEKLY
EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post
84%
SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD
REPORTER
91%
71%
Kvikmyndin Triangle of Sadness,
eða Sorgarþríhyrningurinn stóð
uppi sem sigurmynd á Evrópsku
kvikmyndaverðlaununum í ár,
hlaut fern verðlaun og þar með
fleiri en nokkur önnur kvikmynd.
Hlaut Ruben Östlund, leikstjóri
myndarinnar, verðlaun sem besti
leikstjóri og handritshöfundur,
myndin sjálf var valin besta
evrópska kvikmyndin og einn
af aðalleikurum myndarinnar,
Zlatko Buric, var verðlaunaður
sem besti evrópski leikarinn.
Ilmur Kristjánsdóttir og Hug-
leikur Dagsson voru aðalkynnar
kvöldsins og voru bráðskemmtileg
og örugg á sviði. Meðal gesta-
kynna voru bæði Íslendingar og
útlendingar úr evrópska kvik-
myndageiranum. Farin var heldur
óvenjuleg og hugmyndarík leið
í kynningum á kvikmyndum
að þessu sinni. Sem dæmi má
nefna að íslenskir sundgestir
sáu um að kynna tilnefningar til
bestu evrópsku stuttmyndar og
hópurinn að baki sjónvarpsþátt-
unum Með okkar augum sá um
lokakynninguna, á þeim myndum
sem tilnefndar voru sem besta
evrópska kvikmyndin.
Minntist Dean
Ein helstu verðlaun kvöldsins
voru fyrir bestu leikstjórn og
sem fyrr segir hlaut þau Ruben
Östlund. Þakkaði hann sposkur
einni leikkvenna myndarinnar
fyrir frábæra frammistöðu í því
að kasta upp en á alvarlegri nót-
um minntist hann svo annarrar
leikkonu úr myndinni, Charlbi
Dean, sem lést langt fyrir aldur
fram í ágúst sl.
Fipresci-verðlaunin fyrir
bestu fyrstu kvikmynd í fullri
lengd hlaut Laura Samani fyrir
Piccolo corpo og ný verðlaun voru
kynnt til sögunnar, verðlaun
fyrir sjálfbærni sem nefnast
Prix Film4Climate og hlaut þau
framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins fyrir að hafa sett
á laggirnar loftslagsverkefnið
„European Green Deal“. Þá hlutu
allir úkraínskir kvikmyndafram-
leiðendur verðlaun í sameiningu,
Eurimage Co-Production Award,
og með þeim gjörningi sýnd sam-
staða með Úkraínumönnum vegna
lEvrópsku kvikmyndaverðlaunin voru afhent í Eldborg íHörpu í fyrrakvöld og hlaut kvikmynd
Triangle of Sadness flest verðlaunlVel heppnuðútsending fráEldborg og skondnir kynnar
Östlund sigursæll á EFA
innrásar Rússa í land þeirra. Þrír
kvikmyndagerðarmenn hlutu
heiðursverðlaun Evrópsku kvik-
myndaverðlaunanna í ár, þau Elia
Suleiman, Margarethe von Trotta
og Marco Bellocchio og héldu þau
þakkarræður og brot voru sýnd
úr verkum þeirra.
Gamanmynd eða ekki?
Eina íslenska kvikmyndin sem
tilnefnd var í ár, Leynilögga, var
í flokki bestu gamanmyndar en
spænska myndin El buen patrón
hlaut verðlaunin. Framleiðandi
myndarinnar sagði það að vísu
misskilning að myndin væri
gamanmynd því hún væri i raun
drama og undir það tók leikstjór-
inn, Fernando León De Aranoa.
Ekki virtist ljóst hvort þeim var
alvara en alvarlegir voru þeir á
svip og vissulega mætti flokka
myndina líka sem drama. Dram-
edía?
Verðlaun sem besti leikari hlaut
hinn eldhressi Króati, Zlatko
Buric, fyrir Triangle of Sadness og
verðlaun sem besta evrópska leik-
konan hlaut Vicky Krieps fyrir
leik sinn í Corsage. Krieps er frá
Lúxemborg og þakkaði fyrir sig
tárvot í beinu streymi frá heimili
sínu. Besta kvikaða myndin þetta
árið, þ.e. teiknimynd eða „stop-
motion“, þótti No Dogs or Italians
Allowed eftir leikstjórann Alain
Ughetto.
Þá hlaut Mariupolis 2 eftir Lithá-
ann Mantas Kvedaravicius verð-
laun sem besta heimildarmynd.
Tók dóttir leikstjórans við verð-
laununum þar sem Kvedaravicius
var drepinn í Mariupol í Úkraínu
í mars á þessu ári þar sem hann
var að mynda stríðsátökin.
Og þá var komið að aðalverð-
laununum, bestu evrópsku kvik-
myndinni og fengu „hinir epísku
leikarar“, eins og Hugleikur
kallaði þau, Ingvar E. Sigurðsson
og Halldóra Geirharðsdóttir, þann
heiður að kynna þau. Og besta
kvikmynd Evrópu árið 2022 er
Triangle of Sadness.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Ruben Östlund fyrir miðju með tveimur leikurum og framleiðendum Triangle of Sadness.
Morgunblaðið/Eggert
Koss Spænska leikkonan, söngkonan, netstjarnan og
aðgerðasinninn Jedet sendi ljósmyndurum fingurkoss.
Morgunblaðið/Eggert
SímtalHannes Þór Halldórsson var reffilegur í Hörpu.
Kvikmynd hans Leynilögga var tilnefnd.