Morgunblaðið - 12.12.2022, Síða 32
Í lausasölu 822 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
Sími 569 1100
Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is
Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 346. DAGUR ÁRSINS 2022
MENNING
La Bohème eftir Puccini í útsetn-
ingu fyrir fiðlu og píanó í Tíbrá
ÁTíbrár-tónleikum í Salnum annað kvöld, þriðjudag kl.
20, flytja fiðluleikarinn Mathieu Bellen og píanóleikar-
inn Mathias Halvorsen hina sívinsælu óperu Puccinis,
La Bohème, í útsetningu fyrir fiðlu og píanó. Verkinu
er miðlað í tærum og innilegum hljóðheimi fiðlunnar
og píanósins en textum, sviðslýsingu og þáttum úr
sögunni er varpað á tjald að baki tónlistarmönnunum.
Þessi sérstaka nálgun við óperu Puccinis var frumflutt
árið 2019 og hefur síðan hljómað víða í Evrópu, meðal
annars í Elbfilharmonie í Hamborg.
ÍÞRÓTTIR
Tvö lið úr 1. deild í undanúrslitin
Tvö lið úr 1. deild verða á meðal fjögurra liða sem
keppa í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta
í Laugardalshöll í janúar. Stjarnan og Snæfell unnu
bæði andstæðinga úr úrvalsdeild um helgina. Snæfell
vann sannfærandi 92:77-útisigur á Fjölni á útivelli og
Stjarnan hafði betur gegn ÍR, 92:84, á útivelli. Ríkjandi
meistarar Hauka og Keflavík verða einnig í undanúr-
slitum eftir heimasigra. Haukar unnu 66:64-sigur á
Grindavík og Keflavík vann Njarðvík, 103:97.» 27
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
VANDAÐAR
SÆNGUR OG
KODDAR Í
ÚRVALI
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
SOFÐU VEL
UM JÓLIN
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
Málmur, tré og gifs eru efniviður í
fjölbreyttum skúlptúrverkum sem
sjá má á sýningu sem Helgi Gísla-
son myndhöggvari opnaði síðast-
liðinn laugardag í gömlu áburðar-
verksmiðjunni Gufunesi í Reykjavík.
Verkin skipta tugum. Þau eru um
margt ólík þó í hugmyndunum sem
að baki búa megi greina ákveðinn
þráð. „Þegar málin eru krufin til
mergjar þá eru þetta allt meira
og minna sjálfsmyndir. Líf mitt og
reynsla birtist hér í verkunum sem
ég hef unnið á löngum tíma,“ segir
Helgi sem lengi hefur verið með
vinnustofu í Gufunesi.
Þrífst á óreiðunni
en heildarmyndin skýr
Að undanförnu hefur fólk í
ýmsum skapandi greinum sett upp
starfsaðstöðu í Gufunesi svo þar
mætast nú alls konar hugmyndir,
stefnur og straumar. Fólk sem
sinnir hönnun og húsagerðarlist er
þar í nábýli við Helga og nefndi á
dögunum hvort ekki væri tilvalið að
hann héldi sýningu. Skemmst er frá
því að segja að myndhöggvarinn tók
þá á orðinu og rými, þar sem áður
var slökkvistöð verksmiðjunnar,
kemur vel út sem sýningarsalur.
„Vinnustofan mín er fjölbreyttur
heimur. Ég er jafnan með mörg
verk í gangi og hér í Gufunesi kenn-
ir margra grasa. Hér er ég bæði
með fullbúin verk en líka önnur sem
eru skemmra á veg komin. Satt
að segja þrífst ég alltaf svolítið á
óreiðunni; því að vera með margt
í gangi í senn, enda þó heildar-
myndin sé skýr. Þegar var svo
afráðið að halda sýningu hér fór
ég að gramsa í ýmsu hér á vinnu-
stofunni, þar sem ótrúlega margt
leyndist. Fullar hillur og tómur
salur eru góð formúla að einhverju
skemmtilegu,“ segir Helgi sem
kom fyrst kom fram á sjónarsviðið
með verk sín í kringum 1970. Á
löngum ferli hefur hann meðal
annars útbúið brjóstmyndir,
höggverk og stórir skúlptúrar
hans sjást víða í opinberu rými.
Listgreinar af sama
meiði sprottnar
Helgi segir prýðilegt að vera í
sambúð í Gufunesi við arkitekta og
hönnuði. „Þessi fög og þá ekki síst
að teikna hús eru greinar af sama
meiði sprottnar og höggmynda-
listin. Og stóri galdurinn í þessu
öllu er auðvitað alltaf sá að koma
hugmyndum á blað og í fast form,“
segir Helgi. Verk hans eru annars
fjölbreytt; andlitin eru áberandi og
víða djarfar í myndverkum fyrir
gamla íslenska sveitasamfélaginu
og verkmenningu þess.
„Ég er alltaf með einhver verk í
vinnslu, sem þó eru kannski ekki
jafn stór í sniðum enda kraftarnir
ekki þeir sömu og áður,“ segir Helgi
og hlær. Sýning hans, sem ber
yfirskriftina Aðventa, er opin alla
daga fram til 18. desember á milli
klukkan 14 og 18.
lAðventa í GufunesilSkúlptúrar á gamalli slökkvistöð
Vinnustofan mín er
fjölbreyttur heimur
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Listamaður Ýmiss konar sjálfsmyndir eru áberandi í sköpun Helga Gíslasonar sem hefur lengi verið í kúnstinni.