Morgunblaðið - 15.12.2022, Side 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
✝
Þórður Þórar-
insson fæddist
á Ríp í Hegranesi í
Skagafirði 30. maí
1928. Hann lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra á Sauðárkróki
5. desember 2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Þór-
arinn Jóhannsson,
f. 21. janúar 1891,
d. 14. júní 1985, og
Ólöf Guðmundsdóttir, f. 11.
mars 1898, d. 28. desember
1985. Systkini: Ragnheiður, f.
1919 (látin), Jóhanna, f. 1921
(látin), Ólafur, f. 1923, (látinn),
Gunnlaugur, f. 1924 (látinn),
Kristín, f. 1926, Pétur, f. 1933,
Kristbjörg, f. 1934 (látin), Leif-
ur, f. 1936 (látinn), Sigurgeir, f.
1940.
Þórður kvæntist 11. júlí 1953
Sólveigu Júlíusdóttur, f. 11. júlí
1929, frá Mosfelli í Svínadal.
Kjörforeldrar hennar voru Guð-
rún Sigvaldadóttir og Júlíus
Jónsson. Börn þeirra: 1) Júlíus
Rúnar, f. 2. maí 1953, leigubíl-
stjóri, maki Rósa Adolfsdóttir,
börn þeirra eru Sólrún, f. 1.
mars 1974, Júlía Rós, f. 31. des-
ember 1980, Aldís Ólöf, f. 18.
júní 1985, Sigríður Arna, f. 5.
janúar 1963, d. 14. desember
1980, dóttir hennar er Ólöf Sól-
veig Júlíusdóttir, f. 26. nóvem-
ber 1980. 8) Þórður, f. 2. októ-
ber 1964, málarameistari, maki
Guðrún Ársælsdóttir. Fyrir átti
hann Írisi Lilju, f. 9. janúar
1997, og Valgeir Inga, f. 15.
febrúar 1998, og fyrir átti hún
Ársæl Pál, f. 19. júní 1988, og
Gunnar Pál, f. 17. nóvember
1993, Kjartanssyni.
Barnabarnabörnin eru 39 og
barnabarnabarnabörnin sex.
Þórður og Sólveig hófu bú-
skap á Ríp í Hegranesi árið
1952. Fluttust þau á Sauð-
árkrók í nóvember árið 1982.
Þórður eða Doddi eins og hann
var oft kallaður var alla tíð mik-
ill bóndi og afskaplega mikill
dýravinur. Var mikið lagt upp
úr góðri ræktun, sérstaklega
hrossa- og sauðfjárrækt. Lengi
vel starfaði hann í sláturhúsi
Kaupfélags Skagfirðinga og var
mikill kaupfélagsmaður. Var
hann mjög ötull við að leggja
fram aðstoð sína til sveitunga í
nágrenninu og vann mikið enda
mikill verkmaður og lét aldrei
verk úr hendi sleppa nema því
væri lokið. Sveitastörfin voru
honum alla tíð efst í huga og þó
að hann væri fluttur úr sveit-
inni voru ferðirnar ófáar þang-
að til að aðstoða við hin ýmsu
störf.
Útförin fer fram frá Sauðár-
krókskirkju í dag, 15. desember
2022, klukkan 13. Jarðsett verð-
ur á Ríp í Hegranesi.
nóvember 1986. 2)
Sonur, f. 23. júní
1954, d. 24. júní
1954. 3) Þórarinn,
f. 19. ágúst 1955,
rafveituvirki, maki
Helga Hjálmars-
dóttir, börn þeirra
eru Sólveig, f. 25.
júní 1980, Gunnar
Viðar, f. 6. maí
1986, og Daníel, f.
2. maí 1994, fyrir
átti hann Þórð Kristin, f. 17.
febrúar 1977, og fyrir átti hún
Ómar Þór Lárusson, f. 28. apríl
1977. 4) Guðbjörg Winther, f.
24. júní 1957, búsett í Dan-
mörku, börn hennar eru Tanja,
f. 19. febrúar 1981, og Marck, f.
13. júní 1987. 5) Albert, f. 3.
apríl 1959, málarameistari,
maki Margrét Össurardóttir.
Dætur þeirra eru Sólveig, f. 22.
maí 2004, og Kristjana, f. 30.
ágúst 2005, fyrir átti hann
Ölmu Rut, f. 26. desember 1989.
6) Birgir, bóndi á Ríp, f. 7. júní
1960, maki Ragnheiður H.
Ólafsdóttir, börn þeirra eru
Birgir Örn, f. 9. október 1980,
Elvar Örn, f. 2. febrúar 1990,
Sigurður Heiðar, f. 10. sept-
ember 1991, og Ólöf Bára, f. 22.
september 2004. 7) Ólöf, f. 8.
Nótt að beði sígur senn,
sofnar gleði á vörum,
samt við kveðum eina enn
áður en héðan förum.
Með þessu ljóði kveð ég með
þakklæti og virðingu tengdaföð-
ur minn, Dodda frá Ríp.
Blessuð sé minning hans.
Guðrún Hólmfríður
Ársælsdóttir.
Elsku afi. Það er erfitt að setj-
ast niður og hugsa að þá sé kom-
ið að því, maður vissi að þetta
færi að nálgast en raunveruleik-
inn er alltaf erfiðari. En á sama
tíma rifjast allar minningarnar
upp sem sitja eftir og við sjáum
hve heppnir við vorum að hafa
þig svona mikið hjá okkur öll
þessi ár. Vinur er fallegt orð,
Doddi afi var vinur okkar og lík-
lega eitt það besta sem hann gaf
okkur var skilyrðislaus vinátta.
Sveitin var svo stór partur af þér
og þínu lífi og þú varst einn fróð-
astur manna um sveitina okkar,
það sem þér þótti vænt um hana
og þú eyddir eins miklum tíma
og þú gast á Ríp. Síðustu ár upp-
lifðirðu sveitalífið meira í gegn-
um okkur bræðurna og reyndir
eins og þú gast að stjórnast í
okkur og segja okkur fyrir verk-
um í gegnum símann eða þegar
við heimsóttum þig í Laugartún-
ið, þetta hélt þér gangandi og við
höfðum mjög gaman af því að
segja þér frá því hvað var að
gerast því þetta skipti þig allt
miklu máli. Þegar litið er til baka
þá sér maður að duglegri mann
er erfitt að finna, frí var ekki til í
þínum orðaforða og þetta smit-
aðist í mann. Þú varst harður að
utan og mjög ákveðinn en við
fundum alltaf að við skiptum þig
miklu máli, kærleikurinn og um-
hyggjan í okkar garð var mikil.
Við lærðum mikið af þér á öllum
þessum árum, fyrstu hestaferð-
irnar með þér, sauðburðurinn
þegar þú markaðir hvert einasta
lamb svo árum skipti, fyrstu
göngurnar þar sem þú kenndir
manni á fjöllin, þú sýndir okkur
út á hvað sveitalífið gekk. Spila-
kvöldin þegar þú passaðir okkur
bræður og ljóðin og sálmarnir
sem þú fórst með öll kvöld við
rúmstokkinn eru mjög eftir-
minnileg. Það voru ófá skiptin
sem við leituðum til þín með alls-
konar vangaveltur, þú varst allt-
af til í að ræða hlutina hvort sem
þú varst sammála okkur eða
ekki og yfirleitt sköpuðust kröft-
ugar samræður um málin sem
fengu okkur oft til að brosa. Þú
hafðir mikið álit á börnunum
okkar og þau eru heppin að hafa
fengið þessi ár með þér. Það
verður erfitt að fá ekki símtölin
þar sem maður er spurður spjör-
unum úr um sveitina og hvað við
séum að brasa daginn út og dag-
inn inn þar sem þú reynir að
hafa áhrif á mann. Eftir sitja frá-
bærar minningar um einstakan
afa og traustan vin.
Takk fyrir allt.
Birgir Örn, Elvar Örn
og Sigurður Heiðar og
fjölskyldur.
Elsku afi minn, mikið er erfitt
að setja á blað þau orð sem fljóta
um þegar ég hugsa til þín. Ég
mun minnast glaðlegs viðmóts
þíns, gæsku þinnar og umhyggju
fyrir okkur. Alltaf varstu að
fylgjast með búskapnum hjá
okkur og spyrja frétta af krökk-
unum okkar. Það var alltaf gam-
an að hlusta á sterkar skoðanir
þínar um pólitík og þjóðmálin.
Ég minnist þess þegar ég var lít-
il stelpa að göslast um í sveitinni
og kvöldbænanna sem við fórum
með.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku afi minn, nú er komið
að leiðarlokum.
Takk fyrir allt.
Sólrún Júlíusdóttir.
Elsku afi.
Nú sit ég hér og skrifa um þig
og hugsar maður til þeirra góðu
stunda sem við áttum saman og
erfitt er að hugsa til þess að þú
munir ekki reglulega koma yfir í
sveit og fylgjast með því sem um
er að vera eða heyra rödd sem
bauð mann alltaf hjartanlega
velkominn í Laugartúnið. Marg-
ar minningar streyma um hug
minn núna um þessar góðu
stundir með þér. Öll símtölin
sem maður fékk og þá aðallega
talað um hvað væri að gera
heima á Ríp og segja okkur fyrir
verkum. Það var dýrmætt
hversu miklum tíma þú eyddir í
sveitinni enda var hún stór part-
ur af þér og lífi þínu og þú
þekktir hana út og inn.
Ég er ævinlega þakklát fyrir
allan þann tíma sem við fengum
saman og allt sem þú kenndir
mér í gegnum árin. Takk fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig, ég
veit að þú verður alltaf með mér.
Hvíl í friði, elsku afi.
Þín
Ólöf Bára.
Elsku langafi okkar. Takk fyr-
ir að hafa alltaf hlýjan faðminn
opinn þegar við komum í heim-
sókn til ykkar langömmu í Laug-
artúnið og fyrir tímann með þér.
Þú varst alltaf að hugsa um
hvernig við hefðum það, hvernig
okkur gengi í skólanum og hafðir
áhuga á því sem lífið hefur fært
okkur. Þú varst okkur svo kær
og einstakur afi. Við munum
segja litlu bræðrum okkar frá
því hversu góður afi þú varst.
Í bænum okkar, besti afi
biðjum fyrir þér
að Guð sem yfir öllu ræður,
allt sem veit og sér
leiði þig að ljóssins vegi
lát’ þig finna að,
engin sorg og enginn kvilli
á þar samastað.
Við biðjum þess í bænum okkar
bakvið lítil tár,
að Guð sem lífið gaf og slökkti
græði sorgarsár.
Við þökkum Guði gjafir allar
gleði og vinarfund
og hve mörg var ávallt með þér
ánægjunnar stund.
(Sigurður Hansen)
Þinn nafni,
Þórður Bragi og
Fanndís Vala
Sigurðarbörn.
Doddi á Ríp er fallinn frá. Ég
var svo heppin sem barn að kom-
ast í sveit til Dodda og Veigu og
dvaldi hjá þeim mörg sumur og
skólafrí. Doddi var einstakt ljúf-
menni við bæði menn og skepnur
og hafði mjög hlýja og góða nær-
veru. Nærgætni einkenndi allt
hans fas en ef honum misbauð
gat hann talað á kjarnyrtri ís-
lensku og kveðið fast að orði.
Sérstaklega þoldi hann illa sér-
hlífni, enda voru þau hjón bæði
dugnaðarforkar til allra starfa.
Það gat hvinið hátt í honum ef
við vinnufólkið höfðum okkur
ekki á lappir snemma þegar
brakandi þurrkur var úti og
heyið lá flatt, en um leið og fólkið
var komið til vinnu varð hann
glaður á ný. Það var gaman að
fara með honum í göngur á
haustin og læra að þekkja stað-
hætti fjallsins og hvar skepnurn-
ar héldu sig helst, læra að
þekkja mýrarnar milli Hegra-
ness og Blönduhlíðar og hvar
óhætt væri að fara um á hestum,
og ekki síst að læra að þekkja
vöðin yfir Héraðsvötn og hvar
bæri að varast sandbleytur.
Hann hafði gott lag á skepnum
og umgekkst þær af yfirvegun
og ró, nema í smalamennsku ef
skjáturnar fóru ekki þangað sem
þær áttu að fara, þá gat runnið á
hann svokallað smalaæði, þar
sem hann bölsótaðist og kallaði
þær öllum illum nöfnum, þurfti
maður þá að hafa sig allan við að
snúa hestinum í rétta átt því
Doddi talaði eingöngu í áttum og
skipaði manni ýmist að fara
austur fyrir, út fyrir eða fram
fyrir skjáturnar og þá var nú
eins gott að þekkja áttirnar vel.
Ekki er hægt að minnast Dodda
án þess að tala um Veigu því
samhent voru þau alla tíð í sín-
um búskap og gagnkvæm virð-
ing og væntumþykja í öllum
þeirra samskiptum, hún var
hans stoð og stytta bæði í lífi og
starfi. Þau voru höfðingjar heim
að sækja og mikill gestagangur
alla tíð á Ríp þar sem borð
svignuðu undan girnilegum veit-
ingum. Ég þakka elsku Dodda
fyrir allt hið góða veganesti sem
hann gaf mér í minni æsku og
bið guð að styrkja elsku Veigu,
börnin öll og fjölskyldur þeirra.
Blessuð sé minning Dodda á Ríp.
Guðrún Oddsdóttir.
Látinn er á Sauðárkróki í
hárri elli Þórður Þórarinsson,
fyrrverandi bóndi á Ríp í Hegra-
nesi.
Vegna aldursmunar og búsetu
minnar annars staðar vorum við
ekki náið samferða á ævibraut-
inni, samt er það svo að ég man
Þórð aftur til frumbernsku
minnar í sumardvölum á Sauð-
árkróki. Hist höfum við reglu-
bundið framan af ævi minni og
aftur hin síðari ár, mér til ein-
stakrar ánægju og þroska. Fáa
eða enga menn veit ég ljúfari en
Þórð, heilsteyptari og jákvæðari
gagnvart öllum mönnum, öllu lif-
andi, heiðursmaður í bestu
merkingu!
Vert að að minnast manns
sem skilað hefur slíku lífsverki
sem Þórður. Tók við jörð for-
eldranna sem „… þótti góð hey-
skaparjörð á gamla vísu, flæði-
engjar miklar og grasgefnar á
eyju í Héraðsvötnum eystri, en
engjasókn löng og torveld og
engjarnar votlendar, er á var
komið“. Skemmst er frá að segja
að ásamt eldri bróður nýtti Þórð-
ur sér hina nýju tækni síns tíma
og gjörbreytti Rípurjörðinni
með gríðarlegri nýrækt, ég man
að mönnum þótti við brugðið.
Haft var á orði að föður Þórarni
þætti nóg um framsækni
drengja sinna og að jafnvel
kaupfélagsstjórinn væri
áhyggjufullur. Dugnaður og for-
sjálni verður þó góðum mönnum
til heilla og Þórður skilaði sínu
til eftirkomenda sinna með ein-
dæma glæsibrag. Af sjálfu leiðir
að Birgir og hans fólk ávaxtar
verk föðurins með engu minni
glæsibrag.
Á sama tíma eignuðust þau
Sólveig átta börn og komust sjö
þeirra til fullorðinsára, hvert eitt
öðru mannvænlegra. Mikla sorg
tókust þau á við, annað barn
þeirra, dagsgamall drengur, lést
og Ólöf, dóttir þeirra og sjöunda
barnið, lést mjög sviplega tæpra
átján ára, frá kornungri dóttur
sinni, Ólöfu Sólveigu, sem þau
Sólveig tóku að sér sem sína eig-
in. Mikill og efnilegur ættbogi er
nú kominn af þeim hjónum.
Við minnumst nú eins þeirra
sem hvað mest og ágætast hafa
lagt til lands okkar og þjóðar á
öldinni sem leið. Manns sem
skildi hið stóra samhengi hluta.
Við sem eftir stöndum drúpum
höfði og þökkum stórbrotið lífs-
verk sem við öll njótum góðs af.
Gísli Einarsson.
Þórður
Þórarinsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI STEINAR HERMANNSSON
frá Ytri-Bægisá,
Melateigi 5,
Akureyri,
lést föstudaginn 9. desember
á hjúkrunarheimilinu Hlíð. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 20. desember klukkan 13.
Róslín B. Jóhannesdóttir
Hermann Árnason
Jóhannes Árnason Eva Bryndís Magnúsdóttir
Anna R. Árnadóttir Stefán Stefánsson
Stefán Árnason Ragnheiður Steinsen
Þuríður S. Árnadóttir Hermann Karlsson
Sigríður G. Árnadóttir Jakob V. Finnbogason
afa- og langafabörn
Útför
GUÐBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR
frá Steinsholti,
er lést 7. desember, fer fram frá
Stóra-Núpskirkju mánudaginn
19. desember klukkan 13.
Aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
HALLDÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Skólastíg 14a,
Stykkishólmi,
lést á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi
6. desember. Útför hennar verður frá Stykkishólmskirkju
mánudaginn 19. desember klukkan 14.
Kristján B. Magnússon
Ingibjörg Magnúsdóttir Sigfús Axfjörð Sigfússon
Þórður Magnússon Halldóra Björg Ragnarsdóttir
Guðmundur K. Magnússon Þorbjörg Hannesdóttir
Dagbjört Magnúsdóttir
Þröstur Magnússon Guðmunda Jenný Hermannsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín,
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Gullsmára 5, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 12. desember.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 22. desember klukkan 13.
Fyrir hönd afkomenda, ættingja og vina,
Ólafur Stephensen Björnsson
BJÖRG EINARSDÓTTIR
rithöfundur
er látin.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 20. desember klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Guðmundur Ingi Haraldsson Bjarnfríður Guðmundsdóttir
Einar Hrafnkell Haraldsson Guðrún Sigurjónsdóttir
María Haraldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
DANÍA ÁRNADÓTTIR,
Breiðuvík 1, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
sunnudaginn 4. desember.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn
20. desember klukkan 13.
Árni Heiðar Ívarsson Erna Sigrún Jónsdóttir
Guðrún Lillý Eyþórsdóttir
Hjörtur Eyþórsson
Róbert Eyþórsson
Bjarki Eyþórsson Sylvía Ósk Hermannsdóttir
og barnabörn