Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
✝
Guðrún Elín
Guðmunds-
dóttir fæddist 26.
september 1970.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
3. desember 2022.
Hún lætur eftir sig
eiginmann og þrjú
börn.
Foreldrar henn-
ar eru Rannveig
Jónsdóttir, f. 19.7.
1951, og Guðmundur Haralds-
son, f. 25.5. 1950. Systir Guð-
rúnar Elínar er Klara, f. 11.8.
1978, eiginmaður Sigurjón
Gíslason, þeirra dætur eru Birta
Sól og Telma Líf.
Eftirlifandi móðuramma Guð-
rúnar Elínar er Ragnhildur G.
Guðmundsdóttir, f. 12.8. 1930.
Guðrún Elín giftist Guðjóni
Steingrímssyni 2. maí 1998, þau
haldið vináttunni alla tíð og
studdu hana í veikindum henn-
ar.
Að lokinni skólagöngu í FG
starfaði hún m.a. á leikskól-
anum Hlíðarbergi og hjá KPMG.
Hún hóf síðan nám í háskól-
anum á Bifröst og lauk prófi í
viðskiptalögfræði og síðar
meistaranámi í alþjóða-
viðskiptum. Hóf aftur störf hjá
KPMG og síðar hjá Borgun, þar
til hún þurfti að hætta vegna
veikinda í desember 2018 þegar
hún greindist með illkynja heila-
æxli.
Hún var mjög félagslynd. Þau
Birgir áttu sameiginleg áhuga-
mál, svo sem ferðalög, skíði og
golf sem þau stunduðu bæði
heima og erlendis í hópi góðra
vina og fjölskyldu.
Fjölskyldunni auðnaðist að
dvelja saman við Gardavatn á
Ítalíu síðastliðið sumar, var sú
ferð ómetanleg og ógleymanleg
minning.
Útför Guðrúnar Elínar fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 15. desember 2022, klukk-
an 13.
skildu árið 2004.
Þeirra börn eru El-
ísa og Arnór, f. 9.
janúar 1997. Sam-
býlismaður Elísu er
Margeir Ingi Mar-
geirsson, þeirra
sonur er Atlas
Freyr, fyrir á Mar-
geir Ingi dótturina
Írisi Lind.
Eftirlifandi eig-
inmaður Guðrúnar
Elínar er Birgir Hauksson, f. 16.
nóvember 1970, þau gengu í
hjónaband 1. ágúst 2019. Þeirra
dóttir er Íris, f. 6. júlí 2009.
Guðrún Elín ólst upp í Hafn-
arfirði þar sem hún bjó alla tíð.
Á yngri árum æfði hún hand-
bolta með Haukum. Hún gekk í
Lækjarskóla og Víðistaðaskóla
þar sem hún eignaðist tryggar
og góðar vinkonur sem hafa
Í dag kveðjum við Guðrúnu
Elínu, elskulega mágkonu og
vinkonu. Það var mikil gæfa í lífi
Bigga bróður þegar hann og
Guðrún fundu hvort annað.
Hann fann þá ekki bara sinn lífs-
förunaut og sálufélaga heldur
fylgdu gullmolarnir hennar með,
Elísa og Arnór. Þriðji molinn
bættist fljótlega við þegar Íris
fæddist, yndisleg blanda beggja
foreldra.
Við höfum notið þess að búa í
nágrenni við Bigga og Guðrúnu
og það var gott að koma í heim-
sókn upp á fjallið, eins og við köll-
um það. Guðrún alltaf hlý og gef-
andi og þegar rædd voru málefni
eins og pólitík og tónlist, sem við
vorum ekki alltaf sammála um,
þá var aldrei hallmælt eða gagn-
rýnt. Svo var einstaklega gott að
leita til hennar ef eitthvað bjátaði
á eða lífið varð eitthvað snúið.
Jarðbundin og jákvæð kom hún
með góð ráð, nú eða bara hlustaði
og hellti upp á meira kaffi.
Guðrún var einstök og hún
tókst á við lífið með raunsæi og
ekki síst húmor, sem oft var svo
skemmtilega kaldhæðinn. Og
þannig tókst hún líka á við veik-
indin sem ruddust inn í líf hennar
og fjölskyldunnar og tóku svo
mikið frá henni síðustu árin.
Guðrún kvartaði aldrei eða
ræddi erfitt hlutskipti og hún
kenndi okkur svo margt um
styrk og auðmýkt. Það var svo
ljós í myrkrinu fyrir tveimur ár-
um þegar ömmustrákurinn Atlas
Freyr bættist í hópinn. Tíminn
sem þau áttu saman var skamm-
ur en svo dýrmætur.
Við syrgjum í dag þær stundir
með Guðrúnu sem ekki verða og
tímann sem hún fær ekki með
fjölskyldunni sinni, börnum og
barnabörnum. Elsku Biggi, Íris,
Elísa, Arnór, Rannveig, Gummi,
Klara og fjölskyldur, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð. Guð-
rúnar verður sárt saknað, en ljúf-
ar og hlýjar minningarnar munu
lifa og verma hjörtu okkar sem
áttum með henni samleið.
Steinunn og
Jón Björn.
Guðrún Elín, vinkona mín til
margra ára, er farin frá okkur svo
allt of snemma. Hún háði hetju-
lega baráttu við vágestinn sem
bankaði upp á fyrir fjórum árum.
Við kynntumst á Bifröst haustið
2003 þegar við hófum þar nám og
var úthlutað sumarbústöðum við
Hreðavatn sem lágu hlið við hlið.
Á þessum tíma var mikil húsnæð-
iskreppa á Bifröst og nemendur
bjuggu um allt nærumhverfi Bif-
rastar. Haustið 2004 urðum við
áfram nágrannar því við fluttum
báðar í litlu krúttlegu götuna
Steinkot inni á háskólasvæðinu.
Þrátt fyrir þjónustuleysi við sum-
arbústaðina, eins og t.d. ekkert
net og engan snjómokstur, undum
við hag okkar vel, enda með börn
á svipuðum aldri og urðu krakk-
arnir fljótt hinir mestu mátar. Við
höfðum líka lífsgæði sem öðrum
stóðu ekki til boða eins og okkar
eigin heitu potta sem voru óspart
notaðir. Músagangur gerði að vísu
vel vart við sig. Guðrún var nú
ekki hrifin af þeim gestum en
verri voru þó kóngulærnar sem
voru úti um allt í hrauninu og mos-
anum. Hún var sjúklega hrædd
við þær og sagði ég oft við hana að
verri stað hefði hún ekki getað
fundið til að búa á vegna kóngu-
lóafóbíunnar sem hún var með.
Við eyddum miklum tíma sam-
an öll Bifrastarárin, lærðum sam-
an, peppuðum hvor aðra upp, buð-
um hvor annarri í mat og jú fórum
í hinn og þennan gleðskapinn
saman ásamt öllu því góða fólki
sem við kynntumst á Bifröst.
Mörg af þeim vinaböndum sem
hnýtt voru á þessum tíma vara
enn. Ómetanleg ár í einu orði sagt.
Þetta var svo ógleymanlegur tími
því við vorum öll á sama stað í líf-
inu - að læra langt uppi í sveit.
Guðrúnu vegnaði mjög vel í líf-
inu að námi loknu og fékk súp-
erflott atvinnutækifæri. Hún undi
hag sínum vel og kynntist Bigga
sínum fljótlega eftir að hún flutti
aftur á mölina. Eignuðust þau Ír-
isi saman og gerðu tvíburana El-
ísu og Arnór að stóru systkinum.
Fluttu þau í Furuásinn í Hafnar-
firði fljótlega eftir að þau kynnt-
ust. Hafði ég mikla ánægju af því
að koma oft að heimsækja hana og
þau þangað.
Þessi klári dugnaðarforkur og
húmoristi með sinn leiftrandi
húmor sem sumir kalla svartan er
nú farin frá okkur. Fagurbláu
blíðu augun fóru ekki fram hjá
neinum. Hláturinn hennar var
einstakur og smitandi hlátur-
sköstin voru óborganleg. Það var
sko alveg hægt að fá hláturharð-
sperrur eftir að hafa eytt með
henni kvöldstund.
Nú hlær hún Guðrún okkar
ekki aftur með okkur. Stundaglas
hennar tæmdist svo allt of fljótt
en minning hennar lifir í hjörtum
okkar. Við sem þekktum Guðrúnu
eigum eftir að sakna hennar sárt.
Ég votta eiginmanni hennar,
börnum, foreldrum og aðstand-
endum öllum hugheila samúð og
bið um styrk ykkur til handa til að
þið getið tekist á við sorgina.
Vigdís Hauksdóttir.
Vinkona mín Guðrún Elín er
látin eftir baráttu við krabbamein.
Þegar ég hitti þessa skemmtilega
konu fyrst þá hugsaði ég: „Ég
ætla að kynnast þessari, hún er
hrikalega skemmtileg.“ Ég hitti
hana á tjaldsvæðinu á Akureyri í
fyrsta skipti, en þá vorum við í úti-
legu og enduðum á því að eyða
helginni saman. Ég man að mér
fannst svo fyndið þegar hún teip-
aði rennilásinn á tjaldinu svo hún
fengi ekki kóngulær inn. Mér
fannst þetta bara nokkuð sniðugt
og varð eiginlega pínu hrædd við
kóngulær eftir það. Vináttan sem
ég átti með Guðrúnu var einstök,
enda var Guðrún ein fallegasta
manneskja sem ég þekki. Hlátur-
inn, húmorinn, væntumþykjan og
gleðin sem réð alltaf ríkjum. Það
fyrsta sem mér dettur í hug þegar
ég hugsa um Guðrúnu eru Tívolí-
lurkar, 60 mínútur og Dúmbó-
samlokur. Þetta þrennt var okk-
ar! Við eyddum ómældum tíma
fyrir framan sjónvarpið að horfa á
60 mínútur og sögðum í kór I am
Lesley Stahl og sleiktum frost-
pinna. Okkur fannst þetta alltaf
jafnfyndið og hlógum að þessu í
mörg ár. Dúmbó-samlokurnar
voru vinsælastar hjá okkur vin-
konunum, en Guðrún átti allan
heiðurinn af þeim. Uppskriftin
var afar einföld, eftir gott kvöld
bauð hún í grillaða samloku með
skinku og osti – klikkaði aldrei!
Guðrún smitaði mig af golfbakt-
eríunni en við eyddum mörgum
skemmtilegum stundum saman á
golfvellinum. Við fórum í golf í
mörg ár en skildum ekkert í því að
forgjöfin hjá okkur lækkaði ekk-
ert. Svo föttuðum við það … við
vorum ekkert að einbeita okkur
að því að spila golf. Við vorum að
taka myndir, týnast í bönkerum,
gera grín að Helgu eða setja á
okkur gloss, sem sagt aðallega að
hafa gaman og hlæja. Golfið var
aukaatriði … það var ekki fyrr en
löngu seinna sem við fórum að spá
í þessa forgjöf.
Með miklum söknuði kveð ég
vinkonu mína, vinkonu sem gerði
lífið svo skemmtilegt. Eitt er ég
viss um að elsku Guðrún okkar er
komin í skemmtinefndina í sum-
arlandinu góða, með golfið á
hreinu og er klárlega með tívolí-
lurka í bílförmum.
Missirinn er mikill og sorgin er
erfið að eiga við. Elsku Biggi, Íris,
Arnór, Elísa, Gummi, Rannveig
og Klara. Við minnumst og höld-
um á lofti minningu um yndislegu
Guðrúnu.
Elska þig, kæra vinkona.
Gurrý.
Í dag kveðjum við vinkonu okk-
ar Guðrúnu Elínu. Við vorum svo
lánsamar að hafa hana í golfhópn-
um okkar Glimmer og gloss. Í
upphafi var golfið ekki aðalatriðið
heldur að hittast og hafa gaman.
Litli hópurinn okkar stækkaði,
makar okkar bættust við og þeir
fóru að spila saman. Guðrún
mætti alltaf á golfvöllinn með
góða skapið, hnyttnu tilsvörin og
jafnvel leikþætti þegar hún var að
segja eitthvað fyndið. Það var
aldrei leiðinleg stund með Guð-
rúnu og hún sá spaugilegu hlið-
arnar á öllu. Hún var ekki aldeilis
á því að gefast upp fyrir veikind-
unum, hún kvartaði aldrei og
sýndi æðruleysi gegnum þau.
Hún tók fullan þátt í starfi hóps-
ins, þegar hún gat ekki spilað
mætti hún og borðaði með okkur
eftir hring eins og heilsan leyfði.
Við yljum okkur við minningar af
samverustundunum sem við feng-
um með henni, golfmótin og partí-
in eru þar ofarlega í huga og sér-
staklega golfferðin til Ítalíu
haustið 2021. Stundirnar hefðu
mátt vera miklu fleiri.
Elsku Biggi og fjölskylda, við
sendum ykkur styrk og kærleiks-
knús á þessum erfiðu tímum.
Helga Laufey, Harpa,
Unnur Guðríður, Erla,
Soffía Dögg, Björk,
Sigurrós Úlla og makar.
Elskuleg samstarfskona okkar,
Guðrún Elín Guðmundsdóttir,
hefur lokið sinni jarðvist langt fyr-
ir aldur fram. Samstarf okkar
Guðrúnar hófst síðla hausts 2011.
Það kom fljótt í ljós að Guðrún var
afburða starfsmaður, enda var
hún valin úr stórum hópi umsækj-
enda og var fljót að vinna sig upp í
meiri ábyrgðarstörf hjá fyrir-
tækinu. Það var eftirsóknarvert
að vinna með Guðrúnu. Með brosi
sem náði til augnanna, sinni
hljómþýðu rödd og viðmóti sem
kallaði það besta fram í öllum
gengu verkefnin hratt og vel fyrir
sig. Hlutirnir voru ekki flæktir að
óþörfu og svo leið tíminn eins og
hann gerir þegar það er gaman.
Guðrún var ein af þessum
manneskjum sem gera lífið svo
miklu betra. Það var mikil birta í
kringum Guðrúnu. Hún hafði
þann einstaka hæfileika að gera
allt skemmtilegt, auk þess hafði
hún svo ljúfa og blíða nærveru.
Það er með sorg og söknuði sem
við kveðjum Guðrúnu vitandi að í
þessari tilvist hefur þagnað dill-
andi hláturinn og slokknað hefur
blik í auga. Við minnumst hennar
með kærleika og þakklæti.
Hún lifir áfram í hjarta allra
sem kynntust henni.
Fjölskyldu Guðrúnar sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Bergþóra K. Ketilsdóttir,
Margrét Kjartansdóttir,
Rakel Ýr Guðmundsdóttir.
Guðrún Elín
Guðmundsdóttir
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
DÍSA HERMANNSDÓTTIR
frá Miklahóli, Viðvíkursveit,
fyrrverandi bréfberi og starfsmaður
Pósts og síma,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 6. desember.
Útför hennar verður frá Langholtskirkju í Reykjavík þriðjudaginn
20. desember klukkan 13.
Jóngeir Hjörvar Hlinason Soffía Melsteð
Heiðrún Hlín Guðlaugsdóttir Hannes Siggason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐFINNUR H. PÉTURSSON
Yfirvélstjóri,
Kleppsvegi 62,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 9. desember. Útför fer fram frá
Langholtskirkju föstudaginn 6. janúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á krabbameinsfélagið.
Kristín Ása Ragnarsdóttir
Ragnheiður Guðfinnsdóttir Sighvatur Kjartansson
Guðbjörg Guðfinnsdóttir Þórlindur Hjörleifsson
Kristján Þór Guðfinnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA PETERSEN,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í
Reykjanesbæ þriðjudaginn 6. desember.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði mánudaginn 19. desember klukkan 15.
Jón Hörður Hafsteinsson Guðfinna Ósk Kristjánsdóttir
Lilja Hafsteinsdóttir Eiríkur Bragason
Jóna Marý Hafsteinsdóttir Birgir Ómar Ingason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona og móðir,
KITTÝ STEFÁNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
4. desember. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ólafur Ólafsson
Helga Ósk Ólafsdóttir
Ólafur Ólafsson yngri
Föðurbróðir minn og frændi okkar,
GYLFI GARÐARSSON
frá Uppsölum í Eyjafjarðarsveit,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, mánudaginn 12. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Hafdís Pálsdóttir Ragnar Kr. Guðjónsson
Guðjón Freyr Ragnarsson
Sandra Sif Ragnarsdóttir Andri Bollason
Hákon Heiðar Ragnarsson Aníta Ársól Torfadóttir
Okkar ástkæri
ÞÓRIR HELGASON / TORE LIE
BALLESTAD
arkitekt
lést í faðmi fjölskyldunnar á sjúkrahúsinu í
Stafangri aðfaranótt 7. desember.
Útförin fer fram í Stavanger krematorium föstudaginn
16. desember klukkan 11.
Gunn Lytomt
Anders Ballestad Marianne Eunso Chang
Svanborg Þórisdóttir Kjell D. Ramsdal
Bjarni Þórisson Marta Guðrún Jóhannesdóttir
Hanna Cecilia Lytomt Daniel Husvik
Aina Lönne Bergundhaugen Jon Bergundhaugen
Björn Ballestad Hege Egeland
Frode Lie Ballestad Lisbeth Thorsen Ballestad
Elísabet B. Bjarnadóttir
barnabörn