Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022
NÝIR OG NOTAÐIR BÍLAR
SKOÐUM ALLAR UPPÍTÖKUR
HYUNDAI KONA COMFORT PLUS 40KWH
BÍLLe ÍLLe ÍLLe
BÍLLeLLeLe
ÝR BÍLLe BÍLLe
Nýskráning 10/2020. Rafmagn, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn.
Verð 4.990.000 kr. Raðnúmer: 964085
RENAULT CAPTUR MILD-HYBRID
Nýskráning 4/2022. Bensín, mild-hybrid,
sjálfskiptur. Verð 4.990.000 kr. Raðnúmer: 943642
RENAULT CAPTUR MILD-HYBRID
Nýskráning 4/2022. Bensín, mild-hybrid,
sjálfskiptur. Verð 4.990.000 kr. Raðnúmer: 863609
NÝR
Nýskráning 4/2022. Bensín, mild-hybrid,
sjálfskiptur. Verð 4.990.000 kr. Raðnúmer: 782472
NÝR BÍL
RENAULT CAPTUR MILD-HYBRID
Nýskráning 4/2022. Bensín, mild-hybrid,
sjálfskiptur. Verð 4.990.000 kr. Raðnúmer: 652455
NÝR BÍ
RENAULT CAPTUR MILD-HYBRID
Nýskráning 5/2022. Bensín, rafmagn, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur.
Verð 6.980.000 kr. Raðnúmer: 144151
NÝR
JEEP COMPASS LIMITED PHEV
Nýskráning 8/2022. Rafmagn, sjálfskiptur, framhjóladrifinn.
Verð 6.290.000 kr. Raðnúmer: 150970
e Um er að ræða ókeyrða bíla sem eru innfluttir notaðir
Nýskráning 6/2022. Rafmagn, sjálfskiptur,
framhjóladrifinn. Verð 5.990.000 kr. Raðnúmer: 174641
N
HYUNDAI KONA 64KWH X-LINE
Nýskráning 5/2017. Ekinn 89.000 km. Dísel, fjórhjóladrifinn,
sjálfskiptur. Verð 5.470.000 kr. Raðnúmer: 973892
KIA SORENTO LUXURY KIA SOUL STYLE 64KWH
NÝR
Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík - sími 537 5566 - islandsbilar@islandsbilar.is
RAFMAGN
RAFMAGN RAFMAGN
MILD-HYBRIDMILD-HYBRID
MMIL
BENSÍN RAFMAGN
DÍSEL
NÝR B
ILD-HYBRID
NÝR B
D-HYBRID
„Þessi orða er veitt fólki úr röðum
læknisfræðinnar níunda hvert ár,“
segir Stefán Karlsson, prófessor í
sameindalæknisfræði við Háskól-
ann í Lundi í Svíþjóð, í samtali við
Morgunblaðið en honum hlotnaðist
nú í byrjun mánaðarins sá heiður að
fá gullmedalíu Konunglega náttúru-
fræðafélagsins í Lundi, Kungliga
Fysiografiska Sällskapet i Lund, og
tók við þessari æðstu viðurkenningu
félagsins, á 250 ára afmæli þess, úr
hendi Karls Gústafs 16. Svíakonungs.
„Þeir hefðu auðvitað getað valið
einhvern annan en þeir völdu mig
svo þetta er töluverður heiður fyrir
mig en raunar fékk ég þessa viður-
kenningu nú árið 2020. Félagið hélt
hins vegar enga stóra fundi þegar
Covid var, svo þess vegna frestaðist
veitingin þar til núna,“ segir Stefán
frá.
Þurfti að leigja kjólföt
Verndari náttúrufræðafélagsins
er Svíakonungur sem var ástæðan
fyrir því að Karl Gústaf kom í eigin
persónu til Lundar og veitti verðlaun-
in í dómkirkjunni þar við hátíðlega
athöfn.
„Þetta var svo formlegt að maður
þurfti að leigja sér kjólföt,“ segir
Stefán af orðuveitingunni og hlátur-
inn kraumar niðri í honum. Kirkjan
var þéttsetin að sögn hans og á eftir
var boðið til dýrindiskvöldverðar í
háskólabyggingunni.
En hvaða merkingu skyldi það hafa
fyrir prófessorinn að hljóta þessa
viðurkenningu?
„Þetta er bara heiður, ég segi bara
eins og þeir segja í Ameríku, þetta er
svona „lifetime achievement award“,
það er verið að veita mér viðurkenn-
ingu fyrir allan minn feril í raun og
veru,“ segir Stefán sem hefur helgað
starfsferil sinn genalækningum fyrir
blóðsjúkdóma. „Ég vinn með stofn-
frumur blóðsins og erfðafræði, ég hef
unnið mikið við að þróa genalækn-
ingar fyrir þessa sjúkdóma, þetta
er svona sambland af erfðafræði og
blóðsjúkdómafræði,“ útskýrir hann.
Þá komuSvíarnir
Þau hjónin, Stefán og Sigurborg
Ragnarsdóttir, fluttu frá Íslandi árið
1979, þá til Bretlands þar sem hann
lagði stund á nám við University
College í London eftir að hafa lokið
læknanámi frá Háskóla Íslands árið
1976. „Ég vann þar að doktorsritgerð
og sá svo fram á að ég væri allt of
grænn vísindalega til að fara heim svo
við fórum til Bandaríkjanna og þar
vann ég á þessari stóru stofnun sem
heitir National Institutes of Health
í Maryland, rétt fyrir utanWash-
ington. Þar var ég í byrjun í rúmlega
þrjú ár og eftir það buðu Amerík-
anarnir mér eigin rannsóknarstofu
og þá fékk ég fullt af peningum og gat
ráðið fólk og þar hafði ég upphaflega
ætlað mér að vinna fram að eftirlaun-
um,“ segir Stefán skemmtilega frá,
greinilega mikill sagnamaður svo sem
Íslendinga er aðall.
Ekki dvaldi hann þó vestanhafs
fram að eftirlaunum; sjaldan verður
ósinn eins og uppsprettuna dreymir.
„Þetta var ágætisstarf og okkur líkaði
vel í Bandaríkjunum en þá komu
Svíarnir og buðu mér þessa prófess-
orsstöðu hér í Lundi og lögðu mikinn
aukapening í að stofna hér sérstaka
deild fyrir mig. Því tilboði var erfitt að
neita og þá fluttum við hingað,“ segir
Stefán. Það var árið 1996.
Er þetta sattmeðKára?
Nú dregur blaðamaður fram úr
erminni upplýsingar sem Sigurborg,
kona Stefáns, gaukaði að honum
í tölvupósti. Er það rétt að Stefán
hafi dregið sjálfan Kára Stefánsson,
ókrýndan konung erfðarannsókna á
Íslandi og einn þekktasta lækni lands-
ins, í læknisfræðina?
„Við vorum bekkjarfélagar í
Menntaskólanum í Reykjavík og hann
var einn af bestu vinummínum á
skólaárunum. Jú, þetta er kannski að
sumu leyti rétt. Kári var svo fjölhæfur
og hafði svo marga hæfileika auk þess
að vera duglegur í náttúruvísindum,
hann hafði líka mikla rithöfundar-
hæfileika og hefði auðveldlega getað
orðið rithöfundur, þannig að hann
stóð frammi fyrir erfiðu vali,“ svarar
Stefán þessari spurningu um for-
stjóra Íslenskrar erfðagreiningar.
„Við vorum úti að labba og tókum
þessa umræðu og mig minnir að ég
hafi bara sagt við hann „Af hverju
drífurðu þig ekki bara í læknis-
fræðina eins og ég?“ og það varð af
því,“ segir Stefán frá því er hann kaus
Kára Stefánssyni örlög fyrir hálfri
öld.
Viðtalið við Stefánmá lesa í heild á
mbl.is.
lStefániKarlssyni prófessor veitt gullmedalíaævaforns náttúrufræðafélagsl„Það er verið að
veitamér viðurkenningu fyrir allanminn feril“lÞauhjónin hafa búið erlendis frá árinu 1979
Dró Kára Stefánsson í læknisfræði
Ljósmynd/Per Lindström/Kungliga Fysiografiska Sällskapet i Lund
Konunglegt Stefán Karlsson tekur við gullmedalíu Konunglega náttúrufræðafélagsins úr hendi Karls Gústafs.
VIÐTAL
Atli Steinn Guðmunds
atlisteinn@mbl.is
son