Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 1 Gættu þinna handa Yrsa Sigurðardóttir3 7 9 8 10 6 4 Metsölulisti Vikuna 07. desember - 13. desember 5 Reykjavík glæpasaga Ragnar Jónasson Katrín Jakobsdóttir Játning Ólafur Jóhann Ólafsson Eden Auður Ava Ólafsdóttir Tól Kristín Eiríksdóttir Kyrrþey Arnaldur Indriðason Guli kafbáturinn Jón Kalman Stefánsson Hamingja þessa heims Sigríður Hagalín Keltar Þorvaldur Friðriksson Bannað að ljúga Gunnar Helgason 2 Margir kannast við það að eiga ógleymanlegar minningar af hátíðunum sem tengjast ömmum. Það gera tónlistarbræðurnir Birkir og Markús Bjarnasynir en þeir hafa nú gefið út nýtt jólalag innblásið af ömmum og hlýjum minningum fólks um ömmur á jólum, nokkuð sem fjölmargir virðast tengja við. „Það vill þannig til að Markús býr í Svíþjóð núna, tímabundið þannig að ég skrapp til hans eina helgi núna í lok nóvember,“ lýsti Birkir sem mætti í Ísland vaknar og ræddi um nýja jólalagið við þau Kristínu Sif og Ásgeir Pál á dögunum. Í jólaskapi í Svíþjóð „Þá byrjaði að snjóa svona mikið í Svíþjóð. Það var fjallað um þetta í fréttum á Íslandi, það snjóaði svo mikið. Sama dag og það snjóaði var kveikt á jólaljósunum. Þetta var fullkomlega tímasett hjá þeim, Svíunum,“ sagði Birkir en út frá þessari jólalegu stemningu, í snjó- num og jólaljósunum, komust þeir ekki hjá því að fara í jólaskap. „Við hugsuðum bara, við erum hérna eina helgi saman, eigum við ekki bara að skella í jólalag,“ sagði Birkir. Bræðurnir hafa spilað nokk- uð mikið saman í gegnum tíðina en hafa þrátt fyrir það aldrei gefið út jólalag saman. Tengdu jólin við ömmur „Við ákváðum mjög fljótt að jólalagið ætti að fjalla um ömmur af því að við tengdum jólin eitthvað svo sterkt við ömmur okkar,“ sagði Birkir. Bræðurnir ákváðu því að senda skilaboð til fjölskyldu og vina og spurðu þá hvaða hugsanir kæmu upp við orðin amma og jól. „Það er þessi hlýja, þessar gæða- stundir, baksturinn, jóladúkar, mjúk knús. Allt þetta,“ lýsti Birkir en bæði Kristín Sif og Ásgeir Páll sögðust tengja gleðilegar minn- ingar í sambandi við jólin við ömmu og rifjuðu þær upp í þættinum. Dýrmætasta gjöfin „Það er akkúrat þetta sem við reynum að fanga í laginu. Þessi tími sem þær gefa okkur, sem er það dýrmætasta náttúrlega. Lagið heit- ir Jólaró; það er alltaf einhver ró hjá þeim í öllu jólastressinu. Og líka þessi tími sem þær gefa sér við að baka allar smákökurnar og prjóna peysurnar á okkur og allt þetta. Maður fær einhvern veginn hlýju í hjartað þegar maður hugsar um þetta,“ sagði Birkir en sjálfir eiga Markús og Birkir tvær ömmur sem þeim þykir afar vænt um. „Þær ljómuðu alveg þegar þær hlustuðu og horfðu á það. Við gerð- um smá myndband við það líka sem þær fengu að sjá. Þannig að ég held að þær séu mjög ánægðar,“ sagði Birkir sem tekur undir það að lagið sé eins konar óður til amma. „Það er líka gaman að fá send- ingu frá öðrum því það eru svo margir sem tengja við þetta,“ sagði Birkir. Hægt er að hlusta á lagið Jólaró á helstu streymisveitum eins og Spotify þar sem finna má bræðurna undir nöfnunum Markús og Birkir. Birkir og Markús Bjarnasynir heiðra ömmur í nýja jólalaginu, Jólaró, sem er innblásið af öllum þeim dýrmætu og eftirminnilegu stund- um sem margir tengja við ömmur og jól. Ömmur gera jólin betri Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Ömmujól Bræðurnir Birkir og Markús tóku höndum saman og sömdu jólalag til heiðurs ömmum á jólum. Jólaró Lagið Jólaró má finna á helstu tónlistarveitum. Yfir helmingur hlynntur notuðum gjöfum Hugmyndir fólks um jólagjafir hafa breyst mikið á síðastliðnum árum, eins og sjá má í niðurstöð- um nýrrar breskrar könnunar þar sem fram kemur að yfir helm- ingur fullorðinna taki notuðum gjöfum opnum örmum. Þá virðist aukin meðvitund á sviði um- hverfismála og sparnaður vera meðal ástæðna fyrir þessu. Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum hvað útgjöld hafa hækkað upp á síðkastið og því eru margir með hugann við það að spara sem mest yfir hátíðarnar. 2.000 manns tóku þátt í umræddri könnun en 58% þátttakenda sögðust vera jákvæð gagnvart því að fá gjöf sem væri notuð. 46% sögðust vera opin fyrir því að gefa öðrum notaða gjöf og næstum fjórir af hverjum tíu þátttakend- um höfðu gefið notaða gjöf um jólin. Enn eru þó 26% sem telja að ákveðin skömm fylgi því að gefa notaðar gjafir en 31% trúir því þó að slíkar gjafir ættu þykja eðlilegar. rosa@mbl.is Ljósmynd/Colourbox Loppugjöf? Æ fleiri eru nú opnir fyrir því að gefa vel með farnar notaðar gjafir, til dæmis af flóamörkuðum, nytjamörkuðum og úr loppuverslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.