Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.12.2022, Blaðsíða 60
MENNING60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2022 Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is ASOLO Falcon herra Kr. 29.990.- HVÍTAN Merínó húfa Kr.3.990.- FUNI unisex dúnúlpa Kr.33.990.- REYKJAVÍK ullarúlpa Kr.47.990.- BRIMNE meðalþyk Kr.2.15 GEYSIR ullarjakki Kr.28.990.- GRÍMSEY hansk Kr.2.990 ES S kir sokkar 0.- VINDUR barna ullarúlpa Kr. 18.990.- AKUREYRIweekend taska Kr.6.990.- ar .- FÖNN ullarúlpa Kr.44.990.- Hlýjar Gjafir Bein innsýn í stormasamt ástarsamband Á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn, sem lýkur í kvöld, verða boðin upp sendibréf frá Karen Blixen sem talin eru veita mikilvæga innsýn í líf henn- ar. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu á vef uppboðshúsinu. Um er m.a. að ræða bréf sem Denys Finch Hatton sendi Blixen 1926, og birt er í bréfasafni Blixen sem út kom 2013, og bréf sem Blixen sendi Finch Hatton 1929, og ekki er vitað til að hafi ratað fyrir almenningssjónir áður. „Við erum alltaf himinlifandi þegar okkur tekst að varpa ljósi á nýtt efni sem tengist bók- menntasögunni. Bréfið til Finch Hatton gefur gæsahúð því það veitir beina innsýn í stormasamt ástarsamband þeirra,“ segir EmmaMarie Poulsen hjá Bruun Rasmussen. Umrædd bréf ásamt ljósmynd af þeim eru verðmetin á 8-10.000 danskar krónur. Karen Blixen giftist Bror von Blixen-Finecke 1914. Fjórum árum seinna kynntist hún Denys Finch Hatton, sem var stóra ástin í lífi hennar. Hjónabandinu lauk 1925 og stuttu síðar flutti Finch Hatton inn til Blixen Hann lést í flugslysi 1931. Blixen skrifaði um hann í sjálfævisögunni Jörð í Afríku sem kom út 1937. Heimsþekkt Rithöfundurinn Karen Blixen fæddist 1885 og lést 1962. „Ég veit ekki betur en að þetta sé í fyrsta sinn sem Grýluhellir er heimsóttur í íslenskri kvikmynd og sjónvarpsefni,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, höfundur handritsins að ævintýra- og fjölskyldukvik- myndinni Jólamóðir sem frumsýnd verður 26. desember, en hægt er að horfa á myndina sem jóladagatal í Sjónvarpi Sím- ans. „Þetta er stórskemmtileg ævintýramynd fyrir þá sem ekki hafa séð neitt af jóladaga- talinu. En myndin er líka hugsuð fyrir þær fjölskyldur sem langar að upplifa söguna í heild sinni saman,“ segir Anna Bergljót og bendir á að í amstri dagsins og miðjum jólaundirbúningi hafi fæstar fjöl- skyldur tíma til að setjast saman yfir jóladagatalið seinnipart dags. „Af þeim sökum verður jóladaga- talið svolítið mikið efni barnanna, en okkur langar að bjóða upp á upplifun fyrir alla fjölskylduna,“ segir Anna Bergljót og viðurkennir fúslega að íbúar Grýluhellis hafi átt hug hennar og hjörtu síðustu 17 árin eða frá því að hún fór ásamt fleirum að bjóða upp á jólasveina- þjónustuna Jolasveinar.is. Töfrar jólanna „Þegar handritið að jóladagatali ársins var tilbúið áttuðum við okkur á því að auðveldlega mætti setja söguna í búning kvikmyndar og fannst að sagan ætti það skilið að fá að lifa lengur en sem jóladagatal eins árs,“ segir Anna Bergljót og tekur fram að mikið hafi verið lagt í allt útlit myndarinnar, sem að stórum hluta var tekin upp í raun- verulegum hellum á Suðurlandi. Leikstjórinn er Jakob Hákonarson og framleiðslufyrirtækið A Whole Lotta Love framleiðir. „Við höfum búið til jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu síðustu níu árin,“ segir Anna Bergljót og vísar þar auk sín til Andreu Aspar Karls- dóttur og Sigsteins Sigurbergsson- ar sem ásamt fleirum standa að jólasveinaþjónustunni Jólasveinar. „Fyrstu sjö árin var jóladagatalið á YouTube og í formi spuna þar sem föndur var í aðalhlutverki. Í fyrra hafði Samgöngustofa samband við okkur og bað okkur um að gera jóladagatal og þá fórum við fyrst í samstarf við Sjónvarp Símans,“ segir Anna Bergljót og bendir á að í Jóladagatali Samgöngustofu, sem aðgengilegt er á vefnum joladaga- tal.umferd.is, megi fylgjast með Hurðaskelli og Skjóðu í fjársjóðsleit í 24 þáttum þar sem þau kenna börnunum umferðarreglurnar samhliða því að lenda í spaugilegum aðstæðum. „Jólamóðir gerist um aldamótin 1900 og fjallar í raun um tímann áður en jólahefðirnar eins og við þekkjum þær í dag urðu til og áður en jólasveinarnir fóru til dæmis að gefa í skóinn. Við fylgjumst með tröllasystkinunum Hurðaskelli og Skjóðu sem í fyrsta sinn í sögu Grýluhellis hafa verið skilin eftir alein heima,“ segir Anna Bergljót og bendir á að myndin bregði m.a. upp mynd af því hvers vegna Skjóða fékk uppnefnið Leiðinda-Skjóða. „Systkinin þurfa að vinna sig í gegnum stirt samband sitt til þess að komast að því hvert allir hinir 98 íbúar hellisins hafa farið. Á ferða- laginu sem við tekur læra systkinin nýja hluti um mömmu sína, Grýlu, hvernig það kom til að þau urðu þessi jólafjölskylda og hvað fylgir töfrum jólanna. Grýla er einnig að glíma við sömu spurningar á meðan skyldur hennar sem Jólamóður, verndara töfra jólanna, stangast á við þá grimmu tröllskessu sem hún áður var,“ segir Anna Bergljót sem aðstoðar Grýlu í myndinni, en aðrir leikarar sem leggja persónum lið eru Andrea Ösp, Gríma Kristjáns- dóttir, Huld Óskarsdóttir, Sigsteinn og Stefán Benedikt Vilhelmsson. „Grýla er mun ljúfari en við höldum,“ segir Anna Bergljót þegar hún er spurð nánar um það hvernig Grýla komi henni fyrir sjónir. Ég held að flestar sögurnar um hana séu verulega ýktar, þó ég þori ekki að fullyrða að þær séu ósannar. Ég veit að henni finnst gaman að halda sögunum um sig á lofti og leyfa fólki að halda að hún borði börn, enda vill hún að fólk beri óttablandna virðingu fyrir sér,“ segir Anna Bergljót og tekur fram að myndin ætti fullt erindi út fyrir landstein- ana. Ný sumarsýning í bígerð Þar sem Anna Bergljót er forkólf- ur í Leikhópnum Lottu er ekki hægt að sleppa henni án þess að forvitn- ast hvað sé framundan hjá hópnum. Segir hún það ekkert launungarmál að Covid hafi sett verulegt strik í reikninginn hjá hópnum þar sem fjarlægðartakmarkanir settu starf- seminni miklar skorður. „Af þeim sökum gátum við ekki boðið upp á nýjar sumarsýningar síðustu tvö sumrin,“ segir Anna Bergljót, en hópurinn sýndi stuttar útgáfur af annars vegar Litlu gulu hænunni og hins vegarMjallhvíti. „Þegar jólasveinaþjónustan lagð- ist af vegna samkomutakmarkana bjuggum við til vasaljósaleikhúsið Ævintýri í Jólaskógi sem nú er sýnt í Guðmundarlundi þriðju aðventuna í röð,“ segir Anna Bergljót og bendir á að útisýning með fáum áhorfend- um hafi á tímum faraldurs verið það eina sem var gerlegt. „Þar segja fjórir íbúar Grýluhellis gestum sögu auk þess sem nokkrir jólasveinar slæðast um skóginn,“ segir Anna Bergljót sem á umliðnum árum hef- ur skrifað nýjar sögur fyrir íbúana á hverri aðventu. „Í höfðinu á mér er heimur þeirra því orðinn miklu stærri en það sem stendur í litla jólakverinu Jólin koma eftir Jóhann- es úr Kötlum. Mér finnst frekar auðvelt að stinga mér inn í þennan heim og skrifa fyrir þessi hundrað tröll, því mér finnst ég þekkja þau svo vel,“ segir Anna Bergljót og tekur fram að hún búist fastlega við því að framhald verði á jóladagatali Hurðaskellis og Skjóðu. „Ég er sannfærð um að engin þjóð í heim- inum á jafn skemmtilega jólahefð og við,“ segir Anna Bergljót og fagnar því hvað Ísland sé mikið jólaland með öllum sínum jólaljósum sem lýsi upp skammdegið. „Það er mér síðan mikið gleðiefni að geta upplýst að Leikhópurinn Lotta getur frumsýnt nýja sumar- sýningu í fullri lengd næsta sumar,“ segir Anna Bergljót og tekur fram að ekki verði upplýst um innihald verksins fyrr en á nýju ári. „Ég get þó sagt að við munum heimsækja Ævintýraskóginn og hitta fyrir þekktar persónur úr erlendum ævintýrum,“ segir Anna Bergljót leyndardómsfull. lÆvintýra- og fjölskyldukvikmyndin Jólamóðir frumsýnd annan í jólumlAnnaBergljót Thorarensen skrifar handritið og aðstoðarGrýlu ímyndinnil„Mun ljúfari en við höldum“ „Stórskemmtileg ævintýramynd“ Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Leit Skjóða og Hurðaskellir þurfa að komast að því hvert allir hinir 98 íbúar hellisins hafa farið. Anna Bergljót Thorarensen Tónskáldið Angelo Badalamenti látið Bandaríska kvikmyndatónskáldið Angelo Badala- menti er látið, 85 ára að aldri.Hollywood Reporter hefur eftir frænku hans að tónskáldið hafi dáið af náttúrulegum orsökum í faðmi fjölskyldunnar. Badalamenti er þekktastur fyrir langt og gæfuríkt samstarf við kvikmyndaleikstjórann David Lynch og samdi meðal annars tónlistina við Blue Velvet, Twin Peaks ogMulholland Drive. Þess utan samdi hann lög sem hljóðrituð hafa verið af Ninu Simone, Nancy Wilson og Shirley Bassey auk þess sem hann samdi þemalag sumarólympíuleikanna í Barcelona svo fátt eitt sé nefnt. Angelo Badalamenti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.