Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
Innlent8
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið
sé hjarta heimilisins.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, 588 0200, eirvik.is
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10.00-17.30
STAKSTEINAR
Öskrað til
hátíðabrigða
Umhverfisstofnun hefur hert
mjög baráttu sína gegn flug-
eldum. Stofnunin lætur einskis
ófreistað að koma þeirri skoðun
sinni á framfæri að fólk ætti ekki
að kaupa flugelda, meðal annars
með herferð
á samfélags-
miðlum.
Nú er ekki
vitað til að
það sé stefna
stjórnvalda að
stöðva flugeldasölu um áramót
enda eru þeir leyfileg söluvara
hér á landi og eiga sinn tíma.
Þekkt er að þeir eru helsta
fjáröflunarleið björgunarsveita
landsins. Flugeldasalan er hrein-
lega forsenda þess að þær geti
starfað eins og þær hafa gert.
Umhverfisstofnun telur hins
vegar að þær geti fjármagn-
að sig með öðrum hætti, sem er
athyglisvert innlegg úr þeirri
átt, og svo hefur Umhverfis-
stofnun líka sett fram tillögu um
hvernig Íslendingar geti komið
sér upp nýjum áramótahefðum,
sem er auðvitað líka hlutverk
Umhverfisstofnunar.
Þar er til dæmis velt upp
þeirri hugmynd að „fjöl-
skyldan myndi safnast saman á
miðnætti og „öskra burt árið“.“
Auðvitað hlytu allir að
hlakka til áramótanna og
fá að öskra burt árið. En hvers
vegna að láta staðar numið þar?
Margt annað en flugeldar getur
verið skaðlegt í miklu magni.
Hvað með að enda máltíðina á
gamlárskvöld með sameiginlegu
öskri í stað þess að bera fram ís-
inn? Eða á aðfangadagskvöld, er
ekki miklu hátíðlegra að öskra
inn jólin en að innbyrða dísætan
eftirréttinn?
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
www.mbl.is/mogginn/leidarar
Ófullnægjandimálsmeðferð
lUmboðsmaður Alþingis gerir athugasemd við lögreglustjórann á NE
varm.a. byggð á því að tilkynningu lög-
reglustjóra, um að fallið hefði verið frá
saksókn í málinu, hefði ekki verið beint
til hennar eða foreldra hennar, heldur
hefði móðir hennar fengið afrit af til-
kynningu þar að lútandi sembeint hefði
verið til sakbornings.
„Athugun umboðsmanns beindist
að því hvort frávísun ríkissaksóknara
hefði verið í samræmi við lög. Þótt það
hefði verið í betra samræmi við vandaða
stjórnsýsluhætti að tilkynna brotaþola
sérstaklega umákvörðun lögreglustjór-
ans þá var það ekki í ósamræmi við lög
að senda honum afrit af tilkynningu til
sakbornings um að fallið hefði verið frá
saksókn,“ segir í álitinu.
„Aftur ámóti yrði ekki fallist á að ráða
hefði mátt af henni að brotaþoli nyti
sambærilegrar heimildar og sakborn-
ingur til að kæra ákvörðun lögreglustjór-
ans. Ástæða hefði verið til að leiðbeina
honum sérstaklega um það og því ekki
verið farið að lögum þar að lútandi.“
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
(NE) gætti ekki að leiðbeiningaskyldu
sinni með viðhlítandi hætti þegar kær-
anda var tilkynnt um að fallið hefði
verið frá saksókn vegna líkamsárásar.
Ríkissaksóknari tók heldur ekki full-
nægjandi afstöðu til þess hvort málið
væri tækt til efnismeðferðar hjá honum
þótt kærufrestur væri liðinn.
Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns
Alþingis, Skúla Magnússonar. Kona
leitaði til umboðsmanns og kvartaði
yfir afgreiðslu ríkissaksóknara á kæru
hennar sem laut að ákvörðun lögreglu-
stjórans um að falla frá saksókn vegna
líkamsárásar.
Kærunni var vísað frá vegna þess að
hún hefði borist eftir að kærufrestur
rann út. Kvörtunin laut einkum að því
að ríkissaksóknari hefði ekki lagtmat á
hvort skilyrði væru til að taka kæruna
engu að síður til efnismeðferðar á
grundvelli 28. gr. stjórnsýslulaga.
Kæra konunnar til ríkissaksóknara
Veiti upplýsingar
um birgðastöðu lyfja
Heilbrigðisráðherra áformar að
leggja fram frumvarp til breytinga
á lyfjalögum og lögum um lækn-
ingatæki til innleiðingar á reglugerð
Evrópuþingsins og -ráðsins um að
styrkja hlutverk Lyfjastofnunar
Evrópu að því er varðar viðbúnað
við krísu og krísustjórnun varðandi
lyf og lækningatæki.
Þetta kemur fram í samráðsgátt
stjórnvalda. Þar segir, að heims-
faraldur COVID-19 hafi leitt í ljós
erfiðleika aðildarríkja Evrópska
efnahagssvæðisins við að takast á
við bráða ógn við lýðheilsu líkt og
COVID-19. Það sé því talið mikil-
vægt að styrkja samvinnu aðildar-
ríkjanna og koma á samræmingu
í viðbrögðum þeirra. Einnig sé
mikilvægt að auka samvinnu og
samræmingu viðbragða með lyfja-
og lækningatækjaiðnaðinum og
öðrum aðilum í aðfangakeðju lyfja
og lækningatækja. Skortur á lyfjum
sé vaxandi ógn við lýðheilsu sem
hafi alvarleg áhrif á heilbrigðiskerfi
og rétt sjúklings til viðeigandi lækn-
ismeðferðar.
Reglugerð Evrópuþingsins og
-ráðsins er sett til að setja ramma
til að samræma viðbrögð allra að-
ildarríkjanna vegna skorts á lyfjum
og lækningatækjum og til að styrkja
og móta vöktun á mikilvægum
lyfjum og lækningatækjum á sem
skilvirkastan hátt. Segir heilbrigð-
isráðuneytið að með Evrópureglu-
gerðinni sé ætlað að tryggja hátt
verndarstig fyrir heilbrigði manna
með því að tryggja hnökralausa
starfsemi innri markaðarins að því
er varðar lyf og lækningatæki.
Í Evrópureglugerðinni er sett
krafa á aðila á markaði og að-
ildarríki að veita upplýsingar um
birgðastöðu lyfja og lækningatækja
sem eru talin mikilvæg þegar bráð
ógn við lýðheilsu eða meiriháttar
atburður stendur yfir. Setja þarf
á fót miðlægt upplýsingakerfi á
Íslandi sem vaktar birgðastöðuna í
rauntíma svo hægt verði að uppfylla
skyldur Íslands samkvæmt Evrópu-
reglugerðinni.
Morgunblaðið/Friðrik
LyfVakta þarf birgðastöðuna.
lÁformumað
breyta lyfjalögum