Morgunblaðið - 30.12.2022, Page 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
UNDIRFATNAÐUR
KULDAGALLAR ÚLPUR
Klæddu þig vel!
dynjandi.is
NÝTT
JAKKAR
Nánari upplýsingar á tasport.is eða í síma 552 2018 S. 552 2018 • info@tasport.is
LIVERPOOL
Upplifðu menningu í Liverpool í beinu flugi
Innifalið: Flug, 20 kg. innrituð taska og 10 kg.
handfarangur sempassar undir sætið.
Gisting á 4* hóteli í 3 nætur í hjarta borgarinnar
meðmorgunmat.
Athugið takmarkaður sætafjöldi.
13. til 16. janúar 2023
27. til 30. janúar 2023
Verð frá 78.800 kr. á mann í tvíbýli
Elías Guðmundsson kynnti
á miðvikudaginn hugmyndir
um íbúðabyggð og lúxushótel í
Hjarðardal ytri í Önundarfirði.
Fundurinn fór fram á Holt Inn
og var vel sóttur að sögn Elíasar
„Það var fullt hús og ég heyrði
ekki annað en að það væri mikil
stemning fyrir þessu. Verk-
efnið mun halda áfram en hvort
einhverjar breytingar verði á því
mun koma í ljós.“
Hugmyndirnar sem Elías hefur
unnið að fela í sér 36 lóðir fyrir
einbýlishús og lúxushótel sem
gæti verið með 40-50 herbergjum.
Hann hefur unnið að verkefninu
fyrir hönd landeigenda og vildu
þau á þessum tímapunkti kynna
Vestfirðingum hugmyndirnar. „Í
tengslum við uppbyggingu í lax-
eldi er þörf fyrir 250-300 íbúðir
á svæðinu og samkvæmt spám
gæti fjölgað um þúsund manns
á norðanverðum Vestfjörðum.
Þá vaknar sú spurning hvar sé
hægt að bregðast við þeirri þörf.
Þetta væri að lágmarki þriggja
ára ferli frá hugmynd og þar til
þetta gæti orðið að veruleika ef
mið er tekið af ferlinu í kringum
leyfisveitingar, skipulagsferli og
framkvæmdir. Sjálfur er ég bara
að hjálpa eigendum landsins við
að þróa þetta áfram og ég mun
ekki framkvæma þetta. Leit að
áhugasömum aðilum stendur
yfir,“ segir Elías.
„Þetta byrjaði bara sem
skemmtilegt spjall á kaffistofunni
hjá mér og eigendum að þessu
landi. Ég hef stundað fasteigna-
viðskipti og fasteignaþróun og
tók að mér að skoða landið þegar
þau hættu sauðfjárbúskap. Við
vorum sammála um að þarna
væri töluvert gott land til að
byggja á en landrými á norðan-
verðum á Vestfjörðum er af
frekar skornum skammti.“
Varðandi hótelið segir Elías að
ýmislegt sé í farvatninu í ferða-
þjónustu á norðanverðum Vest-
fjörðum. „Ég kynnti hugmynd um
hótelbyggingu sem yrði fyrsta
alvöru lúxushótel Vestfirðinga og
yrði þá byggt út við sjóinn í takti
við Holtsbryggju. Til stendur að
bjóða upp á sjóböð í Önundar-
firðinum en þetta svæði gæti
verið á leið í mjög áhugaverða
uppbyggingu,“ segir Elías sem er í
námi í arkitektúr við LHÍ.
kris@mbl.is
lLand í Hjarðardal þykir henta vel
Rís lúxushótel
í Önundarfirði?
nota búnaðinn. Þeir munu þurfa til-
skilin réttindi til að annast þjálfunina.
Það gerist ekkert í þessu fyrr en það
allt er komið.“
Miðað við að reglunum verði breytt
núna og gangi allt að óskum gæti liðið
allt að hálft ár áður en íslenskir lög-
reglumenn fara að nota rafvarnar-
vopn miðað við að útboðið gangi
greiðlega, að mati Ólafs. Fyrstu raf-
varnarvopnin gætu mögulega verið
tekin í notkun eftir næstu páska. Eftir
frumþjálfun í að beita rafvarnarvopn-
um munu lögreglumenn þurfa að fara
í endurþjálfun á hverju ári.
Þarf að móta verklagsreglur
„Þetta verður viðbót við þann
búnað sem lögreglan hefur í dag.
Tilkoma rafvarnarvopna mun flækja
ákvarðanatöku lögreglumanna um
til hvaða verkfæra þeir grípa hverju
sinni. Þess vegna munu þeir þurfa
þjálfun,“ segir Ólafur. Hann gerir ráð
fyrir að Menntasetur lögreglunnar
muni koma að henni og eins þjálfarar
hjá hverju lögregluembætti.
Einnig þarf að móta verklagsregl-
ur um hvenær skuli beita rafvarnar-
vopnum. Ólafur segir að hvert tilfelli
þar sem rafvarnarvopni er beitt þurfi
að skoða gaumgæfilega og þróa síð-
an verklagsreglur í ljósi fenginnar
reynslu. „Við munum í byrjun styðjast
við þær verklagsreglur sem gilda á
Norðurlöndunum og við lítum einkum
til Noregs í þeim efnum. Mér finnst að
við þurfum að hafa hóp sem skoðar
hvert tilvik þar sem rafvarnavopni er
beitt til að meta hvort breyta þurfi
verklagi eða þjálfun. Það er mikilvægt
að við vöndum til verka þegar við inn-
leiðum svona búnað,“ segir Ólafur.
Hann kveðst gera ráð fyrir því að
rafvarnarvopn verði hluti af verkfær-
um allra menntaðra lögreglumanna
á landinu. Ólíklegt sé þó að héraðs-
lögreglumenn og afleysingamenn fái
slíkan búnað enda hafi þeir ekki sömu
þjálfun og menntaðir lögreglumenn.
Ólafur segir að rannsóknir í Svíþjóð
og Noregi bendi til þess að öryggi og
öryggistilfinning lögreglumanna auk-
ist með tilkomu rafvarnarvopna, þótt
þeim sé beitt afskaplega sparlega.
Muni auka öryggi
„Ég geri ráð fyrir því að lögreglu-
menn muni bera rafvarnarvopn í
framtíðinni en það fer þó eftir fjár-
veitingum hvenær það gerist. Þetta
er dýr búnaður,“ segir Ólafur. Hann
rifjar upp að þegar lögreglumenn fóru
að bera á sér svonefndar búkmynda-
vélar sem taka upp mynd og hljóð
hafi þeir skilað tækinu eftir hverja
vakt svo lögreglumaður á næstu vakt
gæti notað það.
„Ég tel að rafvarnarvopn muni auka
bæði öryggi lögreglumanna og þeirra
sem lögreglan þarf að yfirbuga,“ segir
Lögreglan hefur lengi kannað það
að taka rafvarnarvopn, stundum
kölluð rafstuðsbyssur, í notkun að
sögn Ólafs Arn-
ar Bragasonar,
forstöðumanns
Menntaseturs
lögreglunnar og
fulltrúa í fram-
kvæmdastjórn
Embættis ríkis-
lögreglustjóra.
Rafvarnarvopn
eru staðalbún-
aður lögreglu-
manna í nágrannalöndum okkar, t.d. í
Noregi. Ákvörðun dómsmálaráðherra
um að heimila notkun slíks búnaðar
hér á landi þýðir ekki að notkun hans
hefjist samstundis.
„Búnaðurinn er ekki til í landinu og
þegar ráðherra gefur heimild þá þarf
að hefjast handa við að undirbúa kaup
á búnaðinum,“ segir Ólafur. „Það þarf
að fara í útboð og svo þarf að þjálfa þá
sem munu kenna lögreglumönnum að
Ólafur. „Rafvarnarvopn getur í mörg-
um tilvikum komið í stað kylfu. Það
getur verið erfitt að beita kylfunni
með öruggum hætti á fólk sem er á
mikilli hreyfingu. Þá geta orðið óhöpp
ef kylfan hittir ekki á rétt svæði lík-
amans. Eins skiptir fjarlægðin máli.
Rafvarnarvopn gerir lögreglumanni
kleift að standa fjær þeim sem sýnir
hættulega hegðun en ef beita þarf
kylfu eða lögreglutökum. Þetta mun
draga úr meiðslum lögreglumanna og
þeirra sem lögreglan þarf að takast
á við.“
Embætti ríkislögreglustjóra gerði
skýrslu um þessi mál 2010 og þá var
ekki talið tímabært að innleiða raf-
varnarvopn. Ólafur segir að tæknin
hafi ekki verið komin jafn langt þá
og nú. Til dæmis voru ekki komnar
búkmyndavélar. Fjöldi hnífamála var
ekki orðinn jafn mikill og nú. Búk-
myndavélar skrá nú atburðarásina
mjög nákvæmlega í hljóði og mynd
þegar lögreglan þarf að takast á við
vopnað fólk og í annarlegu ástandi.
Hnífaburður er orðinn mjög algengur
og það kallar á betri tækjabúnað, eins
og rafvarnarvopn.
lRafvarnarvopn staðalbúnaður í nágrannalöndum okkarlMögulega tekin í notkun eftir næstu páska
lÞurfi að hafa hóp sem skoði hvert tilfelli beitingarlRafvopnin auki öryggi þeirra sem þarf að yfirbuga
Mikilvægt að vanda vel til verka
Ólafur Örn
Bragason
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Júlíus
Handtaka Rafvopn gera kleift að
yfirbuga menn úr meiri fjarlægð.