Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 18
18 MESSUR um áramót MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 ✝ Magnús Vignir Pétursson fæddist í Skerjafirði 31. desember 1932. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 9. des- ember 2022 Foreldrar hans voru Pétur J. Guð- mundsson trillukarl í Skerjafirði, f. 1.1. 1903, d. 8.9. 1992, og Sigurbjörg Jóna Magn- úsdóttir húsfreyja, f. 1.9. 1905, d. 7.12. 1977. Bróðir Magnúsar var Gunnar C. Pétursson, f. 2.2. 1930, d. 4.2. 2020. Gunnar var kvæntur Þór- eyju Hannesdóttur, f. 5.4. 1934, d. 13.4. 1994. Magnús kvæntist 4. júlí 1959 Eyþóru Valdimarsdóttur, f. 3.4. 1936. Foreldrar Eyþóru voru Valdimar Þorsteinsson húsa- smíðameistari, f. 8.12. 1905, d. 30.7. 1970, og Ólöf Ingvarsdóttir verslunarstjóri þar. Hann var síð- ar sölumaður hjá Verksmiðju Magnúsar Víglundssonar. Árið 1965 stofnaði hann heildversl- unina Hoffell sem hann rak alla tíð. Árið 1999 stofnaði ásamt Valdimari syni sínum Knatt- spyrnuverslunina Jóa útherja. Verslunin keypti síðan Hoffell af Magnúsi árið 2005. Magnús hætti svo kaupmennsku þegar Valdi- mar keypti hlut hans fyrir um átta árum. Magnús hóf ungur þátttöku í íþróttum, var einn af stofnendum Knattspyrnufélagsins Þróttar ár- ið 1949, hann tók svo dómarapróf 1950, varð landsdómari 1956 og alþjóðlegur FIFA-dómari 1965. Hann starfaði sem dómari í 30 ár og dæmdi víða um lönd. Magnús dæmdi einnig handknattleik og var með alþjóðleg réttindi í þeirri grein. Magnús var sæmdur gull- merki Þróttar, KSÍ, ÍBR og KRR fyrir störf sín. Hann var útnefnd- ur heiðursfélagi Þróttar á gaml- ársdag 2021 og var heiðursfélagi nr. 1 í Liverpoolklúbbnum á Ís- landi. Útförin fer fram í Neskirkju í dag, 30. desember 2022, klukkan 13. húsfreyja, f. 5.10. 1912, d. 7.8. 2000. Börn Magnúsar og Eyþóru eru: Kristín Magn- úsdóttir, f. 31.12. 1955, maki Guð- mundur Alfreðsson, f. 10.6. 1954, börn þeirra: Magnús, f. 1978, og Sigríður, f. 1983, Jóhanna Björg Magn- úsdóttir, f. 12.8. 1959, Valdimar P. Magnússon, f. 20.6. 1964, maki Bára Guðmundsdóttir, f. 21.3. 1972, börn þeirra: Jón Ágúst, f. 1988, Anton Elí, f. 1993, Eyþór Tumi, f. 1997, og Inga Lára, f. 2000. Magnús ólst upp í Skerjafirði, byrjaði snemma að vinna, eða átta ára gamall sem sendisveinn á Kaffi Höll og síðan hjá Lands- bankanum. Eftir að hafa lokið landsprófi hóf hann störf hjá Kron við Fálkagötu og varð síðar Allt er í heiminum hverfult. Sím- hringing barst um að þú ættir stutt eftir ólifað. Við mannanna börn er- um öll dauðleg og andlátið kom inn- an skamms. Sólarhring síðar sat á ég á móti einum magnaðasta dul- miðli landsins sem kom þrenns konar skilaboðum til mín. Guð- mundur vinur minn í Vestmanna- eyjum hafði heyrt á Bylgjunni um andlát Magga P. Hann dró íslenska fánann í hálfa stöng. Kona hans, Guðný, þurfti í kjölfarið að svara spurningum ýmissa um hvort móð- ir hennar hefði nokkuð látist. „Nei, ég er nú bara að flagga fyrir honum Magnúsi V. Péturssyni, knatt- spyrnudómara og pabba vinkonu minnar.“ Fallegt af þeim. Pabbi er oftast ekki fyrsta orð sem barn leggur sér í munn en minn var mjög sérstakur. Það voru ófáar sögurnar frá barnæsku hans í Skerjafirðin- um. Í þeim kynntist ég Bíbí æsku- vinkonu hans, Bonny, Mansa og Jens á skautunum og fleirum. Sög- ur sem voru svo skemmtilegar að ég vildi heyra þær ítrekað. Svo var sagt: „Jæja, farðu nú í draumaland- ið með hund í bandi.“ Lítið fór fyrir faðirvorinu en oft hugsaði ég hvar Draumalandið væri. Myndin í hug- anum var skýr: gulllituð bárujárns- girðing sem umkringdi Melavöll. Þar eyddi ég hluta æsku minnar. Ferðirnar með pabba voru ófáar þangað. Maggi litli P. stofnaði barnastúkuna Jólagjöf með krökk- um úr Skerjafirði og Bíbí sagði mér að þau pabbi hefðu haldið afmælin sín saman, hans á gamlársdag og hennar á nýársdag. Þetta hefur átt við pabba. Hann nærðist á að vera innan um fólk og var félagslyndur. Eftirminnileg saga er af strákum sem teikuðu strætó frá Grímsstaða- holtinu. Þegar heim var komið á al- gjörlega hælalausum skóm spurði amma: „Hvað kom fyrir skóna þína, Maggi minn?“ Hann svaraði: „Ég hljóp svo hratt!“ Hinn drengurinn var Grétar Norðfjörð. Minningarn- ar um pabba eru ótal margar. Hann sagði við mig: „Jóhanna mín, ég man alltaf þegar ég sá þig fyrst, þú baðaðir út öllum öngum í kassan- um, varst alveg eins og hálfétinn kjúklingur.“ Einu sinni þegar ég kom heim og var búin að klessa á þá, stóð pabbi á hlaðinu brosandi: „Mamma er með fiskibollur.“ Ég svaraði: „Já, einmitt, en ég var að klessa á!“ Svarað var um hæl: „Það er allt í lagi.“ Svona gátu pabba- brandararnir verið, pínu fáránlegir en sitja í hjartanu. Það var eftir- minnileg ferð sem fjölskyldan fór til London þar sem pabbi átti að dæma leik. Þar vorum við í góðum félagsskap manna eins og Einars Hjartarsonar, Eysteins Guð- mundssonar, Guðjóns Finnboga- sonar og Vals Ben. Einar keypti lít- inn sjúkrabíl sem var gjöf handa litlum tveggja ára afastrák. Eftir það kallaði ég hann alltaf „afa í London“ og það viðurnefni festist við Einar. Nú hefur sá sem öllu ræður flautað leikinn af. Ég átti þann „besta“. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, sæll að sinni, við hitt- umst að endingu. Látið, síviti á lönd líktárin, í kærleika. Fór flug englaönd á ferð þar lík reika. Drottins þýðan sýn þagnar spori náðar. Gefur þér gullin sín gjöf sól á rós náðar. í sálhofi englar svífa. (Jóna Rúna Kvaran) Blessuð sé minning Magnúsar Vignis Péturssonar. Þín alltaf, Jóhanna Björg. Hvernig kveður maður pabba sinn sem hefur fylgt manni allt líf- ið? Skyndilega verður maður lítill drengur aftur sem þarf faðmlag. Í dag kveð ég þig eftir stutt veik- indi. Þú varst ekki bara pabbi minn heldur líka vinur og samstarfs- félagi. Það er skrýtin tilvera að heyra ekki í þér en við töluðum saman á hverjum degi, en eftir að þú hættir að koma niður í vinnu var síminn mikið notaður. Það er skrýt- in tilfinning að fá ekki símtalið í lok dags og heyra „jæja, hvernig gekk í dag“ en þannig byrjuðu flest okkar símtöl. Það væri of langt mál að telja til allar þær góðu stundir sem við átt- um saman, veiðitúrana þegar ég var lítill strákur, allar utanlands- Magnús V. Pétursson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÓLAFUR ÓLAFSSON, Sólvöllum 9, Selfossi, sem lést á sjúkrahúsi Selfoss 18. desember, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 5. janúar klukkan 13. Sæunn Þorsteinsdóttir Ólafur Ólafsson Friðrika Sigurgeirsdóttir Steinar Þór Ólafsson Þuríður Ósk Gunnarsdóttir Anna Birna Ólafsdóttir Oddgeir Tveiten Sveinfríður Ólafsdóttir afa- og langafabörn Ástkær sambýlismaður og móðurbróðir, SIGFÚS HALLGRÍMUR ANDRÉSSON, Stóru-Breiðuvík 2, fyrrum Helgustaðahreppi, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 19. desember. Jarðsett verður frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 6. janúar klukkan 14. Ásta María Herbjörnsdóttir og systrabörn Faðir okkar og afi, EGGERT BRAGI ÓLAFSSON, Neðra-Ási 3, Skagafirði, áður til heimilis á Vallarbraut 6, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu laugardaginn 26. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Eggertsson AKRANESKIRKJA | Nýársdagur. Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólöf Mar- grét Snorradóttir þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson, Tindatríó syng- ur, einsöngur Björg Þórhallsdóttir. Með- hjálpari er Helga Sesselja Ásgeirsdótt- ir. AKUREYRARKIRKJA | Gamlársdag- ur. Aftansöngur kl. 18. Prestur er Svav- ar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Nýársdagur. Hátíðarmessa kl. 14. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Gamlársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 17. Kór Ár- bæjarkirkju syngur. Organisti er Guð- mundu Ómar Óskarsson, sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédik- ar. Nýársdagur. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Árbæjarkirkju syngur. Organisti er Guð- mundu Ómar Óskarsson. Sr. Þór Haukssonar þjónar fyrir altari og pré- dikar. ÁSKIRKJA | Gamlársdagur. Sameig- inlegur aftansöngur fyrir Laugardals- prestakall í Áskirkju kl. 18. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sungnir Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Nýársdagur. Sameiginleg nýársguðs- þjónusta Laugardalsprestakalls í Laug- arneskirkju kl. 14. Séra Sigurður Jóns- son prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti er El- ísabet Þórðardóttir. ÁSTJARNARKIRKJA | Gamlárskvöld. Aftansöngur kl. 17. Raust syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, Erla Rut Káradóttir spilar á orgel og sr. Bolli Pétur Bollason þjónar og flytur prédik- un. BESSASTAÐASÓKN | Gamlársdag- ur. Sameiginlegur aftansöngur Garða- prestakalls í Bessastaðakirkju kl. 17. Álftanesskórinn syngur, organisti er Ástvaldur Traustason, Vilborg Ólöf Sig- urðardóttir djákni og sr. Hans Guðberg Alfreðsson. Nýársdagur. Sameiginleg hátíðarguðs- þjónusta Garðaprestakalls í Vída- línskirkju kl. 14. Almar Guðmundsson bæjarstjóri flytur áramótaávarp. Sæ- rún Rúnudóttir syngur einsöng og kór Vídalínskirkju syngur, organisti Jóhann Baldvinsson, sr. Hans Guðberg Al- freðsson þjónar fyrir altari. BORGARNESKIRKJA | Gamlársdag- ur. Aftansöngur kl. 18. BÚSTAÐAKIRKJA | Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 18. Kammerkór Bú- staðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris kantórs. Gréta Hergils Valdimars- dóttir sópran og Sæberg Sigurðsson baritónn syngja einsöng, Gunnar Kr. Óskarsson leikur á trompet. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjón- ar fyrir altari, ásamt messuþjónum. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 13. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris kantórs. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. DIGRANESKIRKJA | Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 16, ath. tímann. Sr. Al- freð Örn Finnsson þjónar. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Kammer- kór Digraneskirkju leiðir safnaðarsöng- inn. DÓMKIRKJAN | Gamlársdagur. Aftan- söngur, Sveinn Valgeirsson sóknar- prestur Dómkirkjunnar prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðs- son organisti og Dómkórinn. Nýársdagur. Hátíðarmessa kl. 11. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðar- dóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirs- son þjónar fyrir altari. Guðmundur Sig- urðsson organisti og Dómkórinn. Einnig verður flutt barokktónlist í guðs- þjónustunni. Flytjendur: Sólveig Stein- þórsdóttir, Ísak Ríkharðsson, Ásta Kristín Pjetursdóttir, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, Nicky Swett, Halldór Bjarki Arnarson. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Gamlárs- dagur. Aftansöngur kl. 16. Sönghópur- inn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunn- arssyni, organista, leiða safnaðarsöng. Dr. Sigurvin Lárus leiðir stundina. GRAFARVOGSKIRKJA | Gamlárs- dagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar ásamt Bjarka Geirdal Guðfinnssyni guðfræðinema. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Ein- söngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Orga- insti: Hákon Leifsson. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Kór Grafarvogkirkju leiðir söng. Einsöngur: Gissur Páll Gissurarson. Organisti: Lára Bryndís Eggertsdóttir. GRENSÁSKIRKJA | Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 18. Kirkjukór Grensás- kirkju syngur undir stjórn Ástu Haralds- dóttur kantórs. Séra Þorvaldur Víð- isson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur kant- órs. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. GRINDAVÍKURKIRKJA | Gamlárs- dagur. Aftansöngur. kl. 17 Kór Grinda- víkurkirkju syngur hátíðarsöngva. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar. GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Gamlársdagur. Hátíðarguðsþjón- usta í umsjón Fríkirkjunnar í Reykjavík, kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Prestur er dr. Sigurvin Lárus Jónsson. Sönghópur Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Gunn- ars Gunnarssonar söngstjóra. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í hátíðasal Grundar. Prestur er Auð- ur Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Einsöngvari er Björn Ari Örvarsson og félagar úr Grundarkórnum leiða sam- söng undir stjórn Kristínar Waage org- anista. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Gaml- ársdagur. Hátíðarmessa kl. 17. Sr. Jón- ína Ólafsdóttir. Kári Þormar og Bar- börukórinn. Nýársdagur. Hátíðarmessa kl. 14. Sr. Sighvatur Karlsson. Ólafur Þ. Þórðar- son flytur hugvekju. Kári Þormar og Barbörukórinn. HALLGRÍMSKIRKJA | Gamlársdag- ur. Hátíðarhljómar við áramót kl. 16. Orgel og málmblásarakvartett. Miða- verð 4000. kr. Aftansöngur kl. 18. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar. Kór Hallgríms- kirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Aftansöngnum verður út- varpað. Nýársdagur. Hátíðarmessa kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Fé- lagar í Kór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Org- anisti er Björn Steinar Sólbergsson. HÁTEIGSKIRKJA | Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Peter Tompkins leikur á óbó. Kordía, kór Háteigskirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organ- isti og kórstjóri er Guðný Einarsdóttir. Nýársdagur. Hátíðarmessa kl. 14. Sr. Eiríkur Jóhannnsson prédikar og þjónar fyrir altari. Jón Hafsteinn Guðmunds- son leikur á trompet. Kordía, kór Há- teigskirju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Guðný Einarsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Gaml- ársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 17 í umsjón sr. Sunnu Dóru Möller. Matt- hías V. Baldursson sér um tónlistina, með honum eru sönghópurinn Radda- dadda og Tómas Guðmundsson. Auk Friðrik Karlsson og kórarnir Vox Gospel og Rokkkór Íslands. HVALSNESKIRKJA | Sjá Sandgerðis- kirkju. HVERAGERÐISKIRKJA | Gamlárs- dagur. Aftansöngur kl. 17. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Organisti er Mikl- ós Dalmay, Kirkjukór Hveragerðis - og Kotstrandarsókna. KEFLAVÍKURKIRKJA | Gamlársdag- ur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 16. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arn- órs Vilbergssonar, organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri, flytur hátíðarræðu. Kór Keflavík- urkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vil- bergssonar, organista. Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar. KÓPAVOGSKIRKJA | Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 18. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj- unnar. Hannah ÓConnor leikur á tromp- et. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Arnarson sóknarprest- ur þjónar fyrir altari. Ferdinand Jónsson yfirlæknir flytur hátíðarræðu um von- ina. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. LAUGARNESKIRKJA | Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 16. Prestur er Sigurður Jónsson. Organisti er Elísabet Þórðardóttir. Kór Laugarneskirkju syng- ur. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Gamlárs- dagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 17. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. MÖRK KAPELLA | Nýársdagur. Hátíð- arguðsþjónusta kl. 16 í kapellunni Mörk. Prestur er Auður Inga Einarsdótt- ir heimilisprestur. Einsöngvari er Björn Ari Örvarsson og félagar úr Markarkórn- um leiða samsöng undir stjórn Krist- ínar Waage organista. NESKIRKJA | Gamlársdagur. Aftan- söngur kl. 18. Félagar úr kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhalls- sonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er Stein- unn Arnþrúður Björnsdóttir. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er Skúli S. Ólafsson. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarð- vík | Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 17. Kór Njarðvíkurprestakalls syngur. SANDGERÐISKIRKJA | Gamlársdag- ur. Áramótamessa kl. 14. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Keith Reed. Sam- eiginleg messa fyrir báðar sóknir. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Gamlárs- dagur. Aftansöngur kl. 17. Kirkjukórinn leiðir söng, organisti er Rögnvaldur Val- bergsson. Prestur er Sigríður Gunnars- dóttir. SELJAKIRKJA | Gamlársdagur. Aftan- söngur kl. 17 (athugið breyttan tíma). Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og kór Seljakirkju syngur. Einar Clau- sen syngur einsöng. Organisti er Dou- glas A. Brotchie. Nýársdagur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Már Hannesson prédikar og kór Seljakirkju syngur. Organisti er Sveinn Arnar Sæmundsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Gaml- ársdagur. Opið hús í kirkjunni frá kl. 20 til 22.30. Heitt súkkulaði og tónlist fyrir þá sem fara á brennu eða koma af brennu. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri, flytur ræðu. Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur. Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir syngur einsöng. Kaffi og konfekt eftir athöfn í safnaðarheimilinu. ÚTSKÁLAKIRKJA | Sjá Sandgerðis- kirkju. VÍDALÍNSKIRKJA | Gamlársdagur. Sameiginlegur aftansöngur Garða- prestakalls í Bessastaðakirkju kl. 17. Vilborg Ólöf Sigurðardóttir djákni og sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjóna. Álfta- nesskórinn syngur, organisti er Ást- valdur Traustason. Nýársdagur. Sameiginleg hátíðarguðs- þjónusta Garðaprestakalls í Vídalíns- kirkju kl. 14. Sr. Hans Guðberg Alfreðs- son þjónar fyrir altari. Almar Guðmundsson bæjarstjóri flytur ára- mótaávarp. Særún Rúnudóttir syngur einsöng og kór Vídalínskirkju syngur, organisti Jóhann Baldvinsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Gamlársdagur. Hátíðarhelgistund kl. 17. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA | Nýárs- dagur. Hátíðarguðþjónusta kl. 14. Kór Njarðvíkurprestakalls syngur. Nýár- stónleikar Alexöndru Chernyshova sópran og Rúnars Þórs Guðmundsson- ar tenórs. Sérstakur gestur Yana Prik- hodko sellóleikari frá Úkraínu. Helgi Þór Hannesson leikur á píanó. Einnig kemur fram Stúlknakórinn Drauma- raddir. Nánar á heimasíðu kirkjunnar Njardvikurkirkja.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Akureyrarkirkja Minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.