Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 19
ferðirnar í sólina á Spáni eða borg- arferðirnar til Ameríku og Evrópu. Þú varst vel að þér í sögunni og gast sagt svo skemmtilega frá því sem gerst hafði þar sem við vorum staddir sem gerði ferðirnar ennþá eftirminnilegri. Fótboltaferðirnar til Englands voru nokkrar þar sem maður upp- lifði alla þá virðingu sem þú hafðir aflað þér á dómaraferlinum þótt langt væri um liðið frá því þú hættir dómarastörfum. Alls staðar gastu fundið tengingu og hitt gamla fé- laga úr boltanum og komið okkur í aðstæður sem ekki voru sjálfsagðar fyrir hvern sem var. Síðustu dagana fyrir andlátið, þegar okkur var ljóst hvert stefndi, áttum við gott samtal um bæði liðna tíð og framtíðina sem þú vissir að þú myndir ekki taka þátt í. Þú komst með góð ráð sem ég tek nú með mér og mun ég nýta mér þau. Það var mér mjög mikilvægt og ómetanlegt. Elsku pabbi, þakka þér fyrir all- an þann frábæra tíma sem við átt- um saman, þín er sárt saknað. Þinn sonur, Valdimar (Valdi). Svo góður alltaf! Þeir sem þekkja Magga Pé kannast senni- lega við þessa setningu en svona sá hann fólk, það eru allir góðir. Í dag kveðjum við þennan mæta mann en ég er svo heppin að vera uppáhaldstengdadóttir hans og jafnframt sú eina. Maggi var ein- staklega skemmtilegur maður sem elskaði lífið, athyglina, sviðsljósið og var alltaf miðpunktur alls fagn- aðar. Hann heillaði alla hvar sem hann var og er ég viss um að hann hafi létt mörgum stundirnar á hjartadeildinni þar sem hann lá þar til yfir lauk. Hann hafði mikinn áhuga á ættfræði og enginn slapp við spurninguna „hverra manna ert þú“ og svo hófst greiningin. Hann gat alltaf fundið einhverja teng- ingu. Eitt barnabarnið kom með svo skemmtilega setningu: „Afi þekkir alla og ef hann þekkir þá ekki þá kynnist hann þeim.“ Þetta lýsir honum vel því hann hafði mik- inn áhuga á fólki og var vel tengdur og alltaf með á hreinu hvar fólkið hans var og hvað það var að fást við, fylgdist vel með. Margar minningar rifjast upp á svona stundu, t.d. þegar við Valdi vorum að byrja að hittast. Ég rugl- aðist gjarnan á þeim í síma og Maggi var ekki lengi að grípa það og gat ruglað í mér, ég hafði sko ekki alltaf húmor fyrir því og þökk sé gsm stóð þetta tímabil ekki lengi yfir. Það eru margar utanlands- ferðir sem koma upp og er ferðin til Halifax mér mjög minnisstæð. Það eru ekki bara utanlandsferðirnar heldur líka ferðirnar innanlands, sumarbústaðir, hótel, bíltúrar og hringferðin okkar sumarið 2021 þegar við fórum að heimsækja Nonna, Ásrúnu og tvíburana á Fá- skrúðsfjörð. Það var mikið talað um þessa ferð og mikil tilhlökkun að fara aftur. Þær eru líka margar minning- arnar sem tengjast Fremristekk 6 þar sem Maggi og Systa áttu heima í 51 ár. Þetta var sannkallað fjöl- skylduhús. Þarna voru börnin okk- ar skírð, brúðkaupsveislan okkar haldin, afmæli og svo allar fjöl- skyldusamkomurnar. Það var alltaf gaman að koma í mat og enda svo kvöldið á að spila. Þá var oft mikið hlegið þegar við Maggi tókum til við að reyna að svindla. Eftir því sem árin liðu og með hækkandi aldri þá er meira umfang að halda utan um stórt hús. Ég man alltaf þegar Maggi var að gauka því að okkur að við Valdi gætum nú auðveldlega flutt til þeirra og við búið öll saman, nóg pláss fyrir alla. Það urðu svo tímamót núna í sept- ember þegar við ákváðum að kaupa hús saman með tveimur íbúðum. Maggi var svo spenntur og hlökk- uðum við mikið til að búa í sama húsi. Við vorum alltaf á því að hann myndi komast heim af spítalanum og hlökkuðum mikið til að geta ver- ið á sama stað og verið til staðar. Því miður þá verður ekki á allt kos- ið og Maggi komst ekki heim á nýj- an stað. Get samt ekki annað en verið þakklát í ljósi aðstæðna að hafa Systu nálægt okkur núna. Elsku Maggi Pé, ég þakka inni- lega fyrir samfylgdina, samveruna og allar þær minningar sem þú skil- ur eftir. Þín uppáhaldstengdadóttir, Bára Guðmundsdóttir. Ég kveð hér vin minn Magga Pé, Magnús V. Pétursson, kaupmann og Dómara með stóru D-i, „þann besta“, ekkert annað. Mikill höfð- ingi eða „meistari“, eins og einhver kyndilberi kynslóðanna myndi orða það, og fer nærri því að lýsa þess- um góða og trausta vini, sem hefði á lokadegi þessa árs 2022 orðið níutíu ára. Farsæll fjölskyldumaður, verslunarmaður, lands- og milli- ríkjadómari, forvígismaður í ís- lensku íþróttalífi. Þrátt fyrir að þriðjungur teljist af öld, í árum, á milli okkar vina spinnst vinarþráður okkar hartnær hálfa öld. Eins og þessi þráður hafi í upphafi verið ofinn baka til í leik- mynd Djöflaeyjunnar. Mig ber niður í leik frá sjöunda áratug síðustu aldar, svarthvít- röndóttir Vesturbæingar á móti rauðhvítröndóttum nágrönnum úr Grímsstaðaholti og Skerjafirði (strákarnir hans Dóra fisksala) etja kappi á malarvelli inni við Sævið- arsund, þá nýjum heimkynnum Þróttar. Magnús, einn af stofnend- um Þróttar, þjálfari, stjórnandi og síðar heiðursfélagi, dæmdi leikinn og ég man það sem í gær hversu áhrifaríkur hann var. Í fullum svörtum skrúða skikkaði þessi vörpulegi maður, dómarinn, kapps- fulla drengina til þess að leika að reglum. En það var eitthvað meira sem fylgdi þessum virðulega manni, hann hafði fulla leikstjórn, lagði okkur línurnar á milli atvika, að hafa gaman af leiknum, leika heiðarlega, „hætta tuðinu“, ræddi við fyrirliðana og með sinni einlægu ástríðu, ákafa og umhyggju inn- rætti okkur virðingu fyrir mótherj- anum og fyrir hinni göfugu íþrótt. Þetta voru fyrstu kynni mín af Magga Pé. Leiðir okkar lágu sam- an síðan og eins og gengur í gegn- um íþróttirnar, verslunina, skákina og ekki síst einskæran áhuga Magnúsar á samfélagslegum mál- efnum, styrktist vinaband okkar jafnt og þétt, m.a. þegar ég þjálfaði Þrótt og KR en þá lékum við KR- ingar í búningum frá Magga Pé (Jóa útherja). Alltaf mátti treysta á góð ráð frá Magga Pé. Þekking og frásagnargleði, glettni, húmor og umhyggja fyrir íslensku samfélagi skein í gegn í öllum okkar sam- skiptum og samtölum. Eitt tölublað mun ekki duga fyr- ir allar sögurnar sem ég geymi, heilræðin, umhyggjuna fyrir ís- lensku samfélagi, íþróttunum; fót- bolti, handbolti, skák, bridge, skautar, nefndu það, fyrir Þrótti og skoðunum á málefnum líðandi stundar. Alltaf var fjölskyldan númer eitt, virðingin, ástin og væntumþykjan fyrir Systu, börn- unum og barnabörnunum, en þú hafðir þá náðargáfu að geta gefið öðrum gaum og gefið af þér. Þú varst af kynslóð sjálfboðaliða sem tók forystu; forvígismaður, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, iðkandi og allt það sem þurfti til, og byggði upp íslenskt íþróttalíf af ósérhlífni, dugnaði og ábyrgð. Ég mun sakna þín kæri vinur, samtalanna og heilræðanna, af- mælisskákmótanna, heimsóknanna á aðfangadag jóla til ykkar Systu á fallega og hlýlega heimilið ykkar. Ég held áfram að koma í búðina með börnin og bóka máttu að mér verður ávallt vel tekið af Valda og frábæru starfsfólki eins og þú værir baka til, sem fyrr. Ég ætla að kveðja þig hér með þínum eigin orðum, í viðtali við Þróttaravarpið um það hvernig þú kláraðir þig af stórleikjum á er- lendri grundu, svo lýsandi fyrir þig: „Ég kláraði mig af þessu öllu með sæmd.“ „Ég var aldrei í neinum vafa hvar ég stóð, þegar ég kom inn á völlinn, þá hugsaði Magnús, jæja“; „Magnús Vignir Pétursson – bærilegur er hann – tek þar bæði hús og skip – og bryggju fyrir neð- an.“ Það má með sanni segja, kæri vinur. Þú kláraðir þig af þessu öllu saman, öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, innan vallar sem utan, með mikilli sæmd. Fjölskyldunni, Eyþóru (Systu), Kristínu, Jóhönnu Björgu, Valdi- mar Pétri, barnabörnum og nán- ustu sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Willum Þór Þórsson. Maggi P. var einn þekktasti knattspyrnudómarinn okkar í þau næstum 30 ár sem hann hélt á flautunni. Hann var líka mikill spaugari og sögurnar sem til eru af tilsvörum hans innan vallar og utan eru margar. Ég ætla að bæta einni við, til minningar um meistarann. Ég varð FIFA-dómari um ára- mótin 1990-1991. Snemma í janúar 1991 hringdi Maggi P. til að óska mér til hamingju. Þegar ég fékk svo tilkynningu um minn fyrsta leik sem dómari á erlendri grundu í apríl sama ár hringdi Maggi P. öðru sinni og lagði eindregið til að ég kæmi við hjá honum í heildsölunni hans, Hoffelli í Síðumúla, við fyrstu hentugleika til að „fá ráðleggingu sem dugar þér allan dómaraferil- inn“, eins og hann orðaði það. Um- fram allt vildi hann að ég kæmi við áður en ég héldi út. Nokkrum dögum fyrir utanför- ina mætti ég í Hoffell. Kappinn var í símanum og auk þess beið hans viðskiptavinur. Maggi P. gerði stutt hlé á símtalinu, heilsaði mér, bað mig að setjast inn á kaffistofu, fá mér kók og prins póló úr ísskápn- um (en slíkar veitingar voru stað- albúnaður í Hoffelli) og svo kæmi hann að vörmu spori. Þegar Maggi P. kom inn á kaffi- stofu nokkrum mínútum síðar sagði hann að sér þætti það mjög merki- leg tilviljun að ég hefði fengið leik Svíþjóðar og Kýpur í undankeppni EM undir 21 árs hinn 5. maí 1991 sem frumraun mína á FIFA-listan- um. Sjálfur hafði hann nefnilega dæmt, fyrstur íslenskra FIFA- dómara, leik í alþjóðlegri keppni 5. maí árið 1965 – leik Svíþjóðar og Kýpur í undankeppni HM, A-lands- liða. Sömu þjóðir, sami leikdagur, báðir leikir í Svíþjóð en 26 ár á milli, upp á dag! Mér þótti þetta ekki síð- ur merkileg tilviljun og Maggi P. var sannfærður um að þetta vissi á gott fyrir mína hönd. „Þetta er tákn, þú verður lengi á listanum, drengurinn minn, alveg eins og ég,“ sagði hann. Þar reyndist hann sannspár því ég var á FIFA-listan- um í 13 ár, út árið 2003 en þá var 45 ára aldurshámarkinu náð og „sjálf- hætt“ fyrir aldurs sakir. Það besta við þessa heimsókn mína í Hoffell var samt eftir. Ég rukkaði Magga P. um ráðlegg- inguna sem ætti að „duga mér allan dómaraferilinn“ og var satt að segja spenntur. Og ekki stóð á svarinu, sem var efnislega á þessa leið: „Á hverjum degi þegar þú vaknar skaltu krjúpa á kné, spenna greipar og biðja til Guðs um að þú verðir jafn góður dómari og Maggi P. Ef hann bænheyrir þig verða þér allir vegir færir. Gangi þér vel, drengurinn minn.“ Og þar með kvöddumst við með virktum í það skiptið og ég hélt mína leið. Þessi saga endurspeglar hversu mikill grallari Maggi P. var og ekki síður góða kímnigáfu hans. Ég skal upplýsa það hér og nú að ég fylgdi ekki ráðum hans um hina daglegu bæn til almættisins en þau komu mér stundum í hug þau ár sem ég ferðaðist um heiminn með flautuna. Nú mun ég hins vegar krjúpa á kné, spenna greipar og biðja Magga P. Guðs blessunar, með þökk fyrir vináttuna og góð kynni. Fjölskyldu hans votta ég samúð mína. Bragi V. Bergmann. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 ✝ Jón Þóroddur Jónsson fæddist í Reykjavík 11. nóv- ember 1945. Hann lést 23. desember 2022. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson, f. 1922, d. 1946, og Ólöf Helga Gunn- arsdóttir, f. 1924, d. 1998. Fósturfaðir Jóns var Ólafur Ott- ósson, f. 1915, d. 2001. Systkini Jóns, börn Helgu og Ólafs, eru: Ottó, Guðrún, Guðríður, Guðlaug og Kristín Lóa. Jón giftist Soffíu Ákadóttur, f. 26. október 1947, hinn 1. júlí 1967. Foreldrar Soffíu voru Finnur Th. Jónsson, f. 1918, d. 1976, og Hermína Sigurjóns- dóttir, f. 1920, d. 2019, en kjör- foreldrar hennar voru Áki Pét- ursson, f. 1913, d. 1970, og Kristín Grímsdóttir, f. 1914, d. 2003. Börn Jóns og Soffíu eru: 1) Kristín, f. 4. október 1969, eig- Hann var verkfræðingur í áætl- anadeild radíótæknideildar Landsíma Íslands frá 1971, um- sjónarverkfræðingur með bygg- ingu íslenskrar jarðstöðvar 1977- 80, deildarverkfræðingur í tæknideild Pósts og síma frá 1980 og yfirverkfræðingur sambandsdeildar Pósts og síma frá 1985. Aðalverkefni voru stjórnun uppbyggingar ljósleið- arakerfis landsins og þátttaka í verkefnisstjórn CANTAT 3- ljósleiðarans. Hann hafði þá yf- irumsjón með breiðbandsvæð- ingu fjarskiptakerfis Pósts og síma, sem endaði með lagningu ljósleiðara inn á hvert heimili landsins. Þegar Pósti og síma var breytt í hlutafélag 1996 var Jón framkvæmdastjóri þjónustusviðs hlutafélagsins í tvö ár, en vann eftir það á eigin vegum og hafði m.a. umsjón með uppsetningu TETRA-fjarskiptakerfis fyrir lögreglu og sjúkralið. Jón var handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 46 og var kall- merki hans TF3JA. Hann var formaður félags radíóamatöra 2015-18, stóð fyrir mörgum nám- skeiðum og var duglegur að afla nýliða í félagið. Útför Jóns fer fram í Háteigs- kirkju í dag, 30. desember 2022, klukkan 11. inmaður hennar er Arnaud Genevois, f. 23. desember 1971, þau eiga tvö börn: Sólrúnu, f. 2002, og Kára, f. 2003. 2) Guðlaug, f. 22. sept- ember 1971, eig- inkona hennar er Helena Ólafsdóttir, f. 12. nóvember 1969. Guðlaug á eina stjúpdóttur og tvö börn úr fyrra hjónabandi: Sigurbjörgu, f. 1985, Soffíu, f. 2003, og Pan, f. 2009. 3) Áki, f. 5. október 1985, eiginkona hans er Ásta Karen Kristjánsdóttir, f. 3. nóvember 1988. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1965, lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1969 og að lok- um prófi í rafeindaverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi í Sví- þjóð 1971. Hann kenndi við Kvennaskól- ann í Reykjavík 1967-69 og var stundakennari við HÍ 1972-82. Undanfarnir dagar hafa farið í upprifjun á minningum og þær eru ansi margar sem við eigum af pabba, enda sjaldan lognmolla kringum hann. Hann var útivistargarpur, ferð- aðist um landið jafnt sumar sem vetur, oft vegna vinnu, en eftir að hann loksins eignaðist eigin jeppa, hárauða Hiluxinn sem var kallaður „rauða hættan“, fór hann með mömmu og Áka um fjöll og firn- indi. Við systurnar vorum þá orðn- ar unglingar að vinna og gera ann- að. En við fórum báðar nokkrar ferðir með þeim og hann smitaði okkur öll af ævintýraþránni og gleðinni sem fylgir því að sigrast á fjalli. Pabbi var stoltur símamaður, en þegar tekið var til við að einkavæða stofnunina hélst hann ekki við nema í tvö ár, þrátt fyrir að hafa fengið fína stöðu. Hann var alla tíð mjög ósáttur við breytingar á eign- arhaldi ríkisins í Símanum en hann vann áfram við fjarskipti í nokkur ár sem verktaki, þar til hann fór á eftirlaun. Pabbi var ekki alltaf auðveldur að eiga við. Hann lét í sér heyra ef honum mislíkaði eitthvað og það gekk stundum á ýmsu í vinnu og félagslífinu með radíóamatörum. Hann fylgdist alltaf gríðarlega vel með tæknilegum framförum og vildi alltaf innleiða það nýjasta meðan aðrir vildu kannski fara sér hægar. Við börnin hans vor- um ekki há í loftinu þegar við viss- um nokkurn veginn hvernig int- ernetið virkaði þótt við hefðum ekki aðgengi að því fyrr en mörg- um árum síðar, gps-tæknin var okkur ekki heldur mjög framandi. Hana hafði pabbi útskýrt fyrir okkur í stundum aðeins of löngu máli fyrir okkar aldur, við eldhús- borðið eða í bíltúrum. Við fengum auðvitað að sjá innviði jarðstöðv- arinnar Skyggnis, sem var kölluð hjákonan á okkar heimili. Hann eyddi miklum tíma þar og er minnisstætt þegar hann fór þang- að þegar von var á ofsaveðri. Hann kom örmagna heim þegar veðrið hafði lægt, enda hafði hann einn og einsamall haldið loftnets- disknum eins stöðugum og hann gat með reipi. Pabbi vann mikið, það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir mömmu en honum tókst stundum að blanda vinnu og fríi. Þá fór hann á ráðstefnur erlendis og við gátum notið strandlífs á meðan. Það er dýrmætt að hugsa til þess hvað mamma og pabbi voru sam- hent par, þau sigruðust á öllum vandamálum og unnu að öllum verkefnum sem væru þau eitt. Pabbi tókst á við breytingar á kynjakerfinu sem hann ólst upp í og þótt það væri erfitt reyndi hann. Hann varð ekki fúli karlinn sem óttaðist byltingar. Í nóvem- ber fór hann í bókabúð og keypti ljóðabók um reynsluheim kvenna. Hringdi svo til Parísar og las ljóð um leg og brjóst og bugun kvenna. Hann hefði ekki getað sagt þessi orð fyrir nokkrum ár- um, því pabbi var feiminn við blótsyrði og orð um leynda staði líkamans. Hann var draumóramaður, allt- af til í að plana líf á framandi slóð- um og ferðalög. Loftkastalarnir voru margir, en hann afrekaði ým- islegt. Fór t.d. á Hvannadalshnjúk og Snæfellsjökul fyrir tveimur ár- um og í sumar gekk hann um Austfirði. Hægfara fór hann þetta á seiglunni. Við erum þakklát fyrir minn- ingarnar og allt sem hann kenndi okkur. Elsku pabbi, hvíl í friði. Þín börn, Kristín, Guðlaug og Áki. Kær bróðir og mágur er fallinn frá. Þorláksmessa komin og við tilbúin að takast á við daginn eins og venja er. En þá kom höggið. Nonni eins og flestir kölluðu hann dáinn. Við vissum að hjartað var ekki búið að vera sterkt þó að hann gerði mikið til að styrkja sig. Margar minningar skjóta upp kollinum frá því við vorum lítil, húsnæðið ekki stórt en ekki angr- aði það okkur. Nonni var mikill radíóamatör og kom sér upp tækj- um til sendinga heima á Framnes- veginum og kom það fyrir að hann sendi mig niður í Garðastræti til að sækja einhverja varahluti. Kall- merkið hans var TF3 JA. Minn- isstæðar eru ferðir með Nonna og Soffíu, t.d. í Landmannalaugar og til Austurríkis og á fleiri staði. Við þökkum af alhug öll góðu árin með Nonna og hugsum mikið til fjöl- skyldu hans sem var honum allt. Við vottum Soffíu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Guðrún og Sigurjón. Á Þorláksmessu ríkti mikil sorg á heimilinu þegar við fengum þær sorgarfréttir að Jón Þóroddur, afi barna minna, væri fallinn frá. Það var virkilega sárt að upplifa þenn- an sársauka með Soffíu og Pan enda voru þau náin afa sínum. Eins og Pan sagði: afi mun aldrei opna dyrnar þegar ég heimsæki ömmu. Ég kynntist Jóni árið 1999 þeg- ar ég fór að vera með dóttur hans Gullu, við gáfum honum tvö barna- börn ásamt einu auka frá mér. Þótt hjónabandið hafi endað hjá okkur Gullu hélst samband mitt við Jón áfram, aðallega vegna barnanna. Jón var mjög góður afi, hann reyndist börnunum mínum mjög vel. Hann var alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa ef það þyrfti að skutla þeim, lána bílinn eða hvað sem er. Hann var einstaklega góður við þau og má segja að hann hafi lifað fyrir barnabörnin. Það skipti ekki máli hvað hann var að gera; ef ég bað hann að hjálpa mér var hann alltaf fljótur að bregðast við. Það má segja að Jón Þóroddur hafi ekki verið allra en góður mað- ur var hann, hann reyndist mér mjög vel og mun ég sakna þess að hann sé ekki meðal okkar lengur. Ég er honum svo þakklát fyrir allt sem hann gerði fyrir börnin mín. Ég þakkaði honum reglulega fyrir hvað hann væri góður við þau en hann gerði ekki mikið úr því enda eins og hann sagði: þetta eru bestu stundirnar, samveran með þeim. Það er svo mikilvægt að fólk hittist reglulega. Við héldum upp á afmælið hjá Pan 18. desember og stúdent hjá Soffíu 21. desember og þar hittust nánir ættingjar til að fagna og þar á meðal Jón Þórodd- ur. Þessar stundir eru dýrmætar því enginn veit sinn næturstað. Elsku Soffía, Gulla, Kristin, Aki, makar og barnabörn, ég votta mína dýpstu samúð, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Kveð þig með þessum orðum: Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þin lifa um ókomin ár. Þín fyrrverandi tengdadóttir, Guðrún Ó. Axelsdóttir. Jón Þóroddur Jónsson Elskuleg systir mín og frænka okkar, AÐALHEIÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Strikinu 2, lést miðvikudaginn 30. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sigrún Friðriksdóttir Fakharzadeh og aðrir aðstandendur - Fleiri minningargreinar um Magnús V. Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.