Morgunblaðið - 30.12.2022, Side 20

Morgunblaðið - 30.12.2022, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 ✝ Sævar Frið- þjófsson fædd- ist í Reykjavík 30. október 1936. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 15. desember 2022. Foreldrar Sæv- ars voru Friðþjófur Baldur Guðmunds- son frá Rifi, f. 27.10. 1904, d. 3.9. 1987, og Halldóra Guðríður Kristleifs- dóttir, f. 26.11. 1912, d. 8.6. 1999. Þau bjuggu á Rifi á Snæfellsnesi. Systkini Sævars eru Ester Úr- anía, f. 11.10. 1933, d. 28.3. 2022, Svanheiður Ólöf, f. 8.9. 1939, d. 30.10. 2020, og Kristinn Jón, f. 24.7. 1941. Uppeldisbræður eru Sæmundur Kristjánsson, f. 24.8. 1943, og Hafsteinn Þórarinn Björnsson, f. 19.5. 1949. Sævar kvæntist þ. 25.12. 1959 Helgu Hermannsdóttur, f. 16.3. 1937. Foreldrar Helgu voru hjón- in Hermann Hermannsson, f. Sævar var einn vetur í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík, ár- in 1956-1957. Útgerðin Útnes hf. var stofnuð af Sævari og fjölskyldu hans árið 1961. Hann var skipstjóri, fyrst á Hamri SH 224 og síðar Saxhamri SH 50 til ársins 1980 en þá tók hann við allri netavinnu í landi ásamt rekstri útgerðarinnar með Helgu konu sinni. Sævar var virkur í félags- starfi. M.a. var hann stofnfélagi í Lions og um tíma svæðisstjóri. Einnig gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum, sat í hrepps- nefnd utan Ennis, hafnarnefnd Rifshafnar í 20 ár, var í stjórn Hraðfrystihúss Hellissands, sat á Fiskiþingi hjá Fiskifélagi Íslands, stofnandi og stjórnarmaður í Fiskmarkaði Íslands í 20 ár og sat í sóknarnefnd Ingjalds- hólskirkju svo eitthvað sé nefnt. Sævar hafði gaman af ýmiss konar hreyfingu í gegnum æv- ina, sem hann stundaði eftir að hann kom í land. Einnig hafði Sævar unun af tónlist og spilaði bæði á harmonikku og píanó. Útförin fer fram frá Ingjalds- hólskirkju í Snæfellsbæ í dag, 30. desember 2022, klukkan 14. Streymt verður frá athöfn: https://youtu.be/i70a5j6SVxY 29.7. 1893, d. 7.11. 1979, og Ágústína Ingibjörg Kristjáns- dóttir, f. 5.8. 1892, d. 17.2. 1979. Sævar og Helga eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Halldóra Guðríður, f. 14.8. 1958, gift Reyni Rúnari Reyn- issyni. Eiga þau tvö börn og eitt barna- barn. 2) Sæunn, f. 22.9. 1964, gift Geir Jóni Karlssyni. Eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. 3) Friðþjófur, f. 9.10. 1967, fv. kona Sigríður Margrét Vigfús- dóttir. Eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Sævar ólst upp á Rifi og bjó þar alla ævi. Hann fór snemma til sjós með föður sínum. Einnig vann hann bústörf á búinu í Rifi frá barnæsku. Sævar byrjaði að vinna við hafnargerðina á Rifi 15 ára gamall og þegar höfin á Rifi var fullgerð fór hann til sjós. Þegar pabbi minn fæddist, síðla haust 1936, var hann fluttur heim sjö daga gamall sjóleiðina frá Reykjavík til Rifs. Skipið sem sigldi með þau ömmu fyrstu sjó- ferð pabba var stórt á þeirra tíma mælikvarða og gat því ekki lagt að landi. Amma batt vel um pabba, agnarsmáan, í slæðunni sinni og rétti hann yfir í minni bát sem flutti þau í land. Afi beið í landi með hesta til reiðar. Síðan reið amma með hvítvoðunginn í fanginu frá Hellissandi heim í Rif. Pabbi fékk nafnið Sævar sem var vísun í þessa fyrstu sjóferð. Hann var mjög stoltur og ánægður með nafnið sitt. En allt hans líf var hann maður sævarins. Í honum bjó mikill styrkur en einnig mikil blíða sem að við, hans nánustu, fengum svo sannarlega að njóta. Þétt faðmlag, falleg og upp- örvandi orð. Alltaf til staðar fyrir okkur öll, hlustaði og gaf ráð. Ákveðinn í að leggja sitt af mörk- um til að afkomendur hans og mömmu hefðu það sem best í lífinu. Pabbi var kraftmikill maður með ákveðnar skoðanir og var því oft sá sem leiddi verkefnin. Sam- félagsleg ábyrgð er orð sem þekkt- ist ekki þegar ég var að alast upp en samfélagsleg ábyrgð skipti pabba minn öllu máli. Hann sagði oft að maður ætti að borga skatta og skyldur til samfélagsins með glöðu geði til að allir gætu notið. Hann lét samfélagið sem hann bjó í njóta sinna krafta í þeim störfum sem hann tók að sér fyrir sam- félagið. M.a. sat hann í hrepps- nefnd utan Ennis, hafnarnefnd Rifshafnar í 20 ár, var í stjórn Hraðfrystihúss Hellissands, sat á Fiskiþingi hjá Fiskifélagi Íslands, stofnandi og stjórnarmaður í Fisk- markaði Íslands í 20 ár og sat í sóknarnefnd Ingjaldshólskirkju, sem fékk sérstaklega að njóta vel- vilja hans svo eitthvað sé nefnt. Mamma og pabbi hafa þekkst alla tíð en fóru að draga sig saman um tvítugt. Þau bjuggu fyrst um sinn hjá ömmu og afa í Gamla Rifi og þar fæddist elsta barnið þeirra. Síðan, með dugnaði og elju, reistu þau fyrsta húsið á Rifi fyrir utan sveitabæinn Gamla Rif með systur pabba og mági. Þar með fæddist vísir að þorpinu í Rifi. Segja má að samvinna mömmu og pabba, bæði heima og í útgerðinni, hafi verið stefið sem gefið var í upphafi. Þau höfðu sín hlutverk og þeirra hæfi- leikar nutu sín. Þau stofnuðu út- gerð, fyrst með bróður pabba og ömmu og afa, síðar með börnunum sínum. Upp úr 1980 fóru kraftar afa í Rifi að þverra en hann var enn með töluvert af kindum þótt annar bú- skapur hafi lagst af. Pabbi ákvað að taka við kindum á þeim tíma en blessaðar skepnurnar hafa veitt honum mikla gleði alla tíð og gáfu honum ómældar gæðastundir með barnabörnunum. Enn eru kindur í fjárhúsunum í Rifi en það veittist honum erfitt að hætta. Tónlist hefur spilað stóran þátt í lífi pabba. Hann fékk harmonikku í fermingargjöf sem hann lærði sjálfur á. Þegar ég var að læra á pí- anó sem lítil hnáta var keypt píanó á heimilið. Pabbi spilaði á píanóið eftir eyranu. Hann var duglegur að æfa sig, bæði á nikkuna og píanóið, því að hann vissi sem var að æfing- in skapar meistarann. Reglusemi var pabba í blóð bor- in, borða á tilteknum tímum og hreyfa líkamann. Síðustu árin gekk hann alltaf kl. 10 alla morgna vissa vegalengd, aldrei minna eða meira. Það er með djúpum söknuði í hjarta sem ég kveð elsku pabba, með miklu þakklæti fyrir allt sem hann gaf mér og allt sem hann var mér. Sæunn. Elsku besti afi minn, ég veit ekki hvar ég á að byrja. Það er enn svo óraunverulegt að þú sért farinn frá okkur svona skyndilega og ég eigi aldrei eftir að fá innilegu knúsin frá þér þegar ég kem í heimsókn í Rif- ið til ykkar ömmu. Þó svo að ég hafi ekki verið sátt við þig mitt fyrsta ár, ein og þú sagðir mér fyrir stuttu, þá varst þú minn langbesti félagi alla mína tíð eftir það. Hvort sem það var heima í Háarifinu, í fjárhúsunum eða skemmunni, alltaf varst þú tilbúinn að brasa eitthvað með afastelp- unni. Minningarnar eru óteljandi og væri það efni í heila bók að ætla að rifja þær allar upp hér, svo margar dásamlegar minningar sköpuðum við saman. Fyrsta minningin sem kemur upp í hug- ann er líklega þegar þú komst í ófá skiptin að ná í okkur afastelpurnar tvær í leikskólann og við földum okkur alltaf á sama stað á leik- skólalóðinni og afi átti að leita að okkur. Fjöruferðirnar sem þú fórst með okkur og hafðir endalausa þol- inmæði á meðan við tíndum fulla höldupoka af skeljum til að leika með. Frá því ég var lítil stelpa og fram á fullorðinsár eyddum við óteljandi stundunum saman í fjár- húsunum í kringum kindurnar okkar, þar leið okkur báðum vel. Sauðburður var uppáhaldstími árs- ins og eftir að ég flutti til Reykja- víkur voru símtölin til afa ansi mörg til að fá að vita gang mála. Fékk ég oft að heyra að það vant- aði nú hana Árnýju núna og var það oftast í pelagjöfina, þar sem ég hafði mestu þolinmæðina. Í skemmunni áttum við líka ótal minningar frá því ég var lítil stelpa. Þar gat ég hangið með afa tímun- um saman og alltaf varstu til í að hafa lítið viðhengi með þér. Þar vann ég líka öll mín unglingsár með þér í hinum ýmsu verkefnum og er það ómetanleg reynsla sem fylgt hefur mér alla tíð, elsku afi. Í síðasta símtalinu okkar náði ég að segja þér að afastelpan ætti von á tveim strákum í apríl. Veit ég að þú, elsku afi, átt eftir að fylgjast með mér í gegnum allt það ferli að verða mamma í fyrsta sinn. Þar sem þú hlakkaðir mikið til og tal- aðir um strákana mína allt fram á síðasta dag og áttu þeir stórt pláss í hjarta þínu, líkt og öll önnur barna- og barnabarnabörn. Þeir eiga svo sannarlega eftir að fá að heyra alls konar sögur af langafa og minning- unni þinni verður haldið á lofti. Núna er komið að hinstu kveðjustund og svo miklu fleiri minningar skjóta upp kollinum en þær minningar verða varðveittar eins og gull. Elsku besti afi minn, hvíldu i friði. Þín afastelpa Árný Sif. Í dag kveðjum við Sævar föð- urbróður minn og langar mig að minnast hans með nokkrum orð- um. Ævi Sævars var samofin upp- byggingar- og útgerðarsögu Rifs. Hann ólst upp við að teiknaðar voru upp hugmyndir að höfn í Rifi við eldhúsborðið hjá afa og ömmu. Hann fylgdist með baráttunni við að sú hugmynd yrði að veruleika. Hann byggði sér hús í Rifi og tók þátt í uppbyggingu þorpsins. Sæv- ar hóf ungur útgerð sem hann vann að allan sinn starfsaldur, fyrst sem skipstjóri og síðar sem útgerðar- stjóri í landi. Hann var farsæll í öll- um sínum störfum. Ég varð strax sem barn heima- gangur hjá Sævari og Helgu enda við Sæunn vinkonur og leikfélagar. Hlýja þeirra hjóna og umhyggja í minn garð var einstök alla tíð. Mér er sérstaklega minnisstæður vilji þeirra beggja til að skutla okkur út á Sand og inn í Ólafsvík, sem var á þeim tíma ekki eins sjálfsagt og er í dag. Þau voru alltaf boðin og búin í allt slíkt. Þegar við Örn hófum okkar bú- skap í Rifi ásamt börnum okkar gaf Sævar okkur kind. Það varð til þess að við urðum þátttakendur í búskapnum hinum megin við göt- una. Við áttum margar skemmti- legar stundir saman í fjárhúsun- um, í sauðburði, smalamennsku, réttum og við önnur þau störf sem tengdust fénu. Þarna var Sævar á heimavelli, ætíð léttur í lund og nálgaðist bæði fólk og fé af mikilli alúð og umhyggju. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga mikið þakklæti fyrir alla okk- ar samveru. Sævar setti sterkan svip á samfélagið í Rifi og minning hans mun lifa. Helgu, Halldóru, Sæunni, Friðþjófi og þeirra fjöl- skyldum sendum við fjölskyldan okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Erla. Á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Þessar línur úr sálminum fallega, Allt eins og blómstrið eina, komu í hugann þegar við fréttum af andláti vinar okkar Sævars Friðþjófssonar. Þetta var eitthvað sem við áttum ekki von á einmitt núna. Minning- arnar eru margar um langa vináttu og fjölskyldubönd en eiginkona Sævars er Helga móðursystir mín. Helga og Sævar hófu búskap hér í Rifi og reistu hér fyrsta íbúðarhús- ið ásamt systur hans og mági. Það má segja að þau systkinin hafi ver- ið frumbyggjar hér í Rifi en fyrir var sveitabýlið Rif þar sem foreldr- ar Sævars bjuggu allan sinn bú- skap og Sævar ólst upp. Sævar fór í Sjómannaskólann og útskrifaðist með skipstjórnar- réttindi og ævistarfið varð sjó- mennska og útgerð sem þau hjónin hafa unnið að af dugnaði og mynd- arskap. Sævar var um langt árabil skipstjóri, fyrst á Hamri SH, síðan Saxhamri SH, og var farsæll skip- stjóri. Það er margs að minnast frá okkar löngu vináttu. Öll fjölskyldu- jólaboðin í gamla daga þegar börn- in voru ung, farið í ýmsa leiki, jóla- sveinar leiknir og tekið í spil. Síðan var það þegar þau hjónin ákváðu að byggja sér einbýlishúsið Háarif 25 að ég var beðinn að taka það verk að mér, þá nýlega kominn úr trésmíðanámi. Það var spennandi verkefni þar sem þetta var fyrsta einbýlishúsið sem ég tók að mér. Verkefnin urðu svo fleiri í gegnum tíðina í sambandi við útgerðina. Þegar við ákváðum að byggja okk- ur hús hér í Rifi reyndust þau hjón- in heldur betur hjálparhellur, því munum við seint gleyma og í gegn- um árin alltaf tilbúin með greiða- semi og hjálparhönd ef á hefur þurft að halda. Sævar var músíkalskur og lék á harmonikku sér og öðrum til ánægju. Annað áhugamál átti Sæv- ar sem var fjárbúskapur. Allt frá barnæsku átti hann kindur sem hann fór vel með og hafði yndi af. Saman fengum við Sævar þá ágætu hugmynd að gera tilraun með að koma upp æðarvarpi hér í tjörninni fyrir neðan húsin okkar. Þetta hófst með því að gerður var hólmi í tjörnina, lítill í byrjun. Fyrsta vorið kom ein kolla og verpti, það næsta komu þrjár og síðan koll af kolli þar til núverandi árangri var náð. Þetta framtak er talið hafa heppnast mjög vel og vitnað í það, hvað varðar að byggja upp æðarvörp. Síðan þetta ævin- týri hófst eru nú liðin 50 ár. Sævar var félagslega sinnaður, sat meðal annars um tíma í hrepps- nefnd og Rifshafnarnefnd. Hann var stofnfélagi í Lionsklúbbi Nes- þinga og gegndi þar trúnaðarstörf- um fyrir klúbbinn og Lionshreyf- inguna. Sævar var alla tíð trúrækinn og unni kirkjunni sinni. Það kom í okkar hlut að vera í sóknarnefnd Ingjaldshólskirkju þegar hafist var handa við bygg- ingu safnaðarheimilis við kirkjuna. Þar eins og í öðru áttum við mikil og góð samskipti. Við sjáum ekki lengur einn af máttarstofnum byggðarinnar okk- ar ganga stíginn með fram tjörn- inni. Minningin um góðan sam- ferðamann mun lifa. Elsku Helga, Halldóra, Sæunn, Friðþjófur og fjölskyldur, okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Smári og Auður. Vinur minn og velgjörðarmaður, Sævar Friðþjófsson, lést eftir skamma sjúkdómslegu nú á að- ventunni. Kynni okkar Sævars spanna allt mitt líf, en Sævar og Helga, kona hans, voru miklir vinir foreldra minna og mikill samgangur á milli fjölskyldnanna. Á vormánuðum 1992, þegar ég var um það bil að ljúka mínu háskólanámi í Noregi, sannfærðu Sævar og meðstjórn- endur hans í nýstofnuðum Fisk- markaði Breiðafjarðar, síðar Fisk- markaði Íslands, mig um að taka að mér framkvæmdastjórn þess fyrirtækis. Á þeim vettvangi áttum við náið samstarf í þau 16 ár, sem ég starfaði sem framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins. Var samstarf okkar með afbrigðum gott og gat ég alla tíð reitt mig á stuðning Sævars í öllum mínum verkum. Sævar hafði létta lund, var einstak- lega hláturmildur en ákveðinn og stóð fast á sínu. Slíkt geðslag er mér að skapi og þurfti maður adrei að velkjast í vafa um hvar maður hefði Sævar. Sævar stundaði útgerð frá unga aldri og fram til síðasta dags, lengst af með Saxhamar SH. Fram á miðjan aldur var hann aflasæll skipstjóri en í kjölfar slyss, er hann varð fyrir um borð, varð hann að hætta sjómennsku á miðjum aldri og sinnti útgerðinni úr landi frá þeim tíma. Sonur hans Friðþjófur, sem er einn af mínum allra bestu vinum, hefur verið skipstjóri á Sax- hamri síðastliðin 30 ár og farist það vel úr hendi líkt og föður hans. Sævar var mikill fjölskyldumaður og undi sér best í félagsskap sinna nánustu. Samband hans og Helgu var afar fallegt og þau samtaka í leik og starfi. Missir Helgu er mik- ill og verða viðbrigðin mikil eftir svo langt og gæfuríkt hjónaband. Ég veit að þær halda áfram að styðja hvor aðra, móðir mín og hún, en þær frænkur hafa nú báðar misst maka sína á innan við ári. Ég, Kristina og dætur okkar sendum innilegustu samúðarkveðj- ur til Helgu og afkomenda Sævars. Tryggvi Leifur Óttarsson. Sævar Friðþjófsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, JÓN GUÐBRANDSSON vélamaður og sjómaður, Grænásbraut 3, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 27. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ewa Alina Szewczyk Þórunn Maggý Jónsdóttir Einar Þröstur Reynisson Óli Anton Jónsson Elísabet S. Valsdóttir Aníta Rut Jónsdóttir Andri Már Elvarsson Daniela Szewczyk Sigurður Sören Guðbrandsson Vigdís Guðbrandsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, GARÐAR SVERRISSON verkfræðingur, Birkiteig 2, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 20. desember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Gerður Kristjánsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA VIGDÍS ÁRMANNSDÓTTIR, Prestastíg 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 19. desember. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 6. janúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Múlabæjar, dagþjálfunar aldraðra og öryrkja, rnr. 0133-15-380757, kt. 580310-0440. Sigurjón Ármann Einarsson Svandís Guðmundsdóttir Brandur Einarsson Guðni Bergur Einarsson Hrönn Hallsdóttir Jóndís Einarsdóttir Guðmundur Jón Vilhelmsson Lára Ásgeirsdóttir Hulda Björg Rósarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamamma, amma og langamma, HALLFRÍÐUR KRISTJANA SIGURGEIRSDÓTTIR, Suðurbyggð 10, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 21. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 9. janúar klukkan 13. Einar Valmundsson Valmundur Einarsson Elsa Pálmey Pálmadóttir Sólveig Einarsdóttir Pétur Jóhannsson Steinunn Einarsdóttir Filippus Þór Einarsson Svanhildur Svansdóttir Kristjana Ívarsdóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.