Morgunblaðið - 30.12.2022, Síða 21

Morgunblaðið - 30.12.2022, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 ✝ María Úlfheið- ur Úlfarsdóttir fæddist í Dagsbrún á Vattarnesi við Reyðarfjörð 21. júní 1939. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. des- ember 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin María Ingibjörg Halldórsdóttir frá Hofi í Fellum, f. 16. sept. 1897, d. 29. sept. 1939, og Úlfar Kjart- ansson frá Vattarnesi við Reyð- arfjörð, f. 26. nóv. 1895, d. 22. mars 1985. Systkini Maríu Úlfheiðar voru: Kjartan, f. 11. maí 1917, d. 12. maí 1917, Halldóra Hansína, f. 2. okt. 1918, d. 20. ágúst 2000, Jón Karl, f. 8. nóv. 1920, d. 24. júní 2020, Eygerður, f. 4. nóv. 1922, d. 15. maí 1982, Indíana Björg, f. 27. apríl 1924, d. 25. sept. 2008, Bjarni Sigurður, f. 28. júlí 1926, d. 4. sept. 2013, Að- albjörn, f. 21. okt. 1928, d. 18. maí 2009, Steinunn Sigurbjörg, f. 25. apríl 1931, d. 1. apríl 2018, Kjartan Konráð, f. 10. júní 1935, d. 4. sept. 2019, Hreinn, f. 29. Jóna, f. 12. jan. 1962, d. 18. feb. 1968. 3) Ingimar háskólakennari, f. 3. nóv. 1966, kvæntur Að- alheiði Matthíasdóttur fiðlu- kennara, f. 23. nóv. 1964. Dætur þeirra eru: a) Sigríður Kristjana framhaldsskólakennari, f. 12. sept. 1993, unnusti hennar er Þórður Þorsteinsson lögreglu- maður, f. 21. nóv. 1992. b) Sólrún Ylfa tónlistarnemi, f. 23. des. 1996, unnusti hennar er Atli Arn- arsson hljóðhönnunarnemi, f. 29. nóv. 1995. c) Móeiður Una tón- listarnemi, f. 10. júní 2001. Fyrst um sinn ólst María upp í Dagsbrún á Vattarnesi hjá fjöl- skyldu sinni en dvaldist um nokkurra ára skeið hjá hjón- unum Jónasi Benediktssyni og Guðnýju Petru Guðmundsdóttur í Kolmúla við Reyðarfjörð. Á unglingsárum sínum bjó hún hjá Gerðu systur hennar í Keflavík. Síðar flutti hún til Reykjavíkur og vann ýmis störf. Árið 1957 kynntist hún eiginmanni sínum Ólafi og hófu þau búskap í Reykjavík. Síðar bjuggu þau sér heimili ásamt börnum í Hafn- arfirði þar sem hún bjó alla tíð síðan. María vann utan heimilis- ins við ýmis störf en síðustu starfsárin vann hún í eldhúsinu á St. Jósefsspítala. María naut stuttrar skólagöngu en var víð- lesin og áhugasöm um margt. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 30. desember 2022, klukkan 10. sept. 1937, d. 16. ágúst 2017. Hinn 6. sept. 1958 giftist María Ólafi Magnússyni Waage, f. 7. sept. 1939, d. 6. des. 1986, bifreiðarstjóra og verkstjóra á elds- neytisafgreiðslu Skeljungs á Reykja- víkurflugvelli. For- eldrar hans voru Jó- hanna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1. sept. 1915, d. 11. okt. 1986, og Magnús Guðmundsson Waage, bifreiðarstjóri í Reykjavík, f. 5. ágúst 1916, d. 20. apríl 1977. María og Ólafur eignuðust þrjú börn: 1) Magnús, við- urkenndur bókari, f. 14. júlí 1958, kvæntur Fríðu Ágústs- dóttur ráðgjafa, f. 17. júlí 1960, börn þeirra: a) Ólafur tölvunar- fræðingur, f. 16. nóv. 1982, börn hans eru Bergdís María, f. 24. okt. 2007 og Matthías Ágúst, f. 10. okt. 2015. b) Guðný María sérfræðingur, f. 9. ágúst 1985, gift Hermanni Erni Sigurðssyni bifvélavirkja, f. 1. ágúst 1985, dóttir þeirra er Arnheiður María, f. 22. apríl 2016. 2) Guðný Mig langar til að minnast mömmu minnar, Maríu Úlfheiðar Úlfarsdóttur, í nokkrum orðum. Við vorum alla tíð tengd sérstök- um og sterkum böndum og ég er henni óendanlega þakklátur fyrir allt það góða og fagra sem hún kenndi mér um lífið og tilveruna. Af elsku átti hún nóg og var óspör á hana öllum til handa. Mamma var mikið náttúrubarn og mjög hænd að dýrum. Ég minn- ist gönguferða með henni upp í Heiðmörk eða bara í næsta berja- mó, um hraunin á Vattarnesi eða fjöruferðir eystra. Mamma og pabbi ferðuðust mikið um landið, enda áttum við ættingja bæði fyrir norðan og austan og var farið þangað á hverju sumri auk ótal sumarbústaðaferða og tjaldútilega hingað og þangað. Mamma var með afbrigðum minnug og kunni skil á flestum örnefnum og kenni- leitum. Ég gleymi því seint þegar hún sat í bílnum með vegahand- bókina í fanginu á ferðalögum og lýsti því hvaða sveitabæir, ár og fjöll væru framundan. Mamma var sannkristin og felldi aldrei dóma um fólk á grund- velli uppruna, útlits eða hneigða. Þannig kenndi hún mér umburð- arlyndi og næmni fyrir blæbrigð- um mannlífsins; að oft væri ekki allt sem sýndist. Hún var mjög ljóðelsk og lagði kveðskap gjarnan á minnið. Mamma hafði líka mik- inn áhuga á tónlist og yfirleitt hljómaði músík um húsið. Hún lagði sig fram um að hlusta á út- varpsmessuna á hverjum sunnu- degi, naut sálmasöngsins og pældi mikið í því sem prestarnir lögðu út frá. Mamma var mjög ættrækin og félagslynd og átti auðvelt með að kynnast fólki hvar sem hún kom og sóttist fólk eftir samvistum við hana. Hún hlustaði vel í samræð- um og sýndi mikla hluttekningu, var hnyttin í tilsvörum og mikill húmoristi. Hún hélt samskiptum við vini og ættingja í gegnum síma og til langs tíma var vikulegt sím- tal við Ingu frænku í Svíþjóð einn af föstum punktum tilverunnar. Mamma var mjög sjálfstæð manneskja og bjó alla tíð í eigin íbúð eftir andlát pabba. Hin síðari ár var heilsunni tekið að hraka. Á vormánuðum fékk hún inni í dagd- völ á Sólvangi í Hafnarfirði og leið afar vel þar. Loks var svo komið að hún gat ekki lengur búið ein og hún fékk inni á hjúkrunarheim- ilinu Fossheimum á Selfossi með- an hún beið eftir varanlegu hjúkr- unarrými á Sólvangi. Dvölin þar varð ekki löng því aðeins eftir þrjár vikur veiktist hún skyndilega og kvaddi þennan heim á innan við sólarhring. Ég kveð þig, elsku mamma mín, með sömu orðum og þú kvaddir mig ævinlega á kvöldin: Guð gefi þér góða nótt. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Ingimar Ólafsson Waage Hún mamma er dáin. Þrauta- göngu hennar er nú lokið og hún hefur loks fengið hvíldina. Amma lést í september sama ár og mamma fæddist, frá 10 börnum, en þá var mamma aðeins þriggja mánaða. Af þessum sökum var hún send í fóstur til hjónanna Guðnýjar Guðjónsdóttur og Benedikts Jón- assonar á Kolmúla við Reyðar- fjörð. Mamma minnist dvalarinnar þar ætíð með mikilli hlýju og kær- leik og talaði jafnan um þau sem „mömmu og pabba“ á Kolmúla. Á unglingsárunum fluttist hún til Keflavíkur til Gerðu systir sinnar og Alla Þórðar. Hún kynnist pabba, Ólafi M. Waage, árið 1957. Börnin urðu þrjú, Magnús, 1958, Guðný Jóna, 1962, og Ingimar, 1966. Árið 1964 fluttu þau til Hafn- arfjarðar og keyptu þar fokhelda íbúð í Grænukinn 3. Pabbi var handlaginn og vann hann allt múr- verk sjálfur, að sjálfsögðu með hjálp Magnúsar afa. Allt lék í lyndi um tíma þar til mikið reiðarslag dundi yfir 1967 þegar Guðný Jóna greindist með heilaæxli. Eftir erf- iða skurðaðgerð lést hún í febrúar 1968 á sjúkrahúsinu í Kaupmanna- höfn, aðeins sex ára gömul. Áfallið setti mark sitt á fjölskyldulífið og djúp sorgin ekki meðhöndluð eins og gert er í dag. Lífið hélt áfram og mamma og pabbi stækkuðu við sig og keyptu íbúð með bílskúr í næstu götu. Það var langþráður draumur pabba að eignast bílskúr því hann var svo handlaginn með bíla og margvíslegar smíðar. Árið 1980 fluttum við á Álfaskeið og aftur 1983 þegar þau keyptu fokhelda sérhæð að Kelduhvammi 11. Pabbi vann allt sjálfur og mátti hann vera stoltur af dugnaði sínum. Í öllu þessu vafstri stóð mamma eins og klettur að baki honum. Í lok árs 1986 dundi annað reiðarslag yfir þegar pabbi varð bráðkvaddur, að- eins 47 ára gamall. Sorgin var mikil og mamma varð að minnka við sig og keypti íbúð að Hringbraut 25. Synirnir héldu áfram með sitt líf og fjölskyldan stækkaði og barna- börnin komu, Ólafur og Guðný María og síðar Sigríður Kristjana, Sólrún Ylfa og Móeiður Una. Enn þá síðar komu barnabarnabörnin, Bergdís María, Matthías Ágúst og Arnheiður María. En það er skammt stórra högga á milli því snemma árs 1989 veiktist mamma heiftarlega. Henni var ekki hugað líf í nokkrar vikur og var hún marga mánuði að ná sér fyllilega. Mamma var einkar dugmikil og vann á ýmsum stöðum um ævina. Meðan við bjuggum í Grænukinn þá vann hún meðal annars við eggjatínslu. Seinna meir vann hún í fiski og síðustu starfsárin vann hún í eldhúsinu á St. Jósepsspítala. Ár- ið 2001 keyptum við Fríða og mamma saman raðhús við Öldu- slóð 47. Þar fékk mamma litla sér- íbúð á jarðhæð hússins. Síðustu áratugina glímdi hún við slitgigt sem hamlaði henni mjög mikið. Enn fremur var hjartabilun farin að gera henni erfitt fyrir hin síðari ár. Sambúðin við mömmu var mér einkar dýrmæt og ég minnist þeirra stunda sem við áttum saman við eldhúsborðið á morgnana áður en ég fór til vinnu og í hádeginu. En nú hefur mamma stigið skrefið yfir í sumarlandið og dvelur þar í faðmi pabba og Guðnýjar Jónu. Guð veri með þér og takk fyrir all- ar samverustundirnar. Guð blessi þig. Magnús Waage. Það var ekki hægt að vera svangur í kringum ömmu Mæju. Ef hún heyrði að þú hefðir ekki borðað í nokkrar sekúndur þá var hún farin af stað að elda handa þér. Einu sinni þá var ég svangur og náði að klára hálfa súkkulaðiköku og hún tók það ekki í mál að ég vildi ekki meira og fór að leita að öðrum mat til að gefa mér. Þegar ég var í framhaldsskóla þá eldaði hún stundum handa mér hamborgara. Ég spurði hana einu sinni hvað hún gerði til að gera þá svona gómsæta? Og hún svaraði: „Trikkið er að setja nóg af MSG kryddi á þá.“ Amma Mæja vann við Austur- bæjarbíó að selja popp og pylsur og það var þar sem hún kynntist Óla afa. Ég spurði hana einn dag- inn hvort hún væri með skemmti- legar sögur frá því að vinna þarna og hún svaraði strax „Já, hún Pöddu-Sigga“. Að sjálfsögðu þurfti ég að vita meira. Þá var víst kona sem kom með mann með sér, áður en myndir voru frumsýndar og horfði á þær. Amma átti það til að laumast inn í salinn og horfa á myndirnar líka, en þá var konan (sem var kölluð Pöddu-Sigga) að segja manninum að skrifa niður hvað mátti ekki sýna og hvaða at- riði ætti að klippa út. Amma Mæja var alltaf svona, uppfull af skemmtilegum sögum og gómsætum mat, þótt að hann væri kannski fullur af MSG. Guð geymi þig amma Mæja og takk fyrir allar samverustundirn- ar. Ólafur Waage. Elsku amma mín, amma mín sú eina. Ég og þú vorum svo miklar vinkonur. Ég var oft í pössun þegar ég var í skólafríi eða lasin og mamma og pabbi þurftu að vinna. Ég lærði mikið af þér eins og að lesa í bolla og síðan sat ég oft og hlustaði á þig og vinkonur þínar að tala saman um daginn og veginn. Maður kom aldrei svangur frá þér. Ég man ég hlustaði mikið á sög- urnar þínar. Ég tók þig stundum bókstaflega því ég sagði þegar Steina systir þín kom í heimsókn þá sagði ég „Steina systir er kom- in“ eða ég sagði „Ragna mágkona“. Mikið var ég montin að heita María að millinafni og bróðurdóttur mín líka. Það kom ekki annað til greina en að skíra dóttur mína Maríu að millinafni. Ég var líka ánægð að vinna á sama stað og þú í eldhúsinu á St. Jósefsspítala, ég var þar í af- leysingum 7 sumur í röð. Þegar ég fékk bílpróf þá fór ég fyrir þig í Fjarðarkaup. Ég átti erfitt í einni búðarferðinni fyrir þig að skilja hvað stóð á innkaupamiðanum. Stóð örugglega 1 b banana, en ég keypti 16 banana. Ég tók 1 b sem 16. Saman sátum við og hlógum og borðuðum nokkra banana. Þú varst mjög montin af mínum lífs- ferli. Að eiga þennan yndislega mann sem ég á, fallega dóttur og yndisleg gæludýr. Þú líktir mér oft við dóttur þína, hana Guðnýju Jónu, og þess vegna voru svona góðir straumar milli okkar. Guðný Jóna var mikill dýravinur eins og ég. Þú ert núna hjá Guðnýju Jónu og Óla afa. Ég er fegin að hafa komið suður í nóvember sl. Þá varstu komin á spítala og mig langaði að skríða upp í til þín en ég sat á rúmstokk- inum hjá þér. Elsku amma mín, passaðu Týru fyrir okkur og Ask. Við sjáumst, guð geymi þig. Þín Guðný María Waage. Elsku amma Maja var einstök kona, ótrúlega seig, fróðleiksfús og síðast en ekki síst kærleiksrík. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á sögum af fólki og dýrum, og var gefin fyrir gott spjall. Hún var allt- af dugleg að taka upp símtólið og hringja í hina og þessa vini og ætt- ingja til að heyra í þeim hljóðið og vita hvernig veðrið væri þarna hin- um megin. Og úr því að við syst- urnar vorum bæði í öðrum lands- hluta og erlendis var frábært að geta hringt á Facetime, henni þótti ákaflega gaman að sjá heimilin okkar þó hún ætti erfitt með að koma í heimsókn. Þess utan var hún dugleg að biðja fyrir fólkinu sínu og senda hlýjar hugsanir til þeirra. Amma bjó til heimsins bestu pönnukökur og framan af voru þær alltaf á boðstólum í stærri fjöl- skylduboðum, þær entust sko ekki lengi á borðum! Hún lagði sig fram um að líta vel út, klikkaði aldrei á því að setja rúllur í hárið. Amma vaknaði iðulega eldsnemma á morgnana og hlustaði á morgun- bænirnar í útvarpinu, gerði auga- brúnirnar fínar og setti á sig bleik- an varalit áður en gest bar að garði. Amma Maja var með einstakt næmi á kveðskap og átti mjög auð- velt með að læra heilu ljóðabálkana utanbókar. Hún gluggaði oft í Skólaljóðin sem voru í miklu uppá- haldi, en Einræður Starkaðar eftir Einar Benediktsson áttu líka sér- stakan sess hjá ömmu og hún kunni þær nánast utan að. Auk þess gat amma munað ótrúlegustu vísur, jafnvel þótt hún hafi kannski bara heyrt þær einu sinni í útvarp- inu eða einhvern tímann þegar hún var lítið barn. Hér er ein skemmti- leg sem hún kenndi Sólu yfir sím- ann: Ráðskonan hún rís nú upp, rétt sem tungl í fyllingu. Klórar sér á hægri hupp (og hér hló amma) með hátíðlegri stillingu. Amma var nefnilega mikill húm- oristi og sagði svo ógleymanlega frá manninum sem lagði á fljótið og jaðrakaninum sem hvatti hann áfram: „Vadd-útí, vadd-útí, vadd- útí, votur, votur, votur.“ Þetta fannst henni fyndið! Stundum þeg- ar maður hringdi og spurði hvernig hún hefði það var svarið „ég segi bara þrjá spaða“ og glettnin leyndi sér ekki. Amma Maja tók alltaf vel á móti okkur systrunum og sýndi okkur mikla væntumþykju. Við fundum sérstaklega sterkt fyrir því hversu vænt henni þótti um okkur þegar við vorum fluttar til Kaupmanna- hafnar og Akureyrar. Hún hlakk- aði alltaf til að fá okkur aftur heim til Íslands eða suður og taldi nánast niður dagana þangað til við komum loksins aftur. Og þegar að því kom, þá var hún var ávallt viðbúin með kaffi og með-ðí; marsipankaka, kleinur og púðakaffi mun alltaf minna okkur á hana. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu Maju svona vel og munum sakna hennar sárt. Henn- ar bjarta minning mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (Einar Benediktsson) Sigríður Kristjana, Sólrún Ylfa og Móeiður Una Ingimarsdætur. María Úlfheiður Úlfarsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, UNNUR HELGADÓTTIR, Suðurgötu 58, Hafnarfirði, varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn 16. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Gunnbjörn Svanbergsson Eyjólfur Gunnbjörnsson Elín Pétursdóttir Kristrún Lena, Víkingur Óli, Eik Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA KRISTÍN KWASZENKO fv. framkvæmdastjóri, lést þriðjudaginn 27. desember á krabbameinsdeild LSH. Útförin verður auglýst síðar. Jóhann Ingólfur Halldórsson Halldór V. Jóhannsson Ingibjörg Björnsdóttir Magnús Björn Jóhannsson Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir Jóhann K. Jóhannsson Arnhildur Eva Steinþórsdóttir Sara María Jóhannsdóttir Ingþór Guðlaugsson Magnús Kwaszenko Linda Kwaszenko barnabörn og barnabarnabarn Elsku sonur, bróðir, mágur og frændi, MATTHÍAS INGIMARSSON frá Ólafsfirði, til heimilis að Klettaborg 43, Akureyri, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldu og vina föstudaginn 23. desember. Starfsfólki Klettaborgar færum við okkar innilegustu þakkir fyrir einstaka umönnun og umhyggju. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. janúar klukkan 13. Jarðsett verður í Ólafsfjarðarkirkjugarði sama dag. Ingibjörg Antonsdóttir Nína Ingimarsdóttir Númi Ingimarsson Steina J. Hermannsdóttir Helga Ingimarsdóttir Hlynur Guðmundsson frændsystkin og fjölskyldur þeirra Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON kjötiðnaðarmaður, áður til heimilis í Núpalind 8, Kópavogi, lést aðfaranótt aðfangadags 24. desember á Hrafnistu, Skógarbæ. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 6. janúar klukkan 13. Bernharð Laxdal Anna Björnsdóttir Laxdal Elín Bára Magnúsdóttir Þorsteinn G. Indriðason Guðrún Lára Magnúsdóttir Guðni Þór Ólafsson Guðmundur Magnússon Lisbeth Thompson Ásta Margrét Magnúsdóttir Lára G. Nielsen barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.